Þjóðólfur - 30.07.1918, Side 1
ÞJOÐOLFUR
65. árgangnr.
Reybjayík, 30. júlí 1918.
19. tölnblað.
ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í
viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald-
dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu
annast Björn Björnsson bókbindari,
Laugaveg 18, sími 286.
Eg er á /örum frá ritstjórn
Pjóðólfs — og af þeim sökum
birtist engin grein í þessu tölu-
blaði um sambandsfrumvarp
samninganefndanna. Hefði þó
ált vel við, að hugleiðingar um
frumvarpið hefðu orðið því
samferða. En bezt hlgðir —
sem flestum lesenda mun auð-
skilið — að eftirmaður minn
skgri frá skoðun gamla Pjóð-
ólfs á vœntanlegum bráða-
birgða-úrslitum vors elzta og
stœrsta stjórnarmáls og afstöðu
öldungsins til þeirra.
Sigurður Guðmundsson.
„Á ferð og
Hræðilegar gerast heyskapar-
horfur á líðanda sumri.
Úr öllum áttum og landshorn-
um kveða við sömu bölfregnir,
sami raunakliður: kuldar og þurk-
ar, kalin tún og skemdar engjar.
Það er þjóðarraun, er grasleysi
bætist ofan á margt og margt, er
mæðir oss nú í dýrtíð og stríðs-
vandræðum. Langt er síðan, er
landi voru hefir riðið eins mjög á
góðri grassprettu og heynýtingu
og sumarið 1918, því að nú var
þörf á stækkun bústofns vors,
svo að vér yrðum ekki eins
komnir upp á miskunn erlendra
stjórna og vér höfum verið. Nú
fer svo, að bændur mega stórminka
oflítil bú, nema stjórn vorri og
bjargráðastólpum takizt að finna
ráð gegn því böli.
Og dýr verður heyskapur í sum-
ar. Heyvinna er kostnaðarsöm
vara um þessar mundir, kaupgjald
hátt og fæði dýrt, þó að í sveit
sé. Og það er, að minsta kosti,
ekki ódýrara að slá snögga jörð
en loðna, svo að ekki sé dýpra
tekið árinni í. Dýr verður því hver
bagginn, er bundinn verður í tótt
eða hlöðu á þessu sumri. Á því
megum vér kaupstaðabúar þessa
lands kenna, því að dýr heyskap-
ur og illur hlýtur að hafa i för
með sér mikla verðhækkun á mjólk.
Hitt er þó enn verra, að þessi
mikla nauðsynjavara verður ekki
fáanleg nema af skornum skamti,
sumstaðar, ef til vill, ófáanleg,
um nokkurn tíma.
111 grasspretta má því engum
vera meira áhyggjuefni en kaup-
staðabúum lands vors. Og engum
«r slík hætta búin af mjólkurskorti
sem þeim kauptúnabyggjum, er
sízt skyldi í háska stofnað, börn-
unum.
„Mjólk er tvímælalaust einna
hollust og Ijúffengust allra mat-
væla fyrir allar manneskjur", skrif-
aði landlæknlr vor, hr. Guðmund-
ur Björnsson, í Lögréttu 18. apríl
1917. „í henni eru allar næring-
arþarfir líkamans, (ostefni, feiti,
sykurefni, salt, vatn) í hentugum
hlutföllum og af bezta tæi“. Og
hann heldur áfram:
„Mjólkin er bein lífsnauðsyn
fyrir ungbörn og fjölda margar
veiklaðar manneskjur. Það er marg-
reynt í stórbæjum (nú mjög víða
í ófriðarlöndunum), að mjólkur-
þurðin veldur geysilegri aukningu
barnadauðaul).
Mjólkurþurðin er nú á dögum
eitt hið mesta áhyggjuefni í öll-
um fólksmörgum bæjum“.
Síðar í grein sinni kveður land-
læknir mjög „ískyggilega mjólkur-
þröng og aftakahátt mjólkurvetð
þjaka höfuðstað þjóðar, sem á
eina kú á hverjar fimm mann-
eskjur". „Bærinn er í mjólkur-
sveltu og býr við augljósa sívax-
andi mjólkurþröng og mjólkurein-
okun“, ritar hann enn fremur.
Eg get ekki stilt mig um að
benda á, — því að þess virðist brýn
þörf —, að landlæknir grípur á
illu kýli, er hann nefnir „sívax-
andi mjólkureinokun". Hér hafa,
eins og bæjarlesendur blaðs vors
vita, margir mjólkurframleiðendur
stofnað með sér félag, er þeir hafa
skírt „Mjólkurfélag Reykjavíkur*.
Enn hafa ekki allir mjólkurfrám-
leiðendur í nágrenni Reykjavíkur
gengið í það, og hægt er enn að
fá mjólk hér í bæ hjá fleirum en
Mjólkurfélaginu. En eftir því sem
mér hefir skilizt, þá hefir Mjólk-
urfélagið nú um skeið tiltekið
mjólkurverð, og aðrir framleiðend-
ur hafa nú í seinni tíð ekki
látið á sér standa að hækka verð
á nauðsynjavöru þessari. Þeir hafa
hækkað söluverð á henni samtím-
is Mjólkurfélaginu eða að kalla
samtímis. Mjólk er nú, að því er
mér er kunnugt, seld með sama
verði í allri Reykjavík. Öll sam-
kepni um mestu lífsþurftarvöru
vora er horfin. Hún er í rauninni
orðin einokunarvara, þótt enn hafi
ekki tekizt að skipa öllum mjólk-
urframleiðendum í skjaldborg þá,
er þeir hafa skotið um hagsmuni
sína og atvinnu. Við þetta bætist
nú, að landsstjórn og verðlags-
nefnd veitir erfitt að hafa hönd í
bagga með mjólkurverði eg halda
því í skefjum með verðlagsákvæð-
um. Og slíkt verður æ erfiðara,
eftir því sem höfuðstaður vor vex
og kýr fjölga ekki að sama skapi.
Án mjólkur getur bærinn, sjúkl-
ingar hans og börn, ekki verið
Eg gert leturbreyting. Ritslj.
degi lengur. Því getur stjórn
Mjólkurfélagsins alt af reitt hnef-
ann framan í stjórn eða verðlags-
nefnd og sagt, byrst í rómi: „Ef
þú lækkar mjólkurverðið fyrir mér,
fær bærinn ekki lekadropaafmjólk“.
Og reynslan sýnir, að sumir mjólk-
ursalar víla ekki slíkt fyrir sér.-
Haustið 1916 gerðu þeir „verkfall"
og seldu enga mjólk nokkra daga,
af því að þáverandi verðlagsnefnd
lagði verð á mjólk, sem Reykvík-
inga mun reka minni til. Var
slíkt þó mikið ábyrgðarráð, því að
það bitnaði þyngst á saklausum,
ómálga smábörnum, er sjálf geta
enga björg sér veitt, en geymaþó
hvorki meira né minna en fram-
tíð og gæfu landsins í brjóstum
sínum og höfðum.
Með þessum orðum segi eg ekki,
að stjórn Mjólkurfélagsins hafi selt
mjólkina ósanngjörnu verði. Mig
brestur með öllu kunnugleika á
málavöxtum til að skera úr deilu-
atriði því. Ekkert er eðlilegra
og skiljanlegra, en að mjólkurverð
hafi hækkað stórkostlega á stríðs-
árunum, sem alt annað, er kaup-
um gengur og sölum. Og það verð-
ur bæjarbúum að vera Ijóst, að
mjólkurframleiðsla verður hér æ
afardýr, sökum þess hve ófrjó
upplönd liggja að stað vorum. Og
bæta má því við, að sumar hús-
freyjur halda því fram, að mjólk
sé enn ekki annarri fæðu dýrari,
heldur sé bezt matarkaup í henni.
En hitt vildi eg benda á í lín-
um þessum, í hve afskaplega ó-
vænt horf mjólkurmáli bæjarins
er komið. Þótt játað væri, að
Mjólkurfélag Reykjavíkur hefði ekki
misbeitt valdi sínu til þessa og
gætt sanngirni í sölu, ætti öllum
að vera auðskilið, hve óhafandi er,
að sama sem einokun sé á mjólk-
ursölu bæjarins. Og taki menn vel
eftir því, að þessi einokun er ekki
í höndum né ábyrgð ríkis eða
bæjarfélags, heldur einstakra
manna. Æ vofir yfir, að slíku ein-
veldi verði misbeitt, og er það
barnaskapur, ef mjólkurframleiðend-
ur móðgast af slíkum ummæl-
um. Það ætti ekki að þarfnast rök-
skýringa, að hér er um mikið vel-
ferðarmál að tefla, er bæjarstjórn
vor fær ekki með nokkru móti
hliðrað sér hjá að ráða fram úr.
Það er trú mín, að úr þessu
vandaefni verði ekki ráðið á ann-
an hátt, en að bærinn reki sjálfur
mjólkurbú. Ég ætlast ekki til þess,
að hann sölsi undir sig alla sölu
og framleiðslu mjólkur, heldur
leyfi hverjum að reka jafnþarfa
og heiðarlega atvinnu, þeim er
kennir krafta hrærast í sér til
slíkra starfa, gerist að eins keppi-
nautur. Ég skil ekki, hví Reykja-
vík getur ekki selt íbúum sínum
mjólk, eins og hún selur þeim
gas. Auðveldara er bæjarbúum að
finna að því, er þeim er seld vond
mjólk, heldur en ef gasið er í
ólagi. Húsmæður bæjarins bera
víst flestar skár skyn á mjólkur-
gæði en gasframleiðslu. í þessu
sambandi má minna á álitsskjal
Einars Helgasonar, ráðunauts, um
mjólkurmálið, 10. apríl 1917. Ein-
ar er ekki neinn angurgapi og ætti
sökum stöðu sinnar og kunnáttu
að bera nokkurt skyn á mál þetta,
enda leitaði mjólkurnefnd álita
hans um það. Hann kveðst hafa
talið bænum óráð að koma upp
mjólkurbúi. En þó finst honuin
sér ekki annað fært en ráða til,
að bærinn taki boði Eggerts Briems
um sölu á kúm og fjósi.
Vel má vera — og rétt er að
gera ráð fyrir því —, að tekju-
halli yrði af kúabúi bæjarins, eink-
um fyrstu árin. Stofnun þess og
rekstur getur verið búhnykkur
góður fyrir því. Ekkert er eins
dýrt og barnadauði og vanheilsa
vaxandi kynslóðar.
Ég get þess, að járnbraut getur
bænum verið þörf á, þó að hann
komi á stofn kúabúi. Sú er skoð-
un margra, að hentugast væri að
bærinn keypti jörð fyrir austan
fjall, hefði þar kýr sínar árlangt
og flytti mjólkina hingað til bæj-
arins í járnbrautarvögnum.
Grein þessi vildi vekja eftir
megni máls á því, að nú vofir
yfir höfuðstað landsins, ungbörn-
um hans, sjúkum og lasburða,
geigvænleg hætta, — hætta á
kúafækkun með fylgju hennar,
mjólkurþurö. Eg átti fyrir örstuttu
tal við tvo málsmetandi Fram-
nesinga, er áætluðu, að sextán
mjólkurkúm yrði slátrað á Sel-
tjarnarnesi í haust. Gísli Guð-
mundsson hinn gerilfróði gerir
ráð fyrir, að hver kýr mjólki um
2000 lítra á ári. Ef sextán mjólk-
urkýr verða drepnar á Seltjarnar-
nesi í haust, missir Reykjavík þar
32 þús. lítra mjólkur næsta ár.
Talað hefi eg við Kjalnesing, er
mjólk hefir selt í Reykjavík, og
kvaðst hann verða að lóga tveimur
mjólkurkúm í haust. Pað er sýnt,
að hér dugir ekki aðgerðaleysi. Bæj-
arstjórn, Mjólkurfélag og, ef til vill,
landsstjórn, verða að bera saman
ráð sin um, hversu afstýra megi
mjólkureklu í Reykjavík á næsta
vetri og framkvæma það síðan í
bróðurlegu bandalagi, er tiltæki-
legast lízt. Er mikið í húfi, að
hér verði fljótt hafizt handa, með
kappi og forsjá í senn.
Og víðar eru börn og veikir en
í Reykjavík. Rannsaka þarf mjólk-
urhag annarra kauptúna landsins,
smárra og stórra. Og stjórn vor
verður meira að gera. Hún má
engra ráða láta ófreistað til að
girða fyrir fækkun kúa um land alt
á næsta hausti. Enginn veit, hversu
fer um aðflutninga á vðrum til
íslands næsta ár, eða hve greiðir
Frh. á 4. síðu.