Þjóðólfur - 04.08.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
iii
Hvað er að frétta?
Yantlað minningarrit. Ættingjar
Kristjáns heitins Jónssonar læknis í |
Clinton í Bandaríkjunum, sem andað- !
ist þar síðastliðið ár, hafa gefið út um
hann vandað miuniningarrit, sem prent-
að er hjer síðastliðið vor. Þar er fyrst
grein, er skýrir frá ætt Kristjáns og
uppvexti. Þar næst eru „Minningar-
orð vina á íslandi", og eru þau rituð
af: I. Guðmundi Magnússyni prófessor,
Sig. Sigurðssyni ráðanaut, 3. Þórhalli
Bjarnasyni biskupi. Þá er „Minning-
arorð vina í Ameríku", tekin eftir
blöðum og ritum þar vestra, og sýna
þau glögglega, í hve miklu áliti Krist-
ján heit. hefur verið þar. Svo eru
„Minningarljóð", eftir Briem biskup,
þá erfðaskrá Kristjáns læknis og loks
„Skipulugsskrafyrir minningarsjóðinn",
sem stofnaður var hjer af erfingjum
Kristjáns heitins í sambandi við Heilsu-
hælið á Vífilsstöðum.
Framan við ritið er mynd Kristjáns
læknis. Ritið er prentað í Gutenberg ;
og allur er frágangur á því prýðiiegur.
„Lögrjetta".
Pingrolið. Bréf konungs um þing-
rofið er birt í „Lögbirtingablaðinu" 27.
f. m., og er dagsett II. júlí. Sama
dag er gefið út konungsbréfið, sem
skipar fyrir um nýjar kosningar til
alþingis 28. okt. næstk.
Dáinn er 26. f. m. síra Þorleifur
Jónsson prestur á Skinnastað í Axar-
firði, 65 ára að aldri, f. 28. okt. 1845.
Stöðvarstjóri á ísafirði er Magn-
ús Thorberg nú orðinn aftur, en hann
hafði undanfarandi um tíma verið
við símastöðina hjer í Reykjavík.
Sigfús Einarsson tónskáld og
frú hans eru nýkomin frá ísafirði og
hafa haldið þar söngskemtanir.
iMngmenskuframboð. Síra Björn
Þorlaksson á Dvergasteini auglýsir í
„xAustra" 23. f. m., að hann bjóði
sig Norðmýlingum til þingmensku, en
hann var áður þingmaður Seyðfirð-
inga„
Dáinn er nýlega Árni Jónsson bóndi
á Finnsstöðum í Eiðaþinghá í N,-
Múlasýslu, 83 ára gamall, gildur bóndi,
og bjargvættur bænda í heyþröng á
harðindavorum", sagir „Austri".
Flateyri við Önundarfirði var
seld á uppboði 27. f. m. Hæstbjóð-
andi varð Sveinn Björnsson málaflutn-
ingsm. fyrir hönd Kr. Torfasonar kaup-
manns með 62 þús. kr. boði.
Næsta boð var frá Einari Arnórs-
syni prófessor (fyrir hönd Páls Torfa-
sonar o. fl ?) 61 þús. 200 kr. Um-
boðsmaður landsjóðs, Magnús Guð-
mundsson lögfræðingur, bauð 40 þús.
Frestur til ágústloka til þess að taka
ákvörðun um, hvert boðið yrði sam-
þykt.
Snjóv á YestQörðum. Kviðsnjór
var a Breiðdalsheiði vestra, af nýfölln-
um snjó, dagana 26. og 27. júlí, í
kuldakastinu þá.
Difstangaviti. 1. þ. m. var byrjað
að kveykja á hinum nýja vita á Rifs-
tanga. Vitinn er járnturn 19 metra
hár, rauðmálaður, og verður látið loga
á honum frá 1. ág. til 15. maí eftir-
leiðis. Vitavörður er skipaður Jóhann
Baldvinsson bóndi á Rifi.
Kirkjubæarprestakall á Fljótsdals-
hjeraði er laust og verður veitt frá
fardögum 1912. Umsóknarfrestur til
I. okt. í haust.
íslendingasundið Við Sundskálann
hja Skerjafirði átti að verða 6. þ. m.,
en því verður frestað til sunnudagsins
13. þ. m. kl. 6 e. m.
Vesta fór frá Leith áleiðis hingað
í fyrra dag.
Pétur A. Jónsson söngvari söng
í Bárubúð á laugardagskvöldið ýar
fyrir fullu húsi og var látið mjög vel
vfir. Hefur honum, sem vita má, mik-
ið farið fram við nám og æfingu er-
lendis. Hann var í vor á ferð með
dönskum stúdentasöngflokki um Ame-
ríku og var þeim félögum tekið mjög
vel þar vestra. Hjeðan fer hann til
Berlínar, hefur þar fasta stöðu við
söngleikhús.
Veðrið í júh'mánuði var óvenjalega
kalt yfirleitt. Lengi hér syðra stöðug
norðanátt, hvöss og köld. En nú fyrir
mánaðamótin hefur skift um tið, komin
sunnanátt og gúð hlýindi. Eins er um
alt land, segja veðurskeytin.
Fyrirlestur heldur frk. Laufey
Valdimarsdóttir annað kvöld (laugar-
dag) um alþjóðakvennafundinn, sem er
nýlega afstaðinn í Stokkholmi, en þar
var hún stödd og fröken Inga Lárus-
dóttir (Benediktssonar prests frá Sel-
árdal) Ekki var þar fleira íslenskra
kvenna. Frk. Laufey flutti þar skýrsl-
ur um kvenrjettindamálið hjer á landi
og frk. I. L. um félagsskap íslenskra
kvenna.
Af ræðum, sem fluttar voru þarna
á alþjóðafundinum, hafði þótt mest til
koma ræðu, sem skáldkonan sænska
frú Selma Lagerlöf hélt, og ætlar| frk.
Laufey að lesa þá ræðu upp í þýð-
ingu á fyrirlestri sínum.
Fyrirl. verður í Iðnaðarm.húsinu.
Gjöf til Heilsuliælisins frá út-
lendingi. Kommerzienrat S. Schiel
frá Busteni í Rumeníu hefur gefið
Heilsuhælinu 75 kr. Hann var hjer
á ferð í fyrra. G. B.
VerslunarJréUir.
Lögr. hefur kynt sér hið almenna verð-
lag hér í bænum í júlímánuði (sumarkaup-
tíðinni) og er það, sem hér segir: “
Rúgmjöl . . . 200 pd. á 16 kr.
Hrfsgrjón . . . 200 — - 25 —
Hveiti nr. 1 . . IOO - 14
do. nr. 2 . . IOO — - 12 —
Haframjöl valsað 100 — - 13 —
Heilbaunir . . IOO — - 14
Elofnar baunir . IOO - 13
Kaffi pundið - 0,80—0,85
Export-kaffi . . — - 0,47
Kandíssykur . . — - 0,26
Hvítasykur . . — - 6,25
Salt . . tonnið 2000 pd. - 24,00
Kol . . skippundið - 3,20
Timbur hefur hækkað lítið eitt í verði
frá því í fyrra, en þó mun sú hækkun
vart nema 5%. önnur byggingarefni hafa
verið seld með sama verði og að undan-
förnu.
Fyrir íslenskar vörur hefur verið borgað:
Hvít vorull þvegin . . . . kr. 0,65 pd.
— do. óþvegin .... — 0,47 —
Misl. do. þvegin . . . . — 0,45 —
Æðardúnn kr. 11,00—12,00 eftir gæðum.
Sundmagi — 0,50
Seiskinn 4—5 kr. skinnið.
Selslýsi 21 kr. tunnan, 210 pd.
Jagtaþorskur nr. I, Spánarmetinn, kr. 63,50
til kr. 64,00 skpd.
Botnv.þorskur nr. 1 Spárarmetinn kr. 61,00
Netaþorskur — I-------------— 54,00
Þorskur nr. 2 frá kr. 44,00—52,00 eftir
gæðum.
Þyrsklingur nr. 1 kr. 54,00
do. — 2 — 44,00
do. hálfþurkaður (Labradorf.) kr.
45,00. y
Ýsa nr. I kr. 45,00 eftir gæðum.
do. — 2 kr. 35,°° — —
Það verð, sem hér greinir, er hið al-
menna, én við stærri kaup af erlendum
vörum mun hafa feng’.st nokkuð lægra
verð; líka munu nokkrir hafa náð hærra
verði fyrir vörur sinar en hér segir, og
einstakir selt fisk sinn ómetinn, en um
verðlag er oss ókunnugt. [Lögr.].
Æfintýri
úr islenskum þjóðsögum.
Það var löngu eftir siðaskiftin, að sá
klerkur var í Garðshorni, er Geir hét.
Hið eiginlega prestssetur hét Hóll og
sóknin Hólssókn. Geir hafði ætið verið
heldur grobbinn og mannalegur, og engin
fyrirmynd í sannsögli né skírlífi, þótt
hann dræpi þeim dygðum drjúgt í kamb-
ana í »stólnum«. Hann þóttist vera
skygn, enda var hann álitinn það af sum-
um. Að sönnu fór hann ekki hátt með
það, en sú skoðun kom samt greiuilega
í Ijós í sumum ræðum hans, einkum lík-
ræðum. Hann þurfti ekki að fara svo
varlega vegna biskupsins, sem llka var
álitinn skygn, og þó ofur-kreddufullur, t.
d. á yfirreiöum; en það voru fleiri flugur
á ferð. Séra Geir hafði oft brauðaskifti
áður hann fékk Hóls-brauð: en úr því
dugði honum ekki »að sækja« annað,
því hann gekk að því vísu, að engin
vildi sig. Alstaðar þóttist hann hafa búið
vel og gert margt og mikið, en alstaðar
kom hann fúll og félaus. Hann dró á
langinn, alt sem hægt var, að borga
skuldir sínar og lögboðin gjöld, en heimt-
aði iðu'ega samdægurs, eða næsta dag
eftir unnið verk, skírnarskatt, fermingar-
gjald, hjónavfgslukaup, líkræðuleigu og
Jíksöngstoll, og hið síðasta stundum eftir
margra ára sveitar-ómaga. Sumir urðu
að greiða 2 prestsgjöld fyrir sama árið,
ef þeir voru svo grunnhygnir, að treysta
reglusemi Geirs og reikningsfærslu og
taka ekki kvittun. A Hóli gekk bú-
skapurinn nokkuð skrykkjótt. Hjúin toldu
þar ekki stundinni lengur, roest vegna
ýmsrar óreglu og ónærgætni. Sjálfur varð
klerkur að ganga að mörgttm útiverkum
og róa, en börn hans, sem voru íjölda-
mörg, ólust upp 1 leti og iðjuleysi. Klerk-
ur og kona hans álitu vinnuna óvirðing
fyrir s í n börn og embættismannabörn,
og með því 'breiddist þessi holli metnað-
ur til afkvæmanna. Elsti sonur Geirs
hét Alfur. Var það heppilegt nafn, þeg-
ar litið var til sérþekkingar föðursins í
huliðsheimi og vitsmuna sonarins. Að
sönnu kreistist Alfur gegnum skólann með
botnlausum skuldum, en altaf var hann
aftastur í röðinni, og kölluðu gárungarnir
hann þá stundum Alf aftaní eða aftasta.
Prestur átti hann að verða og hirða
hempu föður síns, þó seint og silalega
gengi að ná prófi. Einu sinni, þá tilrætt
varð um Alf, sagði systir hans: »Hann
Alfur bróðir minn er orðinn voðalega
mentaður«. Annari prestsdóttur varð að
orði, þá hún sá lækni fara inn um al-
gengar útidyr : »Ó! guð almáttugur! Að
hugsa sér, að svona menn skuli ganga
inn um sömu dyr og sjómenn!« Þessi
orð lýsa nægilega hugsunarhættinum.
Þegar Geir var kominn milli fimtugs
og sextugs, var hann orðinn nokkuð sadd-
ur af búskapnum á Hóli, sem var þó
kostajörð og eftir því hæg. Hann hafði
nýlega bygt þar allgott fbúðarhús, og
náttúrlega fengið til þess landsjóðslán,
eins og sumir stéttarbræður hans. En þá
tók Eiríkur meðhjálpari, sem bjó f hjá-
leigunni Garðshorni, upp á því gróða-
fyrirtæki, að byggja sér eitt stærsta og
skrautlegasta húsið í sókninni, til þess, að
leigja það ýmsum. Þegar klerkur sá þessa
skrautbyggingu meðhjálparans, varð hann
. svo hrifinn af henni, að hann undi ekki
lengur á Hóli, enda varð vart við reim-
leika þar seinustu árin, og klerkur gerð-
ist öðru hvoru myrkfælinn, og í öðru
lagi virtist honum þessi bygging vera sér
samboðnari, sem kostað hafði 5000 ríkis-
dali. Geir fer því og falar húsnæði hjá
Eiríki meðhjálpara í Garðshorni. Eirfkur
tekur þvf heldur tálega 1 fyrstu, þvíhann
þekti bæði efnahag og skilvísi klerksins.
Prestur setur þegar á sig hinn mesta
rembings- og embættis-svip, er hann átti
til og segir: »Eg hef valið þig, á þessu
litla hreysi, sem ekki fóðrar eina kú, til
meðhjálpara í sókn minni; vegur þinn
vex við það, að taka mig fyrir húsmann
og börnin mín, sem ekki sóma sér illa á
götunum. Með því rnargbreiðist yfir smá-
óvirðinguna fyrir aukagetuna þína
með henni Siggu — og þó svo kæmi
oftar fyrir«. Eiríkur svaraði með nokkr-
um glettnis-svip: »Eg get ekki álitið
það velæruverðugt, að sleppa staðnum
þannig, fremur en þegar þér rákuð burtu
vegalausa vinnukonu, vanfæra að tvíbur-
um, og skrifuðuð útlending föður þeirra,
sem aldrei hafði séð hana«. Klerkur
sortnaði á svipinn, sem ætíð var þó nokk-
uð dökkur, og varð orðfaíl um tíma.
I.oks segir meðhjáiparinn : »Við skulum
fá okkur eitt »dramm« af »tvhisky« og
eitt »snaps« af rommi. Klerkur tók því
fegins hendi og hýrnaði á svipin. í því
samsæti leiddist það til lykta, að Geir
færi í Garðshor-n, en heilsulaus kerling
skyldi ein gæta staðarins næsta ár og
einnar belju í fjósi. Fyrsta árið, sem
Geir var f Garðshorni, gerðist sitt hvað
til tíðinda. Um veturinn skírði klerkur
barn í Sjávarborg. Varð hann þá sem
oftar dálítið góðglaður af skírnarpelamfYn,
og vildi því skemta veislugestunum með
dulspeki sinni og fjarskygnisgáfu, og
sagði meðal annars á þessa leið: »Þið
sjáið jafnlangt nefi ykkar, en eg sé miklu
lengra, því eg sé svipi fyrir aftan mig,
en anda fyrir framan. Andarnir tala við
mig og eg við þá. Hann Jón heitinn —
eða svipurinn hans — sem gekk í sjóinn
hérna um vorið, og sem þið vissuð öll,
hefur gengið um í Vík — sem liggur 8
þingmannaleiðir héðan — eins og grár
köttur, og hann grimmur, hent þar ýmsu
innan húsa, t. d. stígvélum gegnum þil,
með þrumugný. Hér hefur einnig orðið
vart við hann, en helst í skuggsýnu, og
grunur minn er sá, að hann sé nú ekki
langt frá okkur«. Gestunum þótti saga
þessi nokkuð brosleg fyrir klerkinn, og
litu hver upp á annan, án þess að bera
við að vefengja guðsmanninn, Um kvöld-
ið, eftir dagsetur, fór klerkur heimleiðis;
duldist það engum, að hann hefði nóg í
höfðinu. Hann var gangandi og hjarn
yfir alt. Svo undarlega fer, að Geir
finnur ekki Garðshorn, en yillist í björtu
og góðu veðri heim á læknissetrið. Hon-
um þykir þessi 1 e i ð s 1 a eða villa all-
kynleg, og leggur einn á stað aftur um
nóttina heimleiðis, þó nú væri orðið
alþykt loft og skuggsýnt. Þegar Geir
hefur skamt gengið, fellur hann á veg-
inum til jarðar og getur ekki staðið upp
aftur vegna höfuðþyngsla og sársauka
einhversstaðar að neðanverðu. Rétt á
eftir lá leið Dísu gömlu, fjósakonu stað-
arins, um veginn, með vatnsgrautar-ask-
inn sinn, sem hún ætlaði að gleðja hund-
inn með, sem ekki steig í laukana.
Hún fer þar, sem klerkur liggur, og sér
enga guðsmynd á honum, og virðist þetta
vera eitthvað ó h r e i n t. Hún varð yfir
sig hrædd, henti grautnum og hljóp heim,
sem fætur toguðu. Þegar hún sá ljósið,
varð henni flökurt og leið í ómegin.
Um sama leyti saknaði fjósamaðurinn
á læknissetrinu nautsins úr fjósinu, sem
farið hafði um kvöldið með kúnum til
vatnsius. Hann fór að leita gradda og
gekk nálægt klerki þar sem hann lá fall-
inn. Hann kemur auga á svart aflangt
flykki með litlum, Ijósum díl nálægt öðr-
um endanum. Hann heyrir rymja í þessu,
og heldur, að þarna liggi boli, sem átti
að hafa hvítan díl á mölunum; gengur
því rakleiðis að þessu, rekur í það fót-
iun og segir: sStattu upp skröggur!«
En honum verður heldur bylt við, að
heyra þarna rymja í prestinum: »Ætl-