Þjóðólfur - 29.09.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.09.1911, Blaðsíða 3
ÞJÖÐOLFUR. 143 af rithöfundum ísafoldar! Aftur á móti hefur sjera Rlkarð verið starfsmaður bank- ans í 4 ár og reynst hinn mesti dugnað- armaður. En h»nn hefur aldrei skrifað neitt í ísafoldl Ný þingraannaefni »Sjálfst.«raanna: í Eyjafirði: Kristján Benjamínsson á Tjörnum og Jóhannes Þorkelsson á Syðra- Fjalli. í Árnessýslu: Sjera Kjartan Helgason 1 Hruna og Ágúst bóndi í Birtingaholti bróðir hans (þó mun ekki ennþá afráðið um framboð hins siðarnefnda), í Rangárvallasýslu : Tómas bóndi Sig- urðsson á Barkarstöðum. Forstöðnmaður Iðnskðlans er skipaður Ásgeir efnafræðingur Torfa- son frá 1. okt. Landsbóhasafnið. Árni Pálsson ritstjóri er settur til þess fyrst um sinn að gegna hinni fyrri að- stoðarbókavarðarsýslan við Landsbóka- safnið. Hvanneyrarskólinn. Stjórnarráðið hefur skipað Pál búfræð- ing Zóphóníasson kennara þar í stað Hjartar Snorrasonar. Lausar sýslanir. Umsjónarmaður áfengiskaupa í Reykja- vík (600 kr. árslaun) og aðstoðarskjala- vörður við landsskjalasafnið (860 kr. árslaun). Siljnrbergsmálið. Tímabilið til 1880. Til 1880 var jörðin Helgustaðir í Reyðarfirði, ásamt silfurbergsnámunni f Helgustaðafjalli, f sameign Þórar- ins prests Erlendssonar, afa Þórar- ins stórkaupmanns Tuliniusar í Khöfn, og landssjóðs. Landssjóður var eig- andi að V4, en Þórarinn prestur að 3/4. Landssjóður leigði um hríð á því tímabili Carli D. Tuliníusi sinn hluta í námunni fyrir 100 ríkisdali árlega. Alþingi 1879 heimilaði ráð- herra Islands kaup á 3/4 jarðarinnar Helgustaða, ásamt námunni, fyrir 16 þús. krónur. Fóru kaupin sfðan fram á þennan hátt. Hefur landsjóður síðan verið einn eigandi námunnar. 1880 — 30. júní 1910. Eftir að landssjóður hafði fengið eignarrjett að silfurbergsnámunni, var hún leigð Carli D. Tuliníusi og syni hans, áðurnefndum Þórarni Tuliníusi. Eins og máli þessu er nú komið, er þýðingarlítið að fara út í þá samn- inga hjer. Samningur sá skiftir hjer einungis máli, er gerður var 22. apr. ^895 milli landshöfðingjans yfir ís- landifyrir hönd landssjóðs annarsveg- ar og Carls D. Tuliníusar og sonar hans hins vegar, því að á honum var alt samband landssjóðs og Tuliníus- ar um námuna bygt til 1910. Samn- ingur þessi var endumýjaður óbreytt- ur 2. maí 1900 til 5 ára, og svo 20. febr. 1906 til 3°* júní 1910. Samkvæmt þessum samningi átti Tulinfus að vinna námuna að öllu leyti á sinn kostnað. Helmingnum (5o°/o) af hreinum arði af silfurbergs- sölunni átti Tuliníus að skila lands- sjóði. Við árslok hver skyldi Tuli- níus og senda landsstjórninni reikn- ing yfir söluna, skýrslu um, hvað selt hefði verið á árinu af hverri silf- urbergstegund og birgðir þær, sem fyrirliggjandi kynnu að verða um áramót af hverri tegund.1) Ekkert var um það ákveðið í samningnum, hvor aðilja, Tuliníus eða landsssjóð- ur, skyldi vera eigandi birgðanna, sem fyrirliggjandi væru, og kom þessi vöntun að baga síðar, er samn- ingi þessum var slitið. Ekki mun mikið eftirlit hafa verið haft með námarekstrinum þessi árin, og máli þessu yfirleitt lítil rækt sýnd. A þessu tímabili hefur silfurbergs- náman ekki verið íslandi tekjugrein svo að teljandi sje. [Samkvæmt landsreikningunum 1900—1909 hefur ársarður af námunni verið landssjóði mest 3303 kr. 24 a. og minst 1574 kr. i8a.,en að meðaltali kr. 2432,00 á ári. Þetta er furðulega lítil upp- hæð að allra þeirra manna áliti, sem nokkuð þekkja til verðmætis silfur- bergs. Svo sem sagt var, er ekki kunn- ugt, að nokkurt eftirlit, eða eftirlit sem teljandi sje, hafi verið haft með námunni á þessu tímabili. í samn- ingnum var leyft að nota sprenging- ar við blágrýti, en annars átti að vinna námuna með meitlum og hömr- um. Það er allra manna mál, að Carl D. Tuliníus hafi farið einkar vel með námuna, en eftir að hans misti við, leikur þetta atriði nokkuð á tveim tungum. Skilagrein hefur að vísu verið gerð árlega að nafninu til um sölu silfur- bergs og forða. Tvær slfkar skila- greinar frá Þórarni Tuliniusi, önnur dags. 15. febr. 1910, en hin 1. júlí 1910, eru kunnar. Hvorug þeirra er gefin að viðlögðum drengskap, eins og áskilið var í samningnum, nje heldur fylgir þeim vottorð sýslu- mannsins í Suður-Múlasýslu, sem líka átti að fylgja skilagreininni samkvæmt samningnum. Mundi stjórnarráðið væntanlega hafa látið slikt vottorð, svo ogönnur fylgiskjöl með skilagrein- um þessum fylgja þeirri skjalasyrpu, sem ransóknarnefnd efri deildar al- þingis 1910 fjekk til afnota hjá stjórn- arráðinu í vetur, ef til hefði verið. Herra Þórarinn Tulinius hefur því, að því er sjeð verður, verið alger- lega einvaldur yfir vinslu námunnar, sölu og flokkun silfurbergsins. Þetta er meira traust en nokkrum þeim manni er sýnt, sem landseignir hefur með að fara. Landssjóður og Tuli- nius voru fjelagar. í fjelögum eru venjulega kjörnir endurskoðunarmenn ef fjelagar eru ekki sjálfir í færum um að ransaka reikninga hvers, er fjelag þeirra skifta. Fjelagar heimta og fylgiskjöl með reikningum hverir af öðrum — og þykir það rjettmæt og sanngjörn kaupsýsluregla — en landssjóður fær ekkert slíkt hjá sín- um fjelaga. Hjer er ekki sagt, að landssjóður hafi tapað á þessu eða að undan hafi verið dregið. En það er aðeins kynlegt, að fyrirsvarsmenn lands- sjóðs skuli hafa verið svo athuga- litlir. Afsökunin liggur væntanlega í því, að engan þeirra manna, sem um málið átti að fjalla af hálfu larrds- ins, hefur grunað, að hjer væri um svo feikna mikil verðmæti að tefla, seni nú er raun á orðin. En þess verður þó ekki dulist, að stjórnarráðinu hefði ekki átt að vera erfitt að afla sjer þessarar fræðslu. Þurfti varla annað en að ómaka sig til að fletta upp í einhverju alfræðis- (1 Eftir gæðum er silfurberg flokkað í 4 tegundir, A, B, C og D. A er besta tegundin og dýrasta. D lakasta. riti („Konversationslexikoni"), vöru- fræði eða „patentskrám". Guðraundur Jakobsson fær námuna. 12. maí ipioauglýsti landsstjórnin, að 30. júní næstan þar á eftir væri leigutími Tuliniusar liðinn, og skor- aði á menn að gera tilboð í vinslu námunnar og sölu silfurbergsins um næstu 10 ár, annað hvort í fjelagi við landssjóð eða fyrir landssjóð. Tvö tilboð komu. Annað var frá Guðmundi Jakobs- syni trjesmíðameistara og hitt frá Þórarni Tuliniusi, hinum fyrra leigj- anda. Guðm. Jak. bauð að taka námuvinsluna og sölu silfurbergs í samfjelagi við landssjóð með líkum kjörum, sem Tulinius hafði haft, en bauðst til að skila landssjóði 55% af hreinum söluarði silfurbergsins. Svo áskildi G. Jak. sjer að fá í vörsl- ur sínar fyrirliggjandi silfurbergs- birgðir hjer eða erlendis og selja þær á sínum tíma. Tuliniusar tilboð var að mestu tilboð um endurnýjun samningsins, þess er áður var getið. Ef nú stjórnarráðið hefði athugað það, að ekkert var sagt í oftnefnd- um samningi við Tulinus um eignar- rjett eða meðferð fyrirliggjandi silfur- bergs, er sainningi þeim yrði slitið — en tilboð G. Jak. gaf þó ákveðið til- efni til þessa — þá hefði stjórnar- ráðið væntarlega reynt að greiða úr því máli áður en það gerði nokkra samninga um silfurbergsnámuna fram- vegis. Og það eitt út af fyrir sig hefði getað verið ástæða til að halla sjer að samningum fremur við Tuli- nius en hinn umsækjandann, einkum þar sem búast mátti við, að Tulinius bæri betur skyn á silfurbergsvinslu og hefði fremur öll föng á námu- vinslunni en aðrir, sem kynnu að vilja vinna hana með landssjóði. En jafnvel áður en samningur var gerður við G. Jak., lýsir þáverandi ráðherra (Björn Jónsson) yfir því 16. júní 1910, að G. J. hafi heimild til að taka við námunni að útrunnum leigutíma Tuliniusar, „með því að út- lit er fyrir, að samningur verði gerðnr við hann (o: G. J.)“. Og það varð. (Frh.). Um nll og ullarverkun. Skýrsla til stjórnarráðsins yfír íslandi. Frá Sigurgeiri Einarssyni. (Niðurl.).------- Flokkunin. Ekki Ieggja Ameríkumenn eins mikla áherslu á það, að ullin sje venpilega flokkuð, sem hitt, að öll meðferð hennar, þvottur og þurkun, sje hið vandvirknislegasta í alla staði, alt frá því rúið er til þess ullin er pökkuð. Sú flokkun, er þeir álíta hagkvæm- asta á allan hátt, er svo: í fyrsta flokk ber að setja alla hvita vorull, ba:ði langa og stutta, nema gölluð sje og hún því eigi að vera öðrum flokki. 1 öðrum flokki öll gul vorull (vell- ótt og leirlituð), annfremur hvít vor- ull, er kindin hofur dregið á eftir sjer eða sem gras eða fræ er í, svo sem hagalagður (upptíningur). I þriðja flokki öll mislit ull (grá, svört eða móiauð), og ber að leggja áherslu á það, að þess sje stranglega gætt, að aðgreina mislita ull hið besta frá hvítu ullinni, og eins verð- ur að aðgreina vel algula ull frá henni. Alla haustull ber að hafa sjer í Pegar hœgt er að kaupa fyrir kr. 5,00 vörur. sem kosta kr. 10,00, er það ekki sama fyrir káupandann eins og að hann finni kr. 5.00? Eða þegar hœgt er að kaupa fyrir kr. 5,00 vörur, sem kosta kr. 12,50, er það þd ekki það sama fyrir kaupandann eins og að hann finni kr. 7,50? Við gefum hverjum sem vill lækijœri d að finna kr. 5,00, eða kr. 7,50, með þvi að kaupa vörur d * Utsðlunni mestu". Versl. EDINBORG Reykjavík. JJ

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.