Ingólfur - 31.05.1853, Blaðsíða 2

Ingólfur - 31.05.1853, Blaðsíða 2
38 staðfestu af konungi þ. 29. (les. 1837. hafði prófasturinn Guttormur sálugi Jorsteinsson á Hofi í Vopnafirði ánafnað hinu Opinbera 200 rbdd. r. s.; skyldi leiga bætast við þennan sjóð meðan prófasturinn lifði, en eptir bans dag bæri aö verja leigunni til verðlauna handa þeim, sem á íslenzka tungu semji góð og al- þýðunni nytsamleg rit í eðlisfræði (Physik), náttúrusögu, landbúnaði og í kristilegri siða- fræði. Ekkert þvílikt rit má vera minna enn 3 arkir, (ef inntak þess er ekki sjerdeilislega áríðandi, og með tilliti til atvinnuveganna nyt- samlegt fyrir landið), og ekki stærra enn 8 til 12 arkir prentaðar; verðlaunum má því að eins > útbýta, að algjörð vissa sje fyrir því, að ritið komi út á prenti, og verði selt almenningi með sanngjörnu verði. jþess er í áminnstu gjafa- brjefi óskað, að Islands biskup, dómkirkju- presturinn og presturinn á Görðum á Álpta- nesi bjóði fram verðlaunin, tiltaki tíinann þá ritgjörðirnar eigi að vera komnar til þeirra, gefi út hjer að lútandi auglýsingar og loksins áaafni verðlaunin þeirn ritliöfundi, sem samið hefur þá beztu, eður fyrir alþýðu uppbyggileg- ustu ritgjörðina. Jessar ritgjörðir eiga að vera nafnlausar með merkigrein á fremsta blaði (Motto); líka skal fylgja hverri þeirra for- siglaður seðill með nafni, standi og aðseturs- stað höfundarins. Degar búið er að ánafna verðlaunin fyrir einbverja ritgjörð, er seðill- inn, sem henni fylgdi, opnaður af prófdóm- endunum, sem þá strax tilkynna böfundinum það sem þurfa þykir“. Samkvæmt þessu buðtt fyr greindir próf- íómendur hverjum semvildi, að semja ritgjörð þess efnis, sem hjer á undan er tiltekið, og koma henni til biskupsins innan næsta októ- berm. (1851); og ef prófdómendurnir álitu rit- gjörðina góða og nytsama fyrir almenning, og Ijeti höfundurinn prenta hana á sinn kostnað, lofuðu þeir honum 12rbdd. i verðlauna skyni. — En þar eð engin ritgjörð er enn þá inn kom- in, ítreka fyr greindir prófdómendur þetta boð í annað sinn, með sömu skilmálum og sömu verðlaunum sem áður, og skal sá, er verðlaun- in vill hljóta, hafa sent ritgjörð sína biskup- inum fyrir byrjun októberm. 1854. Ný löggjöf. Með póstskipinu komu þessi fjögur laga- boð er áhræra ísland. Opið brjef, 2. marz þ. á. er á kveður nákvcem- ar greiðslu alþíngiskostnaðarins, svo, að nú eigi að greiða hann einnig af afgjaldi sjálfseignarkirkjujarða, að prestsmötunni einni undan þeginni. Auglýsing frá ráðherra innanríkismálanna, 4. s. m. um að leyft skuli vera í 2 ár, þetta ár og hið næsta, að sigla upp Krossvík á Akra- nesi til veiy.lunar. Opið brjef, 18. s. mán. er á kveöur nákvæmar tíundargjald til prests og kirkju. Skal greiða það annaðhvort með peningum eptir meðalalin í verðlagsskr., eða í góðum aurum (1. gr.j; þó mega þeir ekki vera i lægra verði enn meðalalin. Sjóarbændur eiga kostá að greiða tiundirnar með gjaldgengum þorski (hertum) (2. gr.). Kirkjuforstjórar skulu ætíð gjöra skil á kirkjutíund eptir meðalverði verðlagsskr. (3. gr.). Ilin 7. gr. í reglug. 17. júlí 1782 þannig tekin úr lögum (4, gr.). Opið brjef, 2. apr. þ. á., er breytir opnu brjefi 4. rnaí 1778 um rekarjett á Islandi. Vogrek,sem áður heyrðu sýslumönnum til, en nú eru lögð til dómsmálasjóöarins, skulu jarðeigendur eignast fyrst um sinn, ef eig- andi helgar sjer þau ekki á rjettum tíma (1. gr.). Jarðeigandi skal hið bráðasta lýsa ná- kvæmlega stærð og ásigkomulagi vogrek- ánna og merkjum, ef nokkur eru, fyrir sýslu- manni, en hann skal láta 2 eiðsvarna menn virða. Ef vogrek er metið 5 rbd. eða meira, skýrir sýslum. amtmanni frá, en hann lætur lýsa því í yfirdóminum; þar má eigandi helga sjer það hjá amtmanni einu ári og sex vik- urn eptir. Ef vogrek er ekki 5 rbd. virði, þarf enga lýsingu í yfirdómi, en eigandi helgar sjer það hjá sýslum. eptir jafnlangan tíma (2. gr.). Ef leigur og tekjur dóms- málasjóðarins hrökkva ekki fyrir útgjölduni hans, skulu jafnaðarsjóðirnir bæta honum missir vogrekanna á sjálfseignarjörðunum eptir meðaltölu vogrekatekjanna fimm sein- ustu árin (3. gr.). (Aðsent). Út af því sem stendur í þjóðólfi um mismuu þann, scm er milli skýrslu þeirrar, er stendur í Nýjum Tíð-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.