Íslendingur - 23.03.1861, Page 3
3
En þú alþýðu-stjett,
sem allra ert hagsælda móðir,
undir þjer komið það er,
ísland hvort rjetta má við;
feta þú fornmanna spor
í framkvæmdarsemi og orku,
gefm af guði þjer föng
gættu að nota þjer rjett;
minnka þitt munaðarlíf,
því mergnum úr búinu stelur
aðfengið glingur og glvs,
ginnir og veikir þitt afl;
þjóðerni mettu þitt mest,
er mennta þú leitar, því undir
yfirhöfn útlendri dylst
optlega biturlegt sverð,
sverð það, er banasár bjó
því bezt og fegurst þú áttir:
innlendum ágætum sið,
innlendum fornaldar-keim.
Yeittu þeim vasklega fylgd,
sem vilja þig götuna leiða
i'rama og farsuddar til
frelsis og manndáða stig.
J. P. Th.
IJtlcndar frjettir frá lokum októbermánaðar
1860 til 1. d. marzm. 1861.
Danniörlc og Noriiurlönd. Yetrarfarið hefur á
Norðurlöndum verið með harðara móti, og síðan um jól
hafa snjókomur verið alltíðar með frosti. Ríkisþingi Dana
var slitið 1. dag fehr.mán., og hefur þingseta þessi þótt
afkastameiri en flestar undanfarandi. 42 laganýmæli hafa
komizt til lykta, og sum þeirra allmerkileg og til mikilla
lagabóta. Flest þeirra eru þó þess kyns, að vjer höldum
lcsendum vorum þyki eigi fróðleikur »at meiriu, þó vjer
teljum þau upp eða lýsum þeim. Vjer nefnum að eins
lög um gildi dóma eður aðfarir eptir dóma (í fjársókna-
inálum), er liáðir verða í Svíaríki og Noregi; lög umtekju-
skatt í Kaupmannáhöfn, og þau, er mestu þykja varða
um framfarir landsins, um járnbraut yflr Fjón, og eptir
Jótlandi suður til Sljesvíkur. þetta mál varð afar-drjúg-
rœtt, og er því við brugðið, hversu ágætlega og þolsam-
lega Monráði tókst að verja frumvarpið. Sá grunur var
ú, að ubœndavinir* risu við því, að það yrði banaþúfan,
er stjórnarráðið dræpi fótum í. Að lokum fjekk það þó
framgang, og segja suinir blaðamanna, að þær lyktir liefðu
varla á orðið, ef eigi uggvæn tíðindi frá þýzkalandi hefðu
kruið þingmenn til eindrœgni. Fæstum lesanda vorra mun
5
Edicard var í sannleika utan við sig af harmi. Hann
varð þunglyndur, og þunglyndið fjekk svo vald yfir huga
hans, að hann var aldrei mcð glöðu bragöi. Ilann var
nýfarinn að daðra við mey eina unga og ynnilega, dóttur
skipseiganda nokkurs auðugs; en ástin getur eigi búið í
þvi brjósti, sem kvelst af samvizkubiti. Ilann Ijet af öll-
um komum til hennar, og forðaðist lengi allar samvistir
manna. Að síðustu varð hann þó nokkru glaðlyndari apt-
ur, og einhvern dag bað hann föður sinn samþykkis, að
rnega ganga að eiga dóttur heiðvirðs manns nokkurs, sem
hann væri sannfœrður urn að hann bæri virðingu fyrir.
Faðir lians furðaði sig á þessu; því að hann vissi, að
Edward hafði hætt öilum komiun í hús skipseigandans.
Edicard sagði honum þá, að mærin væri dóttir peninga-
kaupmannsins l’. Hún var ung að aldri, en hvorki fríð
sýnum, nje neinum frábærum kostum búin. Föður lians
veitti hœgt, að ráða í, hvað honum gengi til, tók ástúð-
lega í liönd lians, lagði með fúsu geði samþykki sitt á
kvonfaug þetta, og hœldi honum fyrir tilíinningar hans.
Edward gekk þegar til nágranna síns, peningakaup-
ókunnugt um, hverju ágauði Danir ávallt hafa orðið að sæta
af hálfu þjóðverja fyrir »ójöfnuð og lagaleysur« við her-
togadœmin þýzku, og liina þýzku þegna Danakonungs.
Danir hjeldu, sem von var, að þá er uppreistin var hrotin,
að fenginn friður væri friður, en það reyndist eigi svo, að
þeim væri við það til setunnar boðið. þegar hófu stórveldin
þýzku þref og þjark um rjett hertogadœmanna; áþvívarð
nokkurt hlje við boðunarbrjefið 28. jan. 1852; síðan var
kliðað um það, hversu lengi drœgist að efnaþað, erbrjeíið
lofaði. Nú kom (1855) hin lengi fyrirheitna alríkisskrá.
En hún var að litlu hœfi við kröfur Holtseta. þeir komu
á alríkisþing; en samvinnan við Dani voru deilur einar.
J>á kom konungsjarðadeilan. Danir láta undan. J>á liefj-
ast langar kærur og krytskriptir um ólögmæti alríkisskrárinn-
ar, þar hún væri eigi lögð til umrœðu á þingum liertoga-
dœmanná. Danir fóru undan í flæmingi, en hleyptu að
lokum Holtsetum og Láenborgarmönnum út úr alríkis-
kvínni (6. okt. 1858). J»etta var að 'eins gjört til bráða-
byrgða. J>eir urðu um leið að lofa, að Holtsetum skyldi
leyft að segja álit sitt á þingi um stöðu sína í alríkinu.
Iloltsetar komu á þing í Izeho (janúar 1859) og er þar
svo sem tekið til óspilltra málanna; búið til frumvarpið
til alríkisskipunar, er getið er um í viðbœtinum við Skírni
1859, en eptir því skal Danmörk (með 1,600,000 íbúa)
eigi eiga meira undir sjer í alríkismálum en Láenborg
(með 40,000 íbúa); þar var ómildilega hnýtt í stjórn-
ina fyrir tiitœki hennar í Sljesvík; konungsfulltrúi mót-
mælir og bannar hnjóðsyrðin, en »kemst ekki upp fyrir
moðreyko, eins og menn segja. Danir sáu, að frumvarp-
inu ekki var gaumur gefandi, og Ijetu sendiboða sinn segja
sambandsþinginu, hvar málunum var komið; buðust þeir
til að láta kjósa rnenn í nefnd úr öllum ríkishlutunum,
og leggja þar til umrœðu alríkiskipuu, eu að því vildi sam-
bandsþingið ekki ganga, lieldur heimti, að þau alríkismál,
er rœdd yrðu á alríkisþingi Dana, skyldu og upp borin á
þingum hertogadœmanna, en vera ólögmæt ella. J>etta var
gjört að samþykkt 8. marz 1860. Sendiboði Dana hafði
mótmælt, en það kom fyrir ekki (sjá Skírni, viðb. 1860).
Yið þetla hefur staðið, þar til sendiboði Aldinborgarher-
toga hóf ákæru á hendur Dönum á sambandsþinginu fyrir
ólögmætar skattkvaðir í hertogadœmunum, og skoraði á
þingið, að gjöra þær álvktanir, að lögleysur Dana yrðu
stöðvaðar og rjeltnr hluti hertogadœmanna. Ákærunni
var vísað til þeirrar nefndar, er sett var 1857 í málefn-
um liertogadœmanna og atfaranefndar (Executiomcom-
6
mannsins; það var auðsjöð, að kaupmanni kom það óvænt,
að Edward skyldi heimsœkja sig. »Jeg er kominn«, mælti
Edward, »til að biðja yður um fyrirgefningu, ogtil þess,
að svo miklu leyti, sem í mínu valdi stendur, að bœta
fyrir tjón það, sem jeg olli yður á móti vilja mínum«.
»Bœta fyrir rangindi yðar«, mælti T., og glotti við held-
ur kaldlega. »IIvernig ætti það að verða?« Edward bar
þá fram erindi sitt, og hýrnaði þá vfir kaupmanninum.
Ilann sá það, að það var hið bezta gjaforð fyrir dóttur
sína, að giptast syni Williams, hins auðugasta manns. J>eg-
ar það er lrá talið, hversu mjög Edward hætti til, að hvarfla
frá sannleikanum, var hann að öðru leyti maður fremur
ynnilegur, og gekk kaupmaðurinn skjótt að boði hans.
Ilrúðkaupið stóð skömmu síöar, og gjörðist Edward þá
aptur rólegur í huga; því að það þótti honum sœt hugg-
un hjarta sínu, að liann hefði nú með drengskap bœtt
upp óhamingju þá, er hann liafði valdið á móti vilja sín-
um. En það leið eigi á löngu, áður en hann komst að
raun um, að hinar illu afleiðingar ósannindanna eru opt
óbcetilegar. J>að er engum vafabundið, að T. varðglað-