Ingólfur - 12.04.1853, Síða 3

Ingólfur - 12.04.1853, Síða 3
27 latinu, og bjó til skýringar yfir kvæöin í henni. 3>ar að auki eru til eptir hann fjöldamargar minni ritgjörðir um svipað efni, sumarihand- riti, sumar prentaðar sem boðsrit skólans; {)vi hann var svo frábærlega vel að sjer í norræn- um skáldskap, að vjer óhætt þorum að full- yrða, að hann í því varla hefur átt nokkurn sinn jafningja. Eins mikið afbragð var hann i latínskri og grískri málvísi; einkum dáðust aliir lærisveinar hans að því, hve snildarlega honum fórst að snúa þeim grísku rithöfundum, sem hann las fyrir í skólanum. Af þvi sem liann þannig útlagði, er ekki annað prentað enn Odysseifxdrápa í óbundnu máli (í boðsrit- um skólans 1829—40), og þykir hún öllum, sem vit liafa á, vera hið mesta snildarverk; þegar liann sálaðist, var hann kominn langt með að snúa þessari drápu í islenzk Ijóð með fornyrðalagi. Náttúrlegar hugsanir og skörug- leg orðatiltæki ens gamla skáldskapar áttu svo vel við óspillta sál ■ og tilgerðarlausa lund Egilsens sáluga, því sjálfur var hann einnig bezta skáld. Hann var manna fyndnastur, lipur og fjörugur í hugsunum sinum, skrítinn og gamansamur og orðheppinn. Mörg falleg kvæði eru til prentuð eptir hann, og það fer ekki hjá því, að fleiri munu vera til i ritsafni þvi, sem liann hefur eptir sig látið; þar kvað og vera útleggingaf allri Ilías drápu Hómers, af mörgum æfisögum eptir Plútark, af Xenó- phon ogafnokkrum viðræðum Lúcíans, o. s. frv. Sem lærður guðfræðingur átti Egilsen mik- inn og góðan þátt í hinni nýju útleggingu biflí- unnar, og hefur hann snúið 2. bók Mósis, Esaj- as spámanni, öllum sniærri spámönnunum og fleiri bókum, og er meistaradómur hans þar «innig auðþekktur, því málið og orðfærið á því sem hann hefur snúið er ágætt, og frá því öllu snildarlega gengið. Ilann var líka sálmaskáld, og i messusöngsbókinni nýju (ísl.) eru nokkrir sálmar eptir hann. —■ Af láti dr. Egilsens hafa bókmenntir Islands beðið mikið tjón, sem lengi mun verða óbætilegt, því ástundun hans og iðjusemi var að sínu leyti eins óþreytandi, og gáfnasnild hans var mikil og andagiptin ó- þrjótandi. Hann var einn af þeim lánsmönn- um, sem hafa allt sitt yndi af visindalegum störfum, án þess að vænta eða beiðast annara launa, enn þeirrar skemmtunar, sem visindin veita. Hugarfar hans var að sínu leyti eins barnslegt og gott, eins og gáfur hans voru miklar og fjölhæfar; en dulur varhannágáf- um sínum við aðra enn kunningja sina og vild- arvini; og er það djúpt rótfest í þjóðerni ís- lendinga. Dr. Egilsen dó frá konu og mörg- um munaðarlausum börnum í bágum kring- umstæðum. 1»“. Árl’erði. fað er nú næsíum mánuður síðan vjer drápum á f>etta atriði í Ingólfi, þá er 3 vikur voru af Góu. Veð- urreyndin hefur haldizt Ifk því, sem þá var sagt, all- góð hjer á Suðurlandi; hafa optast verið kjælur, þó hæg- ar, með töluverðu næturfrosti; hefurnú viðrað svo fram í miðjan Einmánuð. þess vegna er hætt við, að seint hafi orðið um bata í þeiin sveitum, þar sem jökullinn var mestur; en vjer höfum engar vissar fregnir þaðan fengið, og getum því ekki að svo komnu sagt, hversu úr hefur ráðizt. Af Vesturlandi höfum vjer fregnað svo inikið, að fiestir hafa staðizt harðindin, og eigi mun vetrarríkið hafa unnið þar neátt verulegt tjón velmegun manna. Beztu aflabrögð hafa verið undir Jökli, ern þar taldir hlutir almennt 500 til 800 frá Nýári til Páska. Á Suðurlandi má árferði heita yfir höfuð að tala æskilegt bæði til sjés og sveita. Harðindin voru þar aldrei nema svo sem 6 vikna skorpa, þar sem þau voru ríkust; og svo munu víðast hvar nægar jarðir hafa verið npp koinnar þegar á Páskura. þegar litið er hjer á aflabrögð um þessa vertíð, mega þau víða heita góð, sumstaðar í betra lagi, en sumstaðar líka sáralitil, svo næst geng- ur fiskileysi, eins og verið hefur til þessa í Njarðvikum og Vogum. Seinast í næstliðnnra mánuði var hundraðs hlutur hæstur í Garði, 20 fiska hlutur minnst; og er það einhver hinn minnsti afli þar nú í mörg ár. þá voru 30® hæst á Suðurnesjum, og kotnið á sjötta hundrað f Höfn- um. Fiíkitregða, ef eklti fiskileysi, hefur þannig til þessa raátt heita utan frá Garðskaga og inn á Miðströnd. þar fyrir innan og á öllum Innnesjum hefur aflast vel, cn formenn hafa eigi viljað segja oss upp hlntarhæð svo snemma á vertíð. Frá Norðurlandi getum vjer ekkert sagt meðvissu; cn ískyggilegar fregnir berast þaðan um harðindi og felli í sumum sveitum.— Hjer í höfuðstaðn- uragjörast menn nú langeygðir éptir skipum, og kannast nú fyrst við sannleikann f Skipafregn. Líklega hafá ísalög í Eyrarsundi ollað því, að eigi er enn ltomið skip frá Danmörku.— Enn hafa þessar slisfarir orðið, sem eigi er áður getið. Brjef úr Skaptafellssýslu segir, að mann einn hafi þar kalið svo í febrúarm., aðútlítifyr- ir hann missi höndina. Annar var á reið, og datt undir honum hesturinn, svo muldist fótleggurinn niður við ökla, og ldofnaði upp að knje. Á Álptanesi slasaðist sjómað-> ur af byssu; hljóp hún á upphandlegg honum og splundr- aði öllum leggnum; maðurinn var fluttur hingað til bæj- arias til Iæknisins og er þar nú í græðslu.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.