Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 4
40 ÞJÓÐÓLFUR ar þarfnast manns, er vinnur verzl- un þeirra slíkt gagn sem Hall- grimur Krístinsson hefir, að sögn, unnið kaupfélagsskap Eyfirðinga. Meutir og1 fræði. Jón Helgason: Fra Islands Dœmrings- tid. Kpbenhavnl918. 117 bls. (Dansk-islandsk Samfunds Smaa- skrifter nr. 2). Biskupinn okkar, dr. Jón Helga- son, er dugnaðar- og fræðimaður, eins og margir fyrirrennarar hans. Það er ekki lítið, sem eftir hann liggur. Nýlega hefir komið út eftir hann á dönsku bæklingur um aft- urelding íslenzkrar menningar eða fyrsta viðreisnartímabil i sögu þjóðar vorrar eftir niðurlægingu hennar, er hefst með siðbótinni, Endurreisn menningar vorrar tel- ur biskup byrja, þá er Eggert Ól- afsson kemur fram á leiksvið ís- lenzkrar sögu og þylur þjóð sinni siðijóð sín og pródikanir. Segir biskup í bæklingi þessum sögu vi^reisnarbaráttu'vorrar frá Eggert Ólafssyni til þess, er Jón Sigurðs- son þrífur merkisstöng í hönd sér, og íslendingar skipa sér undir merki hans — þá lýkur hann máli sínu. Er ritlingurinn bæði almenns sögulegs og bókmentalegs efnis. Segir þar lauslega frá æfi allra helztu foringja vorra — og aðeins þeirra — á þessum tíma, frá Egg- ert Ólafssyni, Skúla Magnússyni, Hannesi Finnssyni, Magnúsi Step- hensen, Jóni Þorlákssyni og loks frá Fjölnismönnum, aðallega Tóm- asi Sæmundssyni og Jónasi Hall- grímssyni, og styr þeim, er stóð um Fjölni, og er ger nokkur grein fyrir áhrifum þessara manna á samtíð og íramtíð. Hér er, með öðrum orð- um, sagt frá verzlunarbaráttu vorri, uppfræðingartímabilinu, upphafi „rómantisku1-' stefnunnar og fæð- ingarhríðum hennar. Er þessi kafli sögu vorrar girnilegur til fróð- leiks, einkum fræðslutimabilið. Það er altaf hressandi að lesa menn- ingarsögu seinna helmings 18. aldar. Svo stórar og djarfmannlegar hugs- anir vorn þá hugsaðar og hraust- lega ráðist á marga aldagamla hleypidóma og hindurvitni. En því fer fjarri, að um eins auðugan garð sé að gresja í sögu þessa menningartímabils með oss og í sögu annarra þjóða á sama menn- ingarreki, eins og eðlilegt er. Frumgróður er þá lítill á landi voru. Alt fyrir það er gaman af að kynnast honum. — í upphafi bæklings síns segir biskup frá verstu niðurlægingar- tímum þjóðar vorrar; fræðir Dani a, hvernig einokun þeirra og ein- veldí lék oss. Ritlingur biskups er þannig til orðinn, að hann flutti fjögur erindi um afturelding menn- ingar vorrar í dönskum lýðskóla sumarið 1916. Þar sem þannig er ástatt, má ekki búast við, að sagt sé rækilega frá nokkru, enda hafa áheyrendur biskups ekki vitað neitt — að kalla — áður um þetta efni. En höf. má eiga það, að hann flatmagar hér ekki fyrir Dön- um. Hann segir hispurslaust frá misfellum á stjórn þeirra, rang- sleitni og yfirgangi, er þeir sýndu oss, og ber lítt í bætifláka fyrir þeim. Hann segir t. d. frá „kríu- málinu“ og kjörum konungsland- seta. Mega Danir hór sjá, hversu þeir hafa stýrt „hjálendu" sinni, er þeir svo kalla. Og annars má geta um bækling þenna. íslendingar þurfa ekki að una því illa, hversu höf. ber skáld- um vorum og framfaraforingjum söguna. Hann lofar þá yfirleitt mjög. Þó segir hann það — og segir það vafalaust satt — um Eggert Ólafsson, að hann hafi naum- ast verið mikið skáld. Úr skáld- gáfu Jóns Þorlákssonar gerir hann aftur sennilega ofmikið. En rím- ari hefir Bægisárskáldið verið geysimikill. Þar sem farið er jafnfljótt yfir sögu og hér, og fræðslan er ætl- uð mönnum, er með öllu eru ókunnir efninu áður, er þess ekki að vænta, að lesendur rekist á nýjar skoðanir á efninu. Þó eru þar á stangli athugasemdir, sem eg hygg, að rithöfundar seinni tíma hafi gagn af. Um engan þeirra merkismanna, er sagt er frá í riti þessu, hefir verið ritað nákvæmlega, nema Skúla Magnússon. Leikur enginn efi á, að um þá alla verður skrif- að mikið og margt, er þjóð vorri vex fiskur um hrygg og íslend- ingar með rithöfundhæfileikum geta notið sín, meira en nú tíðk- ast. Sumir þessara manna eru og hin skemtilegustu rannsóknar- og ritsmíðarefni, ekki sízt Magnús Stephensen, enda eru til ekki lítil gögn til æfisögu hans. En vandi verður að segja vel æfisögu þessa fjölþætta og margblandna manns. Hefir hann áreiðanlega haft mikil og djúptæk áhrif á framfarir þjóð- ar vorrar, líklega miklu meiri en menn hafa til þessa gert sér grein fyrir. Um hann má segja líkt og sagt var um danskt skáld, að hann hafi verið „stor i Fortrin, stor i Fejl“, svo mikill blendingur sem hann var af eirðarlausum áhuga á að efla framfarir fósturjarðar sinnar, af mentafýsn og hégóma- skap. Þorsteinn Erlingsson hefir gerla séð mikilleik hans: „Mun ei djarfhuga öld meta Magnúsar sjón, .þegar morguninn- vaknar og tindana roðar?“ kveðjir hann. Ekki er ólíklegt, að bæklingur þessi auki ofurlítið þekking Dana á bókmentum vorum og sögu, að minsta kosti meðal lýðskóiamanna. íslendingar geta og flestir numið mikinn fróðleik af honum. Ritstjóri: Signrdnr dnðmnndsson. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg. Arni Eiríksson. Heildsala — Smásala. I I \ Pósthólf 277. Talsími: 265. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög f Jöll»reytta,i*. Sanmavélar með hraðhjóli. Verksmiöju- ábyrgð til 5 ára. Smáyörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. hrotta- og lireinlætisvörnr, beztar og ódýrastar. Gosdrykk]a og aldinsafagerðin ,SAN ITAS‘ í Reykjavík mælir með vörum sínum. Notar að eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívefna. Guðm. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaðui-. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um 'sýnishorn. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni: Álafoss. Klæðaverksmiðj an „Álafoss“ hefir þá ánægju að geta tilkynt sinum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna í fullum gangi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötu og band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! f*að borgar sig eigi að nota handafiið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgrciðslu verKsmlð|unnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss“, Rvík. og (hvor tegund fyrir sig) í Vöruhúsn u, Alla afgreiðslu Þjóðólfs annast Björn Björnsson bókbind- arl, Laugaveg 18, Sími 286. — Hann tekur við öllum auglýs- ingum og hefir á hendi öll reikn- ingsskil blaðsins. Ef vanskil verða á því, eru menn beðnir að snúa sér til hans. DAGSBRÚM kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 -síður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar 3,00. kr. og borgist fyrir- fram. Afgreiðsla og, innheimta í Lækjar- götu 6. (Sími 263.)

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.