Þjóðólfur - 27.06.1919, Síða 3

Þjóðólfur - 27.06.1919, Síða 3
Þjoðolfur 3 Með því að Kaupfélagið Hekla á Eyrarbakka hefir keypt allar eignir h|f. Yerslunin Einarshöfn, sem nú er uppleyst og hætt störfum sínum, þá tilkýnnist hér með, að Kaupfélagið Hekla annast greiðslu á öllurn skuldum, sem hvildu á Yerslun- inni Einarshöfn h|f. p. p. Kaupfélagið Hekla S. Suémunéssen. Raupfélagiá HEKLá hefir fengið íjölbreytt urval afvefnaðar- vörum frá Englandi og Ameríku. Einnig miklar byrgðir af skófatnaði. Sveitamenn! Farið eigi langt yfir skamt1 * #####* ####***#*## # ##*##*#######*###* er sviftur öllu því frjálsræði og sjálfstæði, sem mönnum er nauð- synlegt, ef eigi verður öfluglega unnið á móti umrenningssvallinu og ótrygðar-hugsunarhættinum, sem veldur þvi, að margir lenda á flækingi og verða að engu, í stað þess að festa yndi í sinni eigin sveit. Og altaf verður fyrir manni sama varnarvirkið. Góður og þjóðlegur skóli heima 1 héraðinu er það eina, sem fær rönd við reist. Árnes- og Rangárþing áttu merkilega sögu og mörg menn- ingarsetur á meðan þar voru skólar — bara skóiar. — Fví þarf endilega 'að kalla það lýðskóla eða iýðháskóla? Þess konar nöfn gera mann tortrygginn og minna á tómar þýðingar, sem eru góðar með, en það þarf iíka að frum- semja. Sveitir Suðurlands eru nú í mesta lagi hjáleigur Reykjavíkur- menningarinnar og skólanna þar. Þetta verkar óheppilega á liugsun- arhátt sveitamanna; drepur í þeim þann sjálfsmetnað og sjálfstæða íhugun, sem er samboðið kjörum þeirra. Hlutverk skólans er að breyta hugsunarhættinum, svo að menningarsetrin gömlu, eða önnur ekki siðri, verði endurreist og sveitirnar megi blómgast og byggj- ast af niðjum þeirra, er þar voru áður, og haía falið þeim, sem nú lifa, að skila framtíðinni óskertum arfi. Ekki gerum vér að svo komnu neina tillögu um, hvernig hagan- legast muni að koma skólahug- myndinni í framkvæmd fjáihags- lega. En þó ætlar Fjóðólfur, áður en aðrir taka til máls um það atriði, að láta þá skoðun sína í Jjósi, að Sunnlendingaskólinn verður kostnaðarsamt fyrirtæki, einkum að því er stofnun hans snertir, og þvi alls ekki að hugsa til þess, að héruðin, sem að honurn eiga afl búa, leggi fram aðalskerfinn. Skólinn á að stofnast sem alþjóð- legt fyrirtæki, og á kröfu til og rétt á að vera gerð’ur út af ríkinu, «ngu siður en t. d. Austfirðinga- skólinn, sem þannig er úr garði gerður. Þjóðólfur gerir sér vonir um, að rnargir mætir menn verði til þess, að skrifa um skólamálið í dálka hans, og þykir vænt um að fá álit sem flestra góðra manna, svo að framkvæmd þessarar hug- myndar verði síðan bygð á því samanlögðu, er best verður lagt til málanna. í næsta blaði hefst hugvekja eftir ungan og efnilegan mentamann, sem hefir mikinn áhuga fyrir skólamálinu, og er þess vænst, að honum verði gert kleyft að afla sér nauðsynlegs undirbúnings, ef hann gerir alvöru úr því, að helga krafta sína skól- anum, sem koma skal, Útlendar og innnlendar fréttir ætlar Þjóðólfur að flytja lesendum sínum framvegis á þann hátt, að yfirlit fáist um það allramerkasta> er ber við á líðandi tíma. ítarlegra og langra fréttakafla má ekki vænta, þar sem blaðið blaðið hefir ekki þá aðstöðu hér fyrir austan, að það geti aflað í tíma nauðsyn- legra gagna til þess að ná tíð- indum saman, og svo er rúm þess takmarkað. En eitt er það, sem blaðið ætlar að leggja sér- staka áherslu á að fullnægja i þessu efni, og það eru fróttir um það sem við ber í þessum héruð- um, er það hefir, samkvæmt ferða- áætlun sinni, ákveðið að koma víðast við í. Vill Þjóðólfur feginn eiga að fróða og sannorða sögumenn til þess að hann eigi því betra með að segja frá því merkasta, er skeður í sveitunum. Mun blaðið á nálægum tíma rifja upp það helsta, er til tíðinda telst hér austanfjalls síðan það hætti út- komu í októbermánaðarlok síðastl. Friðurinn langþráði er nú að komast á og hafa Fjóðverjar gengið að friðar- kostum banþamanna og skrifað undir friðarskilmálana. Verður skýrt frá þessum merkilegu tíð- indum í næsta blaði. fingmenn Árnesinga halda þingmálafundi að nokkrum stöðum í sýslunni næstu dagana. Má varla búast við að þeir fundir verði fjöl- mennir nú í mesta annatímanum. Útgefendur og eigendur: : Nokkrir Árnesingar. : Ritstjóri: Einar E. Sæmundsson. :: :: Prentsmiðja Þjóðólfs. :: :: Gerið svo vel og lítið inn í verslun mína. Þar munuð þér finna besta og ódýrasta vefnaðarvöru, skófatnað og fleiri vörur, er ykkur kann að vanta. Virðingarfylst. Cgill Sr. cTfíorarsnssn Sigtúnum. Hið vel þekta liangikjöt vort er nú á förum, en töluvert fyrirliggjandi af kæfu og tólg. Sendið pantanir í síma nr. 8. \ Kiupfél. HEKLA. oooocraooooooooooooooooooo Til athugunar fyrir sv eitamenn. Undirritaður selur héimagerða vagna, einnig vagnhjól og kjálka út af fyrir sig og gerir við bilaða vagna og önnur ökutœki. Hvergi fyr eða betur af hendi leyst, Kristinn Jónsson Frakkastíg 12 Ileykjavík. Aktýgi, ólar, svipur, uýkomið í HEKLU. í sumar höldum við uppi föstum ferðum milli Reykjavíkur og Eyrarbakka á mánudögum og fimtudögum. Afgreiðsla á símastöðinni á Eyrarbakka. Gnnnar ólafsson. Erling Aspelnnd. ,. Sími 391. Simi 665.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.