Þjóðólfur - 16.12.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.12.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 187 skóla i grein sinni, bvi jeg hef ekki sagt það og grein mín gaf lítið til- efni til þeirrar afsökunar. En þar sem hugmyndin um fasta heima- vistarskóla sýnist hafa verið aðal- atriðið er vakti fyrir þeim er sömdu fræðslulögin, og þar sem síra J. er svo hjartanlega ánægður með lögin, svona yfirleitt, þá hefði það verið æskilegt, að hann hefði með rökum sýnt mjer og öðrum að hræðslan við fasta heimavistarskóla fyrir 10—14 ára gömul börn væri ástæðu- laus. Ef honum þar á móti finst eifthvað talsvert athugavert við þá skóla, eða þá tilhögun, hefði hann átt af sannleiksást að geta þess. í fyrri grein sinni sagði prestur- inn að heimiliskenslan hefði aldrei náð lengra alment, en gera börnin nokkurn veginn stautandi og láta þau læra spurningakverið utan- bókar í þulu, en hann kallar það útúrsnúning hjá mjer, að jeg sagð- isl ekki hafa þekt nokkurt barn, með sjón og fullu viti, sem hefði ekki lært spurningarnar á kverinu. Jeg held líka það sje frágangssök að láta barn, sem ekki er nema stautandi, læra spurningarnar á kverinu. Síra Jóh. segir líka, að mörg dæmi sje til þess, að börn hafi lært utanbókar. Jeg spurði hvort öll börn, sem sira Jóh. hefur fermt, hefði lært skrift og reikning í barnaskólum; hann segir því fljótsvarað, þau hafi hvorki lært það í barnaskólum nje við heimilisfræðslu, þau hafi lært það flestöll hjá farkennurum. Þegar jeg las þetta, datt mjer í hug gamla gátan; »Hvorki úti nje inni og ekki undir berum himni?« Sannleikur- inn mun vera sá, að börnin hafi flest lært það á heimilunum, ýmist af heimilisfólki eða þeim, sem teknir hafa verið til að kenna, hvortsem þeir eru nefndir heimiliskennarar eða farkennarar gerir ekki stóran mun, að mjer virðist, ef þeir eru jafngóðir kennarar. Að gera stóran mun á því, hvort heimilisfólk eða aðkomufólk kennir börnunum, er svo lijegómlegt að þrátta um, að það er fyrir börn en ekki fullorðna menn. Það hefir svo lengi átt sjer stað hjer á landi að afbæjamenn hafa verið teknir til að kenna börnum, að jeg gæti fært ótal dæmi til þess. Kannast I. d. síra J. ekki við Alexander heit. Bjarnason, sem var hreppstjóri og bóndi á Þorsteinsstöðum í Dölum? Hann kendi fjölda barna og ung- linga lestur, kristindóm, skrift, reikning og fleira, bæði ungur og gamall, því maðurinn var vel að sjer til munns og handa, og mjög merkur, svo menn sóttu"eftir að fá hann til að lienna börnum sín- um. Ekki segist síra J. vita, hvað jeg kalli stórlýtalausan leslur. Það heíir verið alment kallaður stórlýtalaus eða viðunandi lestur, hafi barnið lesið skýrt og viðstöðulitið hverja almenna prentaða bók á íslensku máli, svo sem guðsorðabækur, og presturinn veit það, að án biskups- leyfis máttu ei prestar ferma nokk- urt barn, sem ekki var svo læst.* * Fyrir hvert barn, sem prestar ferma Þvi er tal hans um staut og óvið- unandi lestur fólksins ekki sem best viðeigandi. Og skaðlaust mundi það öllum, að hann hefði sparað sín stóru orð um heimilísfræðsluna og hina illu ávexti hennar, en ekki síst honum og stjettarbræðrum hans. Því sökin mun vera að nokkru leyti hjá þeim, ef lestur fólksins er svo aumur, sem síra J. segir, að ekki sje viðunaudi. En það að lesa svo nákvæmlega eftir lestrarmerkjum og með rjettri á- herslu, að ekki megi að finna, er svo mikill vandi, að sumir lærðu mennirnir munu eiga fullervitt með það. Heyrt hef jeg lika haft eftir einum lærða manninum, að enginn á íslandi kunni að lesa nema hann og annar nafngreindur maður, og var sira Jóhannes hvor- ugur þeirra. Sljóskygni telur klerkurinn það, að kalla það skammir þegar rit- I höfundar segi alþýðunni hræsnis- laust til gallanna. Ojæja, það segir blessaður presturinn, þegar við al- þýðumennirnir kveiukum okkur undan vendinum, þá er hinir góðu siðameistarar hirta oss með sínum »helga alvöruþunga«. Það kveður dálítið við annan tón, þegar þessi »helgi alvöruþungi«, sem síra Jóh. kallar það, er lagður á prestana, þá kallar hann það að »lasta«, »svívirða«, »smána«, »ljúga« o. s. frv. Og sira J. kallar það hörmu- legan svefn, dauða og dugnaðar- leysi leikmanna að verja ekki presta sína, og finst mjer hann ætlast þar til fullmikils af alþýðu, þar sem flestir prestar hafa ekki gert mikið að þvi að verja hana þegar hún hefir verið svívirt, og alþekt er hógværð og umburðarlyndi þeirra margra þó trúin hafi verið lítlis- virt. í fyrri grein sinni i »Þjóðólfi« sagði síra J. að það eitt væri sönn mentun, sem elskar kristindóminn og virðir líkamsvinnuna. Jeg hjelt þetta væri meining prestsins og sagði, að þetta væri það sem prest- arnir hefðu verið að kenna, væru að kenna og ættu að kenqa ís- tensku þjóðinni, og mætli þvi ætla, að hún væri ekki alveg mentunar- snauð. Nú segir presturinn að það sje vítleysa, að það eitt, að elska kristindóminn og virða líkams- vinnuna, sje sönn mentun, og bregður mjer um orðaflækjur og áreitni, að jeg tók þessa bestu setningu, er finst í greinum hans, og bjóst við að hið langa starf and- legu stjettarinnar hefði borið ávöxt, Ef sönn mentun er innifalin í því, eins og sagt hefur verið, að skiln- ingurinn aðhyllist það eitt, sem satt er, tilfinningarnar sje næmar fyrir þvi sem fagurt er, og viljinn hneíg- ist einungis að því, sem gott er, þá hygg jeg að ekkert meðal sje kröpt- ugra til þess að hjálpa manninum til að nálgast sanna mentun, heldur en rjettskilinn kristindómur, hvað sem landafræði, brotareikningi, tungu- málakunnáttu og öðrum skóla- án biskupsleyfis, og ekki kann að lcsa viðunanlega, eiga peir að sektast um 4 Kr. i íyrsta sinn, 8 kr. annað sinn, 12 kr. priðja sinn og niissa embætti tjórða sinn. fræðigreinum líður. Þvi dæmin sýna, að ofmargir eru, þrátt fyrir margra ára skólanám, engin |fyrir- mynd í siðprýði, dugnaði og öðrum mannkostum — eða hvaðan kem- ur sú óheilla alda, er menn þykj- ast verða varir við nú á síðusiu tímum að sje að falla yfir almenn- ing, sem er trúleysi, ljettúð, sundr- ung og stefnuleysi. Eru upptökin hjá alþýðunni? Sárt fellur mjer að sjá aðra eins fásinnu koma frá mentuðum gáfu- manni og þá, að barnafræðsla sje alt annað en barnakensla, en sár- ast af öllu er það, að þetta skuli komá frá margra ára merkispresti og barnafræðara i þeim tilgangi að koma þeirri skoðun inn hjá mönn- um, að ekki sje hægt að nota presta vora yfirleitt fyrir barnayfe/mara. Það er annars undarlegt.ef margir prestar eru sama sinnis, sem síra J., að sleppa frá sjer með Ijúfu geði umsjón á fræðslu ungdómsins. Mjer virðist margt benda til þess, að barnakennararnir muni setjast í sæti prestanna. (Niðurl.). Úr brjefi ad austan. Á Austurlandi hefur verið, það sem af er vetrinum, fremur hagstæð veður- átta, nokkuð umhleypingasöm, krapa- hríðar og rigning í bygðum og snjó lítið fest, en á fjöllum uppi snjór all- mikill. Hefur búfje að mestu gengið sjálfala til þessa og hey því sparast, ættu bændur að þola betur en oft áður þó vorharðindi kynnu að verða, þar eð sumarið var hagstætt til landsins og heyafli víðast góður. Sjávarútveg- urinn aftur á móti hepnaðist miður vel allvíða, einkum framan af; haustið bætti dálítið úr skák. Munu þó sjáv- arbændur hafa beðið talsverðan hnekki á þessu ári sökum fiskileysis, a. m. k. bregða mjög við, með því að næsta ár á undan var eitthvert hið mesta fiskiár, sem komið hefur um alllangan tíma. Mótorbáta-útgerðin ber sig alls ekki nema í góðum fiskiárum; er of kostnaðarsöm, sjómenn of kaupdýrir, beita oft vandfengin og afardýr, þarf því mikið í aðra hönd til þess, að standast útgjöldin. Mótorbátarnir virðast ekki heppi- legir, eru ekki nógu stórir til þess að hægt sje að sækja fiskinn svo langt sem skyldi; hygg jeg þá eigi til fram- búðar vera og virðist mundi rjettara fyrir útgerðarmenn, að reyna að bind- ast fjelegsskap og gera út botnvörp- unga, en til þess mun víðast skorta fjemagn. En ilt er að vita til þess, að útlendingar sópi bestu fiskimiðin og gjæði stórfje, en landsmenn sjálfir skrölti á mótorbátum fyrir innau og bfði fjártjón ár eftir ár. Á Eskifirði er nú raflýsingin full- gerð, voru ljósin kveikt snemma í þessum mánuði og gefast vel. Flestir kaupstaðarbúar hafa tekið rafljós í hús sín. — Er búist við, að þeir muni spara við umskiftin. Hvert 16 kerta ljós kvað kosta 4 kr. um árið. Ekki er fullsjeð, hve mikið raflýsingin hefur kostað Eskfirðinga, en talið víst, að það verði rúmar 20 þúsundir, og því farið alllangt fram úr áætlun Smiths, sem kvað hafa verið 14 þúsundir; er sagt, að hann muni hafa reiknað jarð- arvinnu of lágt, ásamt byggingu stöðv- arhússins, sem mun hafa skotið hvað mestu fram yfir áætlun í hlutfalli við annan kostnað. Eskfirðingar eru vel ánægðir með fyrirtækið, þrátt fyrir það, þó kostn- aðurinn hafi farið langt fram úr áætl- un, og segist þeim svo frá, að það uiuni borga sig á fáum árum og Ijósa- gjaldið að lfkindum verða lækkað úr því sem er. Fari þeir hjer með rjett mál, er auðsjeð, að raflýsingin er þeim til mikils hagnaðar og tel jeg það eftirtektavert atriði fyrir aðra kaup- staði landsins. Á Seyðisfirði miðar raflýsingarmál- inu lítið. Mælingar hafa þar verið gerðar allítarlegar, af landsverkfræð- ingi o. fl ; tilboð ekkert komið enn, er lftandi hafi þótt við. Hefur raf- lýsingarnefndin nú sent upplýsingar í IO—20 staði og væntir tilboða frá mörgum; fær bæjarstjórnin því úr miklu að velja, og trúlega fæst ein- hverstaðar frá tilboð, er hún sjái sjer fært að ganga að, en yfirleitt fara Seyðfirðingar með hægð og nákvæmri yfirvegun að framkvæmdum þessa máls og er sennilegt, að það megi verða þeim happasælt. Tæplega mun raflýsingin komast þar á á næsta ári. En hver veit hve miklu fje Seyðis- fjörður og aðrir kaupstaðir þessa lands tapa við að láta vatnsaflið streyma ónotað til sjávar ár frá ári? Jeg álft vafalaust, að tapið sje mikið. Ferðamaður. Fjolment samsæti var haldið á þriðjudagskvöldið í 200 ára minningu Skúla fógeta á Hótel Reykjavík. Var þar saman komið mikið af helstu borgurum bæjarins og allmargt ungt fólk. Ræður hjeldu: Jón Jónsson sagnfræðingur fyrir minni Skúla, Sighvatur Bjarnason fyrir minni íslands og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri fyrir minni Reykjavíkur. Fyrir hönd verslunarmanna bæjarins sem mikinn þátt hafa átt f þvf að heiðra minningu Skúla, talaði Ásgeir kaupm. Sigurðsson snjalt erindi. Gat hann þess, að til minningarsjóðs Skúla hefði safnast hjer í bæ 3300 krónur og að bautasteinn hefði honum verið reistur f Viðey. Samsætið var hið ánægjulegasta, og er ástæða til að geta þess til sóma húsfreyjunni, að vel var á borð borið og veitingar hinar bestu, sem ekki kvað einlægt vera hægt að segja á samsætum hjer í bæ. Eftir að samsætinu var lokið, voru borð upptekin og dansað fram á nótt. Nú hefur oss íslendingum fæðst eitt mikilmenni árið 1711, annað 1811, og er vonandi, að einhver líkur árang- ur sjáist af árinu 1911, er stundir líða. Trípólisstríðið var í líku þófi síðast er frjettist. ítalir eiga mjög erfitt með að ná Tripolis á sitt vald og gagnar það þeim lítið þótt þeir hafi náð borginni einni, því að landið er erfitt umferðar á marga vegu, og bætir það fyrir Tyrkjum. Italir breiða stöðugt út fregnir um sigurvinningar sínar, en þeim er ekki trúað meir en svo, en hinu spáð, að þessi ófriður verði þeim ærið dýr, þótt þeir máske hljóti sigur seint og um sfðir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.