Ný tíðindi - 06.11.1852, Blaðsíða 2

Ný tíðindi - 06.11.1852, Blaðsíða 2
86 skyldna. Undirdómarinn, settur sýslumaður Jón Thoroddsen, feldi þann 23. sept. 1851 svo látandi dóm á málið: Dannebrogsmaður Eyólfur Einarsson á Svefneyum á aö borga sækjanda þessarar sakar, kaupmanni Th. Thorsteinsen á Vatn- eyri, 360 rbdd. 24T\ skildinga, með leigum 4 af hundraði árlega frá 26. sept. 1839 til 26. sept. 1843, og frá 23. sept. 1850, þang- að til skuldinni er lokið; svo borgi hann og sækjanda í málskostnað 45 rikisbankadali. Dómi þessum skal fullnægju veita innan 15 daga, eptir að hann er löglega birtur, undir aðför að lögum. Dannebrogsmaður Eyólfur skaut dómi pessum til atkvæða landsyfirrjettarins, hverj- um ekki virtist að Eyólfur „hefði gjört sig „sekan í neinni þeirri vangæzlu eða hirðuleysi, „er honum gæti orðið tíl ábyrgðar", heldur miklu fremur „að hann hefði gjört allt það, „sem eptir krinyumstœðunum gat af honum „rjettilega or með sanngirni orðið krafizt, og „og dæmdi því 26.júlí 1852. Áfríandinn dannebrogsmaður Eyólfur Ein- arsson á fyrir hins innstefnda kaupmanns Th. Thorsteinsens ákærum í þessu máli sýkn að vera. Málskostnaður fyrir báðum rjett- um falli niður. Verjanda, organista P. Gudjohnsen, bera 10 rbdd. í málsfærslulaun, sem borgist úr opinberum sjóði. Frjettir. Norðan og vestanpóstarnir komu hingað um mánaðamótin, og heyrist ei annað frjettnæmara með þeim en árgæzka og veðurbliða. I Reykjavík ber og fátt til tíð- inda, er frá sje segjandi. Hún er að vísu í framför með byggingar og hús; því nú eru þrjú hús í vændum austur við lækinn, og eru þegar teknar undirstöður til tveggja þeirra. Bjering kaupmaður hefur og látið hækka skemmu (pakkhús) þá, er hann á frammi við ströndina, um eitt gólf, og er það allhátt hús, og þokkalegt tilsýndar. 5>á-er og í ráði, að þeir Siemsen og Bjering ætli að byggja hús eitt mikið og veglegt suður með Reykjavík- urtjörn vestanverðri. Aptur á móti þykir oss bær þessi ekki lýsa mikilli framför í sumu eöru, t. a. m. gildaskálafjelaginu, sem ekki hefur enn getað orðið ásátt um lög handa sjer, og margir halda að þegar muni klofna í sund- ur, eins og verzlunar - og garðfjelagið forðum. Eins virðist oss það og miður sómalegt, að sjá mykjuhauga í fjórunni verða vallgróna af elli, og vita helztu menn bæjarins deila og fara í handalögmál úti á bersvæði, eins og nú hefur viljað til fyrir nokkru. 3>að hefði raun- ar ekki þótt hjer setjandi ef einhverjir slæp- ingar hefou átt hlut að máli, því þeir hefðu þá líklega verið settir í svartholið, og svo hefði það verið búíð. En hjer er eptirdæmið, sem mestu er vert. — Friðsemi og eindrægni er og minni en vera skyldi milli sumra em- bættismannanna, ög er það því Iakara, sem minní er rót óvildarinnar, og meira í hú'fi ef hún helzt við eða þróast. En þetta jafnar sig efalaust bráðum; því vjer ætlum, að hver skynsamur og menntaður niaöur muni finna það, hvílíkur óþarfi það er, að beyskja sjer lífið um skör fram. — Vjer höfum áður minnst á hestakaup Eng- lendinga hjer við landið í sumar, og má bæta því við, að siðan hefur W. Young keypt hjer 36 hross f'yrir 17 rbdd. hvert að meðaltali, og annar Englendingur hjer um bil 75 hross fyrir viðlíka verð. Hafa því borizt inn í landið ærnir pen- ingar fyrir hesta í sumar. — 3>ar að auki er og nú með póstskipi birt, að einn Englend- ingur hefur i sumar fengið leyfi til að fara hingað upp og kaupa farm á 37 lesta skip af hestum og nautpeningi. En vjer vitum ekki til að hann sje neinstaðar kominn enn. — 3>essi viðskipti Englendinga ættu að verða íslendingum hvöt til þess að hefja markað í Reykjavík á hentugum tiinum, og gjöra hann hljóðbæran, svo Englendingar gætu komið á hann, til þess að kaupa hesta og nautpening, eða hvað, sem þeir mættu. Slík ráðstöfun gæti orðið hvorumtveggja hagur. —- Prentsmiðjan á Akureyri. J>að eina, sem vjer vitum um hana er, að Helgi prent- ari Helgason, fyrrverandi forstöðumaður stipts- prentsmiðjunnar, er nú kominn til hennar, til þess að verða forstöðumaður hennar. Ætlar hann í vetur að reyna að koma henni svo í kring, að hún geti tekið til starfa að sumri. Hefur það heyrst, að -ýmsit sjeu farnir að rita handa henni, einkum í Múlasýslum. 3>ar kvað og prestarnir vera farnir að yrkja nýja sálma, en vjer vitum ekki hvort þeir eiga að

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.