Þjóðólfur - 11.09.1918, Side 2

Þjóðólfur - 11.09.1918, Side 2
102 ÞJGÐOLFUR fóru fram hjá Libermont og réð- ust á nágrennið við Esmery Hallon og tóku Hopital skóginn. Sunnar liggur herlína Frakka um Freniches, Guiscard, Beaugies, Grandru, Mond- éscourt og Appilly. Að austan liggur hún um Aillette og nær að Marizelle (fyrir norð-austan Man- ieamp). Frakkar hafa náð afÞjóð- verjum fjölda fanga, fallbyssum, hergögnum og allmiklum vista- birgðum. Milli Ailette og Aisne heldur hardaganum áfram á slétt- unni fyrir norðan Soisons. Hægri herarmur Þjóðverja heflr verið neyddur til að hörfa undan fyrir norðan Vesle. Frakkar hafa tekið Bucy le Long og Moncel fyrir norðan Aisne. Lengra til hægri hafa Frakkar farið yflr Vesle á 30 km. svæði, farið um Chasseny, Breuelle, Vauberlin, Vauxeré, Blanzy og hafa fótfestu á virkis- görðunum fyrir norðan Baslieux. París 5. sept. kl. 15. í nótt áttu hersveitir Frakka í höggi við afturliðssveitir Þjóðverja og héldu áfram sókn fyrir austan Canal du Nord og í áttina til Aisne. Austan við Nesle hafa hersveit- ir Frakka farið yfir Somme skurð- inn í grendinni við Voyennes og Oflfoy. — Sunnar hafa Frakkar farið fram hjá Hombleux, Emery- Hallon og Falvy-le-Meldeux og fært herlínuDa norður fyrir Guis- card í grend við Berlancourt. Milli Ailette og Aisne hafa Frakkar hrundið gagnáhlaupum Þjóðverja við Mont de Tombes austan við Locilly og halda stöðv- um sínum. París 6. sept. kl 0,05. í gærdag héldu liðsveitir Frakka áfram að veita óvinunum eftirför á undanhaldi þeirra á vígstöðvun- um við Canal du Nord og Vesle og hafa haft þýðingarmikinn fram- gang, þrátt fyrir mótstöðu hér og hvar, er þeir hafa mætt á stöku stað. Á norðurbökkum Somme-skurðs hafa Frakkar á valdi sínu Falvy og Offoy. Sunnar nálgast víglína þeirra Ham veginn, sem þeir hafa tekið alt frá Plessis-Patt d’Oie til Berlancourt. Suðaustan af þessu þorpi er víglína Frakka um Guivri, Caillonel-Crepigny, norðan við Marist-Damercourt og Lisieres, suð- ur að Abbecourt. Frakkar hafa sumstaðar sótt fram um 6 km. Á öllum Aiiette vígstöðvunum voru Þjóðverjar yfirkomnir orðnir af sífeldum bardögum síðan 20. ágúst og byrjuðu í gær um ki. 3 að láta undan síga fyrir her- sveitum Frakka. Sameinaðar her- sveitir Frakka hafa rekið eftir aft- urliðssveitum Þjóðverja og sótt íram hraðfara fyrir norðan Ailette. Pierremande og Autreville eru á valdi þeirra og mikill hluti skóg- arins hjá Coucy. Austar er Follen- bray, Coucy-le Chateau og Coucy le Ville á valdi Frakka og hafa þeir sótt áfram alt að 6 kílo- metra fyrir sunnan Fresnes. Til hægri handar liggur herlínan fyrir vestan Landricourt. Fyrir sunnan Ailette halda Frakkar línunni Neu- ville-sur Margival, Vregny og Pentes austan við Condé-vigi. Yfir 30 þorp tóku þeir í gær á þessum slóðum. — Fyrir norðan Vesle hafa Frakkar stöðu hjá Aisne milli Condé og Vielarey. Að aust- an er lína Frakka komin norður fyrir Huizel til Barbonval og á sléttuna hjá býlinu Beaurgard. Innlendar fréttir og tíning’ur. E/s Sterling kom úr strand- ferð um mánaðamótin síðustu; hafði fjölda farþega innanborðs. Ættarnafn. Páll Guðmundsson frá Torfalæk á Kólgumýrum í Húnavatnssýslu, hefir fengið lög- festu á ættarnafninu Kolka. Stór húsbruni á ísaflrði. A mánudaginn 2. þ. m. kom upp eldur í einu hinu stærsta og há- reistasta húsi á ísafirði og brann það til gruDna á hálfri annari klukkustund. Hús þetta var eign þeirra kaupmannanna Elíasar J. Pálssonar og Jóns Edvalds. Var það tvílyft og all reisulegt hús. Á neðri hæð þess var sölubúð og íbúð Jóns Edvalds kaupmanns, en á efri hæð bjó meðal annara Guð- mundur Jónsson cand. theol. bæj- argjaldkeri ísafjarðarkaupstaðar. 1 kjallara var brauðgerð, er átti Helgi Eiríksson. Eldurinn kviknaði á þann hátt, að sprungið hafði „primus“vél, sem verið var að elda á, og læstist eldurinn þegar í rúmföt, í herberginu. Það var á efsta lofti. Brann þar og annað hús lítið, sem var eign sömu manna. Varð nokkru bjargað af vörum úr búðinni og einhverju af húsgögnum af neðstu hæð húss- ,ins en engu annarsstaðar. Misti hr. Guðmundur Jónsson bæjar- gjaldkeri þar aleigu sína, þar á meðal bókasafn mjög gott. Enn- fremur fórust þar í eldinum skjöl öll ©g reikningsbækur ísafjarðar- kaupstaðar. Er það haít til írásagna hversu rösklega ísfirðingar gengu fram til að stöðva eldinn og verja önnur hús ágangi af hans völdum. Báru þeir og sigur af hólmi sem betur fór; brann eigi fleira en ofan er talið, en skemdir urðu nokkrar á næstu húsum og skúrum við þau. Var pósthús bæjarins lengi í hættu af eldinum og hefði eigi tekist að verja það er talið víst að fjöldi annara húsa hefði þá brunnið líka. Brunasár og meiðsl hlutu nokkrir menn þar í viðureigninni við eld- inn. Er það augljóst að eigi hafa menn þar legið á liði sínu við björgunartilraunirnar. Þeir sem brendu sig voru: Helgi Eiríksson bakari og Marís M. Gilsfjörð kaup- maður, fengu báðir brunasár á hendur, Helgi Eiríksson brendist þegar hann var að bjarga gamalli konu úr eldinum ofan af efstu hæð hússins. Þá fótbrotnaði þar Jóhannes Jensson, skósmiður, en annar maður, Jón Albertsson, hlaut meiðsl af múrsteinum, sem hrundu ofan á hann úr reykháf. Mestur hluti þess, sem brann eða spiltist við bruna þenna, var vátrygt, en tjónið er þó ætíð mjö'g tilfinnanlegt, er slíkt skeður og eigi sízt nú á þeim timum, sem nú standa yfir. Fallega gert. Hlutafélag á Seyðisfirði — Framtíðin, hefir gefið Radíum-sjóðnum 1000 krónur ný- verið. Er það minningargiöí um Jón heit. Jónsson frá Múla. Dr. Helgi Pjeturss, er ný- kominn heim aftur úr sumardvöl sinni, austur í Eystri-Hrepp í Ár- nessýslu. Hefir hann lofað að rita í Þjóðólf við og við, þegar tími hans leyfir, og þykir oss gott að færa lesendum Þjóðólfs þau tíðindi. Landveg að norðan kom hing að nýlega Steingrímur lœknir Matthíasson frá Akureyri, ásamt sonum sínum tveimur. ungum að aldri. Dvelja þeir feðgar hér nokkra daga. Stefán Jónsson læknir er ný- kominn úr kynnisför norðan úr Húnavatnssýslu, um átthaga sína. Eru um 13—14 ár síðan hann kom þar síðast. Lagarfoss kom frá New York þ. 6. þ. m. Hafði hann hér skamma dvöl, en fór síðan vestur og norð- ur um land með vörur, sem þang- að áttu að fara. Vörur þær, sem hingað áttu að komast, verða að bíða í skipinu þar til það kemur aftur úr hringferð, þar eð þær eru neðstar í lestinni. Hér var aðeins skipað á land nokkrum bifreiðum, sem Lagarfoss hafði á þiífari og einhverju af „benzíni". Prófessor Haraldur Níelsson og Einar Hjörleifsson Kvaran, skáld, komu heim aftur með Sterling siðast, úr fyrirlestraferð um Norður- og Austurland. Sigurjón Markússon sýslu- maðnr í Suður-Múlasýslu var hér á ferð í bænum nýverið. Síra Jósef Jónsson, sem und- anfarið hefir verið prestur á Sauða- nesi á Langanesströndum og síra Björn Stefánsson frá Bergstöð- um í Húnavatnssýslu eru staddir hér þessa dagana. Um kaffl, ofát o. fl. þess hátt- ar góðgerðir manna við sjálfa sig, hélt Steingrímur læknir Matthías- son fyrirlestur á sunnudaginn var og mæltist ágætlega að vanda. Var fyrirlesturinn allvel sóttur. Al]»ingi var slitið á þriðju- daginn var og fóru margir þing- mennirnir með Sterling samdæg- urs. Hafðí skipið beðið eftir þeim, hefði átt að vera farið af stað fyrir nokkrum dögum síðan í strandferð. Ólafur Ó. Lárusson læknír á Brekku í Fijótsdalshéraði, og Ginðm.fljuðflnnsson læknir á Hvoli á Rangárvöllum, dvelja hér í bæn- um sem stendur. Stöðugt fer hifreiðunum íjölgandi og er mörgum farið að þykja nóg um þær hér í Reykja- vík, hvað sem annarsstaðar kann að vera. Nú með „Lagarfoss* bættust eigi allfáar í hópinn, —■ segja sumir 7 — sumir fleiri. Hvað um það, lítur helzt út fyrir að bifreiðar séu það eina,, sem almenningur hefir ráð á að eignast og nota á þessum tímum, svo fjölgar þeim. Má búast við því, að mönnum fari bráðum að þykja það óYiðeigandi að fara nokkuð fótgangandi, — enda er það líka erfiði. En aðeins lítið af „benzíni" hvað hafa komið með „Lagarfoss”, svo eflaust verður það, sem áður engum falt nema bifreiðastjórum, enda eru bifreið- arnar „hið eina nauðsynlega" nú orðið. Með „Sterling* fór héðan al- farinn, Ouðmundur Vigfússon„ smáskamtalœknir, sem fyrrum bjó að Laugarási í Biskupstungum og mörgum er að góðu kunnur þar eystra ekki síður en hér. Flyzt hann norður á Raufarhöfn til fóst- urdóttur sinnar, sem er gift Þór- halli Jóhannessyni lækni þar norð- ur. Síldarveiðin er nú víst að mestu búin þetta sumar og hefir orðið fremur rýr. Talið er að vart muni vera búið að afia meiri síld- ar, en þeirrar, er leyfi hefir feng- ist fyrir hjá Bretum og Banda- mönnum, að selja til Svíþjóðar. Botnvörpungar þeir og önnur skip, sem héðan hafa stundað sildveið- ar við Norðurland í sumar, eru nú flest komin suður aftur. Þó hefir heldur glaðnað yfir síldar- veiðinni á Yestfjörðum nokkra undanfarna daga, hafa nokkrir bát- ar þaðan fengið dágóðan afla í reknet. en gæftir hafa verið óstöð- ugar, svo þetta hefir eigi nýzt mönnum til fulls. Skrijstoja og ajgreiðsla þjéðitjs cr í Hafnarstræti 16 (niðri). Op- in virba daga kl. 1—4 e. h. Par er auglýsingum veitt móttafea og þangað eru menn beðnir að snúa sér með alt sem blaðið áhrærir. keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í V0ruhúsinu.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.