Íslendingur - 21.12.1860, Síða 2
146
ur leyst í vatni, en í maga manna breytist það skjótt, svo
að það verður að rennandi vökva, þá er það er sundur
leyst eða meltist, og getur þá runnið saman við blóðið. I
lungunum lendir blóðinu saman við loptið, er vjer önd-
um að oss; við það breytist litur blóðsins; við það
breytist eðli loptsins, og við það verður hitinn, sem vjer
flnnum til í líkama vorum; vjer hljótum því einnig að
ráða af því, að hjer verði efnisbreyting.
3. Meðan líf er í jurtunum eða dýrunum, standa
efnabreytingarnar undir stjórn œðra valds, sem oss er
Jiulinn leyndardómur, og nefnum vjer það lífsaflið, og
þröngvir það efnabreytingunum til að styðja að því, að
mynda líkami bæði jurta og dýra eptir ákveðnum lögum.
Lífsaflið er eins og húsasmiðurinn, sem gjörir uppdrátt
luissins, og sjer um, að eptir honum sje vandlega farið,
þar sem efnabreytingin vinnur að sjálfri smíðinni. Við
þetta myndast óteljandi nýir líkamir, sem vjer eigi getum
eptir stælt með neinni list eða íþrótt, t. a. m. viður, syk-
ur, línsterkja, fita, lím og kjöt, o. s. frv. f>etta er nefnt
líffœra-samtenging (organische Verbindungen), til
aðgreiningar frá steinum og málmum, og öðrum þess
kyns hlutum, sem engin lííTœri liafa (unorganische), og
sem vjer setjum saman úr pörtum sínum, og getum því
með kunnustu stælt eptir. En þegar líflð er á enda í
plöntunni eða dýrinu, þá verða efnabreytingarnar yfir-
sterkari, og það eru þær einar, sem láta hin fornu sann-
leiksorð rœtast, sem væru þær hræbjalla náttúrunnar:
»|>að, sem af jörðu er komið, skal aptur að jörðu verða«.
Blöð kartöplunnar verða gul, og á endanum mósvört;
þau falla af, og breytast smátt og smátt að dökkleitu, dust-
kenndu efni (humus), og þegar tíniar líða, hverfur þetta
efni með öllu, svo að ekkert verður eptir, nema lítið eitt
af ösku, sem eigi verður leyst í sundur. Til þessa þarf
heil ár, en ef vjer köstum hinum þurru blöðum í eld,
verður það á fáum mínútum. Efnabreytingin verður hin
sama, hvort sem heldur er; tíminn einn er ólíkur, scm
til þess gengur; breytingin verður skjótt í eldi, en tekur
langan tíma, ef blöðin eru látin visna upp af sjálfum sjer
í litlum hita. f>að, sem oss virðist vera eyðing, er að eins
breyting. Efni þau, sem að engu verða við brennsluna
eða visnunina, finnum vjer í loptinu með sínum fulla
þunga, en einungis í annari mynd. Efnabreytingin, sem
í verður hinum lifandi jurtum, dregur þau aptur úr lopt-
inu niður til jarðarinnar.
4. Yjer sjáum af þessu, hversu hið óskiljandi all-
29 L
búðirnar um daginn; gengu kallarar fyrir lionum, og
buðu mikið fje hverjum þeim, er vísað gæti á ræningja
nokkra og manndrápsmenn, sein skömrnu áður höfðu
framið óttaleg illvírki, en eigi náðst. f>jónustusveini
Eadawans var eigi það gefið, að sjá skap manna af svip
þeirra, og kastaði kompánlega á hann kveðju, og hin gilda
eldabuska grenjaði út úr eldhúsdyrunum, að maturinn væri
búinn, og hefði tekizt vel. En Eadawan ljet sjer eigi
bregða, og var eins alvarlegur eptir sem áður, og gekk
upp stigann hœgt og drembilega. Iíona hans kom á móti
honum út í myrkrið, eins og vandi hennar var til, og lá
þá við sjálft, að hann gleptist í dramblæti sínu, er hún
fjell um háls honum. En hann stillti sig, og ljet að eins
varirnar lokaðar snerta kinn hennar, hjelt upp stigann
og inn í herbergið, og er hann kom þar, Ijet hann sem
sjeryrði eigi litið til vöggunnar; hann settist niður í end-
ann á legubekknum, þar sem hann var vanur að sitja, og
var mjög afundinn á að sjá.
Ayesha, kona hans, liirti alls eigi um þennan dramb-
lætissvip hans, og tók að búa til kveldverðar, án þess að
mætti drottins hefur gjört efnabreytingarnar að þjónum
sínum, til þess fyrir þær að fram leiða liin eilífu um-
skipti, sem vjer dagsdaglega verðum varir umhverfis oss
í náttúrunni, og til þess fyrir þær að leiða aptur lífið fram
úr dauðanum, svo að aldrei verður hlje á; en þá verður
það og að vera einsætt, hversu áríðandi og samboðin
hverjum þeim manni, sem nokkra liugsun hefur, vísinda-
grein sú er, sem skýrir fyrir honum þessi umskipti, og
gefur honum meira skynbrngð á undrum sköpunarinnar.
f>etta skynbragð, sem maðurinu fær við þetta, mun eigi
að eins afla mannlegri skynsemi œðri menntunar og full-
komnunar, heldur hlýtur það og að fylla manninn ennmeiri
aðdáun og innilegri lotningu fyrir honum, sem sýnir oss
í þessum furðuverkum hið óskiljandi almætti sitt og vís-
dóm.
Oss verður og að þykja næsta mikið í varið efna-
frœðina af öðrum sökum, það er að skilja sakir gagns
þess, er vjer getum af henni haft i lífinu. Efnafrœðin
kennir lyfsalanum að búa lyf til, og lækninum að stökkva
burtu sjúkdómum; hún sýnir eigi að eins málmneman-
um málminn, sem felst í grjótinu, heldur hjálpar hún
honum einnig til, að bræða hann úr því og vinna hann.
Efnafrœðin, í fjelagi með eðlisfrœðinni, hefur einkum verið
lyptitól það, sem svo fjöldamargar íþróttir og atvinnuvegir
hafa náð svo afarmikiili fullkomnun fyrir á hinum síðasta
áratug; sökum hennar hefur oss gefizt kostur á óteljandi
þægindum lífsins, sem foreldrar vorir urðu án að vera.
|>að er ekkert efunarrtiál, að jarðyrkjumennirnir munu,
áður langt um líður, telja vísindagrein þessa vinkonu sína,
sem þeir geti eigi án verið; það er þó hún ein, sem
frœðir þá um það, hver sjeu frumefni akurlendis þeirra,
og hver sje nœring jurta þeirra, er þeir ætla þar að rœkta,
og hver sjeu ráðin, að auka frjóvsemi akra þeirra.
5. Sje eittlóð járns gjört glóandi heitt, og þvi hald-
ið svo heitu, uns sindurskorpa er komin á það, og það
síðan vegið, þá mun það reynast, að það er orðið þyngra
en áður; það hlýtur því að hafa bœtzt við það eitthvert
það efni úr loptinu, sem vegið verður. þetta efni er
lopttegund ein, sem vjer nefnum súrefni; þegar lopt-
tegund þessi sameinast járninu, verður hún föst í sjer;
en vjer getum með öðrum efnabreytingum gjört hana
aptur að lopti. Sje sindrið látið standa í saggaumhríð,
verður það smásaman að ryði, og verður aptur þyngra
en áður; það hefur þá sogið í sig vatn, og nokkuð af
súrefni úrloptinu, og sameinazt því. Sindrið er því sam-
292
hún svo mikið sem spyrði bónda sinn að, hvað að hon-
um gengi. Eadawan tók að verða órór í huga; hann sneri
sjer á ýmsa vega, beiddi um pípu til að reykja í bjóð-
andi róm, eptir því sem hann ætlaðist til, og leit mjög
hvasskeitlega til krakkans, þar sem liann lá í vöggunni
rjett við, og var að fálma út í loptið með hnýttum hnef-
unum, þótt smáir væru. Eadawan hafði einsett sjer, að
vera harðráður þetta kveldið, og reyndi til að líta drembi-
lega út, og gretti sig og bretti svo mjög í framan, að
Ayesha gat eigi varizt hlátri, er hún gekk þar hjá.
»Ilví hlær þú? kona«, mælti Eadawan, ogtóksthon-
um þá loksins að ygla brýnnar fyrir alvöru. »ílvað er
orðið af lotningu þeirri, er þú átt að bera fyrir skeggi
mínu ?«
»Skeggi þínu, herra«, mælti kona hans, og svo var
hún óskammfeilin, að hún tók með annari hendi í þennan
helga dóm lians, en lagði hinn handlegginn um háls hon-
um. »Hvenær hef jeg sýnt því virðingarleysi? einkum
síðan þú, að ráðum nágranna þíns Saads, ljezt það vaxa
svo, að það er eins langt og hahn Ali litli þarna«.