Þjóðólfur - 01.09.1911, Blaðsíða 4
128
ÞJOÐOLKUR.
/
menn i reikningslist gjörðu eigi betur en
jafnast við hann í því, að leysa nokkur
vönd reikningsdæmi. Hann var manna
veðurglöggastur og forspár. Hann bjó í
Melrakkaey, sem að framan var nefnd,
meðan hann lifði. Hann hafði einu sinni
sagt vini sínum, að það laegi fyrir sjer að
drukkna í sjó. Og seinasta sumarið, sem
hann lifði, sagði hann öðrum vini sínum,
að eigi mundi hann lifa til næsta sumars,
eins og fram kom.
Kaupmaður Óli Steenback f Stykkis-
hólmi var ungur og röskur sjómaður"og
mjög hneigður til sjófara. Hann átti
stórt, nýtt og vel útbúið hákarlaskip og
sigldi því á útmánuðum 1831 frá Stykkis-
hólmi við tíunda mann, alt hið röskvasta
einvalalið. Þegar Gunnar sjer siglingu
hans, þekkir hann skipið og getur til um
áform Steenbachs, segir hann muni koma
við hjá sjer, til að fá sig með. Þá segir
Marta kona hans: »Ætlar þú að fara
með þeim ?« »Nei«, svarar Gunnar. Hún:
»Jú, þú gerir það fyrir hann Steenbach
vin þinn, eins og hvað annað sem hann
biður þig«. »Nei«, segir Gunnar, »jeg
geri það ekki að nauðsynjalausu fyrir
neinn, að ganga út í opinn dauðann, og
Steenback er ekkert að sælli, þó jeg deyi
með honum«. Síðan sagði hann henni
með berum orðum, að skip þetta mundi
farast í þessari ferð, langt frá landi, eins
og varð. Steenbach lenti í Melrakkaey,
fann Gunnar og bað hann koma með
sjer. Gunnar beiddi hann að snúa aftur,
kvað Ijótt loftsútlit; en allir skipverjar
hældu loftsútliti og fýstu til að haldið
væri áfram. Gunnar afsagði að fara með
þeim og gaf í skyn, að feigð [mundi að
þeim kalla. Þeir eignuðu hugleysi öll
ummæli hans og afeggjun og kváðu furðu
mikla, að hann, slíkt mikilmenni, væri
svo ragur. Hann þoldi ekki frýjunaryrði
þeirra og fór með þeim. I þeirri ferð
fórust allir þessir 11 menn; en enginn
veit með vissu á hvern hátt. Þá stóð
Gunnar á fertugu; átti eftir ekkju og tvö
börn, pilt og stúlku.
Það er ætlun mín, að Gunnar hafi verið
sterkastur maður á íslandi, ekki einungis
á sinni tíð, heldur um miklu lengri tíma.
Og það hrós á hann skilið, að hann beitti
afli sínu ósjaldan til mannbjarga og þarfa,
en aldrei neinum til meins; og ljet ekki
storkun eða frýjuyrði koma sjer til þess,
sem var á móti háttsemi hans og siðprýði.
Það er eftirtektavert, að allmargir af
íslands mestu atgervismönnum að afli
hafa orðið skammærir, t. d. Gunnar á
Hliðarenda vel hálffimtugur; Skarphjeð-
inn Njálsson um fimtugt; Kjartan Ólafs-
son naumast þrítugur; Grettir Ásmunds-
son og Björn Hítdælakappi aðeins hálf-
fertugir; Markús prestur Sveinbjarnarson,
bróðir Rafn3 á Rafnseyri, er bar heim að
Rafnseyri þann stein, er fjórir karlar máttu
varla hefja, roá ráða af Rafns sögu bróð-
ur hans, að skammær hafi orðið.
Misprentast hefur í upphafi þátt-
arins fæðingarár Gunnars. Hann var
fæddur 1791 (ekki 1795).
Fréttir frá útlöndum.
Barnamorð í Hálmcj.
Fyrir nokkrum mánuðum uppgötv-
aði lögreglan í M á 1 m e y í Svíþjóð
hryllilegan glæp. Hjón ein þar í bæn-
um, sem árum saman höfðu tekið að
sjer börn til uppfósturs fyrir vissa
peningaupphæð í eitt skifti fyrir öll,
urðu uppvís að því, að hafa myrt
ijölda af uppeldisbörnum sínum.
Nágrönnum þeirra fór loks að þykja
það kynlegt, að börnin hurfu von
bráðar eftir að þau höfðu tekið við
þeim. Menn sneru sjer því til lög-
reglunnar, sem gerði rannsókn á heim-
ili hjónanna. Þar fundust þá tvö börn,
nær dauða en lífi at sulti og óþrifum,
og voru þau lokuð inni í köldum og
dimmum klefa. Þriðja barnið lá þar
dautt. Hjónin voru þegar tekin föst
og meðgengu þau, að hafa myrt 10
eða 12 börn á þennan hátt. — Dóm-
ur mun ekki vera fallinn í málinu
ennþá.
»Mál«-hreyfingin í Noregi.
Víðar geta menn orðið heitir út af
landsmálum en á íslandi, og tæpast
munu deilur manna á meðal hjer á
Iandi nokkurn tíma hafa orðið eins
heitar eins og deilur þær, sem nú
hafa verið árum saman í Noregi milli
fylgismanna bændamálsins („maalet")
og hinna, sem vilja hálda í hið svo
nefnda ríkismál. í sumar dvaldi leik-
arinn Björn Björnsson, sonur Björn-
stjernes B. skálds, um tíma á föður-
leifð sinni Aulestad, og var hann þá
beðinn um að lesa eitthvað upp úr
norskum skáldritum í bæ einum þar
nálægt. Hann hjet því í fyrstu, en
tók seinna. aftur loforð sitt, og gefur
bann nú svohljóðandi skýringu á því:
„Jeg komst að því fyrir nokkru, að
börnin í skólanum f Gausdal eru að-
eins Iátin skrifa stíl á hinu svonefnda
Iandsmáli; þeim er þannig ekki einu
sinni gert að skyldu að skrifa bæði
málin. Þegar mjer varð kunnugt um
þetta háttalag, sem er svo fjandsam-
legt gegn allri þjóðmenningu vorri,
þá misti jeg alla löngun til þess að
Iesa upp úr ritum hinna ágætustu höf-
unda vorra í bæ, sem sýnir slíkt van-
þakklæti því máli, sem hefur veitt
þjóðinni svo mikla sæmd og þroska.
Vegna nafns þess, er jeg ber og vegna
þess að faðir minn átti heimili í þess-
um bæ, tók mig þetta miklu sárara
en ella mundi. Það munu flestir ment-
aðir menn skilja".
Frá flngniðnnnm.
Háfleygastur allra flugmanna hefur
hinn frakkneski Ioftfari Loridan orðið
enn sem komið er. Hann komst nú
í sumar 3280 metra í loft upp.
Þess er skemst að minnast, að menn
hefðu talið slíka sögu hin mestu und-
ur og ódæmi, en sönn er hún eigi að
síður. Það er ekki meira en 2 ár síð-
an, að það vakti hina mestu undrun
og aðdáun um alla Evrópu, er Eng-
lendingurinn L a t h a m komst 150
metra í loft upp. Skömmu seinna hóf
hann sig 450 metra frá jörðu og 7.
janúar 1910 fór hann á 42 mínútum
I kílómeter í loft upp. Hann naut þó
ekki lengi sigursins, því að 5 dögum
síðar náði Paulhan 1269 metra hæð
og eftir það hófust hin miklu kapp-
flug um að komast 2000 metra yfir
jörð. Þar bar Ameríkumaðurinn
Drexel sigurinn úr býtum 13. ág. 1910
(2013 metra). En fám dögum síðar
komst Morane hærra upp (2040),
en með því að honum þótti ekki sig-
urinn nógu stór reyndi hann aftur
viku síðar, og bætti þá hálfum kíló-
meter við (2521). Loftfarið fór með
svo miklum hraða niður á við, þegar
hann sneri til jarðar aftur, að hann
misti meðvitundina um stund, en ekki
sakaði hann að öðru leyti.
Fám dögum seinna komst Chaves
2560 metra yfir jörð. Hann flaug
síðan yfir Alpafjöll og beið bana á
þeirri ferð. En daginn sem hann v'ar
jarðaður „hefndi" Hollendingurinn
Wynmalen hans með því að hefja sig
2800 metra í loft upp. Loks komst
Legagneux 3100 metra hinn 9. dec.
1910. Síðan hefur enginn komist
jafnhátt eða hærra, fyr en Loridan nú.
Þingmannaefni.
Þessa frambjóðendur vita menn nú
um:
Reykjavík: próf. Lárus H. Bjarna-
son og Jón Jónsson sagnfr., dr. Jón
Þorkelsson og Magnús Blöndahl, Hall-
dór Daníelsson yfirdómari og Guðm.
Finnbogason magister.
Borgarfjarðarsýsla: Kristján Jónsson
ráðh. og Einar Hjörleifsson skáld.
Mýrasýsla: sjera Magnús Andrjes-
son og próf. Haraldur Níelsson.
Snæfellsnessýsla: Guðmundur Egg-
erz sýslumaður, Halldór læknir Steins-
son og Hallur bóndi á Gríshóli.
Dalasýsla: Bjarni Jónsson viðskifta-
ráðunautur og Björn sýslumaður Bjarna-
son(?)
Barðastrandarsýsla: Björn Jónsson
fyrv. ráðherra og Guðm. sýslumaður
Björnsson.
Vestur-ísafjarðarsýsla: Sjera Krist-
inn Daníelsson og Matthías kaupm.
Ólafsson í Haukadal.
Um frambjóðendur á ísafirði er alt
óvíst ennþá.
Norður-ísafjarðarsýsla: Skúli Thor-
oddsen og Magnús sýslumaður Torfa-
son(?)
Strandasýsla: Ari Jónsson og Guð-
jón Guðlaugsson.
Húnavatnssýsla: Sjera Hálfdán Guð-
jónsson, Björn Sigfússon, Þórarinn Jóns-
son á Hjaltabakka. Tryggvi hrepp-
stjóri Bjarnason í Kothvammi, sem
upphaflega hefði gefið kost á sjer, mun
hafa dregið sig í hlje. Ekki er kunn-
ugt, hver kemur í hans stað.
Skagatjarðarsýsl: Ólafur Briem og
Jósep Björnsson, sjera Árni Björnsson
og Rögnvaldur sýslunefndarmaður í
Rjettarholti.
Eyjafjarðarsýsla: Hannes Hafstein
og Stefán Stefánsson í Fagraskógi.
Akureyri: Sigurður Hjörleifsson og
Guðlaugur bæjarfógeti Guðmundsson.
Norður-Þingeyjarsýsla: Benedikt
Sveinsson og Steingrímur sýslumaður
Jónsson.
SuðursÞingeyjarsýsla: Pjetur Jóns-
son á Gautlöndum.
N.-Múlasýsla: Jón á Hvanná og
sjera Björn Þorláksson, Jóh. sýslum.
Jóhannesson og sjera Einar Jónsson.
S.-Múlasýsla: Jón Ólafsson, Jón frá
Múla og sjera Magnús Blöndal í Valla-
nesi.
Austur-Skaftafellssýsla: Þorleifur
Jónsson og sjera Jón Jónsson frá Stafa-
felli.
Vestur-Skaftafellssýsla: Sig. sýslum.
Eggerz og kand. jur. Gísli Sveinsson.
Rangarvallasýsla: sjera Eggert Páls-
son og Einar Jónsson.
Árnessýsla: Hannes Þorsteinsson og
Sigurðurráðunautur. Sagt erað margir
aðrir verði þar í kjöri.
Kjósar- og Gullbringusýsla: sjera
Jens, Björn Kristjánsson og Björn í
Grafarholti.
Vestmannaeyjasýsla: Jón Magnús-
son bæjarfógeti.
Pantið sjálfir fataefni yðar
beina Ieið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga
burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Mtr. 130 Ctm.
breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-KLEtÆÐI
í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrlr elnung:ls ÍO fcr.
2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 Mtr. 135 Ctm. breltt, svart, myrkblátt eða
gráleitt hamóöins efnl í sterk og falleg karlmannsföt fyrlr aöelns
14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða
þær teknar aftur.
Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark.
JCIæðevæver íiling, Viborg Danmark
sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun
finulds Ceviotsklæde til en ílot Damekjole, for kun 8 Kr. 85
Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stof til
en solit og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre.
Ingen Resikol Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65
Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd.
I
skilur á klukkust. {5S:: ’S'—} brúttóverð
1 260 . . 200 — )
Hvers vegna greiða hátt verð fyrir
Skilvindur, þegar vér getum boðið yður
Prímus-skílvinduna
okkar fyrir ofanritað afarlága verð?
Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims-
markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð
og auðvarðveitt.
Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum.
Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður Möllers Enke, Köbenhavn.
a|b B. A. Hjorth & Co.
Stockholm (Sverige).
I
Ritstjóri 'og ábyrgðarmaður: Áx-ni Pálsson,
Prentsmiðjan Gutenbreg.