Þjóðólfur - 30.07.1918, Page 4

Þjóðólfur - 30.07.1918, Page 4
80 ÞJÓÐOLFUR Um 20. gr. — Þar sem ákveðið er, að lögin gangi í gildi 1. des- ember þ. á., er búist við, að nægur tími verði til þess, að lögin geti orðið samþykt í tæka tíð af alþingi og íslenzkum kjósendum og af ríkisþingi Danmerkur. Reykjavík, 18. júlí 1918. C. Hage. Jóh. Jóhannesson. Erik Arup. Bjarni Jónsson. F. J. Borgbjerg. J. C. Christensen. frá Vogi. Einar Arnórsson. Porsteinn Jónsson. Ráðuneyti íslands felst á framanskráð frumvarp. Reykjavík, 18. júlí 1918. Jón Magnússon. Sig. Eggerz. Sigurður Jónsson. Frh. frá 1. síðu. bandamenn verða — eða geta orð- ið — þá í samningum. Æ kreppir meira að, því lengur sem ófriður geisar. Minsta hygni heimtar, að alt sé gert, er kleift er, til eflingar innlendri framleiðslu, enda skilst leiðtogum þjóðarinnar slíkt æ skýrara. Bein afleiðing þeirrar stefnu er það, að mjólkur- og feit- metisframleiðsla landsins má fyrir hvern mun ekki minka, heldur þarf hún að vaxa sem framast er unt. Innlendar fréttir og tíning'ur. Skólar 1918—1919. Yitið hef- ir að nokkru unnið sigur í skóla- málinu. Fullráðið mun nú, að flestir skólar, merkustu skólarnir, stundi störf sín á næstkomanda vetri. Þó verður nokkuð klipið af tilsögn í gagnfræðideild Menta- skólans. Yerður kensla' þar með sama sniði sem í fyrra, en gert er ráð fyrir, að skólinn starfi venjulegan tíma, en verði ekki styttur, sem gert var í fyrra. Full- komin bókleg Jcensla fer fram i öllum bekkjum lærdómsdeildar, 5. bekk líka, er veitt var tilsögn í tæpan mánuð í fyrra. Leikfimi og söngkenslu mun eiga að sleppa. Cand. phil. Bogi Ólajsson verð- ur sennilega enskukennari Menta- skólans í stað Böðvars Kristjáns- sonar. Gagnfræðaskóli Akureyrar á og að starfa að vetri. Hafði skóla- stjóri, hr. Stefán Stefánsson, mik- ið fyrir, að útvega skólanum ís- lenzku-kennara í stað séra Jónas- ar Jónassonar, er sagði af sér embætti í fyrra sökum vanheilsu. Vildu háskólakandídatar ekki sækja um stöðuna sakir lélegra launa. Loks tókst að ná í Brynleif Tobías- son (frá Geldingaholti í Skagafirði) til starfsins. Varð hann stúdent á síðastliðnu vori, er óvenju fróður um íslenzkt mál og forna stafi norræna, og leikur ekki efi á, að hann hefir næga kunnáttu til brunns að bera í kenslugrein sinni, móð- urmáli voru, og að því er vel borgið í höndum hans. En hætt er við, að ekki takist ávalt jafnvel að útvega ódýra kennara og raun varð á að þessu sinni. Brynleifur er og ekki ráðinn nema til næsta árs. Kennaraskólinn á að starfa næsta vetur, líklega allar deildar. 23. sept. er ráðgert að byrja þar á kenslu, mánuði fyrr en venja er til. Verður þeim einum veitt til- sögn, er ganga ætla undir árs- próf annarrar deildar og neyddir vóru til að lesa námsgreinir ann- ars bekkjar utanskóla í fyrra. Um Flensborgarskólann mun og ráðið, að kent verði þar næsta vetur. Samband8frnmvarpið ádönsku er prentað í Fréttum, Morgunblað- inu og ísafold. Þeir, sem kynnast vilja orðalagi frumvarpsins á dönsku, geta gert það í þessum blöðum. Héðinn Valdimarsson, skrif- stofustjóri, er nýkominn norðan úr Húnavatnssýslu og segir illa gras- sprettu, og að bændur búist við að verða skerða bústofn sinn stór- um 1 haust, en berji sér samt ekki og taki mótlætinu hið bezta. Eggert Finnsson, óðalsbóndi á Meðalfelli í Kjós, var á ferð hér í bænum um seinustu helgi. Eggert er maður nokkuð á sjötugs aldri og hefir alla sína æfi átt heima á Meðalfelli, nema þau ár, er hann dvaldist í Noregi, við nám í búnaðarskóla þar, er glöggur, gæt- inn og skilríkur. Hann sagði um grassprettu á Meðalfellstúni, er telja má fortakslaust eitt hinna stærstu og fegurstu túna á ís- landi, að hún hefði aldrei verið likt því eins léleg og nú alla þá tíð, er hann myndi eftir. En 1882 hefði hann verið ytra og gæti því ekki borið túnið nú saman við túnið þá. Kristján Álbertsson, stúd. mag. (sonur Alberts heitins Þórð- arsonar, bankabókara í Reykjavík), skrifaði í júní í vor grein um full- veldismál vort í norska blaðið „Tidens Tegn“. Er grein sú vel ritin og með þjóðlegum anda og af einlægu fylgi við fullveldiskröf- ur vorar. „Nú gefur Dönum, ef til vill í seinasta sinni, færi á að bæta íslandi gamlan órétt, og slíkt ættu Danir að telja dýrmæta gjöf“ skrifar hinn ungi og efnilegi ís- lendingur, meðal annars, í blaðið norska. „Ef nokkuð má hvíla þungan á samvizku þjóðar, þá er slíkt einmitt það, að hafa kúgað og mergsogið bróðurþjóð. Því neit- ar enginn, að þessu sé þannig farið, Danir ekki heldur". Og hann tilgreinir ummæli eftir Georg Brandes, þessari staðhæfingu sinni til stuðnings. Fyrirspurn í „Vísi“ til rit- stjóra Þjóðólfs verður svarað síðar. Guðmundur Thorsteinsson, listmálari, (sonur P. J. Thorsteins- son’s, kaupmanns frá Bíldudal), dvelur nú með konu sinni í Norð- tungu og iðkar þar íþrótt sína. Eitt gamalt kvædi. (SunnudagurJ. Ljóma fríðar landsins hlíðar; lofl er fult af vatna-söng. Fák skal leygja, fagna degi, finna Goða í kletta-þröng. Ljúfa! hestinn tjœ eg þér; láttu prestinn gá að sér! Létt á fæti, kvik af kœti Komdu, sœta! og fylgdu mér. Kátur spói’ og Ijóðetsk lóa Ijóða hvort sinn morgunbrag. Fákur hneggjar. Gaukur gneggjar. Gaman er að lifa í dag. Gleðin fer með gœfuhnoss, — gefðu mér nú vænan koss! Fyrir handan heiðarlandið hlátrum andar Goðafoss. — Fljótt af slað og fram úr hlaði! — Fákur btjsl við peysi-reið; lyftir hnakka, hringar makkann, hrekkur við og gripur skeið; fer sem renni af álmi ör! orku spenna kapp og fjör. Ljóma fríðar landsins hliðar; Ijómi prýðir skýja för. Ríðum saman. Gaman! gaman! — Gaktu hœgt um brattan stig. Hœkkar brekkan blómum pekka. Blástu, jór! og hvíldu pig. — Kveðjuóm frá kirkju ber; klukkur hljóma’ að baki mér. Tekur hreiminn heiðageimur höndum tveim og með hann fer. — Líttu á vorið! — Sprettu úr spori, spjalda nanna! vœn og fríð. Ríðum saman. Gaman! gaman! Gjóir parna Fagrahlíð? — Um rjóða heiði’, er róleg skín, röðull breiðir helgi-lin. Vona-heimur! — heiða-geimur! í hug mér streyma Ijóðin pín. Sigurjón Friðjónsson. (Fréttir). íslandsmál í Danmörku. Khöfn 27. júlí, kl. 9,55. „Politiken “ gerir sambandslaga- frumvarpið að umtalsefni í dag, og lofar það fyrst og fremst fyrir það, hve skýrt það leysi úr öllum vafaatriðum, sem að undanförnu hafi valdið óánægju og flokka- dráttum. Enn fremur segir blaðið: „Vér leggjum mikla áherzlu á það, að Danmörk einmitt nú við- urkennir kröfur tímans um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðanna. Frá dönsku sjónarmiði verður með gleði að vekja athygli á þeim at- riðum, sem Dönum er hagstæð. Og með 16. grein frumvarpsins er ísland tengt við Norðurlönd um aldur og æfi. Vér fundum sárt til þess, er Finnland fjarlægðist, en nú vonum vér, að ísland fái skip- að sætið sem fjórða Norðurlanda- ríkið. Góð frændsemi nútímaþjóða verður að styðjast við viðurkenn- ingu sjálfsákvörðunarréttarins og samvinna þeirra að byggjast á innbyrðis hreinskilni. í frumvarp- inu eru bæði þessi skilyrði fyrir hendi, og þess vegna getum ver öruggir hugsað til væntanlegrar fölskvalausrar samvinnu milli hinna fjögra Norðurlandaríkja. „Dagens Nyheder" segja, án þess að ræða einstök atriði frum- varpsins, að íslendingar hafi teygt sig svo langt, að enginn vafi sé á því, að þeir hafi haft einlægan vilja á því að greiða úr deiluat- riðunum. Gjörbótamenn, jafnaðarmenn og vinstrimenn mæla eindregið með frumvarpinu. íhaldsmenn fresta því að taka ákveðna afstöðu til þess, þangað til þing kemur sam- an í september. Khöfn 28. júlí árd. „Politiken" talar um hinar stuttu athugasemdir íhaldsmanna og óbeint lof þeirra um sendimenn- ina. Blaðið segir, að langt sé síð- an nokkur flokkur hafi sýnt jafn- hörmulegt merki um stjórnmála- legt getuleysi og íhaldsmenn nú, þar sem þeir hafi neitað að taka þátt í samningunum vegna þess, hve viðfangsefnið var flókið og óvíst um árangur. „Socialdemokra- ten“ og „Hovedstaden" mæla ein- dregið fram með frumvarpinu. „KristeligtDagblad“heldur því fram, að sameiginlegu málin séu ennþá of mörg. „Vort Land“ mjög hrygt. „Köbenhavn" segir, að ekki sé hægt að taka ljósara fram en gert sé í frumvarpinu, að ríkiseiningin sé rofin. „DagensEkko" segir, að stefna Skúla Thoroddsens hafi meir en unnið sigur. ísland verði fjórða ríkið á Norðurlöndum. „Dagens Nyheder" segja, að ekki sé mikill raunverulegur munur á nýja frum- varpinu og gamla frumvarpinu (1908). Dönsku nefndarmennirnir leggi áherzlu á það, að íslending- ar hafi samþykt jafnrétti þegn- anna og því geti Danir öruggir samþykt samninginn. Khöfn 28. júlí síðd. „ Socialdemokraten “ segir, að dansk-íslenzki samningurinn ætti að verða ófriðarþjóðunum fyrir- mynd, þegar til friðarsamninga kemur. Knut Berlin er tekinn að rita í „Köbenhavn" í sama anda og áður. og íateálsMir keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í V0ruhúsinu. Ritstjóri: Signrðnr Guðmundsson. ________Sími 709._______ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.