Þjóðólfur - 10.10.1918, Síða 2
118
ÞJÓÐOLFUR
Jón Brynjólfsson kaupm. og Jen-
sen-Bjerg kaupm. Endurskoðendur
voru kosnir: Pjetur Þ. J. Gunn-
arsson kaupm. og til vara Pjetur
Halldórsson bóksali.
Nýlega er látinn
(4. okt.) Jón Eiríksson lóndi í
Bjóluhjáleigu eystra, sem þar
bjó lengi. Yar hann gildur bóddi
og merkismaður sinnar stéttar í
alla staði.
Skipafregnir.
„Sterling“ fór í strandferð þriðju-
dag 8. þ. m. vestur og norður
um land.
„Borg“ er í hafi, á leið hingað
frá Englandi; væntanleg næstu
daga.
„Botnia“ hafði komið til Kaup-
mannahafnar 30. sept. s.l.
Landsbanka-útibúið á Selfossi
er nú í þann veginn sezt á lagg-
imar. Bankastjóri er þar Eirík-
ur Einarsson cand. jur. frá Hæli,
en gjaldkeri Ouöm. Guðmundsson,
Helgasonar, fyrrum prests í Reyk-
holti í Borgarfirði.
Slys.
Þau urðu tvö hér á götum
bæjarins 4. þ. m. — Jón Pálsson
bankagjaldkeri hrasaði við og datt
á leið sinni í bankann og braut
annan handlegginn. Hitt var ann-
að, áð 3—4 ára gamall drengur
varð undir bifreið á Laugavegin-
um sama dag og meiddist tals-
vert; lærbrotnaði að sögn o. fi.,
er hann nú talinn vera úr allri
hættu þegar þetta er ritað, en
fyrst þótti vera tvísýna á lífi hans.
Var ætíð varhugavert hversu börn
hafa verið látin fara einförum um
götur bæjarins og er eigi sízt nú,
er umferð af bifreiðum og hjólum
íer stöðugt vaxandi. í þetta skifti
gat bifreiðarstjórinn alls eigi af-
stýrt slysinu þrátt fyrir tilraun til
þess. Það þyrfti að koma lögreglu-
bann við því að ung börn fari
ein ferða sinna um aðalgötur bæj-
arins.
Póst^jófnaður
hafði verið framinn um borð í
BSterling“ í síðustu strandferð
þess. Hvarf einn póstpokinn og
hefir eigi fundist síðan. í honum
voru að talið er, c: 2—3000 kr.
í peningum eða í ávísunum. Póst-
ur þessi var frá Stykkishólmi og
hafði verið látinn niður í farm-
rými skipsins innan um annan
flutning. Er það alt-undarleg ráð-
stöfun, þar sem skipið var troð-
fult af fólki, bæði þar niðri og
annarsstaðar. Verður póststjórnin
að hlutast til um að póstflutning-
ur verði betur geymdur eftirleiðís;
e)la gætu stærri vandræði hlotist
af.
Bæjarbruni.
Bærinn á Illugastöðum í Aust-
ur-Fljótum brann til kaldra kola
þarm 3. þ. mán. Var alt óvátrygt,
bæði hús og innanstokksmunir og
engu bjargað. Tjón bónda (Jóns
Pálssonar) og heimilismanna skift-
ir þúsundum króna. Hafði fólkið
^omist nauðulega úr eldinum. Eld-
urinu hafði komið upp í eldhúsi,
sem var áfast við íbúðarhúsin.
Skólastjórastaðan
við Eyða-skólann er auglýst
laus til umsóknar. Árslaun 2600
kr-, auk ókeypis húsnæðis, ljóss
og hita. Umsóknarfrélstur til 31.
des. þ. árs. Verður veitt frá 1.
júní 1919.
Minningarsjóður.
Börn Jóns Einarssonar frá
Garðstöðum (Jón Auðunn, Ólafur,
Kristján, Karítas og Kristín) hafa
stofnað sjóð til minningar um
foreldra sína. Heitir sjóðurinn
„Frœðslusjóður Ögurhrepps“. Stofn-
fé 2500 kr. Sjóði þessum er ætl-
að að styrkja unga og efnilega
menn í Ögurhr. til að kynnast
framförum í búnaði og öðrum
nytjamálum.
(„Morgunbl.").
Tíðarfaríð
er heldur að skána núna síð-
ustu dagana, víðast hvar um land.
Væri betur að eitthvað rættist úr
því og ekki yrði annar eins fimb-
ulvetur og í fyrra.
6ullbrúðkanpsðag
áttu þau Þorgerður Jónsdóttir
og hr. Markús Jónsson á Bakka-
koti i Meðallandi, sunnudaginn 4.
ágúst síðastl. (smala-sunnudaginn),
í tilefni af því höfðu þau hjón
boð inni að heimili sínu allfjöl-
ment. Veður var hið bezta. Var
fyrst haldið til kirkjunnar og messa
byrjuð að beiðni hlutaðeigenda.
Flutti sóknarprestur Sig. Sigurðs-
son, einkar kjarnorða ræðu, lagði
út af orðunum: „Ó, að þú á þess-
um degi vissir hvað til friðar þíns
heyrir“. Að lokinni prédikun voru
gefin saman í hjónaband, ungfrú
Þorgerður Runólfsdóttir og hr.
Runólfur Bjarnason, sem bæði eru
barnabörn gullbrúðhjónanua og til
heimilis hjá þeim.
Eftir messu var haldið að Bakka-
koti, og var þegar sezt til borðs
og snæddur miðdegisverður og að
gömlum og góðum veizlusið var
sunginn borðsálmur fyrir og eftir
máltíð.
* Að loknu borðhaldi tók síra
Sigurður Sigurðsson til máls og
talaði einkum um kirkjurækni
gamla mannsins, afskifti hans af
kirkjumálum og safnaðarlífi og
hver áhrif hann hafi haft á kirkju-
rækni o. s. frv.; hann hefir verið
meðhjálpari, sóknarnefndarmaður
og safnaðarfulltrúi árum saman.
Þá var sungið kvæði er ort hafði
verið fyrir tækifærið.
Því næst afhenti dóttir þeirra
— gullbrúðhjóna — þeim gjafir
frá sér og fóstursystur sinni, silf-
urbúinn göngustaf (honum) og úr
(henni), hvortveggja með áletruðu
fangamaiki og ártali.
Þá var skíit barn sem hin ný-
giftu hjón áttu — barpa-barna-
barn gömlu hjónanna.
Eftir það flutti Einar Sigurfinns-
son að Kotey ræðu fyrir minni
gullbrúðhjónanna.
Þá var sezt að kaffidrykkju og
setið um stund við samræður og
síðast sungin nokkur lög og spil-
að á orgel af dóttur-dóttur gömlu
hjónanna, Sigríði Runólfsdóttur.
í samkvæmi þessu voru fult
100 manna, fór það hið bezta
fram og var hið ánægjulegasta.
Heillaóskir bárust öldnu ■ hjónun-
um allmargar. Þau eru hress og
ung í anda og bera ellina vel.
„Einn viðstaddur".
Þorgerður Jónsdóttir
Markús Jónsson
1868—smala-sunnudaginn—1918
Elskan hrein er aflið mesta
ávalt sem að dugir bezt,
hvernig sem er högum háttað
hún er tryggast leiðarnest.
Hún er drottins ástgjöí æðsta,
öllum þreyttum svalalind.
Hún er himins skuggsjá skæra
er skírast geymir Jesu mynd.
Sólskin var í sá) og huga,
sumar hlítt um bygðir lands
Þegar ykkar ungu hjörtu
unnu heitin kærleikans.
Ástin ykkar vonir vermdi,
vígði trúin heilög bönd,
Guðs í nafni gerðuð nema
gæfuvona sólskins lönd.
Ljúft. er nú af leiti háu
að líta yfir farna braut,
þakka guði gæfusporin
og gleðina sem féll í skaut.
Hálfrar aldar bjúskap ykkar
hefir blessað drottins hönd;
með heiðri’ og farsæld hafið numið
hamingjunnar blómsturlönd.
Vandamenn og vinir allir
votta þakkir hlýjar nú
ykkur fyrir æfistarí, er
unnið var í dygð og trú.
Æfikvöldið ykkar krýni
algæzkunnar kærleikssól,
allra sálir auðgi og gleðji
ástarskin frá larnbsins stól.
Loftskeyti.
(Einkaskeyti dagblaðanna í Rvík).
Berlin 1. okt.
VínarUöðin segja þá fregn frá
Sofia höfuðborg Búlgaríu, að her-
sveitir frá Austurríki og Ung-
verjalandi séu komnar þangað.
Tyrkir eru sagðir rólegri, þótt
þeim brygði í fyrstu við fregn-
irnar úr Búlgaríu, síðan áðurnefnd-
ar hersveitir komu þangað. Banda-
menn eru að bræða svör sín við
friðarumleitunum Búlgara, en halda
áfram hernaði þangað til stjórnir
þeirra og Búlgara hafa komíð sór
saman.
Frá Iíristíanín.
Yfirflotaforinginn tilkynnir að
tundurdufl verði lögð á norskum
skipaleiðum milli 59°8' og 59°25'
norðurbr. og 5°10' austur). Vegna
sprengihættu verði nefndu svæði
algerlega lokað fyrir venjulegum
siglingum frá 7. þ. mán.
Opinber tilkynning frá Pjóð-
verjum. ,
Her Rupprechts hefir tekið
nokkur hundruð Belga höndum
í áhlaupi. Einnig tókum vér brezka
og franska fanga. Áhlaupum hrund-
ið milli Fleaux og Hulluch. Bret-
ar hófu áhlaup beggja megin við
Cambrai. Var þeim hrundið.
Her ríkiserfingjans hefir hrund-
ið áhlaupum við Somme Py og
tekið tvö frakknesk herfylki hönd-
um hjá St. Marie-a-Py. Banda-
ríkjaher hefir gert áhlaup mikil
austan Argonne, áköfust við Ag-
geremont og skóginn hjá Montre
beau. Allstaðar hröktum vér óvin-
ina og biðu þeir stór-tjón.
Paris 2. okt.
Frakkar sækja fram milli Aisne
og Vesle og fylgja eftir áhlaupum
og sigurvinningum í Champagne.
Er sókh þeirra einkar mikilvæg í
Aisne-dalnum. Hafa þeir tekið
fjölda fanga og allmikið herfang;
þar á meðal yfir 200 járnbraut-
arvagna.
Síðan 26. sept. hafa þeir tekið
milli Suippe og Argonne 7jfir
13000 fanga, 300 fallbyssur og
fjölda þeirra stórar.
Frá Washington er símað, að
stóreignamenn og auðkýfingar
Bandaríkjanna hafi heitið stjórn-
inni takmarkalausum fjárstyrk.
Hefir formaður amerískra banka,
Charles S. Hinch, gengist fyrir
því og látið það ummælt að bank-
arnir muni verja sínum síðasta
dollar, ef á þurfi að halda til þess
að leiða ófriðinn farsællega til
lykta. Eru allir þar á eiuu máli,
að hlíta eigi ótimabærum friðar-
boðum Miðveldanna. Hafa safnast
afskaplegar fjárupphæðir til hern-
aðarþarfa, ef á þarf að halda; t.
d. hefir Stálfélagið lofað 40.000.000
dollara og „PrudentiaP-hfsábyrgb-
arfélags-sambandið hefir heitið
25.000.000 doll.
Japanar hafa framgang í Siberíu.
Hafa rekið Bolsévika frá Blago-
vestchensk og hrekja rauðfylkinga-
hersveitir á víð og dreif.
Áhlaup Irakka og Breta hjá
St. Quentin hafa borið þýðingar-
mikinn árangur. Þeir eltu Þjóð-
verja á undanhaldi og brutust inn
í St. Quentin alt að skurðinum.
Þjóðverjar veita þar enn þrálátt
viðnám. Frakkar hafa tekið nokk-
urn hluta skurðsins milli Troug-
noy og Rouvnoy. Sunnar hafa
þeir sótt fram á Hindenburg-lín-
unni, tvo kilóm. austan við Gauchy.
Þjóðverjar hafa neyðst til að sleppa
hásléttunni milli Aisne og Reims-
héraðs og hörfa undan. Frakkar
hafa telcið Maizy, Concevrau,
Meurival, Ventelay, Bouvencourt,
St. Thierry og fjölda þorpa. Hafa
sótt fram og tekið Autry, Autry-
skóg og 5 kílórnetra svæði norð-
an við Bouconville.