Þjóðólfur - 25.08.1911, Side 1
Þ JOÐOLFUR.
63. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 25. ágúst 1911.
Jti 32.
Mcð þessu blaði tek jeg við rit-
stjórn y>Pjóðólfs«. Jeg mun gera mjer
far um að hafa efni blaðsins svo
fjölbrcytt og pólitiska stefnu þess svo
fasta, sem mjer er unt. Jeg vona, að
kaupendur hins gamla blaðs haldi
sömu irygð við það og hingað til.
jírni Pálsson.
flokkaskijtingin við nzstu
kosningar.
Þess tjáir ekki að dyljast, að það
verður sambandsmálið, sem verður efst
á baugi í huga þjóðarinnEr við kosn-
ingar þær, sem fram eiga að fara í
haust. Flokkarnir munu skiftast eftir
afstöðu þeirra til þess máls, bæði við
kosningarnar og eftir þær.
Raddir hafa þó heyrst í þá átt, að
svo ætti ekki að vera. Þjóðin ætti
við kosningarnar að segja skoðun sína
um stjórnarskrá þá, sem samþykt var
á síðasta þingi. Og satt er það, að
það sætir kynjum og sýnir betur en
flest annað, hve óholt og öfugsnúið
alt pólitiskt ástand þessa lands er nú,
að skoðanir manna um þau stórvægilegu
nýmæii, sem voru gjörð í grundvall-
arlögum landsins á síðasta þingi, ráða
að öllum líkindum engu um skifting
flokkanna. Þetta er þó ekkert nýtt,
því að svo hefur verið frá því er al-
þingi hófst að nýju. Alla þá stund
hefur þetta eina stórmál gnæft yfir
öll önnur málefni þessarar þjóðar,
staðið þeim í ljósi eða kasað þau
undir sjer. Það er verk meiri hluta
þess, sem skapaðist við kosningarnar
1908, að svo hlýtur enn að vera, eng-
inn veit hvað lengi.
1908 verður sjálfsagt á ókomnum
tímum talið eitt hið stórmerkasta ár-
tal í sögu hinnar íslensku þjóðar. Eftir
langa og stranga baráttu, sem að vísu
á stundum hafði gengið nokkuð skrykkj-
ótt, en þó svo, að venjulegast höfðu
menn haldið nokkurn veginn rjettu
horfi, var þjóðin komin að langþreyðu
takmarki: hún gat iOSað öll sjermál
sín undan valdi sambandsþjóðarinnar,
flutt hið æðsta dómsvald inn í landið
og lagt traustan lagagrundvöll undir
sambandið við Danmörku. Þjóðin
fjekk ennfremur vissu um að geta faert
út valdsvið sitt eftir ákveðið tímabil,
svo að þá urðu ekki nema tvö mál
eftir á valdi sambandsþjóðarinnar, ut-
anríkismál og hermál,— mál, sem alt
fram að þeim degi tæpast höfðu verið
nefnd á nafn í allri baráttu íslendinga
um endurbaett samband.
Enginn hefur enn þá færst f fang
að neita því, að með þessu hafi verið
fullnægt öllum þeim kröfum, sem alt
fram að þeim tíma höfðu komið fram
af hálfu íslendinga. Jón Sigurðsson
var aldrei svo kröfuharður sem frum-
varpið. Frumvörp hans gengu aldrei
eins Iangt; og þess mætti færa mý-
mörg dæmi úr ritgjörðum hans, — eins
og dr. Valtýr Guðmundsson nýlega
hefur gjört í Eimreiðinni — að hann
hugsaði aldrei svo hátt- Frumvarps-
fjendurnir, sem eftir mætti hafa reynt
að hafa nafn hans að skildi fyrir hinni
gálausu ogvitsneyddu ærslapólitík sinni,
hafa þó orðið að játa, að Jón Sigurðs-
son hafi aldrei fylgt sömu stefnu og
þeir. Enda er vandalítið að sýna og
sanna, að hann veitti jafnan slíkum
ærslum og uppþotum hina ótvíræðustu
mótstöðu, hvenær sem á þeim bólaði
um hans daga. Svo gjörði hann á
Þingvallafundinum 1873. En til þess
að geta þó flaggað með nafni hans,
hafa frumvarpsfjendur brugðið því
orðskröki við, að ef Jón Sigurðsson
væri nú uppi, þá mundi hann fylla
þeirra flokk. Staðhæfingin er talsvert
djarfleg! Alt lffsstarf mannsins mælir
á móti því, öll orð hans og gjörðir
benda í þveröfuga átt. Enda er það
líkast illum draumi, að hugsa sjer Jón
Sigurðsson sem pólitiskan stallbróður
„sjálfstæðis‘‘-hertoganna. Hamingjan
hjálpi þeim lýð, sem slíku trúir!
Það mun því jafnan standa sem ó-
hrakinn og óhrekjanlegur sannleikur,
að 1908 brást íslenska þjóðin hinni
sögulegu stefnu sinni í sambandsmál-
inu. Flokkurinn, sem þá settist að
völdum, hafði hrint þjóðinni út af
þeirri braut, sem hún þangað til hafði
gengið. En hvað hefur nú flokkurinn
komist áleiðis síðan, og hvert stefnir
hann núf
í kosningahríðinni miklu 1908 var
það eitt hið skæðasta vopn „sjálf-
stæðis"-manna, að nefndarmennirnir
íslensku hefðu verið linir í sóknum í
viðureigninni við Dani, að ná hefði
mátt fyllri rjetti íslandi til handa, ef
rösklegar hefði verið gengið að Dön-
um. Þjóðin veitti þeim óvænt tæki-
færi til þess að standa við orð sín.
En hvernig hefur þeim tekist þaðf
Jú, þeir hafa unnið það þrekvirki, að
samþykkja á alþingi sambandslaga-
frumvarp, þar sem haldið er fram öll-
um hinum ýtrustu kröfum flokksins.
Og það er í augum flokksins hjálp-
ræðið sjálft, að halda fram hinum
ýtrustu kr'ófum, — hitt skiftir minnu,
þótt engin von sje til að koma þeim
í framkvæmd. Þegar svo frumvarpið
kom til Danmerkur, þá leit enginn
maður þar í landi við því. Hvorki
stjórn nje þing sinti því, fremur en
þótt hundur hefði gelt. Og ráðherra
flokksins mátti sanna það um seinan,
að Danir „glúpna ekki fyrir sjónunum
einum saman".
Hvað sem segja má um þessa að-
ferð Dana, þá er hitt víst, að öll fram-
koma sjálfstæðisflokksins í þessu máli
hefur verið eitt einasta gönuhlaup frá
upphafi til enda. Þeir höfðu borið þær
sakir á landa sína, nefndarmennina ís-
lensku, að þeir hefðu rekið erindi ís-
lands slælega í millilandaneindinni.
Reynslan hefur sýnt, að þeir hafa ekki
getað þokað málinu einu þverfeti lengra
áleiðis, þrátt fyrir hinn óvænta og
óvenjulega stóra sigur, sem þeir unnu
við síðustu kosningar. Þeir þóttust
a;tla að afla íslandi fyllri rjettar, skipa
þjóðinni í hærri sess gagnvart sam-
bandsþjóðinni, heldur en frumvarp
nefndarinnar gerði ráð fyrir. Þeir
hafa unnið það eitt á, að þeir hafa
gefið stjórnarvöldunum og ríkisdegin-
um í Danmörku tækifæri til þess að
sýna alþingi þá fáheyrðu fyrirlitningu,
að taka ekki einu sinni til umræðu
það sambandslagafrumvarp, sem mikill
meiri hluti alþingis hafði saroþykt.
Og þann vansa hafa þeir — og auð-
vitað öll íslenska þjóðin með þeim —
orðið að þola bótalaust. Enda var
ekki við öðru að búast, þegar kastað
var fyrir borð þeirri hinni sjálfsögðu
hyggindareglu hverrar lítillar þjóðar,
sem á í höggi við stærri þjóð, að
fara aldrei lengra en hún kemst og
treysta aldrei á ysta hlunn. Nú hefur
það eitt áunnist, að fullkomið úrræða-
leysi íslands og máttleysi gagnvart
Danmörku hefur orðið lýðum ljóst.
Þetta eru þá afrek flokksins í sam-
bandsmálinu, að hafa siglt því
strand, og mætti ætla, að það lægi
svo í augum uppi, að ekki fyndist
ein einasta sauðkind í landinu, sem
bæri brigður á það. En auðvitað
hafa „sjálfstæðis‘‘-leiðtogarnir ekki vilj-
að gangast við því. Sumir þeirra
hafa snúist á móti foringja sínum,
Birni Jónssyni, og kent honum um alt
saman. Það er vissulega ekki hlut-
verk þessa blaðs að verja pólítíska
framkomu þess manns. En það er
þó ekki nema sjálfsögð sanngirni að
viðurkenna það, að skipbrot sam-
bandsmálsins var ekkert aftnað en bein
og fyrirsjáanleg afleiðing af pólitík
„sjálfstæðis“-flokksins, en orsakaðist
alls ekki af handvömm eða slælegri
framgöngu Björns Jónssonar. Hann
bar sjálfur og manna mest ábyrgð á
allri þeirri pólitík, og að því leyti má
segja, að hann hafi fengið makleg
málagjöld. En hitt má ekki gleymast,
að það hefði staðið nákvæmlega á
sama, hvern af leiðtogum sínum „sjálf-
stæðis" flokkurinn hefði sent til Dan-
merkur með sambandslagafrumvarp
sitt. Málið var fyrirfram dauðadæmt,
ósigurinn viss og fyrirsjáanlegur.
En hvað mun þá flokkurinn ætla
fyrir sjer? Sjer hann nokkurn veg út
úr ógöngunum, sem hann hefur leitt
þjóðina út í? Mönnum hefur helst
getað skilist, að það sje áform flokks-
ins að samþykkja sambandslagafrum-
varp sitt í annað sinn, fá þjóðina í
annað sinn tíl þess að rjetta fram
kinnina undir löðrunginn. Bæði sjálf-
stæðis“-menn og aðrir vita auðvitað,
að vonlaust er um allan árangur af
slíkri pólitík. En hvað um gildir, —
flokkurinn er þó ekki með öllu iðju-
laus meðan hann heldur áfram að
samþykkja frumvarp sitt, þótt dauða-
dæmt sje fyrir fram, og hann hefur
þegar fengið nokkra reynslu um það,
að þolinmæði kjósendanna er mikil.
Inn á við mun flokkurinn halda upp-
teknum hætti um það, að lýsa land-
ráðasökum á hendur öllum þeim mönn-
um, sem halda fram hinni sögulegu
stefnu íslands í sambandsmálinu. „Inn-
limunarmenn" eru þeir nú allir orðn-
ir, „danskir íslendingar" og „Dana
þý“. Það tjáir víst ekki að fást um
það við flokkinn, hvað þrælsleg bar-
dagaaðferð þetta er. Hitt ættu „sjálf-
stæðis“ menn að geta sjeð, að það er
íslensku þjóðinni enginn virðingarauki
og enginn styrkur fyrir þá, sem þykj-
ast vera að berjast fyrir frelsi og
sæmd landsins, að sú skoðun sje
breidd út, að landið sje fult af föður-
landssvikurum. Og það bætir ekki úr
skák, þótt það sje lýðum ljóst, að
þessi sakargift er ekki annað en ó-
skammfeilnisleg kosningarlýgi. Það
mun jafnan verða virt þjóðinni til
smánar, að menn hafa getað beitt
slíkum vopnum með góðum árangri.
Hjer skal ekki að þessu sinni minst
á afrek flokksins í öðrum málum.
Það mun vera næstum því einmælt,
einnig meðal „sjálfstæðis“-manna, að
sjaldan hafi nokkur flokkur farið ver
með völd sín en „sjálfstæðis“-flokkur-
inn síðan hann settist við stýrið. Og
samlyndið innan flokksins hefur verið
eftir því. Það var mælt á síðasta
þingi, að í flokknum fyndist enginn
maður sem ekki fyrirliti alla hina.
Sjálfsagt hefur þetta verið talsvert
orðum aukið. En víst er það, að illa
höfðu þeir klórað hvor annan, sumir
vinirnir, um þær mundir, er þingi sleit.
Því hefur verið haldið fram af ein-
staka frumvarpsmanni, að rjett væri,
að hreyfa ekki við sambandsmálinu um
hríð og helst aið taka það með öllu
út af dagskrá í nokkur ár. En þó að
nú allir frumvarpsmenn væru ásáttir
um þetta, þá mundi það samt ekki
heppnast og ber margt til þess. í
fyrsta lagi má „sjálfstæðis‘‘-flokkurinn
með engu móti missa af þessu máli.
Frægðarverkið mikla, dráp frumvarps-
ins og hræðslan um það, að trum-
varpsmönnum muni takast að koma
aftur vitinu fyrir þjóðina, er hið eina
band, sem heldur flokknum saman.
Þótt frumvarpsmenn væru alráðnir í'
því, að láta málið eiga sig, mundu
„sjálfstæðis‘‘menn því ekki linna látum
um það að telja þjóðinni trú um, að
meiningin væri að ginna hana í gildr-
una, „smeygja fumvarpinu yfir land-
ið“ 0. s. frv. í öðru lagi gætu frum*
varpsmenn, þótt þeir ef til vill aföðr-
um ástæðum vildu hafa vopnahlje um
stund, ekki setið rólegir yfir því, að
sá flokkur fylkti liði inn á þing, sem
ráðinn er í því að spilla öllum þeim
umbótum á sambandinu, sem fram-
kvæmanlegar eru. Og loks er rjett-
arstaða íslands gagnvart Danmörku,
eins og hún er nú, svo viðsjárverð og
hættuleg, að enginn góður íslending-
ur ætti að geta hugsað til þess að
halda landinu í slíku ástandi stundinni
lengur, ef svo kynni að vera, sem þó
er allsendis óvist, að sú stórkostlega
rjettarbót, sem oss stóð til boða 1908,
væri ennþá fáanleg
Alt ber því að einum brunni um
það, að sambandsmálið verður eins
hjer eftir eins og hingað til höfuð-
málið á dagskrá þjóðarinnar. Það er
einhuga og ákveðinn vilji allra frum-
varpsmanna, að ráða málinu aldrei til
lyktá án þess að þjóðaratkvœðis hafi
venð lettað mn það' Og um það eru
þeir væntanlega einnig sammála, að
ekkert hlje eigi að verða á baráttunni,
ekkert hvik undan merkjum, fyr en
Þorkell hákur hefur sest niður og slíðr-
að brauðhnífinn.