Þjóðólfur - 18.04.1917, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.04.1917, Blaðsíða 1
LXIV. árg. Eyrarbakka 18. april. 1917. Nr. 6 l3 j óðólfur kemur venjulega út hvern föstudag. Arg'angurinn kostar innanlands 4 kr. til uæstu ársloka en 5 kr. erlendis. Afgreiðslu annast póstafgre’ðslu- maður Sigurður Gruðmundsson en inn- heimtu og afgr. á Stokkseyrj og Eyrar' bakka annast verzlm. Jóhannes Kristi jánssou. Auglýsingár í blaðið verða að vera komnar til Jóh. Kristjánssonar, verzlm. á þriojudagskvöld. Jafnvægi atvinnu- veganna. í öl’lum menningarlðndum, þar sem þjóðiíi liflr á fleiii en einubi atvinnuvegi, ev þa& eitt og sðab skylda þings og stjórnar, með vit- urlegri löggjöf, að viðhalda jafn- vægi milli þeirra atvinnuvega, sem álitið er að són þess verðir að þeir leggist ekki í auðn. Hér á laudi lifir mestur hlnti þjóðatinnar á tveimur atvinnu- greinum, landbúnaði og flskiveiðum. Pað væri því eðlilegt 02 tótt- látr, að þing og stjórn hét' hefði nánar gætur á þessum atvinnu- greinum landsmanna, svo frarnan lega að það er ekki moining lög- gjafanrta að önnur atvinnugreinin leggist alveg niður. Því heflr löngum verið haldið fram af fjölda manna, að aðaltekj- ur landsjóðs kætnu frá sjávarút- vegnum, en landbúnaðminn væri einungis byrði fyrir landið. í sara- bandi við þennan ovðróm heíir verið bent á það, að sumar fram- leíðslugreinif landbúnaðarins (sméix ið) hafi verið verðlaunað og þá loks hafl borgað sig að framleiða það. Líka heflr verið minst á það, að styrkurinn til Búnaðarfé- lags Islands væri beinlínis fátækra- styrkur til landbúnaðarins, en þá rödd hafa sjávarútvegsmenn sjálfir kveðið niður, með því að fyrir sjávarútveginn heflr verið sett. á stofn lík stofnun og Bunaðaifélag Islands er fyrir landbúnaðinn. IJað sorglega við þetta tal þeirra martna, er svo hafa litið á, að landbúnaðm inn íslenzki bæri sig ekki, or það að þeir hafa 1 mörg- um atriðum haft rétt fyrir sér. Landbúnaðurinn er svo langt á eftir sjávarútvegnura, að hann heflt' þuvft a fátækrastyrk að halda, og bcendui hiifa vnriö svo nægjusan ír, að þeir aafa tékið þessu með þökkum, i stað þess að faca aðra greiðari og' staðbetri umbctfde'ð. F’eir hafa með þo ín- mæð; hoi ft á það, að fólkið íer frá þoim og flytst í kaiíþstaðina og verður þar að misjafulega nýt- um mönnum rnargt, en sumt líka að vesalingum og öreigamönnum. Ein megin oisökin að því, hve • langt landbúnaðurinn stendur að baki sjávarútvegnum íslenzka er sú, að peningastofnanir landsins hafa gert. alt sitt t.il að hnekkja landbúnaðinum en rnagna sjávar- utveginn. I fljótu bragði sýnist þetta, ekki svo, en í raun og veru er því þannig farið. Bankarnir hafa nefnilega lagt má segja alt sift veltufé í sjávari úfveginn, og með því gert sjávar- útvegsmönnum hægt fyrir að hefja maguað atvinuustríð við landbún- aðinn. Mór þykir sennilegt (sn um það vantar skýrslur) að allur iandbúnaðurinn íslenzki hafi ekki eins mikið veltufé og eitt útgerð' arfélag í Reykjavík, sem þó gerði ekki út nema einn botnvörpung, hvað þá þau útgerðarfélög, sem gera út mörg fiskiskip. Vegna þess hve ójafnt fjármagni er skift milli þessara atvinnuvega, getur þing og stjórn naumast ætlast til þess, a,ð sá hluti lands- manna sem stundar landbúnað, greiði til landsþarfa neitt likt og sjávarútvegsmenn, enda mun vanta mikið á að svo sé, en sennilegt áð bændur gœtu eiumitt látið mikið af hendi rakna til lands- þarfa ef ekki væri jafn hrapallega gjört upp á milli atvinnuveganna, hvað fjármál snertir, samgöngur og ,fleira. Fáir, hygg eg, að verði þess var- ir, rneðal sveitamanna, að þeir sjái ofsjónum yflr gróða úlvegs' manna og sjómanna þö að atvinnui rekstur þeirra borgi sig mæta vel og margir þeirra hafl orðið stór- auðugir á fáum árum. Er þó vitanlegt að sveitamenn þurfa ár- lega að kaupa mildð af sjávan mörmum og er ekkert við það að athuga þó verið sé hátt, ef sveita- menn fengju um leið vel borgaða sína vöru. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að eg hefl lika örsjald'. au heyrt útvegsmenn og sjómenn minnast á verðhæð landvörunnar íslenzku eða öfunda sveitamenn yflr gróða(H) þeirra, en einhver tegund fólks, einhver miilistótt eða stéttir eru til hór á landi, sem ár og síð hnýta í landbúnaðarmenn fyrir ágengni og ásælni í viðskifti utn og of hátt verð sveitavörunn- ar. Og útlit er fyrir að einmitt, þær stóttir sem þann söng syngja, hafl ekki lítið að segja, því ein' mitt nú 4 síðustu t mum heflr stjórnin aftur og aftur gert til- raun til aó hriekkja r.arkaðsverði íalenzkra landbúnaðait,furða. Má í sambandi við það minna á hinar þrálátu tilraunir að lækka mjólk- urverðið í Reykjavík og nú síðast smjörútflutningsbannið, samninga- verðið Breska og smjörverðlagið. Það liggur í augum uppi, að atvinnuvegur sem hangir á hor- rim, eins og landbúnaðurinn ís-> lenzki, og getur í raun og veru hvorki dafnað nó dáið, getur ómögulega kept við sjavarútveginn eins og nú standa sakir. Kaup- gjald verkafólks er orðið margfalt við þaí sem var fyrir stríðið, og er þó annað verra, fólkið fæst ekki hvað sem í boði er. Útlendu síld- arkongarnir láta greipar sópa um það, og löggjöfln þorir ekki að hagga við þeim. Skyldi annars í nokkuru landi, hjá nokkurri þjóð líðast annað eins, að útlendir prangarar fá hér ágætt tækifæri að setjast að og reka hér atvinnu- veg, sem gereyðileggur elsta og bezta atvinnuveg landsmanna, en um leið dregur að sér fjölda fólks, sem hæpið er að hafi stundar> hagnað af atvinnunni, en fullvíst er um að líður framtíðartjón, þó um einhvern hagnað væri að ræða um stuttan tíma. Eg get ekki skiJið að íslenzkur sveitabúskapur beri sig þetta herr- ans ár 1917, ef bændur eiga að fá, samkvæmt tilboði Breta að kaupa vöruna, fyrir bezt.u ull 3 kr. kílóið og lakari 2,80 kílóið. Fyrir kjöt kr. 120 pr. tn., sem verður nettó varla yflr 70—90 aura pr. kg., og smjörið. sam- kvæmt veiðlaginu Reykvíska, kr. 3—3,30 pr. kg. að frádregnum ca. 10 °/o sölukostnaði. Að mínu áliti hefði getað komið til mála að sveitabændur hefðu getað keft við sjávarútveginn með kaupgjald verkafólks, ef afurðaverðið hefði orðið þetta; Ull 4 kr. kg., 1. fl., 2. fl. kr. 3,75 kg. Kjöt 2 kr. pr. kg., bezta t.egund og smjör 4 kr. pr. kg. Þessu verði mætti senni- lega ná, ef að • í fyrsta lagi duglegi ir enndrekar ferðuðust um Amer- íku og kyntu sér þar ullarsölu og notkun ullarinnar, heíðu vöru sýnishorn og kyntu vöruna fyrir Amerikumönnum, sem nú hljóta að hafa fulla þörf fyrir hana. Eða að Englendingar gæfu eftir að ullin flyttist til Norðurlanda, eins og þeir gerðu síðastl. haust. og varð þá til mikilla hagsmuna fyrir Is- lendinga. í öðru lagi að Bretar gæfu eftir að kjötið yrði flutt til Norðurlanda eins og þeir gerðu síðastl. haust. Kjötverðið þar er nú afarhátt, og því viss ma.rkaður þar fyrir kjötið. Líka gæti komið til tals, að flytja kælt kjöt til Englands, ef flutningl ar þangað teppast ekki, því verö á kældu kjöti kvað nú vera geysi hátt þar. En í þriðja lagi þurfa landbúnaðarmenn vinsamlegast að fara þess á leit, að stjórnin leggi •kki hömlur á að þeir fái að selja vöru sína óáreittir, hvar sem markaður fæst. fyrir hana, ef hún fæst flutt vegna skilmála sem Bretar kunna að setja, eða hafa sett. Smjörverðlagið er nýtt og kem- ur varla til mála að það ekki hækki. Hór á landi er full þörf fyrir viðbit, en engin ástæða að setja verðið svo lágt, að enginn vilji framleiða vöruna til sölu. Ef Yerðlagsnefndin hefir með smjörverðlaginu ætlað að forða Reykvíkingum frá hungri og þrótt- leysi, þá hefði hún líka átt að setja verðlag á hrísgrjónasekkinn, sem kaupmennirnir voru að selja í maímán. síðastl. fyrir 70—80 kr. hver 100 kg., en sem þeir vitanlega gátu selt með hagnaði fyrir 40—45 kr. Eg vona að sá þróttur sé enn í sveitabændum, að þeir fremur takmarki smjör- framleiðsluna en auki hana, svo framarlega að smjörverðið verður sett undir 4 kr. pr. kg. fyrir rjómabúsmjör, því hæpið er að selja smjör fyrir 3 kr. pr. kg., en kaupa útlent mél við því verði, sem nú er á því. Nei, kaupfélög og samvinnufé- lög verða [nú að taka höndum saman og halda verðinu uppi. Vonandi hjálpa bankarnir til þess, þegar þau (félögin) hafa vöruna að bakhjarli sem víst er um að fer hækkandi, jafnvel þó friður verði saminn. Öll kaupfélög og sam- vinnufélög bænda ættu að halda fund í Reykjavík, og það sem fyrst, og ræða þar þessi vandamál sín 0. fl., t. d. skipakaup fyrir sam- vinnufélögin, og umfram alt ættu inenn að varast að gera nú þegar sölusamninga um vöru sína, því verðið fer ekki síður hækkandi nú en síðastl. ár. Og engin ástæða er til að örvænta að ræðismaðui Breta hér, Mr. Cable, geri ekki sitt til að við fáum einmitt að flytja bæði ull og kjöt til hinna venjulegu markaðsstaða, Noregs og Danmerkur, Embættismenn hafa komið því til leiðar, að aukaþing var kallað saman til að létta vandræði þerrra og fáir eða engir bændur hafa talið það eftir. Útvegsbændur og fiskimenn hafa fengið kjör sín bætt með nýjum samningum við | Breta, og dagiaunafólk nýtur þar ! vitanlega góðs af. En bændum er lagt við stjóra eða reka fyrir diifakkeii að feigð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.