Þjóðólfur - 30.04.1918, Side 3

Þjóðólfur - 30.04.1918, Side 3
ÞJÓÐÓLFUR 23 heimili og presta annast íræðsl- una sem áður. Eg er þeim ger- samlega ósamþykkur. Finst skóla- skylda nauðsynleg og þessi stutti tími betri en ekki neitt, en vona, að þar sé mjór mikils vísir. Sú var tíðin, meðan hvergi var skóla- skylda, að alþýðumentun þótti betri hér á landi en annarstaðar. Heflr það, ef rétt var álitið, kom- ið bæði af því, að alþýða heflr hér búið að gamalli gerð, ágætum hæfileikum framan úr ættum, inn- lendum alþýðubókmentum, og heimilishættirnir hér til sveita holl- ari börnum en víðast hvar í öðr- um löndum, þar sem alþýðulíflð líktist meir því, sem við þekkjum nú í sjóþorpum okkar. Kvöldvök- urnar á góðum heimilum með bóklestri og samtali, kveðskap og sögum yfir vinnu, voru nókkurs konar skóli fyrir börnin, sem ól- ust þar upp, þó að ekki væri fræðslan fjölskrúðug. Þá voru prestaköllin smá, og góðir og áhugasamir prestar þektu hvert bam í sóknum sínum, og urðu mörgum drjúgir hjálparmenn til mentunar. En hversu margir ljóm- andi hæfileikar urðu samt sem áður á þeim tímum að fara for- görðum, af því að ekki var að þeim hlynt. í*að veit guð einn. Við þekkjum ef til vill öll einhver dæmi. Og hversu óíullnægjandi var þessi alþýðumentun. Hvar voru framfarirnar? Hjakkað í sama far- ið, þegar bezt lét. Horft um öxl, aftur á bak til liðinna tíma. Lítils vonað af framtíðinni. Og því meir sem öðrum þjóðum fór fram, því lengra drógumst við aftur úr. Framh. Magnús Helgason. Innlendar íréttir og tíningur. Alþingi. Þar ber ákaflega fátt til tíðinda. Flestir þingmenn eru víst þeirra skoðunar, að þingið hafl verið kvatt saman 2 — 3 vik- um of snemma. Þingmenn hafa nú örlítið að gera. Er flestum óskiljanleg sú ráðstöfun að setja þing á þeim tima, sem það var gert. Ekki bólar á neinum stjórnar- skiftum enn, og enginn þingmað- ur, er Þjóðólfur hefir haft tal af, býst við þeim í bráð, hvað svo sem reynist. Heimboð frá A'estur-íslending- um hefir Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason fengið. Það er kirkjufé- lagið, sem býður honum að koma vestur og dveljast þar um sex mánaða skeið. Kirkjufélagið greið- ir allan ferðakostnað. 300 kr. i lifrarhlut hafa háset- ar á botnvörpungum héðan úr bænum fengið, siðan þeir byrjuðu veiðar í vetur. l)áin er hér í bænum fyrir skömmu Ouðríin Ouðjohnsen, kenslukona. Hún var dóttir Einars Guðjohnsen, læknis á Vopnafirði, Hún var fríð kona sýnum, fyrir- mannleg og skarpleg, enda hafði hún verið kona vel gefin. Hunnar Grunnarsson skáld er kominn hingað til bæjarins með frú sinni. Dvelst hann hér í bæn- um fram i næsta mánuð, heldur síðan til átthaga sinna, Vopna- fjarðar, og verður þar sumarlangt. Pétur Jónsson, raddmaðurinn mikli og kunni, sem hefir gegnt söngvarastöðu í Kiel á Þýzkalandi, hefir nú fengið betri stöðu, sem hann kepti um og bar sigur úr býtum í þeim kappleik. Höfðu keppendur þó verið margir. Er það fagnaðarefni, að Pétur gerir land vort að góðu kunnugt í Þýzkalandi með íþrótt sinni og barka. Ef til vill þykir einhverjum fróð- leikur í að heyra titil Péturs. Hann er kallaður „stórhei togalegur hirðsöngvari". Hans er von hingað til lands í sumar. Earðastrandarsýsla er auglýst til umsóknar. Laun 2500 kr. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Eggert Guðmundsson (sonur Guðmundar Jakobssonar hafnar- umsjónarmanns og trésmiðameist- ara hér í bæ) heflr orðið hlut- skarpastur á skákþingi, er háð hefir verið hér í bænum og er nýlokið. Hann er nú skákmeistari íslands að nafnbót. Kartöflurækt ætlar Reykjavík- urbær að reka á sumri komanda. Er ráðið, að bærinn fær til leigu 50 dagsláttur í Brautarholti í þessu skyni. Forstjóri þessa fyrirtækis verður Guðmundur Jóhannsson í Brautarholti. Hætt er við, að fjölgi enn fyr- irtækjum, er bærinn verður að taka að sér, ef duga skal, hvað svo sem „Sjálfstjórn" og ýmsir æstustu andjafnaðarmenn segja, þeir er þverskallast vilja við „kröf- um tímans". Kæmi oss ekki á óvart, þótt ekki liði heldur á löngu, unz bærinn verður að eignast kúa- bú. Á þann hátt verður að lok- um skást leyst úr mesta velferð- armáli bæjarins, mjólkurmálinu. Þó að bænum verði slíkur búskap- ur dýr, sem ýmsir spá t>g rætzt getur, verður honum hitt áreiðan- lega miklu dýrara, að ungbörn hafi ekki næga og góða mjólk. Útlendar fréttir. Af ófriðnum er ekkert merki- legt. að frétta. Þjóðverjar hafa gert mikil áhlaup, en ekki unnið mjög á, upp á síðkastið. Merkilegustu fréttir frá útlönd- um eru af kosningunum í Dan- mörku. Úrslit þeirra urðu þau, að stjórn Zahles getur setið áfram við völd, þó að hún hafi lítinn meiri hluta, ekki nema tveimur mönnum fleira (með jafnaðarmönn- um) en hægrimenn og íhalds- sinnaðir vinstrimenn. og TaöiálsMnr keyptar hæsta veröi (hvor tegund fyrir sig) í Vöruhúsinu. i Ritstjóri: Signrðnr Gnðmnndsson. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg. 96 enga athygli. Það var hljómurinn úr lúðrinum, sem sífelt óm- aði í huga hans. Hann var ekki nema hálfur á heimili sínu, því að hugur hans var oftast uppi í seli hjá Míru. Hann hugs- aði um hana allan daginn og dreymdi hana á hverri nóttu. Stundum fanst honum hann vera heitur eins og sóttveikur mað- ur, en stundum skalf hann af kulda. Hann hafði enga eirð í rúminu, en fór á fætur um sólaruppkomu til þess að ganga þangað sem hann gat séð til selsins. Og þegar hann sá það, baðað í morgunsólarbjarmanum, fanst honum, sem hann sæi bjarmann í augum Míru, og hann skundaði aftur heim á leið. En inni í húsum gat hann heldur ekki eirt, honum fanst þar of þröngt um sig og stofuloftið fanst honum hvíla eins og farg á brjósti sér. Ha.nn skildi ekkert í sjálfum sér og leitaði loks út og áleiðis þangað, sem sást til selsins. Sigríður og Míra gáfu því báðar nákvaeman gaurn, hvað Þor- leifi leið, Sigríður með kvíða, en Míra með gleði. Báðar sáu þær baráttuna, sem Þorleifur átti í, og báðar voru þær reiðubún- ar til þess að rétta honum hjálparhönd — önnur til þess að bjarga honum frá glötun, hin til þess að leiða hann í hrösun. Hans þóttist sjá það, að ef Þorleifur fengi að ráða sér sjálf- ur, mundi hann að lokum sigrast á freistingunni; hann var réttsýnn rnaður að eðlisfari, og ást hans á Míru var eins og einhver veik- indi, sem hann gat eunþá ekki gert sér grein fyrir; hann fann aðeins sífeldan söknuð og þrá i hjarta sínu, og við þessu fanst honum hljómurinn úr lúðri Míru veita sér svipaðan frið, eins og söngur móðurinnar veitir angurværn barni frið. Nú þótti Hans ®ál til komið að hefjast handa. Ingiríður ein var ókvíðin; hún hélt, að alt væri með kyrr- um kjörum. Á morgnana þegar Sigríður heyrði fótatak Þorleifs í stigan- 93 rokkinn fyrir hana. Þá fanst Ingiríði sér aukast kjarkur, hún reis upp og sagði: „Sigríður skal ekki frá mér fara framar. Sá sem ekki vill vera samvistum við hana, getur farið burtu af heimilinu". Allir horfðu forviða á Ingiríði, en hún settist niður í hægð- um sínum og fór að spinna. Þá sneri Míra sér frá þeim og gekk út, en í dyrunum leit hún við og sagði: „Þú skalt fá þessi orð borguð, Ingiríður; nú flyt eg upp í sel". Þegar miðdegisverður var á borð borinn, settist Íngiríður aftur í húsfreyjusætið, og var langt liðið síðan hún hafði sést þar. Sigríður sat við hlið hennar. Mira var nú orðin öll önnur, en þegar hún lenti í orðakastinu við Sigríði. Það var af henni allur rosti og hún var orðin blíðan og auðmýktin sjálf. ' Hún var vingjarnleg við Sigríði, vildi gera Ingiríði alt til'geðs og hló og gerði að gamni sínu. Sigríður hafði varla augun af henni, því að henni var það Ijóst, að svo varhugaverð sem hún hafði áður verið, þá var hún hálfu viðsjálli nú. Hamurinn, sem hún hafði hjúpað sig í, var íagur og mjúkur, en hann huldi eiturnöðru. Þegar Sigríður hafði dvalizt nokkra daga á bænum, kom skjótt viðfeldnari blær á heimilisbraginn. Ingiríður fór að sinnii verkum sínum eins og áðar en Míra kom þangað, og þótt hún gæti ekki heitið glöð og ánægð, var þó kominn yfir hana meiri friður og sálarrósemi en nokkru sinni hafði verið áður. Þorleifi, sem að undanförnu hafði reikað um eirðarlaus og annars hugar, var nú farið að verða hughægra. Míra lét hann afskiftalausan, og Sigríður var svo í viðmóti sínu við hann, að honum varð rórra í skapi og jafnvægi komst á geðsmuni hans.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.