Þjóðólfur - 01.09.1911, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
63. árg
Reykjavík, Föstudaginn 1. september 1911.
J» 33.
tanðvarnarmenn
og Sambanðsmálið.
Blindni og auðnuleysi Landvarnar-
flokksins, eða þess hluta hans, sem
hvarf inn í „Sjálfstæðis"-hersveitina við
kosningarnar 1908, mun lengi verða
við brugðið. Oft hafa íslenskir stjórn-
málaflokkar verið heldur lausbeislaðir
og ekki sem fastastir í rásinni; en
sjaldan mun þó nokkur flokkur hafa
svikið sjálfan sig eins átakanlega eins
og Landvarnarflokkurinn við það tæki-
færi.
Öllum er kunnugt um upphaf flokks-
ins, að hann myndaðist milli þing-
anna, sem háð voru 1902 og 1903,
til þess að reyna að afstýra því, að
tekið væri inn í stjórnarskrá vora
ákvæði, sem löghelgaði ríkisráði Dana
vald yfir sjermálum vorum. Flokkur-
inn hafði að vísu ekki sitt mál fram
í fyrstu atrennu. Þrátt fyrir mikið
ósamlyndi og megnar persónulegar ill-
deilur meðal hinna gömlu þingflokka,
Framsóknarmanna og Heimastjórnar-
manna, hafði þeim þó lánast að verða
á eitt mál sáttir um það atriði, að það
skifti ekki máli, þótt lslendingar l'óg-
giltu ríkisrád annarar þjóáar sem œðsta
valdhafa i óllum sínum málum. Utan
um þessa furðulegu kenningu slógu
báðir flokkarnir skjaldborg og Land-
varnarmenn unnu að því leyti ekkert
á, að ríkisráðseta ráðherrans var sam-
þykt á alþingi með öllum atkvæðum
gegn einu.
En hins vegar varð Landvarnarmönn-
um mikið ágengt að því leyti, að
þeim tókst að vinna sívaxandi flokk
kjósenda á sitt mál. Mönnum gat
ekki dulist til lengdar, að sjálfstæði
landsins var ekki upp á marga fiska,
meðan Danir höfðu að lögum úrslita-
vald um öll íslensk mál og gátu beitt
því, hvenær sem þeim bauð svo við
að horfa. Enda var það greypilega
sýnt og sannað af Landvarnarmönn-
uni, að það hafði jafnan verið hrein
„°g ákveðin stefna íslendinga (þ. e_
þeirra, sem fylgt höfðu íslenskum, en
ekki dönskum málstað) að leysa sjer-
jmálasvæðið með öllu undan dönsku
valdi. Allar þær röksemdir, sem for-
mælendur ríkisráðssetunnar reyndu að
færa sínu máli til styrks, voru fremur
ljettar á metunum og flestar þeirra
voru þess eðlis, að þær urgu rjett
notaðar í svip, meðan verið var að
gylla ríkisráðsfluguna fyrir almenningi.
Seinna hafa þær horfið úr sögunni, og
nú hefur ekki á þeim bólað um lang-
an tima.
Það getur ekki á tveim tungum
íeikið, að það var þessi skilningur á
fíkisráðssetunni, sem vakti landvarnar-
þreyfinguna. „Sjermálin út úr ríkis-
f.áði! “ varð heróp flokksins. Og með-
an flokkurinn var og hjet, hjelt hann
fast við þennan skilning sinn og tókst
með stefnufastri og einbeittri rök-
semdaleiðslu að vekja slíka óánægju og
óróa hjer á landi, að augu margra
Dana tóku að opnast fyrir því, að
sambandið, eins og það þá var — og
ennþá er — mundi ekki geta orðið til
frambúðar, heldur þyrfti sem bráðast
að ráða bætur á því og það á þann
hátt, að svo tryggilega yrði búið um
rjett íslendinga innan sambandsins, að
öll hræðsla um danska yfirdrottnun
hyrfi úr huga þeirra.
Það er eitt hið mesta lán, sem ís-
land nokkru sinni hefur hent, að kon-
ungur vor var einn af þeim mönnum
í Danmörku, sem svo litu á málið.
Þegar er hann hafði tekið við ríkis-
stjórn, sýndi hann, að hann hafði full-
an vilja til þess að veita íslendingum
að málum þeim, sem þeir svo lengi
höfðu átt í höggi um við Dani. Hjer er
óþarft að rekja það sem síðan hefur
gerst; nóg er að minnast á það eitt,
að vorið 1908 hafði málstaður Land-
varnarmanna unnið þann óvænta og
glæsilega sigur, aðmótstöðumennþeirra,
innlendir jafnt sem erlendir, voru orðnir
á eitt mál sáttir um það, að sjermála-
svæðið skyldi alíslenskt og algerlega
undanþegið valdi hins danska ríkis-
ráðs. Og samfara þessari stórkost-
legu rjettarbót var kostur á að fá
margvíslegar aðrar umbætur á sam-
bandinu, sem Landvarnarmenn aldrei
hafði dreymt um að fáanlegar væru.
En þá gerðist það, sem engan gat
grunað, að allur meginþorri Landvarn-
armanna reis upp froðufellandi og eins
og í krampaflogi og kútveltist svo um
sjálfan sig, að iijar vissu upp, en höf-
uðið niður. Þeir hófáu í 5 ár staá-
fastlega haldiá fram þeirri kenningu,
aá ákvœáiá um ríkisráássetuna vœri
hiá ramasta innlimunarákvœái. En
nú, þegar leiðrjetting á þessu var fá-
anleg, þá brást þeim alt í einu ráð
og ræna og hjeldu nú þeirri kenningu
fram með hinu ótrúlegasta ofstæki og
ofurkappi, aá Island heýái altaf veriá
og vceri enn þann dag í dag ríki.
Ef þeim var bent á, að þessi nýja
staðhæfing væri ekki í sem bestu
samræmi við hina fyrri kenningu þeirra
um innlimunina, þá svöruðu þeir því
í rauninni aldrei neinu, en ljetu aðeins
hvern þann, sem dirfðist að gera slíka
athugasemd, vita, að hann væri inn-
limunarmaður og föðurlandssvikari!
En hins vegar hjeldu þeir áfram, að
lýsa Heimastjórnarmenn innlimunar-
menn fyrir framkomu þeirra á þing-
unum 1902 og X903, — þann spón
máttu þeir ekki fyrir neinn mun missa
úr aski sínum. Og svo sameinuðu
þeir þetta tvent f huga sínum og
prjedikuðu það með mikilli málsnild,
að ísland vceri ríki og að Heimastjórn-
armenn hefáu innlimað það.
Ekki er gott að giska á, hvað það
var, sem olli þessari fáheyrðu kútvelt-
ingu.
En óhætt mun að fullyrða, að vin-
arhugur til Heimastjórnarmanna hafi
ráðið miklu um afstöðu margra til
frumvarpsins, bæði meðal Landvarnar-
og Þjóðræðismanna. Það er mörgum
manni á þessu landi óþolandi tilhugs-
un, að pólitiskur mótstöðumaður vinni
sjer nokkurn hlut til ágætis, jafnvel
það, að halda fram rjettu máli og
leiða það til sigurs. Menn tala oft
með fullum rjetti um, að háskalegt
sje að byggja pólitiskar stefnur á til-
finningum einum. 1 því sambandi virð-
ist rjett að gera þá athugasemd, að
íslensk tilfinningapólitfk hefur oftar
sprottið af flokkshatri en föðurlands-
ást. Hin svo nefnda frelsisbarátta vor
hefur, á seinni tímum að minsta kosti,
næstum því aldrei verið barátta við
erlendan óvin; hún hefur lang-oftast
ekkert verið annað en skæð innlend
borgarastyrjöld, háð með furðulegu
ofstæki og siðleysi. Og því er nú
komið svo sem komið er.
Síðan Landvarnarmenn höfðu ham-
skiftin, hafa þeir lítið látið til sín
heyra um sambandsmálið. Þeir munu
þó sjálfir telja sjer það til ágætis, að
þeir voru í fylkingarbroddi á síðasta
þingi, þegar Birni Jónssyni var steypt
af stóli. En þeir rjeðust ekki á hann
af þeim sökum, sem í annara manna
augum gerðu hann rjett-rækan, heldur
gáfu þeir honum skipbrot sambands-
málsins að sök. í sfðasta blaði var
sýnt fram á, að sú sakargitt væri á
engum rökum bygð. Flokkurinn sjálf-
ur hafði drepið það mál í höndum
sjer, og gat engan veginn hreinsað
sig af því verki með því að velta
allri skuldinni yfir á foringja sinn. —
Þá munu þeir og reyna að telja sjer
það tii gildis, að ríkisráðssetu-ákvæð-
inu var kipt út úr stjórnarskrárfrum-
varpi því, sem samþykt var á síðasta
þingi. En þar við er nú fyrst að at-
huga, að um það atriði voru allir
sáttir og sammála á síðasta þingi, svo
að Landvarnarmenn geta ekki eignað
sjer neinn sjerstakan heiður af þeirri
lagabót. Og er hjer yfir höfuð um
nokkra lagabót að ræða samkvæmt
hinum nýja skilningi þeirra á því máli?
Þeir hafa þó haldið því fram, að ís-
land væri ríki, þrátt fyrir það, að
þetta ákvæði væri í stjórnarskránni,
og hvaða háski getur þá staðið af
því? Og loks er enn eftir að vita,
hvort oss heppnast að leysa ráðherr-
ann úr ríkisráðinu. Dönsk stjórnar-
völd hafa ekki ennþá, svo að menn
viti, látið uppi skoðun sína um það
mál. En full ástæða er til þess að
ætla, að Danir reynist oss ekki stima-
mjúkir í samningum úr því sem nú er
komið, enda hefur vinarhugur þeirra
og virðing fyrir oss ekki aukist á
þeimtíma, sem „Sjálfstæðis“menn hafa
setið við stýrið hjer á landi.
Um leið og Landvarnarmenn hurfu
frá hinum fyrri skoðunum sínum, mistu
þeir og sjálfstæði sitt sem pólitiskur
flokkur. Þeir ljetu af hendi blað sitt,
og hurfu síðan með húð og hári nið-
ur í vasa „Sjálfstæðis“manna. Þar
komust þeir í nábýli við landsjóð, sem
þá var kominn á sama stað, og er
almælt, að landsjóður hafi haft skaða
af því nábýli, en þeir skömm. En
út í þá sálma skal ekki farið frekar
að þessu sinni.
KosningahugleiBingar.
Þjer hafið, herra ritstjóri, að mjer
finst og fleirum með mjer, farið mynd-
arlega af stað með gamla Þjóðólf, er
þjer sfðastl. föstudag senduð út fyrstu
ritstjórnargrein yðar. Efnið í grein-
inni, flokkaskiftingin við næstu kosn-
ingar, eða spurningin um það, hvaða
mál eigi að ráða atkvæði kjósenda
við í hönd farandi kosningar, kallar
einmitt ákafast eftir svari þessa stund-
ina, og svar það, er þjer látið uppi
við spurningunni, er svo ljóst og skýrt
og svo vel rökstutt og skynsamlega
hugsað, að jeg vona, að það geri sitt
til að beina kjósendunum leið þangað,
er hverjum óviltum lýð getur ekki
blandast hugur um, að hlutverkið er
fyrir. Það er ekki ófyrirsynju, að
þjer brýnið fyrir kjósendum, að það
sje sambandsmáliá, sem eigi að ráða
kosningaúrslitunum í haust, og hljóti
aá gera þaá, þótt vjer biájum ekki.
Það hlýtur að ráða kosningunum þeg-
ar af þeirri ástæðu, að, eins og þjer
takið rjettilega fram, hafa sjálfstæðis-
mennirnir gæsalöppuðu enga von um
að komast á þing aftur, nema þeim
takist að halda kjósendunum áfram í
sömu villunni og tryllingnum, sem
þeim, þessum sannkallaða óaldarflokk,
tókst að koma þeim í 1908; en fyrir
þetta verður þeim nauðugur einn kost-
ur, þótt eigi sýnist glæsilegur í aug-
um óspiltra manna, að halda áfram í
syndinni og spilla gegn betri vitund
fyrir framgangi þeirrar mestu rjettar-
bótar, er föðurland þeirra hefur nokk-
urn tíma átt kost á að öðlast, einnig
að þeirra dómi, áður en valdagirndin
dáleiddi þá. En þar sem óaldarflokk-
urinn dregur sambandsmálið inn í kosn-
ingarnar sem aðalmál og heldur á-
fram sömu blekkingunum og sama
róginum gegn frumvarpsmönnum sem
fyr, þá geta ekki frumvarpsmenn látið
það liggja afskiftalaust, svo framarlega
sem þeir vilja ekki láta óaldarflokkinn
ná enn sömu fantatökunum á þjóðinni
og geta skipað aftur þorra þingsæt-
anna, þann flokkinn einmitt, sem fyrir
atkvæðamagn sitt á síðustu þingum
ber ábyrgðina á öllum þeim axarsköft-
um og öllum þeim hermdarverkum,
sem menn af öllum flokkum eru sam-
dóma um að framin hafi verið þar og
ekki eru dæmi til áður í löggjafar-
þingi voru.