Ingólfur - 28.10.1853, Blaðsíða 8

Ingólfur - 28.10.1853, Blaðsíða 8
72 Grímsey og Kolbeinsey. Ari Eyfirðingur, sem nam hjer siglingn x vetur, kom að henni (Kolbeinsey) í sumar, og vildi skjótast upp á báti, en varð að hverfa frá við svo báið vegna brims; var eyan þá svo þakin af fugli og sel, að ekki sá til jarðar. Hefur mönnum síðan verið tíðrætt um, hversu hana megi nota, og þykir það eitt til fyrirstöðu, að skipalega er þar ill. Hingað er nýkomið skip frá Höfn með við og vöru, og von á tveimur enn frá Englandi samt mestmegnis með salt. þó jeg tíni ekki fleira til að sinni, sjerðu samt af öllu þessu, að ávallt er hjer að þróast fjör og framkvæmd, og er það allt að þakká hákallsaflanum; jeg ætla ekki að segja þeim, sem hákallsaflann gclur, því það er ár móð að geta hans ; kannske það verði xnóðins aptur, ef kólera kemur. — Af því jeg er ná háinn að drepa ofurlítið á almennt og lík- amlegt ástand vort, mun þjer eklti síður þykja hlýða, að jeg geti lítið eitt um andlegt ástand okkar Isliróinga En þar er fátt frá að segja. Oss hafa reyndar borizt ýmsar fræðibækur frá Egli bókbindara Jónssyni, fyrst skal frægan telja — jeg kalla hann frægan, því fáheyrt mun það hjer á landi, að maður, sem ekki heíur notið meiri mentunar, enn jeg ætla, að hann hafi notið, skuli starfa svo mikið að boka utgáfum, eins og hann hefur gjört á þessu ári, og á hann lof skilið fyrir það, þegar á allt er litið; því flestar þær bækur, sem hann helur látið prenta og jeg hef sjeð, eru fróðlegar og skemmti- legar, og þarf jcg ekki að telja þær. Frá E. prentara þórðarsyni höfum við fengið það, sem prentsmiðjan hefur nægast af, og bænakverið hans sjera Ólal's Indr- iðasonar. Frá átgefara Ingólfs höfutn við fimgið Hug- vekjurnar nýju, Lestrarbókina döusku og Ingólf. Frá heria Jóni Guðmundssyni höfum við fengið þjoðólf, og frá Fornritaljelaginu eru lika komnar bingað bækur að tilhlutun Jóns stádents Arnasonar. Svo ekki vantar okk- ur bækurnar, væri þeim þar eptir veitt viðtaka, og þær notaðar að því skapi. Já, þá gleymdi jeg því, sein er stykkja stærst, eu það er „Lovsamling lor Island I. og 11“., sem slæóst helur hingað líka. Jeg ætla ekki að fella neiun dóm á þessar bækur, sumar þeirra eru mínu lofi meiri, en aðrar þeirra hirði jeg ekki um að ræða. það eitt vil jeg þó segjá þjer, að fátt hefur þókt nýti- legt af öllum þessum bokum i sumar, nema „Myndabókin handa börnum“. það er með öðrum orðum: það iná ekki ætla okkur Isfirðingum neitt fullorðinslegt að sinni. Ekki skal jeg segja nema nokkrum væri fýsn á að sjá Karla- magnösarsögu og Mynsters Hugleiðingar, sem almælt er að herra Egill Jónsson hafi og látið prenta í ár, þo við höfum enn hvorugt sjeð, Islirðingar. þetta máttu segja, ef þjer sýnist, bókamönnunum þar syðra. Árferdi og frjettir. Ingólfur gat þess seinast, að veðrállufarið hefði verið fremur styrt í septemhermánuði, og lijelzt það við l'ram yfir rjetiir, svo að heita mátti rjett fullkoinið vetrarlar um tíma. En þegar leið undir enda mánað- arins hatnaði aptur veðrattan, svo að hvor dagur- inn hefur mátt heita öðrum belri sumarið út. Tíð- indi hafa oss engin sjerleg horizt úr sveítnm, nema það er oss skrifað, að 23, d. f. m. Iiafi orðið algjörð- ur heyhruni á hæ nokkrum I Veslurhollum undir Eyja- fjölluin; brunnu þar 600 liestar af lieyi. Og er gleði- legt að geta sagt frá því um leið, að Eyjafjallahændur hafa svo hætt skaðann manninuin, sem fyrir heyhrun- anuiu varð, að hann getur haldið Ijenaði sínuni öllum I bærilegri tið. Póstskipið kom hingað til bajarins að morgni hins 13 d. þ. m., og hafði það liaft 9 daga ferð. þ>að segir þau tiðindi afkóleru, að lienni er nú linnt í Kaup- oiaiinahöfn, en aptur hefur hún gengið allskæð í mörg- iiiii öðrum hæjiiiu í Danmörku, og hreiðst lielir hún út til arinara landa hæði INorvegs, Svíaríkis og Englands; og er mælt að liún sje viða mjög mannskæð. Tíðindi þau, sein bárust í suniar iiui stríð á milli stórveldanna í Evrópu útaf Tyrkjanum, berasl nú hingað enn af nýju með póstskipinu, og þykir inörgutn svo líla út, nú sem stend- ur, sem til skarar muni skríða, og almennt strið muni hef- jast; eru því nú, sem von er til, inargar getgátur og spádóuiar um það, sem verða muni ájarðríki. En vjer höfum í þessu máli sömu trú og í suiiiar, að almennt staið murii trauðlega hyrja, eins og nú er áslalt. jþó þjóðirnar kunni að liafa nokkurn herhúnað, þá gjöra þær það til þess að hjóða livor annari byrginn og hlýða hinni gömlu reglu; „vertu úthúinn til stríðs, svo þú getir verið viss um frið.,, — Heyrt höfum vjer að íslenzkar vörur liafi selzt vel, en að danskar vörur sjeu dýrar, t. a. in. að korntnnnan iiafi í flöfn ekki fengizt fyrir ininna enn 10 rhd.; má því geta nærri uni rerð á korni lijer, ef það artnars væri að fá.— Híkisdagur Dana átti að koma saman í byrjún þessa mánaðar, og verður þá að líkinduni tekið fyrir verzlun- armál vort; liala oss borizt ýuisar frjettir uin meðlerð þá, sem sljornin vildi enn láta hafa á máli þessu, en að konungi voruni hafi þókt drátturinn á því vera orðinn fulllangur. Vjer látum ósagt, hvorjir nú vinna í þessu máli, þeir afDönum, sem vilja unna oss frjálsr- ar verzlunar, eða hinir, sem standa I uióti henni. Auglýsíngar. Bibliukjarui að stærð 38j örk, íátta blaða hroti, gefinn út af Ásm. Jónssyni dómkirkjupresli, er riú alprentaður, og fæst til kaups i Beikjavik hja Kaupnianui þorst. Jóhnssen, bók- bindara Egli Jonssyni, og útgefandaniim; kostar haua óinnhundinn I rbdd 64 skk.; í velsku bindi 2 rhdd. og í alskinni 2 rhdd. 16 skk. Svo fljólt skeð getur, verðtir hann sendur út uin landið til þeirra, sem hafa safnað áskrifenduni, og lofað að standa fyrir sölu hans. Hjá bókhindara E. Jónssyni i Reykjavik fást þess- ar bækur: Meyer. Fremtiiedordhog; þriðja útgáfa aukin «g endurhætt fyrir.....................4 rhdd. 48 »kk. Ný Fjelagsrit 13. ár fyrir.....„ — 64 — Frá prentsmiðjunni á Akureyri: Tíðavísur frá árinu 1801 —1815 eptir sjera þórarinn Jónsson, fyrir.......„ — 64 — Prentaður í prentsmiðju íslands, hjá E. Þ órð a rs y n i.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.