Þjóðólfur - 20.10.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.10.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. iS5 Undirskrifuð þing-naanna- efni leyfa sjer að boða til al- menns þingmálafundar fyrir Reykj avíkurbæ simnuilapn 22. þ. m. i barnaskólaportinu kl. lj2 e. h., ef veður leyfir. Reykjavík 17. okt. 1911. Halldór Danielsson, Jón Þorkelsson, Jón Jónsson, Lrírus H. Bjarnason, Guðm. Finnbogason. í brjefinu kveðst hann hafa selt silfurhergsforða sinn — en þar er aðeins átt við silfurberg hans eins eflir skiftin, þvi að annað silfurberg gat T. ekki átt, sam- kvæmt skýrslum sjálfs hans — tyrir c. kr. 75 þús. þar í voru þó ekki: 8000 ® D og 1000 « A. Þegar borin saman er hjer við skýrsla T. um það, hvað hann fjekk við skiftin, þá sjest, að hann hefur selt fyrir þessa upphæð, 75 þús. krónur: A og B 338 « C 589 « D 2102 « Ef Tulinius hefði selt þetta silf- urberg með sama verði scm hann seldi fyrir landssjóð 1910, þá heíði það kostað: AogB 338«ákr. 36,44 kr. 12316,72 C 589ft>á — 10,30 — 6066,70 D2102ffiá— 2,75 — 5780,50 Alls kr. 24163,92 — tuttugu og ljögur þúsund eitt hundrað sextín og þrjár brónur 92 aui’jir —. En mismunur á allri upphæð- inni eða 75,000 kr. 24163,92 verður............kr. 50836,08. Pað sama, sem T. seldi fyrir lands- sjóð á rúm tuttugn og fjögur þús- und krónur, selur hann um líkt leyti fyrir sjálfan sig á c. kr. sjötíu og fimm þúsund. í’egar rannsóknarnefndin spyr hann urn, hvað hann hafi fengið fyrir þessar birgðir, segir hann, að kaupendurnir heimli pví hald- ið leyndu! (Skýrslan bls. 90). En þá hafði Bi'illouin afhent ransóknarnefndinni brjef sitt frá T., þar sem T. skýrði Br. frá söl- unni. En svo 1000 ít A og 8000 ffi D, sem T. átti enn eftir óselt og ekki eru fólgin í þessum 75 þús. kr.? það er minst 80 þúsund króna virði, efselt er eigi lakar enhinn hlutinn og reyndar langtum meira. fí. J. hefur því í raun rjettri þarna eftirlátið Tuliniusi 150— 200 þúsund króna virði ókeypis af landsfje, sem hann (B.J.) hjelt áður sjálfur fram í embœttisnafni, að landið œtti. (Niðurl.). t Sigfús Eijmundsson bóksali. Hann Ijest að heimili sínu hjer i bænum í gcer, 74 dra að aldri. — Helstu œfiatriða hans verður getið i nœsta blaði. Silfurbergið. Stutt yflrlit yfir málið. Mergurinn málsins í greinum þeim, sem undanfarið hafa birtst í „Þlóð- ólfi- og „I.ögrjettu" er þessi: i. Fyrverandi ráðherra, Björn Jóns- son, hefur látið Magnús Blöndahl og Guðmund Jakobsson og Banque Fran- öais hafa 45°/oaf andvirði þess heim- ings silfurbergsbirgðanna, sem kom í hlut Inndsjóðs, þegar skifting var gerð milii Tuliniusar og landsjóðs sumarið 1910. Miðað við sölureikninga Tuliniusar fyrir árið 1910, nema þessi 45% 34,693 kr. 64 an. En miðað við það verð, er Tulinius fær fyrirbirgð- irnar, er hann selur fyrir sig einan, yrði þcssi upphæð 67,500 kr. í þessu eina atriði hefur Björn Jónsson með vanhyggju sinni skaðað landsjóð að minsía kosti um rúm 34 þús. kr. 2. Björn Jónsson ljet skifta birgð- unum, sem landsjóðnr átti allar eftir skoðun hans og fjekk Tuliniusi í hendur ókeypis annan helming þeirra án dóms og laga. Samkvæmt brjefi Tuliniusar 13. jan. 1911, seldi Tuli- níus aðeins nokkurn hluta þessara birgða fyrir 75 þús. kr., en allar birgðirnar voru að minsta kosti 150—200 þús. kr. virði. 3. Magnús Blötidahl og Guð- mundur Jakobsson seldu sín ijettindi fyrir 55 þús. kr. Birni Jónssyni hefði þá verið í lófa lagið að bæta ofurlítið fyrir glappa- skot sín, þau, sem áður er á vikið, með því að setja skilyrði um, að nokkur hluti þeirrar upphæðar yrði greiddur til landsjóðs. En það gerði hann ekki. 4. En allra ófyrirgefanlegast er það þó, að B. J. seldi Frökkum nám- nna á leigu til 10 ára. Svo getur farið, að þeir tœmi kana með 'óllu á þeim tíma og ef svo fer, er það í rauninni sama og B. J. hafi selt út- lendingum námuna fyrir 55% af verði hennar. Það er eins og 1000 kr. jörð væri seld fyrir 550 kr. Þess er enn fremur vert að gæta, að eng- in leið er nú að hafa eftirlit með sölu silfurbergsins og því öldungis undir náð og miskun Frakka komið, hversu mikið gelst í landsjóð fyrir námuns. 5. M. Bl. og G. J. buðu á sama tíma sama hlutinn, silfurbergsrjett- indin, til tveggja kaupanda, Seiss í Jena og Banque Francais í París, og voru þannig „bundnir við báða", eins og landritari hefur komist að orði. Bæði Seiss og Banque Francais sam- þyktu þetta tilboð, og varð það því að samningum. Auk þess átti þriðji maður (Páll Torfason) forkaupsrjett að rjettindum M. Bl., en hans skeyttu þeir ekki heidur. Stjórnarráðið barg þeim þó úr þessum vanda, eins og þess var von og vísa, með því að samþykkja að- eins annað tilboðið. En þó með þeim ummælum, að máli þessu hefði verið ráðið betur til lykta en þeir M. Bl. og G. J. hefðu átt skilið. Og jafnvel Björn Jónssom vildi láta þá sæta ávítun fyrir þetta atferli. 6. Þeir M. Bl. og G. J. hafa ekki ennþá gert grein fyrir 1983 pd. brutto, eftir því sem næst verður komist, af birgðum þeim, sem þeir höfðu undir hendi hjer í Reykjavík 7. des. 1910. „Sjálfstæðis“menn bera það fyrir, að þessi 1983 pd. sjeu fólgin í heyi, sem hafi verið haft til þess að troða utan um silfusbergið í kössunum á leiðinni frá Eskifirði til Reykjavíkur. Eftir framburði „Sjálfstæðis"- manna hefði því átt að vera um 5V2 þd. af heyi í hverjum kassa, því að kassarnir voru 347, og eftir þyngd silfurbergsins að dæma á borð við 50—60 pd. sykurkassa að stærð. Eftir þessu hefðu þeir M. Bl. og G. J. flutt 10 hesta af heyi, 190 pd. hvr juni, ( nefndum sykurkössum. E 1 þurfti þá síður hey utan um silfurbergið í kössunum á leiðinni frá Reykjavík til útlanda, en frá Eskifirði til Rvíkur? Þess skal getið, að G. J. þykist hafa hreinsað silfurbergið eftir að það kom að austan, og heldur hann því fram, að það hafi ljetst til stórra muna við hreinsunina —. Þetta eru höfuðatriði málsins og væri mikils vert, að almenningur kynti sjer sem rækilegast greinar þær um silfurbergið, sem birtst hafa í „Þjóðólfi" og „Lögrjettu". Svertingjar í Bandaríkjuim. (NL). Alt öðru máli gegnir í norður- ríkjunum. Þar eru það svertingjarnir, sem flytjast inn. Hinn hvíti verk- mannalýður beitir öllum brögðum til þess að verja sig fyrir þeim innflutn- ingi. T. d. ætluðu menn í ríkinu Illi- noris fyrir skömmu að flytja inn all- mikinn hóp svertingja til verksmiðju- vinnu. En úr því varð ekkert, því að forseti fylkisins hótaði samkvæmt á- skorunum frá verkmannafjelögunum, að taka á móti svertingjunum á landa- mærunum með skothríð. Margt er þó reynt af mannvinum í Bandaríkjunum til þess að bæta kjör svertingja. Margar uppeldisstofnanir og skólar hafa verið reistar eingöngu handa þeim. Forstöðumaður stærsta skólans er hinn nafnkunni uppeldis- íræðingur, svertinginn Brooker Was- hington. Takmark hans er, að ala upp nýja og betri kynslóð svertingja, sem með vinnusemi, dugnaði og spar- neytni geti knúð hvíta menn til þess að breyta framferði sínu gagnvart svertingjum. Brooker Washington er hinn einasti svertingi, sem hefur orðið fyrir þeirri sæmd, að vera kallaður til viðtals af forseta Bandaríkjanna (Roosevelt) í hið Hvíta hús í Vashington. Út af þessu varð uppþot mikið meðal mótstöðu- manna Roosevelts. Honum var brigsl- að um, að þetta væri ekki annað en kosningabeita, hann vildi aðeins laða svertingja til fylgis við sig við kosn- ingar. En eftirmaður hans, Taft, hefur að því leyti alveg fylgt stefnu hans. Hann hefur lýst því yfir, að sjer lægi mjög á hjarta að bæta kjör svertingja. Menn greinir mjög á um, hvort svertingjar sjeu hæfir til að taka nokkr- um verulegum menningarframförum. Sumir þverneita því, og þeirrar skoð- unar er allur meginþorri hvítra manna f Bandaríkjunum. En aðrir hafa mikla trú á framtíð svertingja, ef rjett sje með þá farið. Hinn nafntogaði enski mannfræðingur Sir Harry Johnston telur jafnvel allsendis mentunarlausa svertingja í suðurríkjunum hafa miklu meiri hæfileika, bæði andlega og lík- amlega, en þeir svertingjar sem lengst eru á veg komnir. Hann trúir hik- laust á framtíð allra svartra þjóða. Dóinur. Á fimtudaginn fjell dómur í meiðyrðamáli því, sem Páll Einarsson borgarstjóri hefur höfðað gegn próf. Lárusi H. Bjarnason. Lárus var dœmdar sýkn með öllu. Njtt rit iim sambandsmálið. „Sjálfstæðis“mönnum eru margir hlutir vel gefnir, þeir eru menn raddsterkir og brjóstheilir, föðurlands- vinir miklir og um Ieið hamingju- menn í öllum fjármálum sjálfra sín. En mörgum hefur fundist það ljóður á ráði þeirra, hvað lítið hefur borið á röksnild þeirra í umræðunum um sambandsmálið. Það er ekki nóg, þótt þeir hafi slíkan mann í liðinu sem Bjarna Jónsson frá Vogi. Vitan- lega er hann svo afburðavel að sjer í 4 hötuðgreinum reiknings, að hann hefur nýlega haslað fjandmönnum sínum völl og skorað á þá til ein- vígis í þeim lærdómi, en enginn þeirra hefur hug til þess að þreyta þá hólmgöngu. En það er mikið mein, hvað „Sjálfstæðis"mönnum hef- ur orðið lítið lið að öllum þeim vits- munum í sambandsmálsdeilunni. Hingað til hefur öskur bestíioinar verið þeirra einasta röksemd. En nú er kominn nýr maður fram á vígvöllinn, Einar M. Jónasson mála- flutningsmaður. Hann hefur fundið sárt til þess að blöð „Sjálfstæðis"- manna flyttu ekki slík rök, sem mál- stað þeirra hæfði. Hann hefur því gefið út ritgerð um sambandsmálið, 31 bls. að stærð. Þjóðólfur leiðir alveg hjá sjer að lýsa þessu riti. En vegna þess, að menn hingað til hafa ekki haft ljósa hugmynd um, hvern- ig röksemdir „Sjálfstæðis"manna litu 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.