Þjóðólfur - 16.12.1911, Blaðsíða 1
I
63. árg
Reykjavfk, laugardaginn 16. desember 1911.
M 48.
Skúli fóg-eti.
Jón Jónsson: Skúli Magn-
ússon landfógeti 1711—
1911. Rvíkl911. Kostn-
aðarm.: Sig. Krisjánsson.
Almenningi var fátt kunnugt um
Skúla fógeta þangað til Jón Jóns-
son gaf út ritgerð sína um hann í
»Safnitilsögu lslands« fyrir 13árum.
Menn höíðu að vísu meira eða
minna óljósa endurminning um
hinn mikla íslending, sem með
dæmfáum kjarki og karlmensku
reis öndverður gegn einokunar-
versluninni á hinum allra dimm-
ustu dögum, sem nokkurntíma
hafa liðið yfir þessa þjóð. Og hið
ágæta kvæði Gríms Thomsens um
Skúla hafði brent mynd hans inn
í hugskot almennings. Kvæðið,
sem styðst við sögulegan viðburð,
lýsir Skúla, þegar hann bjargar
skipi úr sjávarháska með karl-
mensku sinni og snarræði. Hann
rekur skipstjórann frá stýrinu, húð-
skammar skipverja og stappar í
þá stálinu að duga heldur en að
drepast Sjálfur stóð hann í lit-
klæðum við stýrið og stýrði skip-
inu undan sjóum.
»Fróða skein honum mjöl á mund,
en móðurinn út úr augum«.
Engin sannari og snjallari lýs-
ing en þessi verður gefin á lífs-
starfi Skúla. Enginn íslendingur
hefur nokkurn tíma verið betur til
þess fallinn að taka að sjer stjórn-
ina í stórviðrum og rosum, eng-
inn hefur haft minni lotningu fyrir
þeim, sem að lögum áttu við stýrið
að standa, og engum hefur verið
betur gefið en honum, að brýna
deigan hug. í islenskri embættis-
mannastjett hefur hann aldrei átt
sinn líka, hvorki fyr nje síðar. —
Skúli Magnússön varð landfógeti,
fyrstur islenzkra manna, 1749.
Hann var þá í blóma lífsins, að
eins 38 ára gamall, fullur afkappi
og metnaði og brennandi löngun
til þess að rjetta við hag þjóðar-
innar, sem þá var svo báglega
komið, aö því verður tæpast með
orðum lýst. Danir höfðu þá um
nærfelt hálfa aðra öld haldið land-
inu i einokun og lengst af rekið
verzlun sína hjer með hinni mestu
harðýðgi og furðulega skamsýnni
eigingirni. Þegar hjer var komið
sögunni hafði hið svonefnda hör-
mangarafjelag i Kaupmannahöfn
verzlunina á leigu. það hafði rek-
ið hana frá því 1742 og beitt ó-
venjulegum hroka og hrottaskap
við landsmenn. Hvað eftir annað
hafði orðið misbrestur á því, að
fjelagið birgði landið að matvöru
svo að nægði,—því að það borgaði
sig ver að verzla með þá vöru
heldur en tóbak og brennivín! Og
ef íslendingar Ijetu skilja á sjer
nokkra óánægju, þá brugðust kaup-
menn reiðir við, úthúðuðu íslenzku
þjóðinni og skeltu allri skuldinni
á hana. Leti og ómenska íslend-
inga var um þær mundir höfð að
orðtæki í Danmörku, vegna þess
að þeir gátu ekki lifað matarlaus-
ir nje melt maðkað mjel eða aðra
þá kostafæðu, sem danskir einok-
unarkaupmenn höfðu á boðstólum.
Og það var ekki langt frá, að ís-.
lendingar væru sjáiíir farnir að
horfa á sig sömu augum og Danir.
Slíkt drep var komið í hugsunar-
háttinn, þeir íslendingar voru telj-
andi sem þorðu að trúa á betri
daga. Þjóðin stóð eins og helsvelt
horgrind, úrræðalaus og vonlaus.
Þá kom Skúli til sögunnar. —
Það þóttu ekki smáræðis tíðindi,
þegar jiað spurðist til Islands, að
íslenskur maður væri skipaður
landfógeti. Skúli sjálfur kemst svo
að orði um það: »Allir urðu for-
virrader, þvi ádur höfðu þeir þeinkt
ad so illur Djöfull sem Landfoget-
en giæti ómogulega vered islendsk-
ur. Hann og Hans Nafn var Is-
lendskum eins hrædelegt og sem
Dreken i Babilon«. Mesta undr-
un mun það þó hafa vakið, að ís-
lenskur maður var hafinn til slíkr-
ar tignar — það var svo þvert
ofan i langvinna ogrótgróna stjórn-
arvenju. — Skúli var þá þegar
kunnur að frábærum ötulleik og
skörungsskap, sem embættismaður.
Hann hafði kornungur orðið sýslu-
maður í Austur-Skaftafelssýslu, en
skömmu síðar hafði hann fengið
Skagafjarðarsýslu og verið við það
embætti hin síðustu 12 árin áður
en hann varð landfógeti. Bjó hann
þá stórbúi á Stóru-Okrum og var
allumsvifamikill í embættisrekstr-
inum. Um þær mundir var bisk-
upslaust á Hólum meðan Harboe
dvaldi hjer á landi í kirkjurarin-
sóknarferð sinni (1741—45) ogvar
Skúla þá falið að ráða fyrir stóln-
um meðan svo búið stóð. Leysti
hann það starf svo vel af hendi,
að hann komst í hið mesta álit
hjá stjórninni og mun það aðal-
lega hafa verið þess vegna, að hon-
um var veitt landfógetaembættið.
Skúli hjelt ekki lengi kyrru fyrir
eftir að hann var orðinn landfó-
geti. Þegar á fyrsta embættisári
sínu hreyfir hann því á alþingi
við helstu embættismenn landsins,
að þeir byndust fyrir framkvæmd-
um í þá átt, að koma upp inn-
lendum iðnaði, sjerstaklega ullar-
iðnaði. Máli hans var vel tekið af
öllum, þvf að margir höfðu hugs-
að i lika átt, þó að fáir væru trú-
arsterkir á mikinn árangur at slík-
um tilraunum. a alþingi 1751 var
svo stofnaður fjelagsskapur milli
helstu manna landsins til þess að
hrinda á stað þeim hinum miklu
nýju fyrirtækjum, sem landfógeíi
vildi ráðast i. Amtmaðurinn sem
þá var, Pingel, veitti samtökum
þessum þegar ótvíræða mótstöðu,
en ekkert skeytti Skúli því, heldur
fór beint til Hafnar til þess að
vinna stjórnina á sitt mál. Gaf
hann henni skýrslu um alt eymd-
arástand landsins og víkur hann
einkum máli sinu að verslunar-
óstandinu og er allþunghentur á
Hörmangarafjelaginu. Kemur hann
að lokum fram með þessar tíllög-
ur til umbóta: 1. að sendar sjeu
15 fjölskyldur af bændastjett til
íslands frá Noregi og Danmörku
til þess að kenna íslendingum ak-
urjTkju; 2. að iðnaðarstofnanir sjeu
settar á fót til þess að kenna mönn-
um að hagnýta afurðir landsins;
3. að reynt sje til við skóggræðslu
og sent til þess trjefræ frá Dan-
mörku og Noregi; 4. að sjávar-
hændur sjeu styrktir til þess að
afia sjer stærri skípa til fiskiveiða
á djúpmiðum; 5. að bætt sje úr
peningaþrönginni í landinu og versl-
unarfjelaginu gert að skyldu að
kanpa og selja varning gegn pen-
ingum; 6. að verslunarfjelaginu sje
gert að skyldu, að flytja meir af
nauðsynjavöru og matvöru en að
undanförnu, en minna af tóbaki
og brennivini og 7. að verslunar-
fjelagið sje skyldað til að kenna
mönnum að salta fisk og ket.
Skúli sótti mál sitt við stjórnina
bæði af kappi og kænsku og kom
hann svo fortölum sínum, að stjórn-
in fjelst á tillögur hans og kon-
ungur hjet að styrkja hin nýju fyrir-
tæki af alefli. En hjer með var
verslunarfjelaginu sagt stríð á hend-
ur og hófst nú rimman milli þeirra
og Skúla, sem aldrei slotaði fyr en
einokunarverslunin loksins var
kveðin niður. Hjer er ókleift að
skýra neitt frá þeim grimma og
langvinna ófriði, nje segja sögu
stofnana þeirra, sem Skúli fjekk
komið á fót. Þær misheppnuðust
að vísu, og má vera, að Skúla sje
nokkur sök á því gefandi, vegna
Dess að hann var alt of stórhuga,
jyrjaði á alt of mörgu í einu, en
aitt var þó áreiðanlega aðalástæð-
an til þess að þær aldrei gátu þrif-
ist, að einokunarkaupmennirnir
tjandsköpuðust við þær frá upp-
hafi í smáu og stóru, neituðu að
selja þeim þær vörur, sem þær
þurftu á að halda og þverskölluð-
ust við að kaupa afurðir þeirra.
Skúli hamaðist á móti, var á sí-
feldu ferðalagi til Hafnar, áreitti og
ofsótti kaupmenn, hvar sem hann
gat höndum undir komist og hepn-
aðist við og við að reka einokun-
inni slika löðrunga, sem hún aldr-
ei fyr hafði fengið, síst frá nokkr-
um íslenskum manni. 1756 keyrði
verslunarkúgunin svo úr hófi, að
menn gátu eigi þolað hana lengur.
Þá var óáran mikil, fiskileysi við
sjóinn, en grasbrestur til sveita, og
það lítið, sem flutt hafði verið af
mjeli til landsins þetta ár var óætt,
úði og grúði alt af möðkum. Fólk-
ið fjell unnvörpum af hungri, og
sýndist þá stjórninni loksins að
taka í taumana, enda dundu þá
kærurnar yfir kaupmenn frá Is-
lendingum og mun Skúli ekki hafa
verið iðjulaus um þær mundir.
. Fór svo, að fjelagið misti verslun-
ina, en engin málssókn var þó
hafin gegn því fyrir alt þess dæma-
lausa framferði. Pað þótti altof
hart farið í málin!
Nú rak konungur sjálfur versl-
unina um stund, en síðan tók við
annað fjelag, og þá hefst aftur
sama sagan. Fjelag þetta fjekk
vald yfir iðnaðarstofnunum oggerði
þeim allan þann óskunda, sem það
gat og tókst loks að ganga af þeim
dauðum eða hálfdauðum; þær
rjettu aldrei við eftir það. En Skúli
gekk berserksgang; hann átti í
eilífum málaferlum við fjelagið,
bæði út af stofnunum og öðru, fór
oft halloka, því að við raman var
reip að draga, enda sást hann lítt
fyrir, þó að málin væru ekki sigur-
vænleg. En stóran sigur vann hann
þó á íjelaginu í hinu svo nefnda
mjelbótamáli. 1768 hafði fjelagið
flutt mikið að óætu mjeli til lands-
ins, úldnu og mygluðu. Var eitt-
hvað 1000 tunnum af því kastað
í sjó, vafalaust að undirlagi Skúla,
og síðan hafið mál móti fjelaginu,
sem lyktaði með því, að það var
dæmt lil þess að greiða 4,400 dali.
Fregnin um þann dóm vakti hina
mestu gleði um þvert og endilangt
ísland; þar fjekst þó loksins sönn-
un fyrir því, að íslendingar voru
ekki lengur alveg rjettlausir gagn-
vart einokunarblóðsugunum, og
var það meir Skúla að þakka en
nokkrum öðrum einstökum manni.
Núátimumeigamenn örðugt með
að gera sjer i hugarlund, hvílíkt
áræði og ofurhuga þurfti til þess
að etja kappi við einokunakraup-
menn. Skæðar þykja hinar póli-
tisku deilur nú á dögum, en ekk-
ert eru þær annað en barnaleikar,
þegar þær eru bornar saman við
orrahríð þá, sem Skúli varð að
heyja alt sitt líf. Þangað til höfðu
Islendingar ekki komist lengra en
að senda auðmjúkar kvartanir til
stjórnarinnar. Skúli hóf þegar i
upphafi beran ófrið við einokun-
ina; af hans hendi var oftar sókn
en vörn, og svo mikill beygur stóð
kaupmönnum af honum, að það
er í munnmælum, að þegar hann
hafi komið til Hatnar, hafi jafnan
kveðið við á skrifstofum þeirra:
»Skuli Magnússon er kommen, gid
Fanden havde ham!« Hann sá og
fyrir endann á einokuninni; versl-
unin var gefin laus við alla þegna
Danakonungs 1787 og má nærri
geta, hvlíkt gleðiefni Skúla hefur
orðið það. — Um alt þetta geta
menn lesið í riti Jóns Jónssonar,
sem hann hefur nú gefið út i ann-
að sinn, aukið og endurbætt. —
Skúli átti um sína daga í höggi
við fleiri en kaupmennina eina.
Frá þeirri stundu sem hann var
landfógeti er sífeldur ófriður milli
hans og yfirboðara hans hjer á
landi, amtmanna og stiftamtmanna.
Við þá þrætir hann og þrasar um
smátt og stórt, lætur aldrei hlut
sinn fyr en í fulla hnefana, egnir
þá upp á móti sjer og storkar þeim
á alla lund. Skapsmunirnir hafa
óneitanlega ekki verið sem voðfeld-
astir, hann var sjálfur stórráður og
framkvæmdarmikill harðstjóri og
þoldi ekki, yfirdrotnan annara
manna. — Á efri árum sínum var
hann mikill mæðumaður; hann
hafði átt í svo mörgu að snúast,
að embættisfærslan hlaut að fara
i ólagi; hvað eftir annað var upp-
götvuð sjóðþurð hjá honum, en
ekki fjekst hann þó til að segja af
sjer fyr en 1793, árið áður en hann
dó, enda var hann þá kominn yfir
áttrætt og fokið í flest skjól. Nokkr-
um árum áður hafði hann mist
son sinn, og um sömu mundir
druknaði sonarsonur hans, mikill
efnismaður, á Viðeyjarsundi. »Gold-
ið hef jeg nú landskuldina af Við-
ey«, sagði Skúli, þegar honum voru
sögð þau tíðindi.
Islendingar munu lengi muna
þennan mann. Enginn hefur fund-
ið sárar til niðurlægingar þjóðar-
innar heldur en hann, enginn hef-
ur haft sterkari trú á framtíð
hennar, enginn hefur hatað fjand-
menn landsins meir en hann.
Hann brá merki íslands hátt
á loft, þegar eymd þjóðarinn-
ar var sem mest og hann færði
íslendingum heim sanninn um, að
þeir yrðu að láta annað til sín
heyra en kvartanir og kveinstafi,
ef duga skyldi. Iðnaðarstofnanirn-
ar, sem hann hafði gert sjer svo
miklar vonir um, hurfu að visu úr
sögunni; en einokunin fór sömu
leið, — honum auðnaðist að standa
yfir henní dauðri með þeirri með-
vítund, að hafa verið henni óþarf-
ari en nokkur annar maður! Pað
mun hafa verið honum ærið end-
urgjald fyrir mikið strit og stríð
og margvíslega mæðu. —
Landsbókasafnið.
Landsbókavörður hefur ráðið
Árna Pálsson ritstjóra til aðstoðar
á lestrarsalinn um vetrarmánuð-
ina.