Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 39 10 vikna kenslu hver deild. Eg geri ráð fyrir svo stóru héraði, að börn frá 10—14 ára væru alt að 60. Og eg tel, að einn kennari dygði þar þá betur en 3—4 með sleifarlaginu, sem nú er. Það ger- ir svo mikinn mun, að hafa gott husnæði og að hafa saman börn á liku reki. Ef hér væri skóli kom- inn nálægt Grafarbakka fyrir báða Hreppa, og notaður jarðhitinn til til eldunar og hitunar, þá mundi auðfengnari góður kennari og verða íastari í vistinni. Það er vitanlega ekki mikill námstími 10 vikur í 4 ár, en ef börnin kæmu vel læs, mætti samt talsvert gagn verða að honum. Kennarinn þarf að iaga lesturinn og einkum koma börnunum á lag- ið að iesa sjálf bækur sér til gam- ans og gagns; til þess þarf hann að lesa með þeim og fyrir þau, og skólinn vera vel búinn að bók- um. Hann þarf að iaga skrift og æfa, og koma börnum á lagið að stíla rétt og stafsetja. Kenna þeim helztu reikningsaðferðir og æfa þær dálítið. Koma þeim á lagið að iesa kristin fræði. Og auk þessa fræða þau um ísland, sögu þess og náttúru, og hvað annað íleira, sem honum vinst tími til og víkk- að getur sjónarsvið barnanna og glætt hug og löngun til að verða að manni. Eg var vanur að hafa hjá mér fermingarböm 8—10 daga á undan fermingu. Eg sakn- aði þess oft, að geta ekki haft þau lengur. Mér finst, að þeim hefði getað munað það þó nokkuð, ef eg hefði mátt hafa þau 8—10 vikur, og því fremur, ef það hefði verið í 4 ár. Það má raunar enginn ætlast til, að börn verði spreng- lærð á ekki lengri tíma. Það ætt- um við að geta borið um, sem verið höfum 10 ár að læra, og þykjumst ekki vita mjög mikið samt. En góður kennari gæti samt mikið á þessum tíma. Svo mikið, að góðar gáfur grotnuðu ekki nið- ur af óhirðu án þess eftir væri tekið, og góðir neistar kulnuðu síður út af aðhlynningarskorti. Við andlegum kýtingi yrði síður hætt. Vitanlega er barnafræðslan aldrei annað en undirbúningur. Hún nær tilgangi sínum því betur, sem hún gerir barnið sjálffærara til að mannast á eftir. Mörg hafa senni- lega ekki mikla lyst á að læra meira bóklega, en þau eiga þá samt að vera bjargálna um lestur, skrift og reikning og hafa ögn áttað sig á veröldinni, svo að þau skilji almennar bækur og blöð. Sum langar í meiri þekkingu, en hafa þó ekki efni á að sækja aðra skóla, þau eiga að vera fær um að nota bækur; og bókasöfn þarf að auðga og auka handa þeim. Barnafræðslan á að vera þeim undirstaða til sjálfsmentunar, og hamla því að sjálfsmentunin verði að sérvizku, eins og oft hefir vilj- að verða, af því að skynsamlega undirstöðu heflr vantað. Sum fara síðan í aðra skóla. Ráða mundi ®g það mörgum þeim, sem ekki setla sér mentaveginn með háskóla- uámi að lyktum, heldur kjósa frek- ari mentun í alþýðuskólum, að draga skólagönguna nokkur ár. Eg hallast mjög að skoðun þeirra manna, sem álíta, að árunum 14—18 ára sé bezt varið til að herða líkamann og stæla vöðvana á vinnu og íþróttum, hefi að ýmsu leyti minsta trú á þeim til stöðugs náms. En til andlegrar mentunar verða árin um tvítugt einna drjúgust og hollust, ef þá er kostur á góðum skóla. Hver veit nema slíkur skóli rísi upp hér á þessum slóðum, áður en langt um líður, eins og nú stend- ur til á Fljótsdalshéraði. En það kemur nú þessu ekki beint við. Hér var umtalsefnið barnafræðsl- an, undirstaða alls náms, andlega veganestið úr föðurhúsunum út á æfileiðina, grundvöllur þjóðarheilla og þjóðþrifa, bæði með stórum þjóðum og smáum. Hún er eins nauðsynleg börnum og á að vera eins sjálfsögð þeim til handa, eins og fæði og klæði og líkamleg að- hlynning. Þegar kristnin var lögtekin hér á landi, þótti forfeðrum vorum það þungur skylduskattur að eiga að ala upp börn, sem þeir eignuðust, hvort sem þeir hefðu efni á eða ekki, og fyrst í stað varð að lofa þeim að bera út börn, sem þeim þótti ofaukið. En ekki voru liðin 20 ár, þegar kristindómurinn var búinn að sannfæra þá um, að barnaútburður var óhæfa, sem ekki mátti eiga sór stað. Ef þið fengjuð barnaskóla í lagi, vona eg að ekki liðu svo mörg ár, þangað til ykkur öllum fyndist hann sjálf- sagður og ómissandi og ijúft að standa straum af honum og vanda til hans eftir beztu föngum, og nokkurs konar andlegur útburður, að láta nokkurt barn fara á mis við fræðslu hans og áhrif. Magnús Helgason. ,,Á ferð og flugi“. Til viðbótar því, er sagt var í seinasta blaði um fánann og fána- málið, má geta þessa: Ritstjóri „Þjóðólfs" hefir hitt mann, er kom á „Botniu" frá Höfn. Hermdi þessi Hafnar-íslend- ingur honum frá því, að fundur hefði verið í félagi íslenzkra stúd- enta, skömmu áður en hann fór frá Höfn. Ólafur Friðriksson hafði sagt þar fréttir frá íslandi. Þar hafði flutt ræðu íslendingur, er búsettur er í Höfn og embætti gegnir þar. Er hann kunnugur dönskum stjórnendum. Hafði hann sagt í ræðu sinni, að horfur í ís- landsmálum hefðu aldrei verið betri en nú, og verið hinn von- bezti. Eftir þessum fregnum ætti að mega gera sér vonir þess, að nú rættist, úr málum vorum. En það getur verið mismunandi, hvað menn kalla góðar horfur. Það fer eftir því, hve miklar sjálfstæðis- kröfur menn gera fyrir hönd þjóð- ar sinnar. Sumir kalla það góðar horfur, er aðrir telja illar. Það getur verið, að stjórn Zahles viiji veita íslendingum meira sjálf- stæði en fyrirrennarai hennar, ekki sízt þar sem hún er í banda- lagi við jafnaðarmenn og á líf sitt undir hylli þeirra og fylgi. Um hitt geta ókunnungir ekki sagt, að hve miklu leyti hún vill verða við kröfum vorum. Slíkt verður reynsl- an að leiða í ljós. Á það var minst í seinasta blaði, að allinjög drægizt, að tek- ið væri til fyrirhugaðra samninga um sambandsmál vort, og að stjórn vor hefði að líkindum gert ráð fyrir því, að þeir byrjuðu fyrr en raun verður á. Hugsanlegt er, að þessi dráttur stafi af því, hve stjórn Zahles er fáliðuð á þingi og því, ef til vill, völt í sessi. Má gizka á, að hún geti hvorki né vilji gera neitt í sambands- og fánamáli voru nema með samþykki allra flokka. En langur tími getur liðið, áður en Danir koma sór saman um boð þau, er þeir vilja gera oss. En þess væri mjög ósk- andi, að sem allra fyrst mætti hefja samninga og lúka þeim sem fljótast. Væri ekki sízt þörf á slíku sökum innanlands-mála vorra og stjórnar-kjara. Ritstjóri Þjóðólfs átti fyrir mjög skömmu tal við einn hinn 'greind- asta og bezt menta „leikmann" austan fjalls um prestskosningalög vor. Hann var hiklaust þeirrar skoðunar, að þeim ætti að breyta og fela biskupi og stjórnarráði veitingar prestsembætta. Tvær ástæður nefndi hann máli sínu til stuðnings: að prestskosn- ingar kveiktu bál fjandskapar og illinda í sveitum og söfnuðum, og að rógur og illmæii um um- sækjendur væri sá ósómi, er á riði að kveða niður. Þá er og sagt, að altítt sé, að merkisbændur heiti umsækjendum fylgi, áður en þeir viti, hverir sækja. Mjög myndi stjórnarvöid ávítt, ef þau héti stöðum eða em- bættum, áður en fullséð væri um alla umsækjendur. Það er ólíklegt, að hægt verði að ná prestskosningum að öllu frá söfnuðum aftur, enda Þykja em- bættaveitingar stjórna vorra tak- ast harla misjafnlega. Einatt farið þar meir eftir landsmálaskoðun og flokksfylgi en verðleikum og dugn- aði. En vera má, að finna mætti út- vegi, er trygðu skár en nú, að höfð væri hliðsjón af hæfileikum umsækjenda. Nú eru fræðslunefnd- ir látnar útvega barnakennara. Það þykir þeim raunar fara ekki sem bezt úr hendi. En það stafar víst meðfram af því, að þær eiga lika að semja um laun kennara. Er þá oft sa kennari kjörinn, er ódýrastur fæst. En sjaldan veldur útvegun kennara slíku rifrildi og illindum sem prestskosning. Og skár held eg að tækist, ef sókn- arnefndir kysu presta heldur en þá er alt prestakallið gerir slíkt. Því fleiri, því verra! Því fleiri sem útkljá veitingar, því ver hygg eg, að þær takist. Með því móti verð- ur minna úr allri ábyrgð. Það má raunar segja, að fremur megi múta nefndum en heilum söfnuð- um. En það er misskilningur, að söfnuður ráði allur kosningu. Minni hluti ræður engu um hana. Hann fær oft prest, er hann er aíar- mótfallinn. Einhver gerist og þar fortölumaður („agitator"), verður það ósjálfrátt. Fjölmenni beitir ekki svo glatt stjórnlausu. Þótt engir séu stjórnendur skipaðir, stýra einhverir samt. Það er lögmál, er erfltt er að brjóta. Og þessir sjálf- kjörnu leiðtogar eru með öllu ábyrgðarlausir. Fæstir vilja kann- ast við, að þeir hafi látið aðra hafa áhrif á atkvæði sitt. Þykir minkun að slíku. Og sumir hafa furðu gott lag á að leyna fortöl- um sínuin. Það eru aðeins fáein- ir menn, er kosningu ráða. Þeir veita í rauninni prestsembætti. Og færi því líklega skár kosning- ar, ef sóknarnefnd eða safnaðar- fulltrúar kysi, en ekki allur söfn- uður. Með því lagi vissi almenn- ingur, hver sök ætti á, ef tækizt ranglátlega og illa um þessar kosn- ingar. „Hvers vegna stofnar bærinn ekki kaupfélag?", sagði einn hinna mestu og efnuðustu atvinnurek- enda lands vors nýlega í samtali um hag og horfur höfuðstaðarins. „Þjóðólfur" beinir spurningunni til framfara-forsprakka bæjarins og leiðtoga hans. Á fáum dynja ókjör dýrtíðarinnar harðara en öll- um þorra Reykvíkinga. í engu kauptúni landsins kveður svo mjög að dýrtíð sem hór. Fáir barma sér og berja sér líka meir en íbúar höfuðstaðarins. Því furðu- legra er, hve fátt þeim verður til bjarga og urræða. Hér eru að vísu til kaupfélög — „Þjóðólfur" veit um tvö: Annað þeirra er „Kaup- félag verkamanna". Það seldi í vetur sumar vörur ódýrar en hægt var að fá þær hjá kaupmönnum. Enn hafa húsmæður nokkrar haffc með sér pöntunarfélag, og þótzt komast að betri kaupum sökum þessa félagsskapar. En hvað myndi þá, ef allur bærinn hefði með sér félagsskap? Ótrúlegt er, að þessi hugmynd sé óframkvæmanleg. Hví má ekki eins framkvæma hana hér í höf- uðstað landsins sem á Norður- landi? Hví geta Reykvíkingar ekki grætt á slíkum félagsskap sem Eyfirðingar og Þingeyingar ? Eí til vill svara einhverir því, að hér sé samkeppni svo mikil, að kaupfélag geti ekki lækkað meira vöruverð en hún gerir. En reynsla smá- kaupfélaga hér bendir á, að þetta sé ekki rétt. Ef lítið kaupfélag, eins og t. d. Kaupfélag verka- manna, getur selt vörur lægra verði en þær fást í búðum kaup- manna, hvað myndi þá mikið og voldugt kaupfélag geta, er keypti vörur í meiri stórkaupum en nokk- urt félag á landinu gerir enn. Hér er mál eða uppástunga, er einhver ungur fésýslu- og áhuga- maður ætti að beita sér fyrir og gerast merkismaður á að hrinda í farsæla framkvæmd. Reykvíking-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.