Undirbúningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851 - 16.02.1851, Qupperneq 1

Undirbúningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851 - 16.02.1851, Qupperneq 1
U ndir búningsblað umlir þjódfinuiiiui að siimri 1851. 4. blaB. Kefndarálit frá Mýrasýslu. (Framhald ) IV. 27 gr. Alþingi er þjóbþing íslendiuga. 28 gr. Til alþingis hefur hver mabur kosn- ingarrjett og kjörgengi, sem hefur óskert mannorh og er 25 ára at> aldri. þó nýtur haun ekki rjettar þessa ef hann: a) er búlaus og háður einhverjum einskökuin manni, b) nýtur, eða hefur notið styrks af sjó&i fátækra, sem hann er ekki búinn aí> skila aptur eða borga, e) hefur misst fjárforráð, d) hefur ekki verið í eitt. ár 4)úsettur í kjördæmi því, sem haun er í, þegar kosuingar fara fram. Samt má þann mann kjósa, sem ekki er bú-fastur í kjördæminu ef hann hefur boðizt. 29 gr. Landinu skal skipt í. 32 kjördæmi og kjósi hvert kjördæmi einn alþingismann. Tak- mörk kjördæmanna skulu síðar akveðin verða með lögum. 30 gr. Til aiþingis eru menn kosnir til þriggja þinga. þeir fá ákveðið kaup dag hvern. V. 31 gr. Alþingi skal sett fyrsta virkan dag f júlímánuði og eigi fyrri, og haldið við öxará. 32 gr. Alþingi er friðhelgt; hver maður sem ræðst á friðhelgi þess og frelsi, og hver sem býður nokkuð, er lýtur að því, eður og hlýðir þesskonar boði, verður sekur um drottins svik. 33 gr. Alþingi á rjett á, að stinga upp á lagafrumvörpum og samþykkja þau fyrir sitt leyti og veita þeim lagagildi eptir þriðja þing, þó kon- ungur samþykki ekki. 31gr. Alþingi á rjett á, að senda bænarskrár til konungs. 35 gr. Alþingi á rjett á að setja nefndir af þingmönnum til að ransaka almenn áríðandi mál- efni. Nefudirþær eiga rjett á, að heimta skýrslur, munnlegar eða brjcflegar, bæði af embætlismöunum og þeim, er ekki hafa embætti á hendi. 36 gr. Ekki verða skattar álagðir, nje þeim breytt eða á ljett; ekki má landið heldur taka lán og ekki má selja eignir þess, nema með lögum. 37. Alþingi skal í hvert skipti kjósa 2 menn, sem, fyrir borgun, ransaka fjárhagsreikninga landsins fyrir 2 ár til uæsta þings. Menn þessir skoða reikningana, og gæta þess, að tekjur lands- ins sjeu þar allar tilgreindar og að ekkert hafi verið útgoldið, nema eptir fjárlögunum. þeirgeta krafizt, að fá allar skýrlsur þær og skjöl, er þeir viðþurfa. Síðan skal bera reikningana fyrir bæði árin, með athugasemdum skoðunarmanua, undir alþingi, sem tekur ákvörðun um þá. 38 gr. Alþingi sker sjálft úr því, hvort þiugraenn eru löglega kosnir. 39 gr. Sjerhver nýr þingmaður á, uudireins og það er viðurkennt, að hann sje að lögum kosinn, að vinna eið að því, að hann skuli halda grund- vallarlögin. 40 gr. Alþingismenn eiga eingöngu að fara eptir sannfæringu sinni, en ekki eptir reglum frá kjósendum síuum. Embættismeun þeir, sem kosnir eru til alþingis, þurfa ekki að fá leyíi hjá stjóru- inni til að taka á móti kosningu. 4.1 gr. A meðan þingmenn hafa þingstörf á hendi, má engan þeirra ákæra fvrir skuldir, ekki heldur fyrir orð eða meiningar innan þings, án samþykkis alþingis. 42 gr. Heimilt er hverjum stjórnarherra að vera á þingi og á hann rjett á, að taka til máls, þegar hann vill, en gæta að öðru leyti þingskapa. Ekki eiga stjórnarherrar atkvæðisrjett, nema þeir sjeu kjörnir þingmenu.

x

Undirbúningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Undirbúningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851
https://timarit.is/publication/74

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.