Þjóðólfur - 20.10.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.10.1911, Blaðsíða 2
154 ÞJOÐOLFUR. Siljurbergsmálið. (Frh). Brösur við Zeiss og Banque francaise. 1 fyrra haust, eftir Einars Bene- diktssonar- og Rawsons-farganið, flýði Björn Jónsson til Hafnar. Dvaldist hann síðan í örmum »Dönsku mömmu« fram ettir vetrinum, og jafnan meðan Zeiss og Banque fran?aise voru að rif- ast um silfurbergið. Alt varð því að gerast með sím- skeytum milli ráðherra og stjórn- arráðsins hjer, er bæði Jena-Zeiss, eða umboðsmaður hans hjer, og svo umboðsmaður Banque fran- gaise, báðu um samþykki stjórn- arinnar til framsalsins. 11. okt. 1910 sendi landritari Birni Jónssyni til Khafnar sím- skeyti um það, að leyfishafar silfurbergsnámanna vildu afhenda Banque frangaise rjett sinn eftir samningnum og spui'ði, hvort nokkuð væri á móti því? í simskeyti daginn eftir 12. okt. 1910 svarar ráðherra stutt og laggott: »Nei«. Og var því eftir skoðun ráð- herra og eftir einnar nœtur rann- sókn á málinu ekkert á móti framsalinu. Nú stóð í þessu þófi um hrið. 21. okt. 1910 segir ráðherra i sím- skeyti, að »Jenafirma« óski fram- sals á silfurbergsrjettindum þeirra M. Bl. og G. Jak., en býst þá við, að Banque francaise hafi þegar fengið það. Nú er landritari farinn að at- huga málið, og svarar um hæl (21. okt.), að B. fr. hafi enn eigi fengið framsal, og muni vera komið hik á leyfishafa með sölu til hans, og loks, að stjórnarráðið hjer muni ekki að svo komnu samþykkja neitt framsal, enda uppgötvaði landritari, sem rjett var, skömmu síðar, að leyfishafar væru bundnir við báða. Hvað var haft á móti Jena-Zeiss ? Jena-Zeiss er sjónverkfæragerð- arstofnun og notar þvi sjálfur mikið af silfurbergi. Ef hann hefði fengið rjettindin, þá hefði sami maður verið seljandi og not- andi. Það þótti stórhættulegt. Sendiherrar Frakka og Þjóð- verja vöktu máls á þessu, bæði munnlega og skriflega. Utanrík- isráðaneytið danska fjekk skellina af þessu, því að sendiherrarnir sneru auðvitað máli sín^þangað. Þeir þóttust neyddir til að blanda sjer í málið til þess að sjá um, að iðnaði sinna ríkja værið borgið. Af þessu öllu, eftirsókn bæði Jena-Zeiss og Banque francaise eftir silfurbergsrjettindunum og áhuga þeim, sem hinir erlendu sendiherrar sýndu á málinu, hefði nú ráðherra átt að vera það ljóst, að hjer var ekki um smáræði að tefla, þar sem silfurbergið var. Og hefði því verið hið eina rjetta, eins og þá var bent á, að selja rjettindin ekki til nokkurs og leyfa alls eigi framsalið. En það var fjarri þvi, að þetta yrði; það virðist svo sem stjórn íslands væri hrædd við að neita sölunni, því að svo segir i brjefi skrifstofunnar í Höfn til stjórnar- ráðsins 12. nóv. 1910, að pá mundi hafa orðið — eftir skeyti frá Bril- louin til ráðherra að dœma — heljargauragangur, ekki einungis við stjórn Pjóðverja, lieldur og Frakka og loks við leyfishafa, sem þá hefðu líklega farið á mis við þann hagnað, sem œtla má, að þeir hafi af framsalinua. Á brjefinu sjest þvi, að ráðherra er hræddur við, að hann styggi Frakka og Þjóðverja, ef sölunni sje neit- að. Er af þessu að ráða, að báðum hafi verið gefið und- ir fótinn, og að ráðherra vill ógjarna, að leyf- ishafar (M. Bl. og G. Jak.) fari á mis við söluhagnaðinn. Hitt atriðið, hvað landinu sje heppilegast, er ekki nefnt á nafn. Söluskilmálar til Banque frangaise. 1. des. 1910 er svo þeim M. Bl. og G. Jak. veitt leyfi til að selja B. fr. silfurbergsrjettindin. Eftir kröf- um sendiherra Þjóðverja og Eng- lendinga voru B. fr. sett ýms skilyrði, og eru þau þessi hin helstu: 1. að leyfishafi (o: Banque fran- ^aise) hafi ákveðinn útsölu- stað, þar sem silfurbergið, all- ar tegundir þess, sje haft til almennrar sölu. 2. að silfurbergið sje selt með þvi hæsta verði, sem hægt er að fá fyrir það, og án alls til- lits til manna, eða þjóðernis kaupenda. 3. Stjórnarráðið áskilur sjer að hafa eftirlit með því, að þessu sje fylgt. Hingað til hefur enginn útsölu- staður þó verið auglýstur. Banque francaise var þannig veitt heimild til að vinna Helgu- staðafjallsnámuna um 10 ár hin næstu frá 1. júli 1910 að telja. Stjórnarráðið getur ekki, þótt vildi, af sjálfs síns ramleik haft nokk- urt eftirlit að gagni með námunni nje silfurbergssölunni. Alt komið undir ráðvendni leiguhafa, Ban([ue francaise eða þeirra, sem með silfurbergið fara. En eftir að landstjórnin loks sá það svart á hvítu, hversu silfur- bergið er verðmætt, hefðu þeir heilbrigðu í stjórn landsins átt að gera alvarlegar tilraunir til þess að hamla því, að hið sjúka stjórn- arhöfuð kastaði verðmætum landsins á glæ, svo sem gert var, eins og sýnt skal verða. Þingið, alt undantekningarlaust, sá, að ekki mátti svo búið standa við meðferð þessa máls. Yeitti því fje til eftirlits með þvi, að B. fr. fylgdi samningnum, og rann- sóknarnefnd efri deildar áleit fulla þörf á að rannsaka þetta mál frá rótum, bæði meðferð Tuliniusar á námunni, M. Bl. og G. Jak., svo og sölu silfurbergsins. Hvernig seldi Tnlinius silfur- bergið? Áður er þess getið, að arður landsins af námunni var sára- lítill af jafn dýrmætri steinteg- und sem silfurberg er, þar sem eitt pund af bestu tegundinni (A) selst nú vitanlega fyrir alt að 200 kr. eða jafnvel meira. Hjer eftir skulu sýndar skilagreinar Tulini- usar og brjef hans sum um silf- urbergssölu hans, svo að enginn skuli ætla, að bygt sje í lausu lofti. Skilagrein Tuliniusar fyrir árið 1909 er dagsett 15. febr. 1910. Samkvæmt henni hefur Tulini- us selt árið 1909: 230.99 ÍB A og B fyrir kr. 4436,25 8 IC — — 45,00 72 « D — — 190,07 310.99 u alls Alls kr. 4671,32 Kostnaður — — 599,63 Hreinn ágóði kr. 4071769 Eftir þessum reikningi hefir Tulinius selt: hverUffi af A og B tegund á kr. 19,20 — - - C — - — 5,62 — - - D — - - 2,65 En hvert 'K af öllum teg- undunumsamanlögðum á kr. 15,02 Árið 1910, góðærið þeirra allra Tuliníusar og M. Bl., ultu ósköp- in öll af silfurbergi inn á mark- aðinn. Þá seldi Tul. nær 800 pd., mest A og B, og þeir M. Bl. og G. Jak. á 8 hndr. pd., auk þess, sem Tul. seldi síðar, eða 5 sinnum meira en Tul. hafði selt árinu áður, en þó hækkaði verð silfur- bergsins stórlega. Vara er þó vön að lœkka, eftir því sem meira er á boðstólum af henni. En þegar T. og M. Bl. og G. J. eru allir komnir í leikinn, þá hækkar það. Skýri þeir það, sem vilja. Samkvæmt skilagrein sinni til stjórnarráðsins 1. júlí 1910 hafði Tulinius selt á tímabilinu 1. jan. til 1. júlí 1910 — síðasta missii'ið, sem hann Kafði leigurjettindin — 413,30 « A og B fyrir kr. 14244,22 104.29 ffi C — — 1074,71 123.30 « D — - 340,24 640,89 <8 alls Alls kr. 15659,17 Kostnaður við söluna — 814,01 Hreinn ágóði kr. 14845,16 þar af fjekk landsjóð- ur helminginn....... — 7422,58 Óuppgerð var enn sala á 136,85 ® A og B, er T. seldi ennfremur á sama ári, samkv. reikningi sín- um 1. jan. 1911,fyrir sig og landssjóð ... á kr. 5803,33 Kostnaður ............ — 174,10 Hreinn ágóðTTír. 5629,23 Af þessu sjest, að T. hefur selt silfurbergið A og B-tegund á þessu ári fyrir ...........kr. 36,44 'R en sömu tegundir ár- inu áður á . ... ■■■ — 19,20 <6? Mismunur kr. 17,24 C-tegundina seldi T. pundið árið 1910 á................ kr. 10,30 En árinu áður á . ... — 5,62 Mismunur kr. 4,68 D-teg. seldi T. 1909 pd. á kr. 2,65 en 1910 á.......... ... — 2,75 Mismunur kr. 0,10 Hvernig stendur á þessari geypi- legu verðhækkun? Hvernig stendur á því, að T. fer fyrst að selja að nokkru ráði um það leyti, sem leyfi hans er útrunnið? Og hvers vegna getur hann þá, þegar margfalt meira af vörunni kemur á markaðinn, selt miklu betur en áður? Brjef hans til Brillouins, 13. jan. 1911, sem síðar verður vikið að, gefur góðar upplýsingar um hið sanna verð silfurbergsins. Sam- kvæmt því selur T. þó langtum hærra sitt eigið silfurberg, er hann fjekk við skiftin við landssjóð, en hann seldi samkvæmt skýrslum sínum, meðan hann seldi fyrir landssjóð. Hvernig stendur á því? Hefur stjórnin æskt svars við þeirri spurningu? Rannsóknar- nefnd efri deildar gerði það að nokkru, en Tulinius vildi ekki svara. Hvernig stóð á því? Hann barþað fyrir, að viðskifta- menn sínir, kaupendur silfnr- bergsins, heimtuðu, að þessu væri haldið leyndu, hversu dýrt selt hefði verið silfurberg það, sem T. fjekk við skiftin. Sala M. Bl. og G. Jak. Þeir seldu áárinu 1910, samkv. skilagrein sinni 7. des. 1910, (Skýrsla rannsóknarn. e. d. bls. 86 —87) alls 713 ® fyrir kr. 21975,00 eða S að meðaltali á — 30,82 Af þessum 713 pd. seldu þeir M. Bl. og G. Jak.: í Reykjavík 108 ÍB til Zeiss í Jena á . . . . kr. 2225,00 eða pundið á . . — 20,60 í Khöín 605 fB á . —19750,00 eða pundið á . . — 32,64 Hvernig stendur á því, að þeir selja hvert pd. á kr. 12,04 minna til Zeiss hjer í Rvik en hitt, er þeir seldu í Höfn? Var það verra? Eða var það sakir annara skifta þeirra við Zeiss, sem áður eru nefnd? Þeir hafa ekki sundurliðað, hvað selt hafi verið af hverri tegund, og veiður því ekki sjeð, hvað A, B, C og D hafi selstút affyrir sig. Af þessu fjekk landssjóður 55% eða kr. 12086,25. Alt er verðið þó óhæfilega og ótrúlega lágt. Tulinius selur fyrir sig einn saman. Eins og að er vikið áður, þá slepti B. J. án dóms og laga helm- ingi þeirra silfurbergsbirgða, er landssjóður átti í vörslum Tulini- usar, þegar leyfistími T. var lið- inn. Þetta var afhent án þess að skyldu bæri til, enda hjelt B. J. því fram i hverju embættis- brjefinu á fætur öðru, að lands- sjóður ætti allar birgðirnar, og var fastur á því, að dómstólarnir ættu að skera úr málinu. Hversu mikið silfurberg eftirljet nú B. J. vini sínum Tuliniusi? Eftir því, sem T. segir sjálfur, var það: A og B-tegund pd. 1338 C — — 589 D — — 10102 Alls pd. 12029 — tólf þúsund og 29 pund — (sjá skýrsluna bls. 90—91). Hversu mikils virði er siljur- bergið þá, sem B. J- eftirljet 1.? I. Reiknað eftir sölureikningum T. 1910, sem greindir eru að framan: A og B 1338 ÍE á kr 36,44 verður kr. 48756,72 C 589 « á kr. 10,30 — 6066,70 D 10102'ffiákr. 2,75 — 27780,50 Alls kr. 82603,92 — áttatíu og tvö þúsund sex hundruð ogþrjár krónur92 aurar— Pessa upphæð að minsta kosti Ijet B. J. Tulinius vin sinn hafa, enda þótt B. J. ráðlierra áður áliti landssjóð eiga liana alla. II. Nú skal sýnt, hvefs virði Tulinius sjálfur taldi áðurgreind 12029 af silfurbergi. Um það hefur hann skrifað vini sínum Brillouin 13. jan. 1911 brjef, sem prentað er i oftnefndriskýrslu, bls. 74—75.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.