Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 2
38 ÞJÓÐOLFUR Finnur prófessor Jónsson sextugur. Einn hinn kunnasti vorra fáu vísindamanna, Finnur prófessor Jónsson í Kaupmannahöfn, verður sextugur á morgun (29. maí). Þessi merki landi vor hefir ekki komið til fósturjarðar sinnar síðan 1912. Við heimdragarnir vitum ekki, hve vel hann ber nú aldur sinn, hve unglegur hann er og hraustlegur. En annað má fullyrða: Ef komin væri í eitt herbergi öll rit Finns prófessors, ritgerðir og rit- fregnir hans í tímaritum, blaðagreinir, frumsamdar bækur og útgáfur, þá myndu flestir ætla, að sá maður, er slíkt lægi eftir, hlyti að vera miklu eldri en sextugur. Það skortir og ekki mörg ár á fjóra tugi, síðan birtust fyrstu bækur frá hendi hans. Eg geri ráð fyrir því, að flestir lesendur „Þjóðólfs", er hug hafa á norrænum fræðum, viti nokkur deili á vísinda-störfum og æfiferli dr. F. J. í „ísafold" 1911 hefi eg að nokkru lýst vísinda-starfsemi hans og sagt frá honum, og nenni ekki að endurtaka það hér, er eg reit þar. Eg minni að eins á, að mörg hin ágætustu fornrita vorra, er vér höf- um hlotið mestan orðstír fyrir, hefir hann gefið út, svo sem Eglu, Njálu, Heimskringlu o. fl. o. fl. Og má sizt gleyma útgáfu hans hinni miklu og merkilegu af skálda-kvæðunum, er eg þykist vita með vissu, að allir vísindamenn, er leggja stund á norræn fræði, kunni honum hinar beztu þakkir fyrir. Slíkur hægðarauki er a& þeirri útgáfu, og í svo mörgum efnum er hún nytsamleg. Enn er hann sístarfandi. Nýlega hefir hann gefið út trúarljóð Jóns biskups Árasonar, — í ritum vísindafélagsins danska. Og vonandi á hann margt óútgefið enn. En hann hefir fengist við miklu fleira en texta-útgáfur. Um flest efni norrænna fræða hefir hann ritað, meira eða minna. Hann hefir skrifað langstærstu sögu, sem til er af norrænum bókmentum. Auk þess hefir hann ritað mörg ágrip af henni. Hann hefir ritað goðafræði, samið norræna málmynda- iýsing, endurskoðað „Lexicon poeticum" Sveinbjarnar Egilssonar, o. s. frv. Hann hefir hvorki brostið hugrekki né áræði. — En beggja þeirra eiginleika er þeim þörf, er afreka vilja nokkuð í vísindum og andleg- um efnum. Hann hefir „marga hildi háð“, lent í snörpum ritsennum við hina mestu kappa og afreksmenn norrænna vísinda, t. d. Sophus Bugge. Eg kann það seinast af ritdeilum hans að segja, að hann skifti orðum um Sólarljóð í bókmenta-ritinu norræna, „Eddu“, við tvo norska vísindamenn, Hjalmar Falk og Fr. Paasche. Vísindaskoðanir og kenningar eiga sér foriög. Fyrir sumum iigg- ur það að falla þegar í vaiinn. Aðrar sigra og lifa um hríð, en eru þá feldar. Loks vinna sumar sigur að fullu. En þó að skoðanir og kenningar falli fyrir öðrum kenningum, hafa þær, ef til vill, ekki farið erindisleysu á pappír og prent. Þær hafa knúð til umhugsunar og and- mæla, hrundið af stað nýjum rannsóknum og röksemdum og átt þátt í því, að sannleikur var fundinn og sýndur. Reynslan ein sker úr því, hvernig fer .um skoðanir þær, er dr. Finnur Jónsson hefir barizt fyrir. Vísast, að sumar verði að velli lagð- ar, aðrar sigri. En hvernig sem lýkur þeim leik, þá verður honum æ skipað á bekk með nýtustu og afkastamestu starfsmönnum norrænna vísinda og fræða. Dr. F. J. hefir alið aldur sinn erlendis, síðan hann varð stúdent. En enginn íslendingur núlifandi hefir lifað meira í fræðum vorum en hann. Og hann hefir tvímælalaust unnið þeim hið mesta gagn, Og því er vonandi, að háskóli vor og mentastofnanir sendi honum skeyti á afmæli hans á morgun. Af nemendum sínum er hann virtur og vel látinn sökum mann- kosta sinna. Kom til orða, að nemendur hans hér í bæ gæfu út minn- ingarrit á sextugasta afmæli hans, en úr því gat ekki orðið. Þótt það færist fyrir, má hann vera þess vís, að gamlir lærisveinar hans hér minnast hans og samvista við hann með alúðar-þakklæti og hlýju. S. O. Fræðslumál. Erindi eftir messu i Hrepphólum I. april 1918. Niðuri. Þá nefni eg J>riðja höfuðbrestr inn, húsnæðisskortinn. Hann gerir víða alla kenslu, sem kensla get- ur heitið, ómögulega og þó afar- dýra. Eins og vant er; sú vinnan er vanalega dýrust, sem verst er. Það þurfa allir að vita og skilja, að til þess að menn njóti sín við andlega vinnu, má þeim ekki líða illa líkamlega. Þetta á ekki síður við börn en fullorðna. Eg þarf víst ekki heldur að fræða menn um það, að það er alveg ónógur hiti til að skrifa í, sem vel má una við líkamsvinnu. Það þarf líka gott næði til náms og kenslu, og ennfremur er nauðsynlegt að geta komið við ýmsum kenslutækjum, sérstaklega stórri veggtöflu svartri til að skrifa á. Hún er bráðnauð- synlegt kensluáhald, einkum þar sem kenna á mörgum í einu. Ennfremur þarf kennari að geta verið í næði fyrir sig nokkurn tíma, til þess að hugsa fyrir næsta degi. Eg hefi ekki mikla trú á þeim kennara, sem ekki hugsar um starf sitt, nema þegar hanu er að kenna. Yitanlega getur hann það í sama herbergi og börn búa sig undir, ef þau hafa sérstakt herbergi til þess. Nú er það kunn- ara en frá þurfi að segja, hver misbrestur víða er á öllu þessu, en þar við bætist, að húsnæðið er svo lítið, að kennarinn getur þess vegna ekki kent í einu nema helmingi eða þriðjungi þeirra barna, sem . hann annars gæti. Kenslutiminn, sem börnin fá fyrir sama verð, verður þvi heimingi eða þrefalt minni, en ef húsrúm væri nóg. Tíminn er því oft bút- aður svo smátt, að furðu gegnir, ef kenslan kemur að nokkru liði. Ein afleiðing þess er sú, að skyldu- rækinn kennari keppist við að troða í börnin meir en bæði hann og þau hafa gott af. Þar hygg eg, að sé aðal-orsök leiðans, sem talað er um að komi í börn við námið. Það þurfa ailir að vita, að nám, það eitt, að taka eftir og hlusta á, er mjög mikil áreynsla. Það er jafnvel fullorðnum manni taJsverð þraut, að taka eftir vel í heila klukkustund, hvað þá börnum, sem hafa enn óþroskaðan heila og taug- ar. Og eg tala nú ekki um, ef þeim líður ekki vel líkamlega, eru köld eða svöng. Það mesta, sem leggjandi er á þau í því efni á dag, eru 4—5 stundir, og efasamt að það sé ráð, ef kenslut.ími er margar vikur og þau þurfa að lesa undir kenslutímana í viðbót. A. m. k. þarf þá að skifta um efni og aðferðir með viti og ráð- deild, sem eg trúi ekki öllum til. Svo er líka þess að gæta, að með þessum mörgu kenslustöð- um, þá eru börn hópuð saman til kenslunnar eingöngu eftir því, hvar þau eiga heima, en alls ekki eftir aldri og þroska. Þó að kenn- arinn hafi ekki nema 4—5 börn, geta þau verið sitt á hverju reki og fyrirhöfn kennarans margföld við það, sem vera þyrfti, ef þau væru hópuð eftir kenslureki. Sum- ir halda nú, að það geri ekki neitt til; það komi bara á kennarans bak, og honum er ekki ofvaxið, þó að hann eigi að vera að dútla við þetta allan daginn. Þetta er svo sem ekki mikil vinna. En það er fávizkan einber. Um þetta get eg talað af reynslu. Eg hefi stað- ið við orf í 12 tíma á dag, og mér er nær að halda, að eg hafi ekki slegið öllu minna seinasta tímann en þann fyrsta — að frá- teknum fyrstu dögunum. Eg hefi líka kent 6 st. á dag, og það er víst, að ef eg hefði átt að gera það dag eftir dag, þá mundi eg hafa kent miklu ver þann síðasta en fyrsta. Eg þekki ekki vinnu, sem þreytir eins mikið, einkum ef mörgum er kent saman. Því er kennurum viða lannað að kenna yfir 5—6 st. á dag, og þó ekki í stryklotu. Eg tel engan kennara jafn góðan af að kenna meira á dag til lengdar, Það má hanga við það lengur. En það borgar sig ekki og kemur niður á börnunum og náminu. Kennari þarf alt af að vera með fullu fjöri. Það er lítil sanngirni, að búa svo í haginn fyrir kennarann, að hann leggi of mikið á sig við kensluna og kenna honum svo um, ef börnin verða leið af því, að bæði þau og hann eru ofþreytt. Þetta er ein ástæðan til leiðans, er börn fá á náminu. Og ein ástæð- an til þess, að margir beztu kenn- ararnir gefast upp á fáum árum, og snúa sér að öðru. Kennari, sem skilur starf sitt og metur, þ. e. a. s., skoðar það eins og það er, þjóðheillaverk og meir áríð- andi en flest önnur, sem hugsar um árangurinn fyrir börnin, en ekki einungis um atvinnu fyrir sig — slíkur kennari unir ekki vetri lengur við þetta fyrirkomu- lag, en leitar heldur fyrir sér annars staðar. Af þessu leiðir sí- feld kennaraskifti. Alt af kemur nýr kennari og ókunnugur börnunum. Nú er það eitt meginatriði, að kennarinn þekki börnin, til þess að kenslan verði happasæl. Það verður aldrei kært með honum og þeim að öðrum kosti. Þarna er þá enn ein afleiðingin af þessu vandræða fyrirkomulagi, sem gerir alla kenslu lítt nýta, móti því sem hún gæti verið. Og svo er sökinnf kastað á kennarann. Og enn má nefna eina afleið- inguna af þessu -húsnæðisieysi. Það eru þessi vandræði, sem fræðslunefndin er í á hverju ári með að koma kennaranum niður og útvega kenslustaði; það hjálp- ar t.il að gera það starf hvimleitt fræðslunefnd og hreppsbúum, og aliir skilja, að það dregur úr áhug- anum og gerir jafnvel kensluna sjálfa og alt, sem að henni lýtur, mönnum hvimleitt, eins og ein- hver sveitarvandræði, sem bezt væri að vera alveg laus við. Viljið þið snöggvast hugsa ykk- ur í spor kennara, sem kemur ungur og óreyndur úr kennara- skólanum í ókunnugt hérað og hlakkar til að kynnast börnunum, fræða þau og láta þeim í té það, sem hann á bezt til í hugarsjóði sínum. En það sem hann fyrst fær að heyra er þá það, að hann sé lítill aufúsugestur, af honum stafi sveitarvandræði og í raun- inni sé hann lang-þyngsti sveit- arómaginn, byrði, sem öll sveitin stynji undir. Eg veit til þess, að þeim hefir sumum brugðið ónota- lega íyrst í stað við þessa fregn. Og eg veit, að ykkur finst það vorkunn, þó að þeim geti kólnað um hjartaræturnar í svipinn og áhuginn og tilhlökkunin dofnað. Eg sé ekki neitt ráð til að bæta úr þessum bresti, húsnæðisleys- inu, annað en að byggja skólahús, alstaðar þar sem ekki er hægt að fá 3—3 verustaði í fræðsluhér- aðinu, sem rúmi til kenslu um 20 börn í einu, og börnin geti haft þar heimavist, dvalið þar að öllu leyti, ásamt kennaranum, þann tíma, sem þau njóta kensl- unnar. Eg hugsa mér svo, að skól- inn stæði 30 vikur, og börnin skiftust í 3 deildir eftir því hvað langt þau væru komin, og fengi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.