Íslendingur - 21.12.1860, Qupperneq 3
147
settafjárni og súrefni, en ryðið af járni, súrefni og vatni,
sem vandlega hafa sameinazt hvertöðru, eða með öðrum
orðum: þau eru efnafrœðislega samrunnin. Orsök
þessarar sameiningar, eins og allra efnasameininga, telja
menn sjerstakt afl, sem nefnt hefur verið frumefnaafl
eða frumefnavenzli (chemische Kraft, Venvandt-
sehaft, Affinitát), og vjer kveðum svo að orði um þá
liluti, sem geta sameinazt hver öðrum, að þeir sjeu
venzlaðir. Eptir þessu er járnið, þegar það er gló-
andi lieitt, í venzlum við súrefni loptsins, en í vanaleg-
um lopthita einnig í venzlum við vatn loptsins. llvort
sem gullpeningurinn er gjörður glóandi heitur, eða hann
er látinn liggja í sagga og vætu, breytist hvorki litur hans
nje þungi; af því ráðum vjer það, að gullið sje með öllu
óskylt súrefni og vatni.
6. Afiið getum vjer hvorki sjeð nje á því þreifað;
vjer verðum þess varir einungis af áhrifum þeim, sem
það hefur. Ef vjer viljum vita, livort segulmagn felist í
eldstáli, berum vjer að því saumnál, og reynum, hvort
hún dregst aö því eða eigi; og afþvíráðum vjer, hvort
segulmagnið sje í eldstálinu eða eigi. Söniu aðferðina,
eða raunina, verðum vjer við að hafa, til að komast að
frumefna-aflinu, venzlum eða skyldleika hlutanna. Sjer-
hver tilraun er spurning, sem vjer beinum að einhverjum
hlut ; svarið fáum vjer við atvik eitt, þ. e. breytingu, sem vjer
verðum varir, stundum með sjóninni, stundum með ilm-
inum, og stundum með öðrum skilningarvitunum. Hjer
á undan var þeirri spurningu beint að járninu og gullinu,
hvort þau væru i venzlum við súrefnið. Járnið í sindr-
inu kvað já við, en lnð óbreytilega gull nei viö henni.
Sjerhver breyting, sem vjer verðum varir við, sjerhver
nýr eiginlegleiki, sem vjer tökum eptir hjá lilutunum, er
einn stafur í frumefnatungunni. Til þess að nema þessa
tungu hœglega og vandlega, er þaö því fremur öllu öðru
gagnlegt fyrir viðvaninginn, að temja sjer að stafa, þ. e.
að gjöra tilraunir.
7. það eru einkum fjórar aðalspurningar, sem frum-
efnafrœðingurinn heinir að lnnum ýmsu hlutum í nátt-
úrunni.
a, Úr hverju eru þeir samsettir? Setjum
svo, að vjer höfum bein fyrir oss. Ilvað mun úr því
verða, ef það er látið í eld brennandi? það verður hvítara,
ljettara og lausara í sjer enáður; það verður að beinjörð
(Knochenerde). En hvað verður úr því, ef það erheittí potti
með loki yflr? það verður ljettara og svart. En hvernig
293
»Kona“, mælti Tiadawan, og reyndi til að lirinda
henni frá sjer, ngjörðu eigi gys að ráðum nágranna vors
Saads; en hlýddu á, livað hann mælti við mig í dag.
Hann sagði, að það væri heimskulegt fyrir annan eins
mann og mig, að láta sjer nœgja eina konu, og bauð
hann mjer dóttur sína; það er ynnileg mær og ástúðleg,
beinvaxin sem vöndur; augun eru sem í gaselluhirti, neflð
er, sem það væri steypt úr silfri, og munnurinn sem rós-
arhnappur. En hvað gengur að þjer? kona«.
Ayesha hrökk við, er hún heyrði þessi orð, og stóð
kvrr fyrir bónda sínum, svo afmynduð í andliti af reiði,
og hristist svo öll og titraði, að bóndi hennar mundi
sannlega hafa orðið utan við sig af hræðslu, liefði hann
tekið eptir því. Ayesha gat fyrst eigi komið upp nokkru
orði, en loksins tók hún þannig til máls :
»Og sagði hann þjer allt þetta um dóttur sína? Jeg
hef sjeð hána í haðinu; hún er náföl, eineygð, flatnefjuð,
varaþykk, bogin og væskilsleg«, 0g varð henni þá litið á
sjálfa sig, er fremur var þrifleg. »En hirtu samt eigi um
það, Itadawan. Gakk þú að eiga svo margar konur, sem
fer um það í sjóðandi vatni eða vatnsgufu? það verður
ljettara, en er hvítt sem áður; en í vatninu leysist límið
í sundur. llvernig fer um það í saltsýru? það verður
gagnsætt; beinjörðin rennur í sundur, en aptur á móti
verður éptir brjóskkennt efni, og sje það soðið í vatni,
verður það að lími. Ilvernig fer um lím í eldi? í lok-
uðu íláti verður það að kolum, en í opnu iláti brennur
það upp og verður að engu. þessar fáu tilraunir sýna,
að í beinunum felst jarðefni, sem eigi verður brennt, og
lím, sem brennur upp; þær sýna jafnframt, að það er
liið kolbrennda lím, sem litar beinjörðina svarta í annari
tilrauninni, og gjörir hana að beinkolum; og að límið
rennur í sundur í vatni, en eigi í saltsýru, o. s. frv. Lím
og beinjörð köllum vjer hina nánari hluta (die ná-
heren Bestandtheile) beinanna; við frekari efnabreytingar
má þó greina þessa hluta enn meir í sundur, eða með
öðrum orðum: greina þá í enn ósamsettari hluta. I
beinjörðinni er phosphor (frumefni sem glórir í i myrkri),
eins konar málmur (Calcium) og sýruefni; í líminu eru,
auk sýruefnisins, þrjú önnur efni (vatnsefni, kolaefni og
dauðalopt). þessi efni verða eígi liðuð í sundur á neinn
luitt, svo oss sje kunnugt, og vjer nefnum þau því ó-
samsetta líkami eða frumefni (chemische Elemente).
Nú eru kunnug nær 60 frumefni, og næstum á hverju
ári fjölga þau. þessi greining samsettra líkama í ósam-
setta er nefnd sundurliðun (Analyse).
b, Hvaða breytingar verða á hlutunum,
þegar þeir eru látnir við aðra? Áf phosphor-jörð-
inni, sem kemur úr beinunum, leggur birtu, er loptið
kemur að henni; hún breytist smásaman, og verður að
súrum vökva; hún sameinast við það sýruefni loptsins,
en það gjörir járnið þá fyrst, er það verður glóandi. Við
góðan eld verður þessi samtenging, þegar phosphor-
jörðin er hituð með liœgð; þá myndast einnig súr, en
hann er ólíkur liinum fyrri. Sje sýra þessi sett saman
við veggjalím (kalk), þá skapast nýtt efni, sem líkist næsta
mjög beinjörð (húnstliche Knochenerde; tilbúin bein-
jörð). Óteljandi eru þeir hlutir, sem mynda má með
samblöndun frumefnanna hvers við annað, eða við aðra
hluti samsetta; það myndast all-opt. sundurleit efni, og
það jafnvel eptir því, hvort samhlöndunin verður í hita
eða kulda, í vatni eða lopti, hvort miklu eða litlu er
blandað saman. þetta er nefnt samsetning (Synthese).
c, Hvaða not getum vjer haft af lærdóms-
setningum efnafrœðinnar og dœmum? það, sem
294
þjer vel líkar; minnst þú þess að eins, að svo framt þú
kemur með þær hingaö lieim, þá drep jeg þær allar; því
næst drep jeg þig, þá drep jeg sjálfa mig, og þá, já þá,
þá skal jeg drepa krakkaun«.
þegar Radawan beyrði þessar hótanir, varð hann
næsta litverpur í andliti, og tautaði þá í lágum hljóðum,
að liann væri að gjöra að gamni sínu, eins og hann líka
í rauninni var að nokkru leyti, og að lítilli stundu liðinni
mátti hann flnna til þéss, er sonur hans var að ryskja
og reyta skegg hans, þessi sonur hans, er fjekk að halda
líflnu, sökum þess að faðir hans hjet því, að ganga eigi
að eiga fleiri konur í senn. En til allrar óhamingju var
hann hörundssár mjög, og vöknaði honum um augun, er
drengurinn í vinalátum sínum ryskti skegg hans, en Ra-
dawan þorði eigi að láta í sjer mjamta yfir því, eins og
nú stóð á; en hann gretti sig í framan á ýmsar lundir,
og hjelt þá krakkinn, sakleysingurinn, að það væri einungis
sökum þess, að honum þœtti gaman að þessu. Ayesha
skildi betur, hversu ástatt var, og með því henni var enn
eigi með öllu runnin reiðin, glotti hún að hegningu þeirri,