Ný tíðindi - 06.11.1852, Blaðsíða 3

Ný tíðindi - 06.11.1852, Blaðsíða 3
87 koma í auknu og endurbættu útgáfuna af Messusöngsbókinni stiptsprentsmiðjunnar, sem einatt sfendur til, eða í nýja sálmabók frá Akureyri. — Viðvíkjandi íslandi sendi nú stjórnin með póstskipinu nýtt búnaðartöflusnið prentað og reglur sem þar til heyra, og látum vjer það hvorttveggja koma í næsta blað, hverjum sem vill til glöggvunar. — Dulsmálið frá Skálholti, sem nefnt var í seinasta bl. N. T. er nú komið fyrir lands- yfirrjettinn, og verður því skýrt frá því siðar. Póstskipið kom hingað hinn 27. f. m. Með því höfum vjer fengið blöð og frjcttir septembermánuð út. Frá Dönum er ekki að heyra annað en frið og árgæzku. í tilliti til stjórnaraðgjörða höfum vjer þaðan engar teljandi nýlundur heyrt, nje heldur frá öðrum ríkjum NorðuráU'unnar. Danir eru nú að leggja frjetta- fleygi um Sjáland í gegn um Kaupmannahöfn, og rýfa, niður Rendsborgarkastala. Mælt er og að peir setli bráðum að fella niður borgarveggina umhverfis Kaup- mannahöfn, og fylla með þeim varnardíki þau, sem liggja þar um að utan, til þess að borgin hafi meira svæði að byggjast út á. Ekki segjum vjer þó neinar sönnur ;i þessu. — það er og haft fyrir satt, nð Eng- lendingar sjeu farnir að safna fje til þess að Ieggja frjettafleyginn mikla um Færeyjar, ísland og Grænland til Vesturálfu, og er því ætlanda að þeir muni ekki aetla að heykjast á stórvirki þessu , sem varla sýuist mennskum mönnum unnt. — Mörgu er enn spáð um það, hvort L. Napoleon muni ætla að verða keisari í Frakk- landi, og hafa menn enga vissu um það. — Sömu kvað enn vera uppgripin af gullinu á Nýja-Hollandi, og áður. það er sagt til merkis um það, að í einni náriiu fund- ust þar i sumar 2 gullhnausar, og vóg annar þeirra 314, en hinn 142 Ióð. K ó 1 e r a var í Posen í septembermánuði, og það harla mannskæð. I Warschau hafði hún og verið, en för þá batnandi. Á spítölunum einum voru þar þá dánar úr henni 5000 manna, og frá 8. til 22. ágúst 1662 Gyðingar. — I Gothenberg á Svíþjóð hafði og brytt á henni snemma i septembermán., og eíns í Berlinni. E 1 d g o s. 20. dag ágústm. 1 haust kom eldur upp í Etnu á Sikiley, og halði hun þá ei gosið líðan árið 1843. Hefur hún i þetta skipti ollað mikils tjóns, eink- um á vínekrum þeim, sem umhverfis hana eru í hlíð- unum neðanverðum. — I seinastliðnum febrúarmánuði var og eidur uppi í Mauna Loa ú Hawaii. R í k i s þ i n g Dana átti að hefjast 4. dag október- raánaðar þ. á. I sumar, 14. d. septem. dó hertoginn af Wellington í Walmercastle í Englandi. Hann var fæddur 1. dag maím. 1769 i Dýflinni, gekk í enska herþjónustu 1787, var með í herferð- inni til Hollands 1794; 1787 barðist hann á Indlandi; hann var og með þegar Englending- ar heimsóttu Dani 1807; þar á eptir barðist hann nokkur ár við Frakka á Spáni og Portú- gal. Eptir það að Napoleon kom aptur frá Elbu tók hann við æðstu herstjórn móti hon- um og vann orustuna við Waterloo, og studdu að þvi ýms atvik fremur en hreysti hans eða dugnaður. Hann hafði optar en einusinni haft æðstu ráðgjafarvöld á hendi, og þarað auki ýms önnur há embætti; þótti hann sumum heldur ófrjálslyndur og hliðdrægur höfðingjum. 2 af sonum hans eru enn á lífi. í hitt eð fyrra þegar jeg var að íslenzka Eðlis- fræðí Fiichers, sem bókmenntaí'jelngið gaf út í Kaup- mannahöfn í vor, duttu mjer ýms töl og smíðvjelar (Maskiner) í hug, scm jeg hjelt að verða mættu að liði hjer á Iandi, ef þær yrðu búnar til. Jeg hugsaði opt um þetta í fyrra vetur, en gat þó ekki látið smtða neitt, bæði vegna þess að raig skorti fje til þess, að eyða svo miklu sem þurfti í tilrauuir, sem óvíst var hvernig fara mundu. En þegar jeg heyrði getið um sláttuvjelina fri Vesturheimi, sem sýnd var í Lundúnaborg í fyrra, þá fór jeg að hugsa um hvernig viðlíka vjel myndi verða gjörð til þess, að verða notuð hjer á landi. Jeg vissi þá ekkert hvernig hin var í hátt, og veit ekki enn. þó rjeðist jeg í að láta smíða mynd af þeirri, sem jeg hugsaði upp, og herti það i mjer, er jeg heyrði að Arnesinga langaði til að vita um tilbúning á sláttuvjel Vesturheimsmanna. þetta mót mitt sýndi jegfyrstýms- um mönuum, og breytti því síðan tvisvar, einkum eptir bendingum konferenzráðs þ. Sveinbjörnssonar, sem gjörði sjer allt far um, að laga það sem bezt, og hjálpa mjer til að sjá á því gallana. því næst lagði jeg mótið fram á húss- og bústjóriiarfjelags fundi í sumar, og bað um álit þess, og slíkan styrk, sem það gæti og vildi veita mjer til þess að fá vjel þessa smíð- aða til reynslu í fullri stærð. Fjelagið svaraði mjer á þann veg, að það hefði ekki fje til að styrkja mig með, og væri ekki fært um að álykta neitt um gagnsemi tóls þessa, en rjeði mjer helzt til, að senda mótið til land- bústjórnarfjelagsins í Kaupmannahöfn. Tók jeg þá við mótinu aptur og geymdi það. Hef jeg síðan sýnt það ýmsnm mönnum, svo það er nú orðið hljóðbært um sláttu- vjelarmynd þessa til og frá um landið ; hafa ýmsir spurt eptir henni munnlega, og einn maður brjeflega. Yfir- kennari hr. B. Gunnlögsen hefur samið um hana nákvæma ritgjörð, en með því hún cr flestum af lescndum N. T. of þungskilin, þá lætjeg ekki prenta hana i þetta sinn. En vel lýst honum á vjelina, og það heldarhann að kost- andi sje upp á að smíða hana ívo störs^ sem þnrf til reynslu. Hann heldur og að hún muni geta orðið notuð jafnvel á nokkuð ósljettri jörð, og eptir útreikningum hans, mætti nú enn laga hana í ýmsu tilliti. — það eru þvi likindi til, að verkfæri þetta geti hjer orðið að góðum notum, en varla held jeg að það verði smíðað hjer á landi;

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.