Þjóðólfur - 20.10.1911, Blaðsíða 4
156
ÞJOÐOLFUR.
út, skal hjer prentaður lítill kafli úr
ritgerðinni sem sýnishorn þeirra.
Einar M. Jónasson hugsar og álykt-
ar á þessa leið (bls. 6—8):
„Sá maðurinn, Jón Sigurðsson, sem
mest og best hefur opnað augu ís-
lendinga fyrir hinum forna rjetti,
bygðum á sögulegum grundvelli, ætti
að vera nægileg trygging þess, að
jeg (o: E. M. J.) ekki þyrfti hjer að
fara sjerstaklega að tilvitna í ýmsar
ritgjörðir hans viðvíkjandi því efni,
enda verðum við nú sem fyr að
byggja sjálfstæðiskröfur á þessum
rjettindum ásamt þjóðlegum sjer-
kennum og einnig á legu landsins,
er við byggjum. Það er eitt út af
fyrir sig nægilegt, til þess að styrkja
okkur í trúnni á þessi fornu rjettindi
okkar, að við höfum ekki síðan Jón
Sigurðsson leið færst skrefi nær í þá
áttina, að auka völd okkar, ef við
ekki höfum þá fremur mist rjettindi,
eða afsalað okkur þeim með t. d.
ríkisráðsákvæðinu, en undirstaða þess,
að við yfirleitt getum komið til greina
sem samningsaðilar við Dani, er það
mjög einfalda að við höfum þann
rjett, sem samið er um, því annars
er alt þetta skollaleikur, sem leikinn
er í blindni, og án þess aðilum sje
meðvitandi hvað þeir eru að gera.
Nú munu engir Islendingar þeir, sem
halda vilja þeirri stefnu tram af hendi
Jóns Sigurðssonar, að við værum
dönsk nýlenda eða hluti úr danska
ríkinu, því þetta var einmitt það, sem
hann alla æfi sína barðist á móti,
sjálfstæði landsins varð ekki bygt
fremur þá en nú á sögulegum grund-
velli, á því hvernig Iandið bygðist
frjálst af frjálsum mönnum öllum ó-
háðum, og hvernig svo sem gamli
sáttmáli er skilinn, sem er eina heim-
ildarrit frá eldri tímum um sjerstöðu
landsins, þá er svo mikið víst, að
sambandið milli íslands og Dan-
merkur, eða öllu fremur Noregs, er
í byrjun bygt á samningi, en ekki
á því að íslendingar væru kúgaðir á
neinn hátt inn í sambandið eða þá
teknir hervaldi eða á nokkurn annan
hátt er einkennir vissan hluta ríkis-
heildar eða einingar, en þegar rjettar-
grundvöllurinn er samningur, þá ætti,
eftir kenningu Heimastjórnarmanna,
slíkur samningur að geta verið haf-
inn er annar aðili óskar þess, því
samkvæmt þeirri kenningu er enginn
samningur gerður þannig, að hann
eigi að gilda um aldur og æfi, og
þessi kenning er það sem bygt er á
afsal í hendur Dönum á hermálum
og utanríkismálum. Þessar hugleið-
ingar, þó almennar sjeu og ekki
studdar við tilvitnanir einstakra manna,
er um sambandsmálið hafa ritað frá
því fyrsta, er íslendingar vöknuðu af
dvalanum, ættu að vera nægar til
þess að sýna fram á það, að hafi
ekki öll barátta Jóns Sigurðssonar
verið blindingsleikur, þá getur hún
ekki hafa innihaldið annað en þetta:
Landið er frjálst, og samkvæmt þvf
eigum við heimting á og kröfu til
þess að vera frjálsir, sjálfráðir öllum
okkar málum, án íhlutunar nokkurs
útlends valds“.
Þessi kafli er valinn af handahófi.
Margir aðrir kaflar ritgerðarinnar eru
fullkomlega jafnsnjallir. Og mega
frumvarpsmenn biðja guð fyrir sjer,
ef „Sjálfstæðis' rnenn ætla framvegis
að fara að beita röksemdum í bar-
áttunni. r-, 'v.
/ ---O..L1—V- —
.
Hvað er að frétta?
Frá stríðinu
hafa frjettirnar komið heldur dræmt,
því að Italir slitu símana þar suður við
Tripolis og skemdu loftskeytastöðvarnar.
Sagt er. að þeir hafi gefið útlendingum
3 daga frest til þess að komast burtu
áður en þeir tækju að berja á borginni
og flúðu menn þá þúsundum saman.
Þriðjudaginn 3. október var svo skorað
á virkin að gefast upp, en þau vildu ekki,
og Italir byrjuðu þá skothrið á þau, sem
varði þann dag og hinn næsta. Lengra
var ekki komið sögunni, er síðustu fregnir
komu, en talið er víst, að ítalir hafi alla
ströndina á sínu valdi, því að þeir hafa
útbúnað allan nýrri og betri en Tyrkir,
enda höfðu skip Tyrkja forðað sjer heim
hið fyrsta, er þau gátu. Stórveldin hafa
verið treg til að miðla málum enn sem
komið er, en gera sjer hins vegar far um
að láta ófriðinn ekki breiðast út lengra.
A Balkanskaganum er alt sagt kyrt ennþá,
þótt ýms ríki hafi haft vígbúnað, en heima
hjá Tyrkjum ber á óánægju með stjórn-
ina og búist við, að hún verði að fara
frá þá og þegar.
í Kína
hefur herinn gert uppreisn og heimtað,
að ríkið yrði gert að lýðveldi. Kínverj-
ar hafa farið að dæmi Japana og semja
sig nú mjög að siðum Evrópuþjóða. Hafa
þeir t. d. tekið upp nýtísku herbúnað og
æft sig af kappi síðust árin. Auðvitað er
þessi lýðveldishugmynd komin af áhrif-
um frá Norður- og Vesturálfu.
íslenskt snijör
er að vinna álit. Sagt er, að síðasta
sending til Englands hafi selst á 1,35
shill. pundið.
Axel Tulinius
fyrv. sýslumaður kom með »Sterling«
um daginn alfluttur hingað til bæjarins.
Nýkomnir frá útlöndum
eru bankastjórarnir Björn Sigurðssonog
Sighvatur Bjarnason, og Sveinn Björns-
son málaflutningsmaður.
Hettur aukakennari
við Mentaskólann er cand. Böðvar
Kristjánsson í stað Agústs Bjarnasons há-
skólakennar. Aukakennari við kennara-
skólann er skipaður Jónas Jónsson frá
Hriflu.
Hvalur hvolfði bát
á Eyjafirði undan Fagraskógi 26, þ. m.
Voru á bátnum 3 menn og bjargaði vjel-
arbátui tveimur þeirra, en hinn þriðji
fórst, Stefán Guðmundsson að nafni, frá
Gálmarsstöðum.
Pórður J. Thoroddsen
verður læknir á Akureyri í vetur fyrir
tengdason sinn, Steingrím, sem ætlar að
dvelja erlendis.
Alliance Fran<;aise
heitir fjelag, sem stofnað var hjer í
bænum þann 16. þ. m. Tilgangur þess
er að ala áhuga fyrir frakkneskri tungu
og bókmentum. Aðalmenn þar eru Magn-
ús Stephensen landshöfðingi, dr. Guðm.
Finnbogason, Brynj. Björnsson tannlækn-
ir, Pjetur Gunnarsson hótelstjóri og Páll
Þorkelsson gullsmiður.
Almennan þingmálafund
hafa þingmannaefni höfuðstaðarins boð-
að á sunnudaginn kemur kl. i'/ííBarna
skólagarðinum.
Nýtt söngtjelag
hefur Sigfús Einarsson stofnað. Nefnist
aðþ 17 j ú n í og er karla-kór.
Tóbaksbúðin
„VlKINGUR
u
!
I j a u g a v e g 5.
Vjer höfurn stærst úrval!
Vjer seljum ódýrasl:
Vindla,
Vindlinga,
Munntóbak,
Neftóbak,
Reyktóbak.
Munið, að lang-bestu tó-
bakskaupin gerast á
Lau^ave^ 5.
Carl fárusson.
Rúg-mjöl
og
bankabyggsmjöl
er best hjá
Jes Zimsen.
brúkuð fslcnsk, alls-
konar borgar enginn
betur en
Helgi Helgason
(hjá Zimsen)
Reykjavík.
JMT Kaupendnr blaðsins, sem
hafa bústaðaskifti, eru beðnir að
tilkynna afgreiðslumanni það sem
fyrst, svo að þeir geti fengið
blaðið skilvíslega.
Ritstjóra „Pjódólfs“ er að
hitta i Bergstaðastrœli 9
Xolakörfur,
Zanrullur,
Jalar, Jötur,
ISrauðhnífar
og önnur nauðsynleg búsáhöld
eru ódýrust hjá
Jes Zimsen.
Hittist venjutega heima kl.
6 -7 e. h.
Heiðraðir kaupendur blaðs-
ins fjær og nær, sem kunna að
hafa fengið — eða fá blaðið fram-
vegis — með vanskilnm, eru vin-
saralegast beðnir að tilkynna af-
greiðslumanni sem fyrst bvaða
tölublað þá vantar, og skal þá
bætt úr því svo fljótt sem unt er.
Skófatnaðurinn
hjá Jóni StefáLiissyni er sá besti að gæðum ogvérði.
tJlarlm.- *2lncjL~ og ^brongja-
c7öt,
Regnkápur, Skinnjakka og Vesti
kanpið þið best <><*• ódýrast
í Austurstræti 1.
Ásg. G. Gunntaugsson fy Co.
Gerið yður að venju
er þjer þuríið að kaupa bHeliur’, að ganga rakleitt inn
i Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Verslunin gerir
sjer far um að láta engan leita þangað árangurslaust að
íslenskum bókum, sem fáanlegar eru á bókamarkaöinum.
I ’ar íást og allar skólanauð.synjar.
Jékaverslun Sigfúsar €ytmmðssonar.
Ritstjóri og ábyrgðarraaöur: Árni FVílsson.
Prentsraiðjan Gutenbreg.