Ingólfur - 26.06.1854, Blaðsíða 4

Ingólfur - 26.06.1854, Blaðsíða 4
124 börnum að stafa, hann getur ekki búið þeim í höndurnar Stafrofskver, jafnvel f)ó hann geti sagt hörnunum svo fj-rir: þú átt ekki að nefna a eins og á, ekki gleypa stafi eða orð, og ekki tafsa. 5að er líka eins og höfundar þessa hins nýja Stafrofskvers hafi sjálfir fund- ið ófullkomlegleika sinn í þessu; raunar er það fyrst á þeim að skilja í formálanum, að þeir fyrir hina föstu áskorun hafi fundið sjer skylt, að greiða götu fyrir almenningi í tilsögn barna, með því að fá honum í höndur þetta Stafrofskver, sem menntunargrundvöll þeirra, en seinast í formálanum segjast þeir ánægðir, ef þeir með kverinu hafi greitt götu fyrir öðr- um, er búa vildu til Stafrofskver. Og það er gleðilegt, liversu hinir góðu höfundar hafa sjálfkrafa komizt til sannleiksins viðurkenn- ingar í þessu efni. jþví það er álit vort, að sjálfir hafi þeir í tifliti til stöfunarkennslu alls engan grundvöll reist, en borið að efni fyrir byggingarsmiði; og eiga þeir „að visu í sannleika“, miklar þakkir skilið fyrir það. En vjer skulum nú virða nokkuð fyrir oss kverið sjálft sem Stafrofskver. ^að byrjar þá á hljóðstöfunum, og sýnir þá tvisvarsinnum með alls engri leturbreytingu, heldur með sama letri, og því mjög stnáu. Já hefði verið miklu betra að hafa þá ekki nema einu sinni, og að þeir hefðu verið settir með stærra og skýrara letri; því betur sem myndin gengur í augu barnsins, þess betiy og fljótar festist hún í sálu þess. A eptir þessurn tvísettu hljóðstöf- um koma Samhljóðendurnir allt að einu tví- settir, en með engri leturbreytingu og ofsmáu letri líka. jietta er nú á fyrstu blaðsíðunni, og er það aðgætandi bæbi við hljóðstafina og samhljóðendurna, að þeir oru hjer eigi látnir koma fram í þeirri röð, sem þeir vanalega hafa í stafrofsröðinni, lieldur hafa höfundarnir flokkað þá eptir liljóði og talfæri, sem þeir svo kalla. Á annari blaðsíðunni eru bæði hljóð- stafir og samhljóðendur sýndir með upphafs- stöfum tvisvarsinnum, en með alls engri let- urbreytingu, og eins í ruglingi og áður. Loks- ins kemur stafrofið í venjulegri röð neðst á þessari blaðsiðu. Bágt er aðsegja, hvað vak- að hefur fyrir höfundunum, er þeir völdu þessa niðurröðun; en svo lítur út sem þeirhafi hugs- að sjer, að gjöra barnungann að einhvers konar staffræðingi.meðan hann væri að læra að þekkja stafina. jþað er þá eins og vjer færum að kenna börnum vorum faðirvor, en flokkuðum bæn- irnar allt öðruvísi, enn þær eru þar, og þá ept- ir því, sem oss þækti bezt við eiga eptir efni og anda; síðan færum að kenna því bænirnar í venjulegri röð. Mundi slík aðferð trautt flýta kennslunni, og ekki gjöra annað en villa barnið. (Framhaldið síðar). Auglýsíng. Innanríkisráðgjafinn hefir nieð bréfi til stiptaint- mannsins yfir íslandi, dagsettu 12. apr. [>. á., sett yerð- lag það, sem hér segir, á ýmsa utanríkispenínga, Jregar þeir eru greiddir til jarðabókarsjóðsins: Enskpr Souvereign (1 pund Sterlíngs í gulli) á 8 40 20 fránka-gullpeníngur..................... . 6 64 Spánskur pjastur (stólpadalur)..............1 84 Ensk lu óna (heill krossdalur)..............2 4 5 fránka-peníngur . . >...................1 71 Svensk spesía................................ .1 94 Franskir laufdalir (6 „livres“, liljudalir), niður- lenzkir 3 gyllinapeníngar (einfætlingar), ham- borgar | peníngar og hollenzkir Albertus- dalir, eptir vigt, lóðið á...............1 „ Mecklenborgar, liineborgar og saxneskir fpen- íngar („Zweidrittler"), lóðið á..........„ 80 Til þess að prófa þessar peníngateguadir, er til landfógetaskrifstofnnnar send peníngavog; er stærsta vi-gt hennar 1 (köllner) mörk=~16 lóð, en 1 lóð er = 4096 „Richtpfenningstheile". þegar frainannefndir pen- ingar eru fullgildir, eptir verðlagi því, sem á þá er sett af inanrtkisráðgjafanum, eiga þeir að vega: Enskur Souvereign...................„ lóð 2239 Richtpf. 20 fránka gullpeníngur . „ — 1805 — Spánskur jijastur.................. 1 — 3469 — Ensk króna......................... 1 — 4068 — 5 fránka peníngur ..................1 — 2911 — Svensk spesía...................... 2 — 1349 — Jafnframt því að auglýsa þetta, get eg þess, að stiptamtmaðurinn yfir íslandi befir í bréfi dagsettu 15. þ. m. skipað mér, að taka því að eins enn þá móti ofangreindum utanríkispeníngum með verði því, sem híngað til hefir á þeim verið, og sem er hærra, en það sem nú er ákveðið, að hlutaðeigandi embættismenn eða umboðsmenn, sem kunna að liafa veitt móttöku slíkuni peningum, áður en þeim er kunnngt orðið um ofan- greínda breytíngu á verðlagi þeirra, skýri mér, jafn- skjótt og þeira verður kunnngt þar um, bréflega frá upphæð þeirra utanríkispenínga, sem þeir þá eru búnii að taka á móti við hinu eldra verði, og sendi síðan upphæð þessa, upp í opinber gjöld eða aðrar skyldu- greiðslur, til jarðabókarsjóðsins, í síðasta lagi með póst- ferðum í október og nóvember mán. næstkomandi. Skrifstofu landfógeta á íslandi, 17. júní 1854. V. Finsen. Prentaður í prentsmiðju íslands, hjá E. þórðarsyni.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.