Þjóðólfur - 26.01.1912, Síða 4
12
ÞJOÐOLFUR.
hafði hann staf í hendi og poka við hlið
og greip bóndi það hvorttveggja og hljóp
til Bústaða, þar hann bjó. Vaknar þá
komutnaður og elti hann. Kallaði bóndi
þá til konu sinnar og bað hana senda
skyldi meystelpu, er hjá henni var, gegn-
um reykháf á eldhúsi til Reykjavíkur, að
vara bókhaldara, að láta bregða við sem
skjótast, því að mjög litist sjer illa á gest
þann, er til sín væri kominn. Snerist
nú bóndi við í bæjardyrunnm og hafði
járn í hendi. Bar þá komumann skjótt
að og var það Arnes og krafðist stafs
síns og poka, en bóndi vildi ekki laust
láta og kvað hann ganga skyldu eftir því
1 dyrin. Arnes var trauður til þess, en
gekk þó inn og hjelt þá í heitingum með
þeim; ljet þá bóndi færa Arnesi mjólk
heita og það þáði hann. Neytti bóndi
ýmsra bragða að tefja fyrir gesti sfnum,
er nú gekk í þungu skapi út og inn um
dyrnar og skygndist eftir komumönnum.
Hafði þá bóndi sett jarnið um þverar
dyrnar og var fyrir innan, en er Arnes
leiddist þóf þetta, hljóp hann að járninu
og greip það, snaraðist að bónda og
slengdi honum fiötum í göngin, tók staf
sinn og poka og stökk af bænum yfir á
Digranesháls; hafði hann þá sjeð manna-
förina úr Reykjavlk innan til á Eskihlíð
og inn með Bústaðaholti. Sneri þá bóndi
að ánum og voru Víkurmenn þar jafn-
snemma komnir; þóttu þeim árnar ófær-
ar yfirferðar, voru þeir og gangandi, en
bóndi benti þangað í átt, er gestur hans
hafði hlaupið. Sneru þeir þá eftir hon-
um upp með ánum, en Arnes hafði
hlaupið hið efra yfir þær. Snær var fall-
inn og mátti gjörla sjá mannaförin, runnu
þeir þá eftir honum og voru 30 saman,
flest vefarar úr Reykjavfk. Sneri Arnes
þá við aftur og hvarf þeim, en þeir fengu
rakið spor hans að Hofstöðum; hljóp
hann þá af bænum yfir Vífilstaði eður
Hraunlæk í Garðahraun; gæuðu þeir þá
eftir honum, stiklaði Arnes þá á hraun-
strítum einum, svo að ógjörla sáust spor
hans. Skildi þá nótt með þeim, og falst
hann í hrauninu. Voru þá menn sendir
til Hafnarfjarðar, um Álftanes og Garða-
hverfi og skipuðust menn í kring um
hraunið úm nóttina, þvl eigi átti til að
sleppa. Leituðu þeir hans og dag allan
eftir, en urðu einskis varir og hurfu við
það heim. — Var þá bóndi á Hofsstöð-
um og kona hans grunuð um bjargir við
Arnes, svo þau voru tekin og meðkend-
ust það, að þau hefðu haldið hann um 2
eða 3 vetur á laun, soðið fyrir hann og
veitt annan styrk, og sættu fyrir það
þungu dómsáfelli Guðmundar sýslumanns
Runólfssonar, Jónssonar frá Höfðabrekku,
er þá hafði Gullbringusýslu, svo sagt er
þau yrðu fyrir fjesekt mikilli. — Víða
voru þá stuldir miklir syðra og var það
kent útileguþjófum.
I
I
Nýjar
Kvöldvökur
Fást í bókaverslun
Sig. Jónssonar
I
Kunsten til Folket.
Uden Kunst — intet Hí 010.
Et virkelig enestaaende Tilfælde, for en Ringe Sum at anskaffe sig flere
værdifulde kunstværker nf de mest fremragende Kunst-
nere tilbydes herved af Svenska Konstförlaget, som ved fordelagtigt
Indköb paa Konkursauktion har erhvervet fölgende Billeder:
„Midsommardans", Maleri af Anders Zorn, „Hafsörnar ", Maleri
af Bruno Liljefors, „En hjaltes Död “, Maleri af Nils Forsberg, „Efter
Snöstormen, Maleri af Johan Tirén (den nylig afdöde Kunstner). Alle
disse Billeder findas ellers i Nationnlmuseet i Stockholm. „Pansarfar-
tyget Áran", Akvarel af Kaptajn Erik Högg, „Valborgsmðsso-
afton“ af C. Schnbert, „Kárlek i skottkarra" af W. Strntt,
„Namnsdagsbordot" af Fanny Brate, „Segeltur" af Carl Larsson,
„Svenska kronprinsparet', fint udfört eftir Fotografi, samt S Stk.
kunstneriske Jui- og Nytaarskort. Zorns Billede er 670X460
mm. stort, de andre ere 470X3 5° mm.
Den samlede Pris for alle disse kunstværker en meget höj, men vi
vil for et kort Tidsrum sælge den til kun kr, 2,50, Fragt og Toldfrit imed
Forudbetaling. Mod Efterkrav maa 1 Krone fölge med Ordren. Obs.í Opgiv
tydelig Navn og Adresse. Frimærker modtages ogsaa. Forsöm ikke dette
absolnt euestaacnde Tilfælde +.11 at pryde Deres Hjem, eller til at kobe en
pragtfuld men alligevel billig Jnlegave I!!j
Skriv i dag til
Svenska Konstförlaget. Stockholm 7, Sverige.
Tóbaksbúðin
JlKIMIR",
Laugaveg 5.
Vjer höfum stærst úrval!
Vjer seljum ódýrast:
Vindla,
Vindlinga,
Munntóbak,
Neftóbak,
Reyktóbak.
Munið, að lang-bestu tó-
bakskaupin gerast á
Lau^ave^ 5.
Carl íárnsson.
11 ■ 11
PrenUmiðjan Gutenberg.
Fatnaöir fyrir fullorðna og
börn, reiðjakkar og yfirfrakkar
af öllum stærðum, seljast óvana-
lega ódýrt, einnig sjerstakar bux-
ur, jakkar og vesti.
Sturla Jónsson,
I í jarveru lierra Jons Lax-
dals eru þeir, sem skulda
fyrir Pjóöóif, beönir að snua
sjer til Karls JViknlássouar.
sem er aö hitta á Smiðjn-
Stígr 13, eöa á skrifstofu
Steinolíufj elagsins.
JB^~Heiðraðir kaupendur blaðs-
ins Qær og nær, sem kunna að
hafa fengið — eða fá blaðið fram-
vegis — með vanskilnm, eru vin-
samlegast beðnir að tilkynna af-
greiðslnmanni sem fyrst hvaða
tölnblað þá vantar, og skal þá
bætt úr því svo fljótt sem nnt er.
Alt fyrir Ixálft verð.
Biðjið um vora stóru, eftirtektaverðu
Verðskrá með c. iooö myndum. Sendist
ókeypts án kaupskyldu. Mesta úrval á
Norðurlöndum af úrum, hljóðfærum, gull-
og silfurvörum, glysvarningi, veiðivopnum,
hjólhestum o. fl.
Nordlsk Vareimport, Kobenhavn N.
Ritstjóra „Pjóðólfs“ er að
hitta í Bergstaðastrœti 9
Hittist venjulega heima kl.
6-7 e. h. TalSími 172.
69
spurningum hennar út í hött, og með
því hún var fyrir löngu vaxin móður
sinni yfir höfuð, þorði hún ekki að
ganga á hana.
En áður en hún gekk til hvílu, las
hún enn einu sinni brjef það, sem frú
Knudsen hafði sent henni. Lítill bögg-
ull með slitnum fötum, óhæfilegum til
notkunar, fylgdi brjefinu; og innihald
brjefsins sjálfs voru áminningar og
jafnvel ávítur. Mágkonan sagði það
vera heimskulegt að láta Matthildi
fullnuma sig í sönglistinni, og spurði
hvort þau ætluðu að gjörspilla stúlk-
unni.
Þetta voru þungbær orð fyrir hina
þjökuðu móður. Frú Knudsen hafði
þó ef til vill rjett fyrir sjer í þessu
efni. Það var áreiðanlega skynsam-
legast fyrir Hildu að fara burt úr
bænum um stundarsakir. En hún
þóttist viss um, að hvorki hún nje
faðir hennar væru því samþykk. Og
þó virtist henni þetta eini vegurinn til
að freisa veslings barnið hennar, sem
ef til vill var umkringt af alls konar
70
hættum. Eftir að hafa beðist fyrir,
heitt ög innilega, sofnað veslings
móðirin.
V.
Fjelögum Alberts Trott þótti hann
mjög umbreyttur. Ymist var hann
skapillur og uppstökkur, eða kátur og
skemtilegur, eins og í gamla daga.
Menn hristu höfuðið, þegar þeir sáu
hann, en gátu ekki skilið hann. En
öllum var vel til hans, því hann var
ágætur fjelagi.
„Hann hlýtur að vera ástfanginn",
sögðu menn, og sumir vissu jafnvel
hver hún var, sem hlut átti að máli.
Albert Trott, sem hingað til hafði
aldrei um neitt alvarlegt hugsað,
braut nú heilann um ýmsar fyrirætl-
anir.
Nokkrar vikur liðu, og mr. White
ljet ekki sjá sig. Albert spurðist fyrir
um hann á veitingahúsinu, en það var
árangurslaust.
Það var komið fram í marsmánuð.
Þau Matthildur hittust mjög sjaldan,
7i
en skrifuðu hvert öðru því oftar. Að
lokum skrifaði Albert henni, að bróð-
sinn væri kominn heim.
Nú urðu þau aftur að taka ráð sín
saman. Hans vildi sjá hana og tala
við hana áður en málið yrði útkljáð.
Þau urðu því að hittast aftur f her-
bereinu við skemtigarðinn.
Matthildur hugsaði sig um. Hún
hafði með sjálfri sjer lofað því, að hún
skyldi ekki framar gera neitt, sem
meitt gæti mannorð hennar. En hún
mátti til að sjá Hans og tala við
hann, manninn, sem ætlaði að hjálpa
henni. Hana langaði til að trúa móð-
ur sinni fyrir leyndarmáli sínu, en hún
fann, að það var gagnslaust. Móðir
hennar mundl ekki leyfa henni að
leggja út í slíka hættuför, og því sfð-
ur mundi hún nokkuð hjálpa.
Svo ásetti hún sjer að halda leiðar
sinnar ein, og samþykti því stefnumót
þetta.
Hún huldi andlit sitt með þykkri
blæju og fór af stað með hálfum huga,
72
en þó reiðubúin til að taka hverju
því, sem að höndum bæri.
Albert faðmaði hana að sjer og
sagði henni nýjung, sem kom henni
mjög á óvart. Frændi hans hafði
gert honum heimboð hinn fjórtánda
dag marsmánaðar, og hann hafði ekki
minstu hugmynd um, hvað undir bjó.
Þetta atvik hlaut að vera mjög heppi-
legt fyrir þau, því nú gat hann kynt
sjer ástæðurnar, og ef til vill —".
„Um fram alt verður að vinda bráð-
an bug að þessu", greip Hans fram í.
Amerfkumaðurinn horfði rannsókn-
araugum á stúlkuna; sem átti að tefla
svo djarft. í raun og veru hafði hann
ekki ætlað sjer að halda erfðarjetti
sínum fram. Hann gat ekki unað sjer
í Evrópu til lengdar; honum fanst
hann ekki eiga þar heima.
Hann hafði aðeins eina ósk — hann
vildi ennþá einu sinni ganga fyrir
Jobst gamla, sýna honum, að hann
væri heill og hraustur og gæti hefnt
sín á honum. Þvf það hlaut að vera