Þjóðólfur - 26.07.1918, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.07.1918, Blaðsíða 4
76 ÞJÓÐOLFUR f Frú Sigríður Magnósdótt- ir, kona Jóns Þórarinssonar, fræðslumálastjóra, er nýlátin eftif’ mikla vanheilsu. Hún var af Step- hensensættinni, komin af konfer- enzráðinu mikla, Magnúsi Step- hensen, sem var langafi hennar- En faðir hennar var Magnús Step- hensen, bó»di í Viðey, þar sem hún var fædd, en móðir hennar, sem enn liflr, var dóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Frú Sig- ríður var kona á bezta skeiði aldurs, hæglát og yfirlætislaus. Þau hjón, Jón fræðslumálastjóri og hún, áttu þrjú börn, eina dótt- ur írumvaxta, og tvo drengi, báða fyrir innan tekt. Frú Sigríður var seinni kona manns síns, er heflr því beðið þann harm, að missa tvær konur frá óuppkomnuin börnum og báð- ar, að kalia má, á bezta aldri. Ásgrímur Jónsson málar nú í skógunum hjá Húsafelli. Haraldur Sigurðsson, piano- leikari frá Kallaðarnesi, er ný- kvæntur austurrískri söngmey, dóttur máiaflutningsmanns í Bæ- heimi, ungfrú Dora Köcher. Har- aldur heflr kent pianoleik í Erfurt að undanförnu. Einkennileg málshöfðun. Rit- stjóra Vísis, hr. Jakobi M'óller, þótti forsætisráðherrann, hr. Jón Magnússon, fara um sig óviður- kvæmilegum og „ærumeiðandi" ummælum í þingræðu, þar sem hann svaraði fyrirspurn Bjarna frá Vogi um, hvað þeim hefði farið á milli, Andersen austræna og honum. Sú ræða er prentuð í 15. tbl. Þjóðólfs þ. á. Reit hr. Jakob Möller þá alþingi og fór þess á leit, að það leyfði sér að stefna forsætisráðherra fyrir þau orð um sig, er hann teldi „ærumeiðandi". Kom þetta erindi til umræðu og atkvæða í neðri deild örskömmu fyrir þinglausnir. Enginn þing- manna gerðist til að flytja málið. Kom þá ritstjóra Vísis hjálp úr óvæntri átt, því að sjálfur forsæt- isráðherra stóð þá upp og æskti þess mikillega, að deildin leyfði þessa málshöfðun. Gerði hún það fyrir beiðni forsætisráðherra. Þótti þetta vel af sér vikið og forsætisráðherra vaxa af bragðinu. Það mun vera í fyrsta skifti í sögu alþirsgis, er það leyfir slíka málshöfðun. Ekki hefir hr. J. M. höfðað mái- ið ennþá, en býzt við að gera það. JÓn Leifs, sonur Þor- leifs Jónssonar, póstafgreiðslu- manns, kom hingað á Botniu. Seinustu tvö árin heflr hann stund- að hljómleiknám í Þýzkalandi. Hann hverfur þangað aftur í sept- ember næstkomandi. Sven Poalsen, blaðamaður við Berlingska Tidende, fór austur fyrir fjall í seinustu viku. Ætlaði meðal annars austur að Hæli til Gests bónda. Hann er einn eig- andi Bræðratungu. Hann kom hingað til þess að forvitnast um, hversu gengi samningarnir nefnd- anna um sambandsmálið. Öllium peim sem sýndu hluttekn- ingu í hinni löngu sjúkdómslegu og við fráfall og greftrun míns elskaða eiginmanns, Guðjóns verzlunarm. Ólafssonar frá Hólmsbæ á Eyrar- bakka, votta ég fyrir mína hönd og barna minna innilegasta hjart- ans þakklæti. Hólmsbæ, II. júli 1918. Margrét Teitsdóttir. Embættaveitingar. Ari Arn- alds heflr verið skipaður sýslu- maður í Norður-Múlasýslu og bæj- arfógeti á Seyðisfirði. Kristján Linnet er skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu. Dr. Sigurður Nordal er skipaður prófessor í ís- lenzkum fræðum við háskólann. Allar þessar veitingar gilda frá 1. okt. n. k. og frá sama tíma heflr próf. B. M. Ólsen fengið lausn frá prófessors-embætti. (Fréttir). t Minning Guðjóns Olafssonar. F. 27. jan. 1853 — D. 27. júní 1918. Þegar burt mér flytjið frá, fornvinirnir góðu, ætíð bjartar eg sé þá ykkar hjartasjóðu. Upp þá rifjast margt og margt, mold og árum hulið; sumt er bjart, en sumt er svart, — sumt af tárum dulið. Ei skal minnast meir á það. — Mold og gröfin þegir! — í öðru lífi opnast, hvað eru drottins vegir. Hugsjón þín var skygn og skýr. þii skildir mörgum betur, að andi guðs í öllu býr, sem ekki sloknað getur. Réttlæt* og ráðvendni, er ræðu stýrði’ og verkum, til grafar fylgir Guðjóni, góðum dreng og mei'kum. Dagsverkið þitt vel þú vanst, vinur og félagsbróðir! Úr vitsmununum vel þér* spanst, voru þeir líka góðir. Öllum fróðleik unnirðu, sem yfir komist gaztu, kvæði og sögur kunnirðu, kappsamlega lastu. Blessan guðs í búi var. Barna stóri skarinn lærði gott og guðs orð þar við góðrar mðður arinn. Hún var æ þín hægri hönd, hjálp og stoðin bezta, er leysast tóku líkams bönd og lifsins þrótt að bresta. Kona og börnin blessa nú , blíða minning þína. Góðverkin, sem gerðir þú, bjá gröfinni þinni skína. „Eftir lifir mannorð mætt maðurinn þó deyi“. — Geymist það í Guðjóns ætt og gleymist vinum eigi! Guðm. Vatnsaflið vinnur fyrir Sími 404. bændur landsins. Símnefni; Álafoss. Klæða verksmið j an „Alafoss“ hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna í f'uISum gangi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötu og- band, fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. liændur! Pað borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi flutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiðilu verksinlðjunnar á Laugaveg 34, Reykjavík. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík. Arni Biríksson. Heildsala Smásala. ] | Talsími; 265. Pósthólf 277. SVefnaðarvörur, Prjónavörur mjög f j ölbreytta.r. Saumavélar með hraðhjóli. Verksmiðju- ábyrgð til 5 ára. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. I’votta- og hreinfætisvörnr, beztar og ódýrastar. Gosdrykkja og aSdinsafagerðin .SANITAS í Reykjavík mælir með vörum sínum. Notar að eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívefna. Guðm. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um sýnishorn. Söðlasmíðabúðm Langavegi 18 B. Sími 646. Reiðtygi, aktygi (þrjár legundir), allskonar ólar og annað tilheyr- andi. Pverbakstöskur, hnakk- töskur, baktöskur. Tjöld. Beisl- isstengur, munnjárn o. m. fl. Landsins stærsta og fullkomnasta vinnustofa í þessum greinum. Fljót og áreiðanleg afgreiðsla. Viðskifti víðsvegar um land alt. Söðlasmíðabúðin, Laugav. 18 B. Sími 646. E, Kristjánsson, i Prióiatnstnr og (hvor tegund fyrir sig) f V0ruhúsinu. Ritstjóri: Signrðnr Gnðmundsson. ________Sími 709._______ Ptentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.