Þjóðólfur - 09.01.1912, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.01.1912, Blaðsíða 4
4 ÞjOÐOLFUR. Þjóðólfur er elsta og þjódkuimasta blað landsins. Ritstjóri og áb^Tgðarmaður: Arni Pálsson sag'nfrieðiiigrur. Afgreiðslu og innheimtumaður: Sigurður Jónsson bóksali. Lindargötu 1 B. Pósthólf 146. Talsimi 209. Reykjavík. Auglýsingar sendast afgreiðsln- manni eða í prentsraiðjnna. ættu að athuga hana hið fyrsta, og sjá hvort nöfn þeirra hafa fallið burtu eða ekki. Skrifstofa Heimastjórnarmannanna gefur og upplýsingar um það. Hún er opin 8—10 á kveldin. Skemtanir haía verið miklar hjér um jólin. Á annan í jólum var jólatrje fyrir börn: í Góðtemplarhúsinu barna- stúkan Æskan (um 200 börn) á Hótel Reykjavík Reykjavíkurklúbburinn (um 150) og á Hótel ísland skipstjórafjelagið Aldan. Verkmannnaíjelagið hafði jóla- trje fyrir fátæk börn 30. des. Skautafj elagið hafði fjölmennan dansleik á Hótel Rykjavík á Þrettándan- um; dansað var par til kl. 8 að morgni. Hálka hefir oft verið á götum bæ- arins fyrirfarandi. Á nýársdag var flug- hált. Frakkastígurinn er brattasta gata bæjarins og hálust er hált er, pó lætur bæjarstjórnin ekki sandbera hana. í hálkunni á nýársdag datt par gömul kona og meiddist, svo að hún liggur enn. Manntallö hjer í Reykjavík fór svo, að hjer töldust alls 12241 íbúar, og skift- ist mannfjöldinn svo niður: Miðbær og Grjótaporp með Grimstaða- holti 1451, Þingholtin 2256, Vesturbær 2637, Skólavörðuholt 2234, Skuggahverfi 2050, Laugavegur og Laugarnesvegur 1613. Yflr 150 íbúa bafa: Laugavegur 1421, Hverfisgata 922, Grettisgata 753, Vestur- gata 729, Bergstaðastræti 707, Lindargata 572, Njálsgata 528, Bræðraborgarstígur 512, Skólavörðustigur 405, Laufásvegur 288, Þiugholtsstræti 276, Klapparstígur 250, Frakkastígur 247, Nýlendugata 202, Laugarnesvegur 192, Suðurgata 177, Tj arn- argata 175, Bakkastígur 164, Stýrimanna- stígur 152, Túngata 150. Á Bráðræðisholti eru 129 og Grims- staðholti 75 og Kaplaskjóli 29. 105—130 íbúa hafa: Aðalstr., Austurstr., Lækjarg., Grundarst., Míðstr., Spítalast., Brekkustígur, Framnesvegur, Kárastígur, Vatnsstígur og Vitastígur. Mannfæstar, undir 25 eru: Veltusund 24, Thorvaldsensstr. 22, Skálholtsst. 17, Baldursgata 13, Vallarstr. 12, Unnarstígur 11, Lækjartorg 10 og loks Kolasund með 2 íbúa. Aðventistar. Þeir hafa fengið hingað nýjan trúboða, Ólsen að nafni, og hefir hann samkomur á Laugavegi 33. D. Östlund er fariun úr pjónustu þeirra, heldur pó söfnuði sínum áfram. — en Ólsen hefir pó sótt um konungsstaðíest- ingu sem formaður einhvers brots af peim söfnuði, en pví neitaði síjórnarráðið. Nýárssundið fór fram eins og til stóð á nýársdag kl. 11. Sjö keptu. Fljót- astur varð Erlingur Pálsson (sundkenn- ara Erlingssonar), hann svam sund- bilið, 50 stikur, á 377» sekúndu, en í fyrra svam Stefán Ólafsson það á 42 sek. og 1910 á 48 sek. Næstur Erlingi var Sigurður Magnússon (45 sek.) hinir lengur. Sá er bikarinn heflr haft Stefán Ólafsson, og sundkappinn Benedikt G. Waage, keptu ekki nú, höfðu ekki getað æft sig. ÍSjór var heitari og báruminni en verið hefir. Að sundinu aíloknu flutti Guðm. Björnsson landlæknir snjalla ræðu og athenti Erlingi bikarinn og var að pví búnu hrópað nifalt húrra fyrir ís- landi og sundkappanum (fertalt húrra). Blysför og ýmsar skemtanir voru á íþróttavellinum á sunnudagskveldið. íslenskar sagnir, Páttur af Fjalla-Eyvindi og fje- lögura hans. (Eftir Gísla Konráðsson. Lbs. 1259. 4to). 1. Upphaf Eyvindar. Eyvindur var son bónda eins í Flóa suður í Árnesþingi, er Jón hjet. Jón var bróðir Eyvindar, er síðar bjó að Skip- holti. Eyvindur ólst upp á bæ þeim, er á Læk heitir í Hraungerðishrepp; hann var snemma bráðgjör, en biendinn í skapi. Eigi vitum vjer frá ætt hans að greina, en það er almenn sögn, að förukona ein frá Eyrarbakka gisti að Læk og misti þar ost úr poka sínum. Gramdist henni skað- inn og kvað Eyvind því valda mundu; þrætti hann fyrir það. Mælti hún þá með forsi miklu: »Vi 1 jir pú, Eyvindur, ganga við oststuldinum, skal þjer að engu grandi verða, ella muntu nokkurs háttar háttar öheill af bíða!« Slóst þá í orða- hnippingar með þeim, því að Eyvindur ljet ekki sitt minna, og þrætti harðlega; beiddi þá kerling honum óbæna og mælti: »Hjeðan af skaltu, Eyvindur, aldrei óstel- andi verða*. — Kom þá móðir Eyvindar að og heyrði ályktunarorð kerlingar, — því að sagt er að hún byggi þá með sonum sinum, — og fyrir því að hún vissi kerlingu mesta svark og skapvarg og nornalega í óbæn sinni, þá beiddi hún kerlingu að leggja sveininum nokkur liðs- yrði, ef ekki gæti hún látið orð sín ómælt vera. Kerling mælti (þá): »Þín skal hann að njóta, að jeg mæli svo um, að aldrei komist hann undir hegningu í manna höndum, en með mæðu stórri og baráttu mun hann þó æfi sína endaU Var Eyvindur þá 15 vetra, og var eftir það aldrei óstelandi. Að öðru var hann vel þokkaður, skaphægur og hinn öruggasti til alls starfs. Eyvindur var upp álinn með foreldrum sínum og siðan fyrirvinna hjá móður sinni; en þau dóu bæði hnigin að aldri. — Bjó Eyvindur síðan litla hríð að Traðarholti í Stokkseyrarhreppi, ó- kvæntur (því að ekki hafði hann þá enn fengið Höllu). Stundaði hann þá smfðar, en jafnan lá orðrómur hinn sami á hon- um um stuldi, og gerðist þar af óþokki mikill milli hans og bygðarmanna. Stóð svo um hríð; tóku sumir að hóta honum lögsóknum, en ekki tók heldur fyrir hvörf- in og ætluðu menn (að) Eyvindur stæli jafnt sem áður og hefti þá fýst slna að engu, — komst það sökum þess á orð sfðan, að ekki mundi sjálfrátt. — En síð- an var það, að Eyvindur tók að selja búshluti sína, og er hann hafði selt þá að vild sinni, var það um vorið, er snjóa ieysti af fjöiium, að Eyvindur hvarf með hrossum sínum og ýmsum búshlutum, og vissi enginn, hvað af honum varð, nje (að) farið hæfði hann Þjórsá á ferju, Ölfusá eða Hvítá1). En það er sagt, að skamt liði um til þess, að illar fjárheimt- ur gerðust á haustum, og ætluðu menn útileguþjófa valda mundu. 1) er kallast Brúará við Skálholt(H), bætir hdr. við. I Knnsten til Folket. I Uden Kunst — intet Hjem. Et virkelig enestaaende Titfælde, for en Ringe Sum at anskaffe sig flere værdifulde kunstværker af de mest fremragende Kunst- nere tilbydes herved af Svenska Konstföplaget, som ved fordelagtigt Indköb paa Konlcursauktion har erhvervet fölgende Billeder: „Midsommardans". Maleri af Anders Zorn, „Hafsörnar", Maleri af Bmno Liljefors, „En hjöltes Död“, Maleri af Nils Forsberg, „Eí'ter Snöstormen, Maleri af Joiian l’irén (den nylig afdöde Kunstner). Alle disse Billeder findas ellers i Nationalmuseet i Stockhohn. „Pansarfar- Aran“, Akvarel af Kaptajn Erik Högg, „Valborgsmasso- afton" af C. Schnbert, „KSrlek 1 skottkarra af W. Strntt, „Namnsdagsbordot" af Fanny Brate, „Segeltur" af Carl Larsson, „Svenska kronprlnsparet", fint udfört eftir Fotografi, samt 8 stk. kunstneriske Jul- og Nytaarskort. Zorns Billede er 670X460 mm. stort, de andre ere 470X350 mm. Den samlede Pris for alle disse kunstværker en meget höj, men vi vil for et kort Tidsrum sælge den til kun kr. 8,50, Fragt og Toldfrit imed Forudbetaling. Mod Efterkrav maa 1 Krone fölge med Ordren. Obs.I Opgiv tydelig Navn og Adresse. Frimærker niodtages ogsaa. Forsöm ikke dette absolut. euestaaende Tilfælde til at pryde Deres Hjem, eller til at kobe eu pragtfnld men alligevel biliig Jnlegave!!! Skriv i dag til Svenska Konsíförlaget. Stockholm 7, Sverige. I 2. Lýsing Eyvindar. Brynjólfur, son Sigurðar landþingisskrif- ara Sigurðssonar iögmanns Björns^onar, hafði nú Árnesþing og bjó í Hjálnlholti. Var það um sumarið 1746, að hann ljet lýsa Eyvindi á Alþingi, er strokið hafði í júlímánuði árið áður frá TraðarhoHi í Stokkseyrarhreppi í Árnesþingi, ieiðar- brjefslaus, sje og Eyvindur sá Jónsson grunaður með miklum lfkindum um þjófn- að í Árnesþingi: »grannvaxinn með stærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, toginleitur og ein- leitur, nokkuð þykkari neðri en efri vör, fótagrannur, mjúkmáll og geðgóður, hirt- inn og hreinlátur, reykir lítið tóhak þá býðst, hagtækari á trje en járn, góður vinnumaður og liðugur til smávika, lítt lesandi, en óskrifandi, raular gjarnan fyrir munni sjer kvæða eða rímuerindi, þó af- bakað*1). Krafðist Brynjólfur sýslumaður að Eyvindi væri vísað til sinnar sveitar, þar hann hittist eða kynni staðar að nema. — Er nú auðsjeð af iýsingu þess- ari, að ekki heíur Halla með honum verið, því að ekkert er hennar getið í lýsingunni, svo það er missögn, að hann stryki með hana. 3. Sögn Eyvindar um Þórisdal. Það er haft eftir Eyvindi þá hann gaf sig upp að lyktum vestra, er síðar segir, að það hygði hann í fyrstu er hann lagð- ist út, að komast í Þórisdal, er sumir hafa á síðari öldum'kallað Áradal. Skildi hann þá eftir farangur sinn námunda við Skjaldbreið og fór að leita Þórisdals. Má og vera hann heyrt hafi það, þá þeir Björn prestur Stefánsson og Heigi prest- ur Grímsson leituðu Þórisdals þá fyrir 82 vetrum, komust þeir svo langt á leið að því er ritað er í frásögu þeirra, að þeim sýndust drög halla ofan ti! dalsins, en fyrir þvf að snjóhengjur ærnar sýndust þeim í dalsbrúnunum og fyrir því lítt færilegt eður ekki, þá sneru þeir aftur, — og það með að dagur var að kvöidi kominn, ljetu því af við svo búið. Má og vera, að ekki hitti þeir þar á, (er) helst hefði færi á verið að komast í dal- inn2). — En ekki er þess getið með hverjum hætti Eyvindur komst í dalinn 1) Lýsingin er hjer tekin beint eftir al- þingisbókinni, með því að hún er ekki ná- kvæmlega orðrjett hjá Gísla. 2) Um ferð þeirra prestanna til Þóris- dals 1664 má lesa í Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens II., bls. 102—104. ef hann sagði satt frá), en það (er) sögð) sögn Eyvindar, að 2 bæji sæji hann i dalnum og fje margt, og sást hann um litla hríð, áður hann sá, að maður einn gekk á milli bæjanna; þóttist þá Eyvind- ur vita, að hann hefði orðið var við sig, því að þegar hlupu saman 5 eða 6 karl- ar frá báðum bæjunum og tóku þegar hlaup að Eyvindi. Sýndist honum þá ekki að bíða og þótti þeir allótrúlegir og tók nú á rás; eltu þeir hann og sá Ey- vindur að draga mundu þeir sig uppi. En fyrir þvf að handahlaupaíþrótt var honum iagin með yfirburðum, þá skaut hann sjer á þau upp jökulháls nokkurn, en sprunga allvíð var í jökulinn og skopraði Eyvindur sjer yfir hana; en þar námu dalbúar staðar og treystu þeir sjer ekki yfir gjána og hurfu þar aftur og skildi þar með þeim. Nýjar Kvöldvökur I Fást í bókaverslun Sigr. Jónssonar I Ritstfóra „Þfóðólfs". er að hitta i Bergstadastrœti 9 Hittist venjutega heima kl. 6-7 e. h. Talsími 172. Alt fyrir hálft vorð- Biðjið um vora stóru, eftirtektaverðu Verðskrá með c. iooo myndum. Sendist ókeypís án kaupskyldu. Mesta úrval á Norðurlöndum af úrum, hljóðfærum, gull- og silfurvörum, glysvarningi, veiðivopnum, hjólhestum o. fl. Norilisk Yareimport, Kobenhavn N. Pianostemning. En dygtig Pianostemmer og faguddannet Instrumentmager agter, hvis tilstrækkelig Tilslutning findes at Besoge Island. Alle Reparationer udfores. Bestillinger bedes indsendt under Adr. Pianostemmer (L Igum, Aarhus. Síðastliðið haust var mjer dregið hvítt geldingslamb með mínu marki — sneitt fr. og tvístýft fr. v. — sem jeg á ekki. Rjettur eigandi krefjist lambsverðsins, semji við mig um markið og borgi auglýsingu þessa. Deildartungu 28/i2 1911. Brynjólfur Bjarnason. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.