Þjóðólfur - 12.10.1917, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.10.1917, Blaðsíða 3
Þjoðolfur 101 um eða kaupstöðunum eftir alger> lega ósamstæðum mælikvarða, og þær svo allsstaðar gerðar að út- hlutunargrundvelli. En alt er ekki búið með þessu. Þegar þingið gaí út lög um lág- marksverð á kolum, lét það beim línis ijósi þá tilætlun sína, að þessi kol skyldu seld með sama. verði i öllum verzlunarstöðum landsins. Er senniiegt að fyrir þinginu hafi vakið, að lótta einkum undir með þeim landshlutum, sem erfiðast eiga með flutning og síz^geta not- ið íslenzku kolanna. En þennan vilja þingsins hundsar stjórnin; kólin til Eyrarbakka, þett.a litla sem flyzt, eru seld með ákvæðisverði í Reykjavík, og bætist, svo við fiutningur til Eyrarbakka og upp- skipun þar, og heimild laganna og vilji þingsins hafður að engu. Það er sízt að furða, þótt mönn> um hér við sjávarsíðuna, þyki þetta allmikið gjörræði af stjórnarinnar hálfu. Kom þetta greinilega fram á alm8nnum fundi, sem haldinn var á Eyrarbakka 10. þ. m. Var þar í einu hljóði samþykt, svolát1 andi fundarályktun: „Fundurinn iýsir yflr megnustu óánægju sinni með þá ráðstöfun landsstjórrsarinnar að ætla Eyran bakka svo lítið af kolum í sam- anburði við Reykjavík og ennfrem- ur yfir þvi, að kolin ekki skuii vera seld hér á staðnum með lög- ákveðnu verði, T.elur fundurinn þetta brot á gildandi lögum og beina tröðkun á vilja þingsins. Fund.urinn skorar þvi á þing- menn sýslunnar að gera sitt ýtr asta til að ráða bót á þessu“. Atvinnumálaráðherrann má hrósa happi yfir því að vera ekki „dreginn út“ á þinginu. Hann myndi ekki settur inn afturfyrsta kastið, því að fleiri eru óánægðir en Eyrbekkingar. Slys. Rósa María Brynjólfsdóttir fiá Merkisteini á Eyrarbakka, er fór með foreldrum sínum norður í laud siðastliðið vor, fest.í ekki yndi þar nyrðra og vildi flyt.ja hingað aftur. En á leiðinni til skips druknaði hún í á þar á leiðinni. Rósa var góð og efnileg stúlka og verður mörgum kunningjum harmdauð hér um slóðir. *3trattir. Gullfoss fór frá Halifa'x hingað á leið þann 0. október. Skólarnir. Nú er ákveðið að gagnfræða- deild mentaskólans skuli starfa að hálfu leyti (3 sundir á dag í hver> jum bekk). Kennaraskólinn er þvi eini landsskóiinu, sem liggur niðri i vetur, og buðust, þó kenn arar hans til að veita nemendun um tilsögn heima hjá sór, gegn því að þeir fengju hver 1 ton af kolum. Við kennaraskólann er sú breyt- ing orðin, að dr. Björn Bjarnason hefir fengið lausn frá einbætti, dr. Ólafur Daníelsson orðinn 1. kenh ari og Sigutður Guðmundsson magister skipaður 2. kennari. ------0*0^ Ófriðurinn. Sífeld orrahríð á vestui vígstöðv- unum. Skeyti segja að Bretar hafi sótt fram a 8 mjiua löngu svæði á veginum frá Ypres að Langemark, og tekið bæ sem Poel. capelle heitir, en hanr. er talsvert i austur frá Langemark, svo þarna heflr þá Baudamöunum eitthvað orðið ágengt þótt. lítið sé, segjast Bretar hafa tekið þarna 3 þúsund Þjóðverja höndum. Er þetta kali aður stór sigur, og mikið látið yflr. Af vígstöðvum Frakka heyn ist lítið. Fréttir þær eru hafðar eftir Bretum, að Þjóðverjar ætli sér að leggja alt norður Frakkland og Belgíu í eyði, er sagt að páfinn hafi fært Bandainönnum þessi skila. boð frá Þjóðverjum. Þá er sagt að Belgía heimti 8 milliarða franka, í skaðabætur að ófriðnum lokm. um, en leggi Þjóðverjar alla Belgiu í auðn, er hæt.t við að sú upp- hæð hrökkvi lítíð. Loftárásir hafa Frakkar gert á vesturhluta Þýzka lands og varpað sprengikúlum yfir margar borgir, t. d. Stuttgart, Trier og Coblenz. Á suðurvígstöðvunum er sagt að ítalir s^eki á hjá St. Gjibiiele, en lítið munn þar vinnast á enn. Af Balkan fréttist lítið og alt mun standa við sama í Rúmeníu. Af austurvígstöðvunum eru óvenjulega litlar fréttir; er ekki að heyra að þar gerist neitt stór- vægilegt. — En fréttir komu um það nýlega, að flut i Þjóðverja héldi austur á bóginn og giskað á að hann mundi heimsækja Péturs- borg. Þingforset.i Fínna lét, sprengja upp hurðina að þinghúsi þeirra, sem rússneski landsstjórinn hafði lokað og innsiglað. Hefir þing Finna komið saman, samþykt a|i koma þar á lýðveldi og ætlar áp lýsa yfir að Finnland sé sjálfstætt ríki, og sagt, er að borgarstjóri Finna i Viborg vilja láta reka Rússa úr landi burt. Ósamlyndt or um stjórn Rússa, vilja jafnaðarmenn þar mynda ráðaneyti, en þá hótar Kerensky að fara frá vöidupi og yrði varid. fenginn maður i#hans stað. Yfirleitt lítur alt annað en frið vænlega út; miklu fremur sýnist ófriðurinn vera að verða grimm- ari og hatrið milli þjóðanna að vaxa, einkum milli Þjóðverja og vesturþjóðanna. í Mesopotamiu hafa Tyrkir heldi ur farið halloka fyrir Bretum, en seigt og hægt gengur sóknin þar sem annarsstaðar. o»o«o-o-o-o RanpíéL Hekla kaupir fyrst um sinn HAUSTUU. Á 2.20 KG. SMÉR 3.60 - o-o-o-o-o-o Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Skúlason. Prentsmiðja Suðurlands. 68 í við hana fyrir það, skellihló hún að honum svo hann þagnaði og roðnaði við. Þegar þau voru komln heim aftur sagði Míra við Ingiríði: „Þú ert þreytt Ingiríður, það er best fyrir þig að hvíla þig; eg skal sitja’ í sætinu þínu og skamta fólkinu". Tatarastelpan, sem öll vinnuhjúin litu niður á, settist. nú í sæti húsmóðurinnar á heimili Þoileifs. Honum fanst reyndar hálfvegis minkun að þessu, en var of stærilátur til þess að við- urkenna það. Það vai svo sem sjálfsagt, að ef hann leyfði lienni að sitjast við borð sitt, þá virti hann hana meira en hitt fólkiði þótt það liti niður á hana, en þó var því nú svo varið með þetta, að þar sem Þorleifi hafði áður verið' það eðiilegt, að þykjast öðr- um meiri, þá varð hann nú að telja sjálfum sér trú um að svo væri. Hann fór að verða hræddur við Miru og reyndi að sneiða hjá henni, en hún hafði eitthvert lag á því að vefjast allstaðar fyrir honum, og það fór svo, að hann var altaf að hugsa um hana, jafnvel á nóttunni. Honum fanst hann .ennþá finna koss hennar á vörum sér, eina kossinn sem hann hafði verið kystur á æfinni, og þrátt fyrir alt viljaþrek og stórmensku tókst honum ekki að útrýma henni úr huga sér. Upp frá þessum degi var Ingiriður sífolt þreytt og þurfti að láta Míru hjálpa sér. HúS'inóðurinni vnr bolað burtu úr sínum Sessi og gerð að bormeku í sínum eigin húsum. Fólkið á heim- ilínu undi þessu afar illa; það lá við sjáift, að alt lenti í upp- hámi, þótt hjúin hefðu beig af Þorleifi; allir voru koinnir á Þ’emsta hlunn með að ganga úr vistinni, ef Míra yiði þar lengur °g Hans var fólkinu samtnála í öllu, en í laurni var hann að Þiskra við Miru og studdi hana eftir megni“. 65 Stúlkan sem Hans hafði komið með hét Mira, og þvi lengur sem hún dvaldist á bænum, því betri tökum náði hún á heirm ilisfólkinu. Öllum var vel við hana, og enginn tók eftir því, að allir urðu smámsaman að lúta hennar vilja. Ekki var hún vit- und smeik við Þorleif, og altaf hafði hún það fram sem hún vildi. Fyrsta daginn sem hún var á fótum, sat Þorleifur við end. ann á stofuborðinu. Míra læddist inn til haus svo hægt, að hann varð hennar ekki var fyr en hún var búin að vefja hand> leggjunum um hálsinn á honum og reka að honum rembings koss. Honum varð svo hverft við, að hann rauk upp af stólnum og ýtti henni frá sér í ofboði, en Míra skellihló og sagði: „Varð þér svona hverft við Þoileifur? Kossinu var bara í þakklætis skyni fyrir hjálpina. En ef þú ert óánægður með hann, get eg vel tekið hann aftur! og áður en hann gæti áttað sig var hún búin að reka að honum annan kossinn. „Ertu vitlaus stúlka"? spurði Þorleifur hálf-reiður. „Eg tók bara kossinn aftur af því að þú vildir ekki þiggja hann“, svaraði Mira. Ilún settist ekki við neðri borðendann þar sem hjúin voru vön að vera, heldur við hægri hlið Þorleifs. Hann leit til henn- ar flóttalega, en hún tók eftir því og sagði: „Gestur verður að sitja í heiðurssæti, og sá er sóminn m.est- ur að sitja hjá þér“. Hann lét hana sitja þar sem hún var koinin, þót.t honum væri næst skapi að visa henni til sætis hjá fólkinu. Aður hafði varla nokkur maður talað o,ð fra munni með,.n á máltíð stóð aunar en Þorleifur sjálfur, en nú greip Mira oft fram í þegar haun talaði, og var ekki . ltaf á sama máli og hann.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.