Þjóðólfur - 04.08.1911, Blaðsíða 2
IIO
ÞJOÐOLFUR.
hrökkvum nú ekki við og tökum
breytta og betri stefnu". Og „glöt-
unarvegurinns sem vér íslendingar gön-
um áfram, liggur beint niður í þræl-
dómsstöðu ósjálfbjarga niðursetnings-
aumingjans".
Það eru eftirtektaverð orð hjá jafn
bjartsýnum og fjölhæfum manni, og
jafnvel enn eftirtektaverðara er þó, að
grein hans, sem þetta er úr: „Hvert
stefnir?" var lesin með miklu meira
samþykki fjölda manna en trúmála-
greinar hans, og hefur ekki neinsstað-
ar sætt mótmælum svo kunnugt sé.
Lá þó beint við, að blöð þau, er
lifa á því að ala þjóðarhrokann, og
prédika fyrir lýðnum, að vér þurfum
ekki og megum ekki slaka til í neinu
við sambandsþjóð vora, til að ná betri
samningum við hana, — mundu leggja
sig í framkróka, til að hrekja aðrar
eins fullyrðingar.
Eg veit ekki hvort þar er þögn
sama og samþykki eða þögn sama
og vandræði, — en eftirtektavert er,
að þau hafa þagað um greinina.
Margir biðu óþreyjufullir eftir áfram-
haldi fyrnefndrar greinar; en fleiri munu
hafa orðið vonsviknir en eg, er þeir
lásu mánuði síðar í N. Kbl., að aðal-
bjargráðið var, „að taka bein og skýr
og hörð loforð af þingmannaefnum:
að þeir láti iekjur og gjóld hverra
fjárlaga standast á, og að þeir séu í
algerðu bindindi um nýjar lántökur
fyrir landsjóðs hónd uni næsta kj'ór-
tímabil.
Og jafnframt því áskorun til trú-
aðra manna, að þeir fari að skifta sér
af pólitík meira en að undanförnu.
Hverjir skyldu þeir vera, þessir trúuðu
menn, sem setið hafa hjá, en nú eiga
að kippa í lag þjóðfélagsvandræðunum?
hugsaði eg. En eg þurfti ekki lengi að
vera í vafa um, hverja biskup kallar trú-
aða, því að hann bætir við áskorun-
ina: »Trúaðan kalla eg hvern þann
mann, sem kennir guðstaugarinnar með
þeim ha.*tti, að hann má eigi úr lífi
sínu missa þá vitund, að einhver góð-
ur vilji sje þó í tilverunni, og að gott
sé og eftirsóknarvert, að mega vera
eitthvað í verki með þeim vilja“.
Eg skal láta trúmálablöðin og prest-
ana um að skera úr, hvort þessi skil-
greining biskupsins á „trúuðum mönn-
um“ er biblíöleg eða kristileg, en skilji
eg mælt mál, þá er áskorunin til þessara
„trúmanna“ alveg vindhögg. Eg hélt
að eg bæri ekki meira traust til þing-
manna og kjósenda í þeim efnum, en
hver annar, en þó er eg sannfærður
um, að leit verður að þeim, sem vilja
ekki við það kannast, „að einhver
góður vilji sé þó1) í tilverunni, og að
gott sé og eftirsóknarvert, að vera
eitthvað1) í verki með þeim vilja“.—
Fyr má nú vera svartsýni, en að ætla
þingmönnum og stjórnmálaleiðtogum
að hyggja þeirra og vilji sé svo rang-
snúinn, að þeir haldi að enginn góður
vilji sé til, eða að lítilsvert sé að vera
í samvinnu við hann, ef til væri. Hitt
er annað mál, að þess háttar þoku-
hugmyndir stoða lítið, þegar á hólm-
inn er komið, og hafa aldrei skapað
viðreisnartímabil í sögu neinnar þjóðar.
Eínhliða sparnaðarstefna með al-
gerðu lánbindindi er heldur ekki ein-
hlít. Auðmaðurinn getur sagt við
hinn, sem erfitt á með að komast á-
t) Anðkent hér.
fram: „Þú mátt aldrei taka lán, það
he/ur mörgum þínum líkum orðið hált
á því“.
En eiginlega er það ekkert snjall-
ræði, og bankarnir gætu þá eins vel
sagt: *Vér lánum engum, nema þeim,
sem ekki þurfa láns við“, en það væru
ekki hyggindi, sem í hag kæmu, fyrir
hvorugan málsaðila. Mörg lántakan
hefur auðgað lántakendur, þótt sum
lán mishepnist; og óséð er það enn,
að þjóð vor sé svo ráðlaus, að allar
lántökur væru henni tjón; hitt er meira
tjón, að ýms framfarafyrirtæki bíða ár
frá ári, af því að áræði vantar til að
hefja þau með lánsfé.
Sú var tfðin ekki alls fyrir löngu,
að „Hrafnagjá var landsins kassi", og
það var talin æðsta stjórnspeki, að
láta peningana safnast fyrir í lands-
sjóði; en hvað var þá gert í saman-
burði við það, sem nú er orðið?
Nei, gætni er dygð og skylda, en
bindindi í þessum efnum er stórgalli.
Hitt er betur athugað í nefndri grein,
þótt ekki sé næg áhersla á það lögð,
að gæta sín fyrir blindu flokksfylgi
við næstu kosningar. Eiginlega væri
allra hollast, að kjósa engan œstan
Jlokksmann á nœsta þing.
Það er bæði ilt og broslegt, að
sum blöðin skuli vera að reyna að
spana menn upp til að kjósa um milli-
landafrumvarpið. — Þar sem þó allir
kunnugir mættu vita, að það er úr
sögunni í bráðina, svo fyrir að þakka
— eða kenna — fráfarandi stjórnar-
flokki, að Danir vilja ekki við nein-
um samningum líta að sinni, og því
hégóminn einber, að vér séum að
rífast um þá á meðan.
Stjórnarskráin nýja er ekki nefnd á
nafn, og væri þó eitthvert vit í að
deila um hana.
Flestöll blöðin, nema „Ingólfur" og
„Templar", minnast heldur ekki á
bannmálið. og vita þó allir, að um
það verður barist á þingi, og óvinir
þess sjálfsagðir til að reyna að koma
þeim lögum fyrir ætternisstapa. Það
stórmál ættu menn sannarlega að hafa
alvarlega í hug>a við næstu kosningar,
Mein er það í meira lagi, að ráð-
herraefni heimastjórnarmanna, Hannes
Hafstein, skuli vera því máli alveg
mótfallinn, einkum þar sem hann að
öðru leyti hefur marga góða kosti til
ráðherrastarfsins; en vilji hann beita
sér gegn því máli, sé eg ekki betur,
en bannvinir í þeim flokki verði að
svipast um eftir öðrum, enda er þar
um marga nýta drengi að velja, sem
betur fer.
Ekkert mál, sem nú er á dagskrá,
mun jafnfljótt og eindregið efla hag
þjóðar vorrar inn á við og út á við
sem bannlögin, verði þeirra gætt með
festu og lipurð. Kjósið því enga bann-
féndur né fleygmenn á næstu þing.
En ekkert rekur svo fljótt samvisku-
semi og siðgæði úr stjórnmálum sem
flokkahatur út af einstökum mönnum
og blint flokksfylgi. Og það er hróp-
legt ranglæti gagnvart þjóðinni, sem
því miður er farið að bóla á vor á
meðal, að lítill flokks meirihluti „kúsk-
ar“ minni hluta síns flokks á flokks-
fundi til að fylgjast með í að sam-
þykkja bitlinga handa einhverjum „þurf-
andi“ flokksmanni, og mer það síðan
gegnum þingið, stundum með atkvæð-
í um mannanna sjálfra, sem bitlingana
I þfgr-sria.
Þjóðin kann ekki að sjá sóma sinn,
ef hún vítir ekki harðlega þess háttar
aðfarir, og býður svo bitlingasjúkum
mönnum þingsetu í annað sinn.
Hugsum oss dæmi: í hrepp nokkr-
um eru 40 búendur, sem eiga í mikl-
um deilum sín á milli út af því, hvort
þeir eigi að hafa sameiginlegan afrétt
við nágrannahreppinn eða ekki. Skift-
ust þeir í 2 ákveðna flokka, er kölluðu
hvorn annan — í skopi — samveldis-
menn og sérveldismenn, og létu þeir
þetta afréttarmál koma alstaðar til
sögunnar, og einkum sóttu þeir fast,
að geta kosið fjallskilakong úr sínum
hóp hvorir um sig.
Þegar þessi saga gerðist, vildu sér-
veldismenn kaupa kynbótahrúta í öðr-
um landsfjórðungi fyrir hreppsfé, og
þurfti því að senda mann til að velja
hrútana og sjá um flutning á þeim.
Samveldismönnum fanst fátt um þessi
hrútakaup meðfram af stríði við hina
líklega, — en einkum urðu þeir þeim
algerlega mótfallnir, þegar grobbinn
söðlasmiður, sem ekkert skyn bar á
fjárrækt, bauðst til fararinnar, en vildi
hafa 150 kr. úr hreppsjóði í farareyri.
En söðlasmiður þessi var ákafur flokks-
maður og atvinnulaus, svo nokkrir
flokksbræður hans vildu ólmir láta hann
fara; hann getur þó að minsta kosti
grobbað af hreppnum okkar, hugsuðu
þeir. Á flokksfundi urðu 12 atkvæði
með söðlasmiðnum, en 9 á móti; en
eftir langa rimmu lofuðu þó þessir 9
að fylgjast með málinu, til þess að
flokkurinn kiofnaði ekki og andstæð-
ingarnir gætu ekki hrósað happi yfir
því. Svo var haldinn almennur fund-
ur, þar sem 21 sérveldismaður og 19
samveldismenn mættu. Fundarstjóri
var kosinn úr minni hluta til að eyða
því atkvæðinu, og svo var málið sótt
og varið af miklu kappi. Sannaðist
það, að söðlasmiðurinn hafði aldrei
hirt kind á æfi sinni, og var flestum
mönnum ólíklegri til að velja kyn-
bótahrúta, en það kom fyrir ekki,
flokkaofstækið sigraði; raunar neituðu
2 sérveldismenn að greiða atkvæði af
því þeim blöskraði svo þessi meðferð
á fé hreppsins, að þeir brugðust flokks-
samþyktinni, hinir voru með sárnauð-
ugir, og sendiför söðlasmiðsins var þvf
samþykt með 19 atkvæðum gegn 18,
því að vitanlega greiddi hann sjálfum
sér atkvæði til að fá fararstyrkinn og
geta séð sig um.
Þannig getur tœpur þriðjungur kom-
ið fram vilja sínum þvert ofan í vilja
allra hinna, ef þessi minni hluti er
meiri hluti meiri hlutans og flokks-
fylgið nógu blint.
Gætið þess alvarlega, að kjósaeng-
an æstan né þýlyndan flokksmann á
næsta þing, og verið ekki að ómaka
yður eftir ritstjórunum til Reykjavíkur;
en sýnið heldur, íslenzkir bændur, að
þér berið þá virðingu fyrir stéttyðar,
að þér getið treyst einhverjum sjálf-
stæðum og gætnum stéttarbróður yðar
og samsýslung til að mæta á fulltrúa-
þingi þjóðarinnar. Reykvíkingar, og
ekki síst ritstjórarnir, hafa sannarlega
meir en nóg áhrif á þingmál, þótt þér
smalið þeim ekki saman á þingmanna-
bekkina.
S-j-n.
Myndarlegt fyrlrtæki.
Lögr. hefur áður getið þess, að hr.
Eggert Briem frá Viðey hefði fengið
til ræktunar hjá bænum allstóra
spildu af Vatnsmýrinni og ætlaði að
gera þar tún. Síðan hefur hann
keypt lóð sunnan við Laufásveginn,
hjer um bil mitt á milli Laufáss og
Gróðrarstöðvarinnar, og hefur í vor
og sumar bygt þar fjós og hlöðu.
Utbúnaður allur á þessu er vafalaust
hinn besti og fullkomnasti, sem til
er hér á landi. Fjósið tekur 44 kýr.
Það er úr steinsteypu með járnþaki,
sem tyrft er yfir. Gluggar eru á þak-
inu, en vindaugu á veggjunum, og
brattinn á þakinu ekki mikill. Bás-
arnir eru í 4 röðum, 11 í hverri,
fjalagólf undir í básunum, eu flór-
rennur aftan við úr steinsteypu. Jöt-
urnar eru einnig úr steinsteypu, og
má hleypa í þær vatni, þegar brynna
þarf. 11 kýr snúa hausum til veggj-
ar út að hvorri hlið hússins um sig,
en 22 snúa hausum að gangi eftir
miðju húsinu, II hvoru megin. Sunn-
an við fjósið er steypt og lukt stein-
þró, gríðarstór, vatnsheld, og er þak-
ið yfir hana einnig steypt úr steini,
utan um járnbita og járnverk, eins
og loftin í bókhlöðunni og Vífils-
staðahælinu, og er þakið á henni
jafnhátt góifinu í fjósinu. En niður
í þessa þró rennur þvagið úr flór-
rennunum sjálfkrafa og geymist þar,
en notast síðan til áburðar. Svo
sterkt er þetta steypuloft, að kýrnar
eru látnar ganga yfir það inn í fjós-
ið, frá steinriði, sem upp er gengið.
Sunnan við þetta er öðrumegin steypt
for, sem tekur á móti mykjunni frá
fjósinu, en hinumegin stór hlaða.
(„Lögrétta").
Hellsuliælisfjelagið. Síðari
aðalfundur þess var haldinn 20. júlí.
Þar voru lagðir fram reikningar yfir
tekjur félagsins og gjöld, yfir bygg-
ingarkostnað hælisins og reksturs-
kostnað frá sept. 1910 til ársloka.—
Höfðu þessir reikningar verið endur-
skoðaðir af kaupm. Einari Árnasyni
og barnakennara Sig. Jónssyni, er
kosnir voru til þess á fyrri aðalfund-
inum.
Tekjur félagsins frá stofnun þess
til 20. mars 1911 voru kr. 63,173,48
í tillögum, gjöfum, áheitum o. fl.;
kr. 2,382,32 vextir; og lán 338,249,67.
Gjöld 283,002,85 byggingarkostn-
aður, önnur gjöld 114,844,55, ísjóði
5,958,07.
Reksturskostnaður til ársloka 1910
var 15,886,50; af því höfðu sjúklingar
borgað 5602,50, landsjóður 3333.33«
félagið 6000,00, ýmisl. 66,58.
Allir þessir reikningar voru þvf
næst samþyktir með lítilfjörlegum at-
hugasemdum.
Samþykt að borga endurskoðend-
um 75 kr. hvorum.
Þá lagði framkvæmdarstjórn til, að
yfirstjórn félagsins væri kosin að
nýju og var það samþykt. Kosnir
voru: Klemens Jónsson landritari,
Sighvatur Bjarnason bankastj , Guðm.
Björnsson landlæknir, síra Ólafur Ól-
afsson, Eiríkur Briem dócent, Guðm.
Magnússon prófessor, Einar Árnason
kaupm., Halldór Daníelsson yfirdóm-
ari, Hjörtur Hjartarson trésmiður,
Jón Magnússon bæjarfógeti, Rögn-
vaidur Ólafsson húsasmeistari, Sig-
urður Jónsson barnakennari.
Endurskoðunarmenn voru kosnir
Guðm. Ólsen kaupm. og Jón Páls-
son bankaritari. (Lögr.).