Þjóðólfur - 26.07.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR
75
unnar. Bar sú viðleitni þann glæsi-
lega árangur, er sjá má af tillög-
unni.
2. Um sauðfjárbaðlyf. Lands-
stjórninni falið að annast, að nægi-
leg baðlyf til þrifabaða á sauðfé
verði komin til landsins ekki síðar
en fyrir ágústmánaðarlok; að
brýna rækilega fyrir hreppsnefnd-
um og bæjarstjórnum, að tryggi-
legt eftirlit só haft með böðun-
um, og að þær fari, eftir því sem
kostur er á, samtímis fram á
þeim svæðum, þar sem samgöng-
ur eru tíðar.
3. og 4. þingsályktun eru um
að skora á landsstjórnina að hlut-
ast til um, að sett verði á stofn
í Yestmannaeyjum og á Siglufirði
útibú frá Landsbanka íslands.
Yel er, að útibú Landsbankans
fjölga. Enn eru bændur og búa-
lýður víða ofmjög upp á kaup-
menn komnir í peningamálum. Úr
því bæta banka-útibú. Myndi ekki
bráðlega verða sett á stofn útibú
á Blönduósi?
5. Um aukinn styrk og láns-
heimild til flóabáta: 1) að hækka
styrk þann, sem ákveðinn er í
gildandi fjárlögum til Langaness-
báts, um alt að 12 þús. kr. á ári,
og gangi 1 eða 2 bátar frá Sauð-
árkróki til Seyðisfjarðar, með við-
komu í Grímsey, er sóu eigi minni
til samans en 80 smálestir, og
haldi uppi ferðum til miðs nóvem-
bers, og ennfremur að hækka
styrkinn til bátsferða um ísafjarð-
ardjúp upp í alt að 9 þús. kr. á
ári; 2) að veita 8500 kr. viðbót-
arstyrk til Breiðafjarðarbáts, vegna
vetrarferða 1917—1018; 3) að
lána ait að 90 þús. kr. til kaupa
á Húnaflóabát.
6. Um útsæði: 1) Skorað
á stjórnina að vekja athygli
sveitar- og bæjarfélaga á því
að sjá sér fyrir nægilegu útsæði
í haust og tryggri geymslu þess í
vetur; 2) að annast um, að gefinn
verði út leiðarvísir til almennings
um trygga geymslu útsæðis yfir
veturinn; 3) að afla innlends eða
útlends útsæðis af beztu tegund-
um til geymslu, til frekari trygg-
ingar því, að ekki verði útsæðis-
skortur í landinu.
Yonandi, að stjórnin hafi dáð
og dug til að framkvæma þessa
þörfu tillögu. Ríður lífið á, að hér
lendi ekki við orðin tóm.
7. Um að landsstjórnin styrki
kolanám í Gunnarsstaðagróf í
Drangsnesslandi í Strandasýslu
með 2 þús. kr. framlagi úr Lands-
sjóði. Strandasýslu heimil námu-
réttindi landsins í Drangsnesslandi
til ársloka 1919.
Óskandi, að kolanám gangi bet-
ur á Ströndum en á Tjörnesi.
8. Um reglugerð fyrir sparisjóði
(fer fram á, að sparisjóðum, sem
hafa ekki 100000 kr. til ávöxt-
unar, sé veitt að nokkru undan-
þága frá gildandi ákvæðum um
bókfærslu).
9. Um að Eimskipafélag íslands
taki að sér rekstur á bátaferðum
um Faxaflóa.
10. Um að stjórnin megi verja
8500 kr. til þess að útvega Rönt-
gensstofnuninni ný áhöld, til við-
bótar við þær vélar, sem keyptar
vóru, þegar stofnunin hófst 1914.
Framför og menningarauki að
þessari ráðstöfun!
11. Um að greiða Gísla Guð-
mundssyni, gerlafræðingi, 600 kr,
á ári af launum þeim, sem í fjár-
lögum eru ætluð forstöðumanni
efnarannsóknarstofunnar í Reykja-
vík, meðan hann gegnir þeim
störfum.
Lítil skildingaráð hefir blessuð
stjórnin, er hún má ekki greiða
slíka óveru, sem þessar 600 kr.,
nema þingsályktun komi til.
12. Um að heimila stjórninni
að hækka náms- og húsaleigu-
styrk 1917—18 um 50% frá Því,
er í gildandi fjárlögum segir.
13. Um rannsókn símleiða (o:
rannsaka í sumar hentugustu sím-
leið frá Patreksfirði til Saurbæjar
í Rauðasandshreppi og Breiðuvík-
ur í sama hreppi.
14. Um heimild til að veita
styrk til að kaupa björgunarbát.
Styrkurinn er ætlaður Vestmanna-
eyjum, „sveitarfélagi, fiskifélags-
deild eða félagi einstakra manna",
og er alt að 40 þús. kr., „þó ekki
fram yfir þriðjung kostnaðar".
Vafalaust framfaraspor!
15. Um að „greiða Jóharmesi
pósti Þórðarsyni 1000 kr. á ári í
þrjú ár, eftir að hann lætur af
póststörfum.
Hví ekki nema þrjú ár? Hvers
konar skapnaður er fjárhæð þessi?
Biðlaun, eftirlaun, verðiaun?
16. Um heimild til að lána
Suðurfjarðarhreppi 25 þús. kr.
til að fullgera rafveitu á Bíldudal.
Sýsluf élag V estur- B arðastrandasýslu
ábyrgist. Lánið er endurgreiðslu-
laust fyrstu tvö árin. „Greiðist
síðan með jöfnum afborgunum á
30 árum“.
Hvert útkjálkaþorp ætlar að
verða á undan svokölluðum höf-
uðstað landsins að koma á raf-
veitu.
Mikill er skörungsskapur og vís-
dómur stjórnenda þessa bæjar.
17. Um uppgjöf á eftirstöðvum
af láni úr Landssjóði til Fiskifé-
lags íslands til st.einolíukaupa.
Félaginu eru gefnar 2988 kr.
og 60 aur. af láni er því var veitt
1915.
18. Skorar „á landsstjórnina að
undirbúa og leggja fyrir næsta
alþing frv. til laga um erfðaábúð
á þjóðjörðum og kirkjujörðum".
Hér er vafalaust hreyft við þörfu
máli. En skaðlaust hefði verið, að
háttvirtir löggjafar hefðu lagzt ör-
lítið dýpra og látið rannsaka til
hlítar alla ábúðarlöggjöf vora. Jarð-
næðisleysi og jarðabrask, einkum
hér í umhverfi Reykjavíkur, og
meðferð sumra landsdrotna á leigu-
liðum er næsta íhugunarvert efni.
Margar jarðir safnast í eins manns
eign, gömul höfuðból, t. d. Leirá,
aftur bútuð í sundur, þeim til
rýrnunar og ónytja.
19. Um að veita 3 þús. kr. til
rannsóknar mómýra.
3 þús. kr.! Báglega gengur lög-
gjöfum vorum að komast í skiln-
ing á því, hvers virði krónan er
nú á dögum. Með svo lágri fjár-
veiting er þessi þarfa rannsókn
vafalaust gerð að hégóma.
20. Um að stjórnin útvegi efni-
við til opinna róðrarbáta.
21. Um heimild til að „ verja fé
til þess að raflýsa" Laugarnesspí-
tala.
22. Skorað á stjórnina: 1) að
rannsaka, hvort eigi muni hollara
að gera hinn almenna mentaskóla
aftur að lærðum skóla, með líku
sniði og áður vár, en greina hann
frá gagníræðaskólunum; 2) að
rannsaka, hvort eigi mundi rétt-
ara að skifta þeim lærða skóla í
deildir síðustu árin, málfræðideild
og stærðfræðideild, eða jafnvel
fleiri; 3) að gera sem fyrst ráð-
stafanir til þessarar breytingar,
svá (sic!) fremi rannsóknin leiðir til
þeirrar niðurstöðu.
23. Styrkur til skálda og lista-
manna í gildandi fjárlögum hækk-
aður um 800 kr. fyrra árið.
Þessum 800 kr. mun eiga að
skifta milli þeirra nafna, Guð-
mundar Guðmundssonar og Guð-
mundar Magnússonar.
24. Heímild til að veita Reykja-
vík 4 þús. kr. styrk til að koma
þar á fót almenningseldhúsi og
reka það næsta vetur.
25. Um heimild til 100 þús. kr.
láns til að fullkomna Álafoss-verk-
smiðju.
26. Um „bráðabirgðalaunavið-
bót“ J) hauda starfsmönnum lands-
símans. Heimilaðar 40. þús. kr. af
tekjum landssímans í því skyni.
27. Skorað á landsstjórnina: 1)
að greiða fyrir kaupum og flutn-
ingi á síld og öðrum íóðurbæti til
skepnufóðurs til næsta vetrar; 2)
að tryggja landinu síldarbirgðir til
manneldis og skepnufóðurs; 3) að
brýna fyrir sveitarstjórnum að
halda fundi í haust með bændum,
til samtaka um tryggilega ásetn-
ing búpenings.
Stjórninni heimilast nauðsynlegt
fé til framkvæmda þessu.
*) Ljótt orð og leiðinlega samsett.
Xmilendlar íréítir
og tíningur.
Sigfús Blöndal, bókavörður og
orðabókarhöfundur, fer að heiman
heim til Hafnar á „Botniu". Lokið
hefir hann, að kalla, orðabók sinni.
Það litla, sem eftir er að fara yfir,
sér cand. mag. Jón Ófeigsson
um. Orðabókin verður prentuð hér
heima. Hafa ýmsir fræðimenn hór
heitið Sigfúsi að líta á próförk.
Ætti það að vera trygging þess,
að sem vandlegast verði frá henni
gengið, og að hún verði áreiðan-
leg, þótt enginn megi búast við,
að hún verði villu- eða gallalaus.
Súkkulaði- og kaffigildi var Sig-
fúsi haldið í Iðnaðarmannahúsinu
á fimtudagskvöldið. Hafði Ágúst
Bjarnason haldið aðalræðuna, mælt
fyrir minni heiðursgestsins. Margir
tóku til máls, voru ræður haldn-
ar fyrir Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð o. s. frv. Dönsku sendinefnd-
inni var sent loftskeyti, og svar-
aði ráðherrann, C. Hage, því með
öðru loftskeyti, þar sem hann þakk-
aði kveðjuna og óskaði þess, að
norræn samvinna aflaði sér margra
fylgismanna hér á landi.
'' Það var Reykjavíkurdeild nor-
ræna stúdentasambandsins, er
stofnaði til samsætisins.
Gifting. Ungfrú Elín Thorsteins-
son, dóttir séra Jóns Thorsteins-
sons á Þingvöllum, og Jleigi Bergs,
verzlunarmaður, vóru gefin sam-
an í hjónaband í seinustu viku á
heimili brúðarinnar, Þingvöllum.
Árni Borlteisson, óðalsbóndi á
Geitaskarði í Húnavatnssýslu og
kona hans, Hildur Sveinsdóttir,
héldu nýlega silfurbrúðkaup, og
höfðu þau hjón þá virðulegt boð
inni og var þar veitt af mikilli
rausn.
Dansknr blaðamaður, Helge
Wellejus ritstjóri, kom hingað í
gærmorgun. Hygst hann að dvelja
hér um hrið og kynnast íslandi.
Hann ferðast. hér fyrir ýms „radi-
kal“ blöð í Danmörku. (Mrg.).
Sambandsmálið í Danmörku.
Um það segir svo i símskeyti
frá Khöfn, dags. 20. júlí:
Blöðin hórna láta í ljósi ein-
dregna ánægju með það, að sam-
komulag skuli hafa komist á með-
al samninganefndanna, og er fregn-
in um það á hvers manns vörum,
og er meira um það talað heldur
en stríðsfregnir.
Hætt er við, að það sé ofurlít-
ið orðum aukið, að meira sé tal-
að um sambandsmálið í Danmörku
en stríðsfregnir. En ef það er satt,
þá hefir bræðrum vorum við Eyr-
arsund ekki verið farið að lítast
á blikuna.
Slúttur er nú byrjaður í Reykja-
vík og á Seltjarnarnesi. Er snögt,
en ef til vill verður sprettan til-
tölulega betri, er slegið verður
aftur. En ekki er hætta á öðru
en góð verði nýting á þessum
stráum, sem slegin eru, svo miklir
þurkar sem eru um þessar mundir.
Dýrtíð í Danraörkn mikla
kveða þeir, er þaðan komu á
Botníu á helginni seinustu, og
vaxi hún óðfluga um þessar mund-
ir. Sé nú dýrt orðið að borða sig
saddan í því hinu feita og mat-
sæla landi. Þyrpist og þangað fjöldi
útlendinga, frá Noregi, Svíþjóð og
Þýzkalandi, því að ástandið er
betra í Danmörku en í þeim lönd-
um. Fær Dönum, að sögn, þetta
aðstreymi útlendinga nokkurrar
áhyggju. Verðir, sem fyrir stríðið
kostuðu 50—65 aura, kosta nú
um 3 kr., og eru þó stórum óríf-
legar úti látnir en áður. Munað-
ar- og óþarfavörur eru og dýrar,
vindlar t. d. heidur dýrari en hér.
Vinföng og ölföng svo dýr, að þau
eru nær ókaupandi. Whisky-flask-
an kostar um eða yfir 30 kr., Va
flaska af koníaki 10 kr. og alt er
eftir þessu.
Biskupinn er nú á vísitasíu-
för um Skaftafellssýslur. Ætlar
hann líka að „visitera" í nokkr-
um hluta Múlasýslna.