Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.04.1918, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 30.04.1918, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR 65. árgangur. Iíeykjavík, 30. apríl 1918. 6. tölnblað. ÞJÓÐÓLFUR kernur út einu sinni í yiku. Kostar til ársloka kr. 4,00i Gjald- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bðkbindari, Laugaveg 18, sími 286. „Grloppan". Mikilli eftirtekt og umtali hefir það valdið, að alþingi varð við þeirri beiðni hr. Hann- esar Hafsteins, að varamaður hans, hr. Sigurjón Friðjónsson, settist í sæti hans. Þjóðólfur ætlar ekki að ræða um gerðir þingsins i því máli að sinni. Það var annað í sambandi við þenna úrskurð þingsins, er ég ætla að vekja máls á. Eg hefi einhvers staðar séð eða heyrt það kallaða »gloppu« i stjórnarskrá vorri, er hún kveður ekki skýrt á um það, að lahdkjörinn varaþingmaður sitji á alþingi i stað aðalþing- manns, er hann getur ekki gegnt þingstörfum, hvort sem það stafar af heilsubilun eða öðrum forföllum. — Það var önnur »gloppa« í henni, er ég hér vildi minnast á. Stjórnarskrár-galli sá, er ég á hér við, er i 32. gr. hennar, þar sem kveðið er á um, að alþingi skeri »sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi mist kjörgengi«. Það er merkilegt, að þing- menn breyttu ekki þessu ákvæði, er stjórnarskrá vor var endur- skoðuð á þingunum 1911 o'g 1913. Reynsla undanfarandi þinga hefði mátt hafa fært lög- gjöfum vorum heim sanninn um, hve óviturlega dómsvaldi í þessum efnum er fyrir kom- ið. Gáum að, hverjum er i rauninni falið þetta úrskurðar- vald um lögmæti þingkosninga og kjörgengi löggjafa. í orði kveðnu er það alþingi alt. En i reyndinni er það selt þeim meirihluta-flokki eða meiri- hluta-flokksbrotum, er i það og það skifti fara með völd eða ráða úrslitum mála í samein- uðu þingi. Meirihluta-flokkar eru þar gerðir dómarar i sjálfs sin sök, og hefir löngum þótt illa trygð réttvísin, er menn verða að hlíta sliku. Fáir myndum vér nú á dögum þora að selja þeim sjálfdæmi, er vér deildum við. Auðsætt er satnt, að einstaklingur þorir eigi að beita eins dóms- eða úrskurð- prvaldi sínu og t. d. harðsnú- inn og 'fjölmennur meirihluta- flokkur í byrjun kjörtímabils. Sú sveit er næstum því almátt- ug» allar syndir hennar frá fyrsta þingi kjörtímabils gleymdar og moldu orpnar eftir sex ár, er landslýður geng- ur til næstu alþingiskosninga, enda þarf andstöðu- og minni- hluta-flokkur vanalega ekki að seilast svo langt aftur fyrir sig eftir kúlum til skothríð- ar á hendur meirihluta- flokki. Það má ganga að því vísu, að langoftast verði skor- ið úr kosningakærum, eftir því sem meirihluta alþingis er haldkvæmast, hagsmunir hans, en ekki gildandi stjórnarskrár- ákvæði um lögmæti kosninga og kjörgengi þingmanna, réðu úrslitum. Úrskurðarvald í slík- um málum er, með öðrum orðum, fengið í hendur áreið- anlega hlutdrægum dómara, er sama sem einskis konar ábyrgð verður á hendur komið. Eg vænti þess, að flestir fall- ist á, að slíkt skipulag er með öllu óhafandi. Á fósturjörðu þingræðisins, Englandi, gilda þau ákvæði, að sérstakur dómur sker úr því, hvort taka beri til greina kosningakærur eða eigi. Skipa þann dóm dómarar í efstu dómstólum ríkis. Lik ákvæði þyrfti að lögleiða með oss íslendingum, er hent- ugt færi gefur. Landsbankaútibúið austan fjalls. (Bréf úr Árnessfiiugi). Á sýslufundi Árnesinga, snemma í þessum mánuði, var borin upp af sýslunefndarmönnunum, Gunn- laugi Þorsteinssyni, dannebrogs- manni á Kiðjabergi, og Guðm. Lýðssyni, bónda á Fjalli, og sam- þykt með 13 atkv. gegn 2 svo- feld tillaga: „Jafnframt því sem sýslu- nefndin lætur í ljós ánægju sína yflr heppilegu vali á stað fyr- ir Landsbankaútibúið hér í sýslu, leyflr hún sér að æskja þess, að útibúið verði látið taka til starfa sem allra fyrst*. Er þessi samþykt, í fylsta sam- ræmi við fyrri óskir sýslunefndar- innar um, að flýtt verði stofnun Landsbankaútibús í héraðinu. Um hitt atriðið, að útibúinu er heppi- lega valinn staður á Selfossi, þarf eigi framar vitnanna við, þar sem bankastjórn, landsstjórn og nú síð- ast sýslunefnd þeirrar sýslu, sem hér á aðallega hlut að máli, hafa komist að einni og sömu niður- urstöðu í því efni, enda er það mjög eðlilegt, því að á Selfossi eru krossgötur fleiri kaupstaða- fara en á nokkrum öðrum stað á Suðurlandsundirlendinu. Ólafsvallamálið. Þess var getið í seinasta blaði, að þingmenn Árnesinga hefði flutt þingsályktunartillögu um, að al- þingi skoraði á stjórnina, að selja ekki Ólafsvelli. Því máli var síð- an vísað til landbúnaðarnefndar. Um það hefir birzt svohljóð- andi nefndarálit: Nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um sölu Ólafsvallatoríunnar. % Frá landbúnaðarnefnd. Nefndin hefir athugað þetta mál og leyfir sér að benda á þessi at- riði: 1. Jörðin Ólafsvellir, ásamt hjá- leigunum, er ekki í ábúð þess manns, er æskir kaupanna, og get- ur sýnilega, aldrei orðið það, þar sem hann er gamall maður og löngu hættur búskap. Það getur því naumast koniið til mála, að hann nái kaupum á jörðinni. 2. Nefndinni hafa borist upp- lýsingar um það, að komið hafl til tals að nota jörðina til skóla- seturs, enda er henni vel í sveit komið til þess. Hér er því um almenningsnot að ræða; og er sú ástæða ein út af fyrir sig nægileg til þess að fyrirbyggja sölu. 3. Þegar Skeiða-áveitan er full- ger, fær jörðin mjög stórt svæði af landi síuu undir. áveitu, og er það að mestu véltækt engi. Það er því sjáanlegt, að hér er um mikla framtíðarjörð að ræða og mjög dýrmæta eign fyrir Landssjóð. 4. Skoðun viðkomandi sýslu- nefndar á þessu máli virðist vera svo mjög á reiki, að naumast er hægt að byggja neitt á henni, þar sem sýslunefnd nær einhuga leggur á móti sölunni árið 1916, en nú fyrir skömmu samþykkir sölu með 8 atkv. gegn 5. Af framantöldum ástæðum ræð- ur nefndin hv. deild til að sam- þykkja tillöguna óbreytta. Alþingi, 22. apríl 1918. Stefán Stefánsson, Einar Árnason, formaður. skrifari. Einar Jónsson. Pétur Þórðarson. Sigurður Sigurðsson, framsögumaður. Mál þetta var til umræðu á föstudaginn. Þórarinn Jónsson vildi vísa málinu til stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá, en það var felt með miklum meiri hluta at- kvæða. Var tillagan um að selja ekki, samþykt með 23 greiddum atkvæðum. 2, Þórarinn Jónsson og Jón Jónsson á Hvanná, sögðu nei. Jón Magnússon, forsætisráð- herra, greiddi eigi atkvæði. Nokkrar umræður urðu um mál- ið. Flutti Benedikt Sveinsson góða ræðu gegn sölu Gaulverjabæjar og Ólafsvalla. Annars er það ávalt óforsjálni að selja slíkar jarðir. Hvaða ein- staklingur myndi farga úr eigu sinni jörð, er hann vissi, að eftir örfá ár myndi hækka afskaplega í verði, nema ef hann mætti til? í slíku myndi, að minsta kosti, talin lítil hagsýni. Sýslumaður Árnesinga, hinn setti, hr. Bogi Brynjólfsson, hefir skrif- að grein um Ólafsvallamálið í Morgunblaðið, þar sem hann slæst mjög hvatvíslega upp á hr. Ágúst Helgason í Birtingaholti og síra Ólaf Magnússon í Arnarbæli o. fl. Hefir menn furðað mjög á þess- ari grein, enda er þannig frá henni gengið að vitsmunum og þeli, að óskandi væri, að dómarar landsins létu sem fæst eftir sig birtast af slíkum ritsmíðum. Fræðslumál. Erindi eftir messu i Hrepphólum I. april 1918. Eg hefi stundum í vetur verið spurður um álit mitt í fræðslu- málum okkar, einkum barnafræðsl- unni. Eg hefi orðið þess var, sem vænta mátti, að skoðanir manna eru þar á reiki og ekki allar á eina lund. Nú vildi eg einu sinni í heyranda hljóði segja ykkur í fám orðum mitt álit um það efni. Ykkur, mörgum að minsta kosti, er Ijóst, að það er mikið vanda- mál. Eg vildi, að ykkur væri öll- um Ijóst, að uppeldi barna og ung- linga er um leið okkar mesta nauð- synjamál. Þetta virðist að vísu liggja svo í augum uppi, að ekki þurfi að eyða orðum að því að sýna fram á það. Þó að við, sem nú lifum, hverfum öll undir græna torfu, þá lifir samt íslenzka þjóð- in; kynslóð kemur eftir kynslóð. Ef nýja kynslóðin tekur hinni eldri fram, þá er þjóðin í framför, ann- ars ekki. Þó að kynslóðin, sem nú er að vaxa upp, geti lifað betra lífi, en sú, sem uppelur hana, fyr- ir þá sök, að betur er búið í hend- urnar á henni heldur en okkur, er það ekki nein framför, nema því að eins, að unga kynslóðin búi enn betur í haginn fyrir þá, sem eftir hana kemur. Gufuskipa- stóllinn okkar, rjómabúin, vatns- Veiturnar, girðingarnar, eru ekki framfarir íslendinga, heldur vottar um framfarir þeirra; vottur þess að fslendingum hefir vaxið vit og þróttur. Ef Danir eða einhver önnur þjóð hefði lagt það alt upp í hendurnar á okkur og gefið okk- ur það, þá væri það hvorki fram- farir né framfaravottur; við vær- um þá sömu amlóðarnir eftir sem áður; en af því að það er alt sam-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.