Lanztíðindi - 30.05.1850, Síða 2
74
skipsgaungu lijeðan, er næsta óvíst eptirleiö-
is. Yrði liann svo fundinn sýkn sakar, þá
ætti hann, í sannleika skylda þóknun hjá
landinu fyrir ómakið.
Við 20. gr. Jessi grein, fæ jeg ei bet-
ur sjeð, en sje í fullkomnu stríði við 22. gr.
Hjer segir, að „konúngur útbýti embættum
með sama valdi, og verið hefur, og aö alþing-
ið meigi það vald ekki skerða i nokkru“, en
í hinni greininni, að konúngur meigi ei „ráða
yfir neinu af lanzins sjóði, nje ákveða út-
gjöld“. Híngað til hefur það veríð venja, að
því er mjer er kunnugt, að þegar konúngur
hefur kallað einn til embættis, hefur hann á-
samt, í veitíngarbrjefinu ákveðið, hvað em-
bættismaðurinn eigi að hafa í aðra hönd til
launa; er ekki þetta að ráða yfir lanzins sjóði? '
3>að er líka eðlilegt, að sá sem sækir inn
embætti verður fyrir fram að vita, að hverju
hann á að gánga, annars sækir hann máske
ekki, og landið missir, ef ske má, af dugleg-
asta embættismannsefni, því óvíst tel jeg
það, að þeir, sem efnilegastir eru, og geta
þvi máske brugðið sjer til fleira, en þess
eina, gefi um að eiga eptirkaupin við alþíng
okkar, eins og í frumvarpinu er gjört ráð
fyrir því. 3>að er þyí e'lt a^ tvennu fyrir,
annaðlivort að konúngur ákveði laun allra em-
bættismanna, eins og verið hefur, eða að al-
þíngið, skynsamlegar skipað, en lijerergjört
ráð fyrir, fyrirfram með löggjöf einskorði,
hver laun í sjerhverju embætti, vejtist þeim,
er þvi þjóna. Hjer segir, að til embætta „í
landinu“ meigi einúngis Islendíriga kjósa o.
s. frv.; mjer skilst á þessurn orðum „í land-
inu“ að fulltrúinn í Danmörku sje ei þar með
meintur. Sjá við undangángandi gr.
Við 21. gr. Á þessa grein er lika lítið
eitt minst við 19. gr.
Við 22. gr. Má þá konúngur ekki með
ráði og samþykki ríkisdags Dana semja verzl-
unarsamnínga fyrir Danmörku, nema alþíng-
ið leyfi ? 3>etta er þó líklega ekki meiníng
liöfundarins. J>að lítur sv0 ut sem konúng-
ur meigi af hendi láta einhvern hluta lanz-
ins með alþíngis samþykki; þá er þó landið
ekki „ódeilanlegt“ eptir 1. gr.
(Framhaldið síðar).
--------+H---------
Bæn um molana.
3>ó ritgjörð sú, sem nú er verið aðprenta
í Lanztíndunum, á móti „frumvarpinu“ kunni
að vera vel og greindarlega samin, þykirmjer
þó og jeg held fleiri lesendum „tíðindanna“,
það að henni, að hún einúngis gefur sig við
að rifa „frumvarpið“ niður, en kemur ekki
sjálf með neitt nýtt eða betra í staðin; því
að það er ekki nóg, að almenníngur komist í
skilníng um, hvornig ekki eigi að stjórna
landinu — og þetta þekkir hann því miður
allt of vel af reynslunni — það er ekki nóg,
að hann þekki einhverja ránga stefnu í stjórn-
arskipun lanzins, nema honum sje jafnframt
bent á, hvornig henni verði betur komið fyrir.
Að vísu hefur nú verið fengist við þetta áður
í Lanztíðindunum, einkanlega í „sundurlausu
hugmyndunum“, en það væri þó aungu að
síður æskilegt og fróðlegt að heyra uppá-
stúngu „þessa rithöfundar“ um það efni, og
lesendur „tíöindanna* mundu kunna honum
þakkir, ef hann vildi þannig efna það loforð
sitt, „að tina mola uppí vegginn“; því enn
sem komið er hefur harm ekki gjört annað
en sparkað frá sjer og troðið „frumvarpið“
sundur.
Einn af lesendum Lanzlíðindanna.
---------H+--------
Hálfyrði um skólamálið.
Vjer höfum orðið þess áskynja, að sum-
ir hafa legið „Lanztíð.“ á hálsi fyrir það, að
þau hafa ekki látið í ljósi álit sitt um skóla-
málið eða atburði þá, sem urðu í hinum lærða
skóla í vetur, jafnfraint því sem þau tóku til
prentunar aðsenda grein um það efni. Lanz-
tiðindin hafa verið að bíða eptir, að einhver
tæki málstað rektors og lagaði það er lagfær-
íngar kynni við að þurfa í aðsendu greininni.
En úr því enginn hefur fundið köllun hjá sjer
til þessa, skulum vjer ekki draga lengur að
gjöra almenningi grein fyrir skoðun vorri á
þessu máli. Vjer heyrum hvorki til þeirra,
sem hafa viljað áfellast skólann fyrir óhlýðnis
anda, nje hinna, sem ásaka rektor fyrir sjerlegt
stjórnleysi og ólægni, því að vjer erum full-
komlega sannfærðir um, að ólag það, sem
komst á skólann í vetur, er einkanlega að
kenna regluyjörð skólans og því sambandi,
sem hún hefur látið vera milli stiptsyfirvald-