Íslendingur - 21.12.1860, Blaðsíða 1
21. desemb.
M 3'
Með því oss er kunnugt, að íslendingar hafa jafnan
liaft mætur á náttúrufrœði, euda er hnn undirstaðan,
eigi síður lijer á landi en annarstaðar, að ílestu því,
sem lýtur að framförum í húsæld manna, þá leyf-
um vjer oss að bjóða þeim eptirfarandi grein, sem
rituð er af nafnkertndum þýzkum náttúrufrœðingi; enda
virðist oss hún vera rituð á svo ljósu máli, að auðskilin
sje liverjum greindum bóndamanni. Skyldi nú svo fara,
sem vjer þvkjumst ganga að vísu, að mönnum geðjist að
grein þessari, liöfum vjer í hyggju að koma smátt og
smátt með fleiri slíkar. Ritst.
Frnmefna-breyting'.
Eptir Dr. Julius Adolph Stöchhart.
(Snúit) úr þý/kn).
Hverjum og einum er það kunnugt, að þegar járnið
verður glóandi, breytist það í sindur, og er það liggur i
raka eða í jörðu, verður það að ryði; aö vökvi sá, sem
kreistur er úr vínberjunum, verður smátt og smátt að
víni, og vínið aptur að ölvínan (ediki); að viðurinn verð-
ur að engu, þegar honum er brennt, og sömuleiðis við-
smjörið í lampanum; að efni dýranna og jurtanna spillast
með tímanum, leysast í sundur, og loks hverfa meö öllu.
Sindur og ryð er hreytt járn; járnið er hart, seigt, grá-
hvítt og gljáandi; en er það hefur verið gjört glóandi, verður
það svart, gljálaust og stökkt; í raka verðurþað dökkgult
og dustkennt. Vínið er breyttur vínberjalögur; hið sœta
bragð vínberjalagarins verður alls eigi fundið; það er á-
fengt á bragðið, hleypir hita i þann, sem þess neytir, og
svífur á hann, en það gjörir eigi vínberjalögurinn. ÖI-
vínanin er breytt vín ; það er súrt á bragðið, en eigi á-
fengt, og leggur af því súran daun; það svífur eigi á,
þótt þess sje neytt, en er miklu fremur svalandi og deyf-
andi. Viðar þess og viðsmjörs, sem liverfurvið brennsl-
una, verðum vjer að leita í loptinu; hvorttveggja þetta
efni breytist þá í lopttegundir; breyting þessari verður
liiti og ljós samfara, og það er eldurinn. Líkar eru breyt-
ingar þær, sem á verða efnum dýra og jurta, er þau eru
lengi geymd; þegar þau rotna eða skrælna, verða þau
smásaman að lopttegundum, og liafa þær að sumu leyti
næsta óþægilegan daun.
Slíkar breytingar eru nefndar efnabreytingar
(chemische Processe), þegar þungi, lögun, festa, litur,
bragð og þefur og áhrif hlutanna breytast, svo að úr
þeim verða aðrir hlutir með allt öðrum eiginlegleikum,
og verður þessum hreytingum opt samfara hiti og eldur.
2. Hvert sem vjer rennum augum vorum á þessari
jörð, verðum vjer alstaðar varir efnabreytinga, hvort sem
heldur er á þurrlendinu, eða í loptinu eða dýpi sjávarins.
Hið harða stuðlaberg og hin glerkennda hraunleðja, hvort-
tveggja veröur það smátt og smátt meyrt, hinn dökkvi
litur þess verður ljósari, það dettur í sundur í æ minni
og minni hluta, og verður loks að jörðu. Kartaplan, þeg-
ar hún er lögð í jörð, verður kröm, hragð hennar, sem
áður var mjölkennt, verður sœtt, og loks rotnunarkennt.
Frjóanginn, sem út úr henni vex, verður í myrku jarð-
húsi smágjörður, bleikur og veiklulegur, en í birtunni að
stvrkri, stinnri og grœnni jurt. f>essi jurt sýgur nœringu
sína úr jörðunni og loptinu, og myndar úr henni nýja
líkami, sem áður fundust hvorki í jörðunni, nje í vatninu,
nje heldur í loptinu. Um alla plöntuna liggur völundar-
hús af kompum og pípum, og við það fær hún festuna;
vjer nefnunr það plöntutaugar (Pflanzenfaser; angehendes
IJolz). í safa þeim, sem rennur úr og í kompurnar, er
eggjahvita og önnur slímkennd efui; í blöðunum og stöngl-
inum er grœnt litarefni, blaðgrœnka, og í hinum full-
þroska knöppum eða hnúðum er eins konar mjölkennt
efni, línsterkjan (Stivelse). Öll þessi efni eru ósaknæm
fyrir Jieilsu manna. En vaxi kartöplurnar aptur á móti í
dimmu, og eigi í jörðu, t. a. m. í jarðbúsum eða kjöll-
urum, þá verða frjóangar þeirra langir og bleikir á lit,
og myndast í þeim mjög rammt eitur, sem nefnt er Solanin.
Hnúðar kartöplujurtarinnar eru einhver hin helzta fœða
vor, Línsterkjumjöl það, sem í þeim er, verður eigi sund-
289
Vizkusalinn.
Eptir Ch. Diclcens.
Snúií) nr enskn.
þegar þú gengur til einhvers skeggrakara á Eng-
landi, óg lætur raka þig, þá fer hann optast nær að rœða
um stjórnfrœðismálefni. Einu sinni Ijet jeg raka skegg
mitt í Cairo'1, og sagði rakarinn mjer þá sögu þá, sem
lijer fer á eptir.
Einhverju sinni var í Cairo maður einn að nafni
Iiadawan; hann bjó í grennd við Bab el Fontonah. Hann
var söðlasmiður; liann var maður kvæntur; kona hans var
ung að aldri, cr sagaþessi gjörðist, og áttu þau einn son
barna. Badawan var fremur lítilsigldur, en mikils metinn af
nágrönnum sínum. Hinn mesti unaður hans var sá, að sjá
allt í röð og reglu í húsi sínu, er hann kom heim á kveld-
in úr sölubúð sinni, en það var ávallt um sólsetur. J>jón-
ustusveinn hans, svartur á hörundslit og strykinn mjög,
stóð þá búinn að opna fyrir honum dyrnar. Eldabuskan,
1) HCfutlboig Kgyptalands.
290
sem og var svört áhörundslit, hjelt þáátrjesleif í hendinni
og var að enda við matreiðsluna Kona lians, sem var lítil
vexti, en þó þrifleg, hún hljóp á móti honum niður í miðjan
stigann, og krakkinn, rnesta efnisbarn og holdahnyðja, lá í
gamalli útskorinni vöggu í einu horninu áherberginu, og
var að naga á sjer hnýttar hendurnar. Badawan fann
þá til þess, að hann var eins konar smákonungur, og að
þegnar hans voru honum hlýðnari, en þegnar margra hverra
ríkra einvaldshöfðingja eru þeim; að liann var elskaður,
og þó lotning fyrir honum borin; því að Badawan var,
eins og margir lítilsigldir menn, að hann hafði gaman af
því stundum, að ímynda sjer, að hann væri harðráður og
grimmúðugur.
Nú skulum vjer segja sögu lians einu sinni, erhann
var sem drambvísastur í huga. J>að var kveld eitt, að
hann gekk inn í hús sitt; liann hleypti þá brúnum, og
skældi sig í framan, sem lionum var framast auðið, þótt
það veitti honum torvelt, með því hann var góðlátlegur
ásýndum, til að setja á sig sama reiðisvip, og hann hafði
sjeð á œðsta lögreglustjóranum, þá er hann reið um sölu-