Þjóðólfur - 16.12.1911, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.12.1911, Qupperneq 2
i86 ÞJÖÐOLFUR. Sundurlausar hugleiðingar um mentun o. fl. Eítir Grjót-Pál. (Niðuri.). Það.er áður á það vikið, að mentáhugi hjer á landi beinist einkum að tungum, og þá sjerstak- lega að enskunámi, og nú á síðari tímum einkum að þýsku. Það er ekki aðfmsluvert. En hvers manns eigin tunga á að sitja jafnan í fyrir- rúmi. Skólar, sem hafa það mark- mið, að búa menn undir sjerstakt lífsstarf, svo sem verslunarskólar, iðnskólar o. s. frv., eiga auðvitað að leggja áherslu á aðalatriðið. En skólar, sem veita eiga almenna svo kallaða »mentun«, mega ekki kenna svo nokkura tungu, að móð- urmálið skipi ekki öndvegissess. Slíkir skólar eru venjulega ekki í vandræðum með kennara, þótt oft sje þar ónytjungar í kennarastóli; að minsta kosti er það víst, að þekking manna frá sumum almenn- um skólum hjer er oft hörmuleg. Gáfaðir menn komast vel af kenn- aralaust eða litið, en vilt getur lakur kennari. Aftur eru miðlungs- menn margir, sem ekki komast af án góðs kennara. Skussar geta aldei komist áfram, nema þrekið sje því meira og áhuginn. Svo eru mörg þau orð um skól- ana. Sárast er um þá menn, sem af litlum efnum brjótast i að læra eitthvað utan skólanna. Þeir lenda oft í höndum kennararæfla, sem ekkert kunna. Svo var um mann, sem fyrir nokkuru kom hingað til að læra ensku aðallega. Hann kunni ekkert áður en hann byrj- aði, og var svo skynsamur að sjá, að hann þurfti fyrst að koma sjer niður í islensku. Spurðist hann fyrir um kenslu í þeirri grein og hitti barnakennaranefnu eina, sem bauðst til að kenna honum islensku fyrir 15 aura(!) um klukkustund- ina. Maðurinn varð feginn, því að hann var Jjelítill, en hugðist hitt hafa góðan kennara, því að sá var »real-stúdent«, sem 15 aurana vildi taka. Kennari þessi lætur nú mann- inn gera ritgerð. Fer nú maður- inn til kunningja síns með upp- kast sitt að ritgerðinni og sýnir honum, en sá benti honum á aðal- málgallana, og breytti svo maður- inn þeim. En þegar maðurinn kom aítur til kunningja síns með rit- gerðina, leiðrjetta af kennaranefn- unni, brá honum heldur en eigi í brún; »kennarinn« hafði þá smelt inn aftur öllum mestu meinvitleys- unum og átalið manninn fyrir, að hafa leitað íræðslu um þetta hjá öðrum. Nú þótt svo sje um ólærða menn, að þeir sje ekki velflestir færir um kenslu, þá er, þótt skömm sje frá að segja, litlu betra að segja um lærða menn,.að þekkingu þess, er þetta skrifar, sem þó þrýtur hin síðari ár. Það var vel i lagt, að helmingur þeirra, sem náði stúd- entsprófi fyrir nokkrum árum væri fullkomlega sendibrjefsfær,og skorti þó ekki ágæta kennara; einkum var islenskukennarinn ágætur. Þetta kynni að þykja missögn við það, sem áður hefir sagt verið, að nauð- syn sje að vanda kennarana. En missögn er það ekki, ef að er gáð, Menn, sem hafa gutlað í 6 ár í þeim námsgreinum, sem þeir hafa átt að læra, fljóta i gegnum hið siðasta próf, ef ekki af öðru, þá af — vana. Og ekki skipti miklu, þótt maður væri afleitur í 1—2 greinum, af 13 eða fleiri, ef hann var slarkfær í hinum. Ein stefna er orðin allrík hjer á landi, sem lýsir sjer í mentagutli og gutlurum, er halda á lofti lýð- háskólum svo kölluðum, en að rjettnefni gutlskólum. Þeir heita ef til vill kvöldskólar eða ung- mennaskólar sumir hverir. Á þessa skóla streymir fjöldi fróðleiks- gjarnra manna til að læra þar graut. Gætu þeir skólar kent mönn- um að elda ætan graut, þá væri það gagnlegra miklu. Þetta er ekki mönnunum að kenna, sem læra vilja, heldur mentakákurum, sem drukkið hafa þetta í sig hjá Dön- um, síblaðrandi i ræðu og riti. En öll alþýðleg íslensk fræði er að deyja út. Fróðleiksmenn og fróðleikskonur finnast tæplega leng- ur. Raunar lesa menn íslendinga- sögur af þvi að það er »fínt«, en öll önnur íslensk fræði er horfin með alþýðumönnum. Öll fróð- leiksgirnin fer i neðanmálssögur og lýðháskóla, Lögbergssögur og kveldskóla, trollaraensku, skolla- frönsku og djöflaþýsku. Nú munu menn segja, að þetta mentahrafl hafi þó það gott í för með sjer, að menn verði víðskygn- ari og frjálslyndari. Ekki er sá ávöxtur sýnilegur. Menn eru óvíða þröngsýnni eða ófrjálslyndari en hjer í öllum greinum, þegar trúar- brögðin ein eru undanskilin, og er það um trúarbrögðin ekki að þakka þessari seinni tima stefnu; það hefir aldrei reynst kleift að gera íslendinga að ofstækismönnum i trúarefnum. Menn veita sjálfsagt ífgóðu skyni þessum útlendu stefnu-og straum- áveítum á þjóðina, en gæta þess ekki, að flóðið getur orðið svo mikið, að upp leysist allur sá þjóð- legi jarðvegur, sem alt útlent, það er innrás fær í þetta land, á að risa af. Það skal að vísu viður- kent, að útlend áhrif hafa útrýmt hjer ýmsum hleypidómum og hindurvitnum. Að minsta kosti má segja, að menn sje svo »blas- eraðir« nú yfirleitt, að trúa ekki á drauga og djöfla. En stundum hafa þó þessir útlendu straumar slætt hingað með sjer engu skárri hleypidómum, eins og átrúnaði á anda og þvílíkt. Má hverjum sem vill þykja skipt um til batnaðar. Og ekki verður því neitað, að á gömlum hindurvitnum vorum hvíl- ir oft sjerstaklega fögur skáldist og frásagnarháttur. — Það er dautt. En hvað kemur í staðinn? Neðan- málssögur og af innlendum rit- smíðum sálfræðilegar skáldsagna- þvælur, sem þó er skárra en undan- renningin, sem aðrir veita til okkar í skáldsögum frá Dönum, er eiga að heita innlendar að efni. — Ef hægt væri að spilla og ónýta bundið mál, mundi það verða gert. En skáldmálið hefir jafnan þróast í 1000 ár og útlend áhrif hefir það ætíð tekið í sína þjónustu, en ekki orðið þræll þeirra, jafnvel ekkí á verstu niðurlægingartímum þjóðar- innar. Það hefir verið svo sterkt, skáldmálið, að maðurinn, sem spyr, að úr því vjer »dependerum« í öllum greinum af þeim dönsku, hvar fyrir megi þá málið ekki vera sömu örlögum undirorpið — hann átelur harðlega á öðrum stað (í rímum Gissurar Þorvaldssonar) þá menn, »sem blendið gera málið vort.« Bókafregn. J. P. M u 11 e r: Min aðferð. Dr. Björn Bjarnarson pýddí. Kostnaðajm.: Sigurjón Pjetursson og Pjetur Halldórsson. Rvíkl911. Þessi bók á erindi til allra heil- brigðra íslendinga; hún er um sjálfsuppeldi. Hún sýnir, hvernig má með litlum kostnaði efla og styrkja manninn andlega og líkam- lega. Hún kemur meir en flestar bækur inn á starfssvið Ungmenna- fjelaganna, okkar sem viljum leggja hönd að hverju drengilegu verki til viðreisnar Islendingum. Við þráum meiri heilbrigði, meiri dóm- greind, meira siðgæði. Við notum öll meðul, sem við þekkjum og leiða að því takmarki. í þeirri grein, sem hjer er um að ræða, höfum við útbreitt sund, skíða- og skautaferðir, glímur og margskonar aðrar iþróttir. Þó eru þessar í- þróttir ekki við allra hæfi, þvi miður. Þær eru stað- og tima- bundnar: glímurnar fyrir unga og hrausta karlmenn, sundið á sumr- in, skíðaferðir i snjó, en skautar í þurfrosti, flokkaleikfimi í þjettbýli og þar sem áhöld eru við hend- ina. Allar þessar íþróttiir eru sjálf- sagðar, ágætar og lífsnauðsynlegar ætíð og alstaðar, þar sem þeim má við koma. En hjá okkur líða oft langir tímar, sem náttúra landsins og lífshættir okkar gera okkur ó- mögulegt að stunda þær. Þetta er skaðlegt, þvi að engir, hvorki iðju- menn nje letingjar, mega án íþrótta vera, og sú íþrótt, sem er tíma- bundin, hefur minna uppeldislegt gildi, en sú sem ætíð má æfa. Það stafar af þvi, að ef við gerum eitthvað daglega, lengi, missirum og árum saman, þá verður sú at- höfn okkur ósjálfráð, partur af lífi okkar, sem við getum ekki nje viljum án vera. Og sje athöfnin góð og lífvænleg, þá erum við menn að betri. Þá vinnum við altaf umhugsunar- og þjáningar- laust verk, sem lengir og fegrar lífdaga okkar. En ef athöfnin hættir, ef fellur úr einn dagur, ein vika, einn mán- uðnr, eitt ár, þá hefur meira spilst en við getum bætt á sjöföldum tíma. Þá er vald vanans brotið, þá er margfalt erfiðara og von- minna að byrja að nýju. Þá er orusta í mannssálinni, þar sem gagnlegu áformin biða ekki sjald- an ósigur. Af þessum »lögum van- ans« leiðir, að sú íþrótt, sem best getur náð til allra, hvernig sem kjörum þeirra er háttað, hún er sterkust og líkust til að sigra. í þessu efni er »Mín aðferð« flestum aðferðum betri; hún kem- ur til allra: karla og kvenna, öld- unga og barna, veikra og hraustra, ríkra og fátækra. Hún býður öll- um kjarakaup. Hún býður heilsu, afl, meira lífsmagn, sterkari vilja, meiri lífsfylli en menn þektu áður. En í staðinn heimtar hún 15 míu- útur hvern morgun, svikalaust goldnar, og sje reQast um þær, þá synjar hún kaupsins. Hvernig fær nú »Mía aðferð« orkað svo miklum hlufum? Með þvi að sameina margbreytta lik- amlega áreynslu, hollri húðræst- ingu, vatnsbaði og loftbaði. Þegar maðnr fer úr rúminu á morgnana er best að gera æfingarnar. Þær eru fáar og auðveldar, en þó svo haglega hugsaðar og niðurraðað. að þær reyna á og æfa allan lík- amann, víkka brjóstholið, gera manninn i einu sterkari og mjúkari í hreyfingum. Þá kemur baðið, Þarf þar helst dálítinn bala og vatnskönnu, og hellir maður yfir sig köldu vatni, þurkar sig og strýkur síðan snarplega meðlófun- um um alt hörundið. Eru þá vöðvarnir og lungun æfð, húðin hert og styrkt og síðan hituð með handstrokunum. Streymir þá blóð- ið ört um líkamann, færandi afl,. fjör og lífsgleði. »Mín aðferð« er góð bók og frá góðum komin. Höfundurinn er snjall heilsufræðingur og íþrótta- maður; hefur þetta rit hansbreiðst út um víða veröld, svo langt sem nokkur menning nær. Þýðandinn er i einu afburða íslenskumaður og (iþróttavinur. Og útgefandinn er sá íslendingur, sem hefur mest- an áhuga og sannastan á íþrótt- um og mest sjer til frægðar unnið. Munu þeir menn sem vita, hve mikið aðferð Múllers hefur breytt honum, táplitlum og heilsuveikum dreng, síst efast um gildi hennar. í mörg ár hefur ekki komið út á íslensku nein bók jöfn þessari, sem jafn nanðsynlegt væri að kæm- ist inn á hvert einasta heimili í landinu og yrði notuð með skyn- semd og festu af hverjum einasta manni. Hún er ein af þeim fáu, góðu vinurn, sem veitir því hollari og betri úrlausnir, sem meira er til hennar leitað. Jónas Jónsson. (Eftir Skinfaxa). Svar til sr. Jóhannesar L. Jóhannessonar frá Finni Jónssyni á Kjörseyri. Jeg ætlaði ekki að þrátta meira við minn góða kunningja síra Jó- hannes, um fræðslumál, eí þeir hr. Brynjólfur írá Minnanúpi, eða síra Ófeigur, hefðu svarað honum, en þar sem jeg býst við, að þeir geri það ekki úr þessu, þá vildi jeg leyfa mjer að fara nokkurum orð- um um grein hans í »Þjóðólfi« tbl. 27—31 þ. á., einkum það sumt, er snertir grein mína í sama blaði, tbl. 1—2 þ. á. Það var óþarfi fyrir sjera J., að bera það af sjer, að hann hefði verið að tala um fasta heimavistar-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.