Ingólfur - 12.04.1853, Blaðsíða 1

Ingólfur - 12.04.1853, Blaðsíða 1
 é » ^itðólfiir. 'f 1». d. aprílm. V f_____-________- j/ð 6 Kostnaðarmafiur og útgefari Svb. Ilallgrímsson. 1853, | -----1 9 LandsyfirrjeUardómur í málinu M Tffefí- Nokkrir innbúar Mosfells- sveitar, gegn fyrrum lireppstjóra, dannebrogs- manni Jóni Bjarnarsyni Stepbensen. r I Kollafjarðar fjárrjett á Kjalarnesi í Kjósar- sýslu, liöfðu haustið 1850 þann 27. dag sept- embermánaðar orðið talsverðar orðalinipring- ar, milli þáverandi hreppstjóra í Mosfellssveit, dannebrogsmanns Jóns Stephensen, og nokk- urra hans sveitarbúa. Bar það til þess, að hreppstjóranum þókti mál til komið að reka inn í rjettina af safninu í annað sinni, og skip- aði því svo fyrir, sem venja er til, að hætta skyldi að draga í almenningnum, og allir fara þaðan. Flestir brugðust vel undir þetta, því hreppstjórinn í Mosfellssveit hafði i samfjelagi með hreppstjóranum á Kjalarnesi, um langan tima haft á hendi stjórn alla við rjettina; þó varð einn eptir, Olafur bóndi Olafsson á Minna- Mosfelli, sem ekki kvaðst „gegna mundi Jóni í Hamrahlíð (Stephensen) meir enn hundi“. Ut af þessu spannst þá orðasinningur sá, sem málið er risið af. Fleiri flykktust að, og nokkrir tóku málstað Olafs. Hávaðinn og orrahríðin varð svo mikil, að bágt var fyrir þá, er við- staddir voru, að henda reiöu á því, er talað var. sem helzt gáfu sig fram hreppstjór- anum til mótþróa, voru fyrnefndur Olafur 0- lafsson, Olafur Jónsson, Jón Jorsteinsson og fjórir aðrir, sem vjer nennum ekki a.ð telja. Báru þeir fyrir að hreppstjórinn hefði þjóf- kent Ólaf Jónsson, og jafnvel alla bændur í Mosfellsdalnum aíð minnsta kosti, og höfðu um það skotið til 2. vitna. 3>eir 7 kl-öguðu því hr^ppstjórann fyrir þáverandi yfirvaldi og dómara í Gullbringu- og Kjósar-sýslum, lands- yfirrjettar assessóri, nú jústizráði Jónassen. Langar vitnaleiðslur voru haldnar, við liverj- ar lítið sannaðizt, því sum vitnin sögðu svo frá, önnur öðruvísi, og engin samkvæmni varð fengin; af þeim 2vottum, undir hverja átti að hafa verið skírskotað af klagendunum, gjörð- ist annar málsfærslumaður þeirra, og var því ei yfirheyrður, en hinn hafði enga þjófkenn- ingu heyrt. Loks þann 22. apríl 1851, var við Gullbringu-og Kjósar-sýslna lögreglu- rjett, dæmt rjett að vera: „Ólafur Ólafsson á Minna-Mosfelli, Ólaf- „ur Jónsson á Hraðastöðum, Jón jjorsteins- „son á Helgafelli, Sveinn Gestsson á Norð- „urreykjuni, Gunnar Bjarnason á Helgadal, „Erlendur Jorsteinsson á Laxnesi og Símon „Jónsson á Ilrisbrú, eiga að borga, þeirtveir „fyrstnefndu 5 rbd. (hvor), hinn þriðji 4 rf)d. „hinn fjórði, fimmti og sjötti 2 rbd. (hver), „og hinn sjöundi 1 rbd. til Mosfellssveitar „fátækrasjóðs. Málskostnaður falli niður. f- „dæmd útlát borgist innan þriggja sólar- „hringa, frá dóms þessa löglegri birtingu, „undir aðför að lögum“. Tilskipun 15. jan. 1817, skipar svo fyrir i 3. gr., að eptir 6 mánuði liðna frá dóms upp- sögn, fáist engum dómi, í prívat lögreglumáli (eins og þetta var), skotið til æðri rjettar; eu méir enn 16 máriuðum eptir þessa dóms upp- sögn, tók lögfræðingur Jón Guðmundsson út landsyfirrjettarstefnu í málinu bændanna vegna, og útvegaði, sjálfsagt á þeirra kostnað, upp- reistarbrjef tÐjÉrcifníitg), hvert landsyfírrjettur- inn síðar farm sig ei bæran um að refengja. Málið kom því fyrir landsyfirrjett, og var land- • og bæjar - fógeti V. Finsen skipaður dómari í júsitzráðs Jónassens sæti. Nú var sú breyt-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.