Þjóðólfur - 25.08.1911, Side 3

Þjóðólfur - 25.08.1911, Side 3
ÞJ OÐOLFUR. 123 \ / i heldur hitt, að Vog-Bjarni greiddi atkvæði með vantraustsyfir- lýsingunni, en hafði þá sjálfur ekk- ert út á ráðherra að setja 1 Annars heyrðu svo margir, hver orð Bjarni notaði, að ekkert mun hægra en að sanna, að orðin fjellu einmitt eins og jeg held fram, og sannar það ekkert, þótt hin prentaða ræða sje ekki sam- hljóða því, því það er föst regla þing- manna, að lagfæra ræður sínar áður en þær eru prentaðar —, ef ritarar þingsins ekki hafa fært þær í stllinn, einsogþeim líkar. Hvort það var Jón Ólafsson, sr. Sig- urður í Vigur, eða Bjarni sjálfur, sem veitti honum stöðuna á slðasta þingi, um það þarf ekki að þrátta, allir vita það. Það er ómögulegt að draga fjöður yfir það, að það var atkvæði Bjarna sjálfs, sem reið baggamuninn. En það er einkennilegt, sem »herrann* segir um atkvæði hans sjálfs í þessu máli. í þessari ísafoldargrein stendur: »Jeg lýsti því yfir á flokksfundi og á alþingi, að mjer væri engin þægð í því, að veitingin væri bundin við mitt nafn, því ráðherra Kristján Jónsson, haíöi sagt mjer, sid hanu setlaði alls eigi aö shiftu um mann«.* »Sendiherran* trúir ráðherra til að veita sjer stöðu áfram, þó nafn hans stæði ekki á fjárlögunum, en allir hinir flokks- menn Bjarna trúðu ráðherra ekki til þess, og þess vegna var nafni Vog- Bjarna smelt inn i fjárlögin og þ e s s v e g n a greiddi sendiherran sjálfum sjer atkvæði!! Það er farið að ágerast í seinni tíð að skrúfan losni hjá hinum »betri« mönnum þjóðarinnar. Hver lítur eftir skrúfunum í höfði Bjarna ? Maðurinn segir að jeg misskilji orðið »viðskifti« af því jeg held því fram, að þingið 1909, hafi fyrst og fremst ætlast til að í stöðuna væri skipaðar verslunar- fróður maður. Hann auðvitað snýr sann- leikanum við hjer, þvl allir sem fylgdust með því, sem gerðist á þinginu 1909 og lesið hafa þingtíðindin frá þvf ári, vita að það var hann og menn þeir er komu honum í stöðuna — og þó sjerstaklega fyrv. ráðh. B. J. — sem notuðu sjer a f þ v 1 að það mátti leggja meiri og víðtækari skilning 1 orðið viðskiftaráða- nautur en ætlast var til 1 fyrstu; og þ e s s vegna var erindisbrjef sendiherr- ans orðað eins og það var orðað. Öðru en -þessu þarf ekki að svara »sendiherranum«. En að endingu ætla jeg að segja honum það, að ef mjer vinst tími, þá er ekki ólíklegt að jeg athugi skýrslu hans, sem prentuð var í vetur, því þó hann ekki skilji það, þá skilja það aðrir nú, að fje það er fyrv. ráð- herra f heimildarleysi veitti honum á yfirstandi fjárhagstlmabili sem viðskifta- ráðanaut, er í sannleika illa varið. Heimastjórnarmaður. Hyað er hann Albert á Páfastöðum? í 15.—16. Og 23. tbl. Þjóðólfsþ. á. er ritgerð með yfirskriftinni: »Efnt loforðið til Jóns á Hafsteinsstöðum« og undirskrif- að af »Albert Kristjánssyni á Páfastöðum«, sem leysir mjög vel úr þessari spurningu. Staka Bjarna Gíslasonar á því ekki leng- ur við, að því er fyrri part hennaráhrærir: »Ilt er að þekkja eðlisrætur. Ait er nagað vanans tönnum. En það er víst, að fjórir fætur fara betur sumum mönnum«. *j Leturbreyting gerð af höf. Síðustu missiri hefur rithöfundur þessi verið að spreyta sig á að skrifa í blöð og láta þau flytja frægð sína út um landið, til þess að reyna að gera sig frægan. Honum hefur líka að vissu leyti tekist það, þó það hafi orðið upp á annan máta en tilætlast var í fyrstu. Að hann hefur beint ritsmíðum sínum að mjer, er, eftir orðum hans og aðferð að dæma, sprottið af öfund og þar af leiðandi hatri. Það á hér sérstaklega vel við, það sem Stein- grímur kvað: »Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna, Birgið hana, hún er of björt helvítið að tarna«. Aðalmeiningin í ritgerðum þessa áður- nefnda heiðraða höfundar er sú, að reyna að sverta mig í augum manna og það á þann luhbalegasta hátt, eins og hatrið get- ur blásið honum f brjóst. Því að honum þykir eg hafa traust og virðingu manna fram yfir sig. Hann álítur réttara fyrir sig að rýra álit mitt, en afla sjálfum sér álits. Þetta kann að vera rétt að nokkru leyti frá hans sjónarmiði, þvf að »enginn er svo leiður að ljúga, að ljúfum verði ekki að trúa«. Ritgerð þessi þarf ekki neinna svara við frá mér; hún er lýsing á hans eigin lífsstarfi og má færá rök fyrir því. Rit- háttur hans er líkastur þvf, sem ómerki- legur strákur væri að skammast, viti sínu fjær af reiði, og teldi sjer það þann sanna sigur að segja sem flest og sem óvandað- ast og verst. Enda er hr. A. K. búinn að skrifa til mín 14 blaðadálka og hrósar sjer af þeim sigri, og er það nú eina huggunin í ráunum hans. Jeg tek það hjer fram, að það sem hann segir um afrjettarkaup mín, eru raka- laus ósannindi, svo sem sjá má af kaup- samningi og þinglesnu afsali, sem jeg hef fyrir »afrjettinum«. Líka áttu Hafsteins- staðir ítak í hann áður en jeg keypti hann, eins og sjá má af lýsingu af þeim sem prestssetri. Aðferð Marðar Valgarðsson- ar bregður því fyrir hjá honum við þetta atriði. Þar sem hann talar um eigin hags- muni og almennings heill, er það orðið ljóst, að hann er ekki á móti bitlingum fyrir sjálfan sig eða launahækkun. í fyrra sumar sótti hann um styrk af opinberu fje til þess að fara skemtiferð suður um land; þegar hann var orðinn stærsti hrossa- bóndinn hjer í hreppi, fór hann að láta bera á sjer og bauðst þá til þess að taka að sjer hreppsnefndaroddvita-störfin, ef laun oddvita væru hækkuð, eins og gert var fyrir hann, svo að nú eru þau r/3 hærri en lög bjóða. Það gegnir furðu hvað hann, þrátt fyrir þetta, er gjarn til, í ritsmíðum sfnum, að gera sveitungum sfnum óvirðingu. Með því að taka það fram, hver opinber störf jeg hafi á hendi og hversu lengi, og hve óhæfilegur jeg sje til þeirra, — varla læs eða skrifandi — auk margra annara ókosta, sem hann nefnir, er hann að sýna lands- lýðnum, hvað bændur í Staðarhreppi sjeu heimskir, að vera að fela mjer vandasöm störf á hendur hvað eftir annað, þar sem hann sje þó í sveitinni og muni fús til þess að taka þau að sjer. Þeir mega við þetta tækifæri segja, Staðarhreppsbænd- urnir: »Það sem fyrir gott hann geldur, gjarnan spott og hæðni er«. Alstaðar skín sjálfsálitið út úr ritsmfðum hans, og ekki lætur hann sjer nægja þau orð, sem til eru í málinu, heldur er hann að búa til ný orð, sem enginn skilur. Þarf hann því að sjálfsögðu að skrifa í nokkra dálka útskýringar yfir þau. Hann bregður mjer um, hversu jeg sje til lftils f mannfjelaginu og muni fram- vegis verða. Síðan hann fjekk launa- hækkunina, hefur hann vaxið f sjálfs síns áliti; það heyrist á, því að altaf er hann að minnast þess, að oddvitastörf hafi sjer verið falin á hendur hvað eftir annað m. m., enda er hann nú hærra launaður en nokkur (annar) keisari eða konungur í Norðurálfunni, þegar launin eru talin í réttu hlUtfalli við tekjur ríkjanna. Odd- vitinn í Staðarhreppi fær alt að 10% af tekjum hreppsins. Jeg vona, að hr. A. K. þyki ekki að því, þótt jeg minnist hans jafnt og annara þjóðhöfðingja.— Þá minn- ist hann á almenningshaginn. Fyrir fáum árum ljet hann koma á fót rjómabúi og fjekk hreppsnefndina f Staðarhreppi og sjálfan sig til þess að láta hreppinn taka að sjer lán úr banka svo rjómaskáli væri bygður við Sæmundará; sjálfur átti hann að vera þar »skökunarmeistari«, jeg meina, að sjá um, að rjóminn væri skekinn og framleitt smjörið. Nú er bú þetta hætt að starfa, enda voru margir bændur í hreppnum á móti því strax í byrjun. En hver borgar bankaskuldina ? Það þarf meira en hroka og sjálfsþótta til þess að stofna góðan fjelagsskap og halda hon- um saman. Það væri fróðlegt, ef hr. A. K. gæti bent á eitthvertþað starf sitt, er hefði haft almenningsheill í för með sjer. Honum var mikið áhugamál fyrir nokkr- um árum, að söludeild kæmist á við Kaup- íélag Skagfirðinga; honum hefur kannske dottið f hug, að hann gæti orðið þar bók- haldari, því maðurinn skrifar prýðis vel. En söludeildin gat ekki þrifist, en samt er líklegt, að hún hafi getað borgað hon- um sem starfsmanni sínum. Jeg veit, að hr. A. K. segir það satt, að hann haldi meiningu sinni. Það er að segja á meðan hann hefur nokkra meiningu, og þaraf leiðandi er hún ekki ætíð sú sama, því að hún er oft fengin að láni. Það er ekki lastvert þegar hann getur dottið ofan á heilbrigðar meiningar, en það er of sjaldan. Hr. A. K. tekur það fram í Þjóðólfs- greininni, að það lýsi æfinlega slæm- um málstað, þegar ekki sjéu færð nein rök fyrir þvf, sem sagt sje, en skoð- un mótstöðumannsins aðeins talin heimska og þe^s háttar, brúkaðir útúrsnúningar og stóryrði o.s. frv. Þetta eruaðaleinkenni á rit- smíðum Alberts; hann slær fram sleggju- dómum, rökstyður ekki neitt og fer með rakalaus ósannindi; aðalsönnunargögn háns eru, að marg-taka það upp, að alt sje heimska, nema það, er hann segir sjálfur. Eftir hans dómi, eru þvf allar ritsmíðar hans dæmdar ómerkar, ogfram- koma hans dæmir hann sjálfan. Eða hvað mun það vera kallað, að búa til skröksögur í þeim tilgangi, að rægja eða svívirða saklausa menn? Það væri gott fyrir hann að hugsa um það. Jeg þarf þvf ekki að taka upp neitt af því, sem hann ber fram; það er honum einum til ósóma. Hann má reyna að brúka heið- arlegri aðferð til þess að ávinna sjer traust og virðingu, svo ekki verði sagt um hann með sanni: »Fátt hann getur gert vel, gengur þó með spert stjel Bertel«. Þótt hr. A. K. fari enn að rita einhvern ósómann, mun jeg ekki svara honum framar með blaðagreinum. Það er öll- um orðið ljóst, af hvaða toga ritgerðir hans eru spunnar og hvað þær eru mark- verðar. Hafsteinsstöðum 16. ág. 1911. Jón Jönsson. Kausnarlegt boð frá Noregi. Stærsta bókaforlag Norðmanna, Asche- houg & Co í Kristjaníu, hefur skrifað stjórnarráðinu og boðist til að gefa Lands- bókasafninu eitt eintak af hverri bók, sem það gefur út og Landsbókasafnið vill eiga. Boð þetta verður auðvitað þegið með þökkum. Tilefnið til gjafar- innar er stofnun háskóla vors. Hvað er að frétta? Sterling og Eotnia fóru hjeðan 21. og 22. ágúst. A báð- um skipunum var mikill fjöldi farþega til útlanda. Meðal annara: próf. Björn M. Ólsen (áleiðis til háskólahátíðarinnar í Kristjanfu), Þorvaldur Pálsson læknir úr Hornafirði (til Hafnar), Pjetur Jónsson söngmaður, Þorsteinn bróðir hans (á leið til AmeJíku), læknarnir Gunnlaugur Cla- essen og Guðmundur Thoroddsen, síra Friðrik Bergmann, konsúll Ditlev Thom- sen og frú hans, Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi, frú Kristín Brandsdóttir, Ellen Schults söngmær, ungfrú Guðrún Guðmundsdóttir. Jes Zimsen konsúll (til Englands og Hafnar), Ólafur Johnsen yfir- kennari frá Odense, Einar Benediktsson skáld og fjölskylda hans, Ásg. Ásgeirsson stórkaupmaður frá ísafirði, Davíð Sche- ving læknir, M. Lund lyfsali og fjölskylda hans (alfarinn hjeðan). Margir útlendir ferðamenn, þeirra á meðal frú Disney Leith, Dr. Wulf og Engström málari (frá Svíþjóð). Eunfremur fjöldi stúdenta: Skúi Thoroddsen, Ólafur Jónsson, Ólafur Pjet- ursson, Símon Þórðarson, Júlfus Havsteen, Sighvatur Blöndahl, Daníel Halldórsson, Gunnar Sigurðsson, Magnús Jochumsson, Einar Jónsson, Vilhelm Jakobsson, Hjeð- inn Valdimarsson, Hjörtur Þorsteinsson, Arngrímur Kristjánsson, Sigtryggur Eirlks- son, frk. I.aufey Valdimarsdóttir o. fl. Valdsmannaránið. Ingólfur flytur þá frjett, að ráðherrann hafi hlutast til um, að höfðað verði saka- mál gegn skipstjóra þeim, sem í fyrra haust rændi þeim Guðmundi sýslumanni Björnssyni og Snæbirni hreppstjóra Krist- jánssyni frá Hergilsey og flutti þá til Hull. Það sætir hinni mestu furðu, að máli þessu skuli ekki hafa verið hreyft fyr en þetta. Nú verður fróðlegt að frjetta, hverjar skriftir sökudólginum verða settar fyrir hið fáheyrða tiltæki sitt. Jón Ólafsson alþm. fer í dag með »Austra« austur í Suð- urmúlasýslu til viðtals við kjósendur sfna. Ólafur Björnsson ritstjóri tekur sjer far með sama skipi áleiðis kringum land. Tyeir nýir doktorar í heimspeki. Þeir heimspekingarnir Guðmundur Finnbogason og Ágúst Bjarnason hafa báðir samið doktorsritgerðir, sem háskól- inn í Höfn hefur tekið gildar. Þeir eiga að verja þær nú með haustinu. f» Lækkun á símskeytagjaldi. »Lögrjetta« hefur það eftir For'oerg símastjóra, að við næstu áramót verði til mikilla muna lækkað gjald fyrir símskeyti hjeðan til útlanda. Gjaldið verður fært niður úr 70 aurum fyrir orðið milli íslands og Englands eða Danmerkur f 45 aura, en f 25 aura milli Færeyja og Islands. Símastjóra telst svo til, að með slíkri notkun símans sem nú er, muni fslenskir notendur hans spara um 62 þús. kr. á ári við lækkunina. Höfðinglegar gjaiir. M. Lund lyfsali og frú hans, sem fóru hjeðan alfarin með »Botniu«, gáfu áður en þau fóru, »Sjúkrasjóði« hins íslenska kvenfjelags* 2000 kr. Áður hafa þau jafnan gefið sjóðnum 25 kr. á ári hverju. Ennfremur gáfu þau »Hringnum«, sem er fjelag til styrktar fátæku berklaveiku fólki, 500 kr. Kjósendur heimsóttir. Hannes Hafstein er nú norður f Eyja- firði, Kristján Jónsson ráðherra uppi í Borgarfirði. Bóstnsamt hefur verið á Siglufirði þetta sumarið

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.