Íslendingur - 23.03.1861, Síða 1

Íslendingur - 23.03.1861, Síða 1
w r ANNAÐ ÁR. Til íslendinga. Land veit jeg laugandi fót i löðrandi norðurheims-ðldu; lietjulegt hvítan það ber hjálminn við sólroðin ský; eldur í brjósti þess berst, sem brennandi loga upp þeytir, hjer held jeg þrúðhamar J>órs þjettan og soðinn við afl. Fjalldalir, unnir og ár, og allt er frítt á þvi landi, fjölbreytta fegurð og tign föðurhönd drottins því gaf. Lifa þar laukar í ldíð, og liljur um skínandi velli spretta þar ár eptir ár ódáins geymandi mátt. Leika þar laxar í ám og leita að drynjandi fossi; fyllist hver fjörður og vík fiski um sumar og vor. Fuglarnir fagran með söng úr fjarlægu löndunum koma, alskipa eyjar og sker, eiga sjcr hreiður og bú; skvnlausir skýra þeir svo um skaparans gœzku og veldi, sjáandi aldrei er sjá svefnugur heimskingi má. Forðum hin ágæta ev var aðsetur frelsis og dáöa, Bragi þar bólstað sjer tók blómguðum íjalla í dal; hlógu þá hæðir og laut þjer hýrlega, óðfaðir! móti, hamrar og hásrödduð björg, himinn og dunandi sær ; blómin í brekku og hlíð þjer ilmsoetar fórnir þá fœrðu; fjöll voru hátimbruð hof helguð þjer, orðsnilldar goð. Skáldanna bólgnuðu brjóst og bifuðust guðlegum mætti, gnúðu þeir gulllegan streng, 23. marz. I Mt glöddu og frœddu svo lýð, kváðu um kappa og víg, og konunum mannsöngva íluttu, sungu um ginheilög goð gíaðir og Valhallar mjöð ; huglausa hæddu þeir menn, til hreysti og drenglyndis fýstu, umliðnu aldanna verk ófœddum sýndu þeir lýð. |>á lifði í landinu þjóð, sem hraust var og harðfeng, en eigi sokkin í svefndoða-kyrrð, sællífi, munað og glvs. Meira var frægðin en fje, og frelsið en stórmanna hylli metið, og mannhatur ei mjúkorða pellskýlum klætt. Yinur hnje vinar að hlið, fyr en vináttu sliti hann heitið;] fullhuga Ijandmaður gegn fjandmanni drcnglyndum gekk. Sá sem var öðrum að auð og ætt og metorðum fremri, hann vildi ei höfðingja-nafn hafa með kotunga-lund. »þess verður getið, sem gjört er«, sögðu feðurnir frægu, heldur því kusu þeir hel en hjara að látinni sœmd. Erlendis fengu þeir frægð af frœkleik og íþrótta snilli, íslenzkan óttuðust brand útlendra varmenna brjóst. í kærleika konungum hjá þeir komust og handgengnir urðu, frjálsir þeim fylgdu af trú, fœrðu þeim drápur og stef; gulli og gersemum með úr garði þeir leystir brott vox-u, ljetu svo skínandi skeið skunda til ættjarðar heim; reistu þar ríkmannleg bú og rausnarleg höfðingja-setur, stjórnsamir stýrðu þeim vel, starfsamir prýddu þau vel; 1 Osannsöglin. (Smíilb úr onsku). (Framhald bls. 380 1. árg. íslendings). Um kveldið reið hann heim aptur, og var honum þá heldur þungt í skapi; en er hann kom að hinum sömu vegamótum, þar sem liann liafði villzt um rnorg- uninn, reiðámóti honum heldri maður nokkur; sá spurði hann til vegar til B.; svo hjet bœrinn, þar sem markað- urinn hafði staðið. Edward vísaði ferðamauni þessum þvers úr leið, og það af ásettu ráði; en maðurinn fór, seui honum var til vísað. Edward horfði á eptir hon- lun, og sagði við sjálfan sig: »Látum hann ónýta fyrir sjer svo sem hálfa stönd, eins og jeg í morgun; nú er komið að honum«; liafði hann gaman af, er hann hafði leilt, hinn ókunna mann á villigötur; en svo virtist hon- um, sem asi væri á hinum að komast til markaðarins. Williams tók Edward opt og einatt vara fyrir, að eyða tíma sinum í iðjuleysi við hnattborðsleik; því að þeim, sem vendi sig á það, væri hætt við, að leiðast til 2 hins illa vana, að spila; en eigi að síður fór þó Edicard þrátt og iðulega inn í hnattborðshús, svo að faðir hans fjekk enga vitneskju um. Kveld eitt tókst lionum venju betur leikurinn; hann vann allmikið fje, og var lionum borgað það með sjóðskuldabrjefi. Svo vildi til, að faðir hans sá sluildabrjefið hjá honum; tók hann það upp, og virti fyrir sjer, og spurði síðan son sinn, hvar hann hefði fengið það. Edward þorði eigi að gangast við, að hann hefði teflt hnattleik, og svaraði hugsunarlaust: »Jegfjekk það lijá granna vorum, peningakaupmanninum«. »Láttu mig fá það«, mælti faðir hans, og galt honum fullt verð fyrir í reiðu silfri, en sagði lionum eigi, hví honum væri svo annt um, að ná í skuldabrjef þetta. þar höfðu gengið fölsuð sjóðskuldabrjef um hríð manna á milli, en það var enn eigi vitað, hvaðan þau komu, og þótti því Williams það skylda sín, að skýra borgarráðinu frá því, að falsað sjóðskuldabrjef hefði komið frá nágranna hans T., pen- ingakaupmanninum; enda virtist það eigi ástœðulaust, þótt grunur nokkur gæti legið á honum, þar sem hann hafði grœtt stórfje á skömmum tíma. Borgarráðið bauð þegar, 1

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.