Íslendingur - 23.03.1861, Page 7
7
stríðskostnað 60 mil. franka hvorum bandamanna; leyfa
aðsetur í Pehing enskum sendiherra, veita fullt frelsi
kristinni trú og kristnum trúarboðum, en heimila öllum
verzlun og viðskipti, er til sœkja. Keisarinn hafði flúið
úr borginni norður í ríkið, og var sumarhöll hans ramd
og rúin ógrvnni fjár og dýrgripa. Sínverjar höfðu tekið
höndum nokkra menn, er hættu sjer óvarlega að herbúð-
um þeirra. Flesta af þeim píndu þeir til dauðs. Ætt-
ingjum þessara manna skyldu þeir borga 1 mil. fr. Iljer
gengu bandamenn hvorir við hönd annara, en á Italíu
hafa þeir þótí fara hvorir sína leiðina. þá er Viktor kon-
ungur fór með herskildi inn í hjeruð páfans, ljet Napó-
leon keisari sendiboða sinn liverfa heim frá Túrinar-hovg,
en um sama leyti ritaði Ritssel lávarður sendiboða Breta
brjef þess efnis, að ítalir heföu fullan rjett til þcss, að
ráða málum sínum þær lyktir, er þeirn sýndust beztar.
J>á er Frans konungur hafði setzt að í kastalaborginni
Gaeta, er Sardiningar byrjuðu umsátina, vildi keisarinn
eigi leyfa þeim að lykjaum borgina sjávarmegin með skip-
um, en bauð flotaforingja sínum, Barbier de Tinan, að
geyma hafnarinnar, og láta farmönnum frjálsaleiðtilborg-
armanna. Vjer höfurn áður getið þess í blaði voru, að
Englendingar fengu það samþykkt af stórveldunum, að
enginn mætti með vopnum skerast í viðskipti Sardiníu-
konungs og mótstöðumanna hans á Italíu. Englendingar
Ijetu eigi þreytast að skora á keisarann, að hann kveddi
ftota sinn á burt frá Gaeta, og á Frans konung, að liann
hætti þeirri vörn, er þó kœmi fyrir ekki. Keisarinn var
yfrið tregur, en þó gat enginn sakað hann um fylgismál
fyrir þetta'. |>ó kom svo að lokum, að hann rjeð Frans
konungi til hins sama og Bretar, og 19. janúar ljet hann
flotann halda á burt. J>etta er eignað fortölum Englend-
inga. Ráðgjafar Bretadrottningar geta menn til að hafi
bent keisaranum á sambandið; »ef þú«, hafi þeir sagt,
»heldur flotanum þarna, verður þú eigi að eins sakaður um
blutdrœgni, en oss verður borið á brýn, er þing vor eru
sett, að samband það við Frakkland og vinátta, er oss hef-
uraflað mesta hróðurs, sje nú orðin að athlœgi einu; en
eigi una landar vorir því, að þeir sitji í ráðgiafasessi, er
láta ginnast og gabbast af erlendisþjóðum, og varla mun
þjer þykja þinn hlutur batna við, ef oss verður frá vikið«.
Mörgum getum er leitt um tregðu keisarans; nokkrir
1) Svo fer ofb af, at> hami hafl hjálpat) hvoriimtveggja vim lang-
skojtisbyssur. „pah kalla monn av) fara bil beggja‘‘, sagtli eitt enskt
blab.
13
hennar. Edward gekk til hans, og .baö hann að seðja
forvitni konu sinnar, sem tárfelldi yfir liágindum þeirra;
svo hafði hún komizt við af þeim. Maðurinn leit heldur
óhýrt til hans, en gat þó eigi synjað bœnarinnar, er hann
sá, að konan sampíndist þeim svo, að hún grjet, og tók
þannig til máls:
»Faðir minn var iðnaðarmaður í bœ þessum. Ilann
missti móður mína, skömmu eptir að jeg var fœddur. En
með því hann var þá enn á bezta aldri, einsetti hann sjer
að kvongast aptur. Hann beiddi konu einnar ungrar, og
var svo heppinn, að liann gat ástir hennar. En fjár-
forráð hennar hafði föðurbróðir hennar; honum var illa
við föður minn. J>eir höfðu einhverju sinni átt lítið orða-
kast saman út úr verzlunarviðskiptum, og synjaði hann
því samþykkis síns til ráðahags þessa. í meir en heilt
ár reyndu þau til með öllu móti að sigrast á mótstöðu
hans, en unnu ekkert á. Og með því að eigi var þess
langt að bíða, að lmn vrði sjálfrar sín ráðandi, og losað-
ist undan fjárforráðum þessa hins önuglynda og hefni-
gjarna frænda síns, hættu þau ðllum tilraunum að blíðka
halda hann hafi með þessu viljað sýna, að hann væri í
engum ráðum með byltingamönnunum á Italíu; aðrir, að
honum gremjist, að fyrirhugun hans um ítalskt bandaríki
verði að engu. Og enn eru þeir, er líkast hafa rjett að
mæla, er segja, að hann í rauninni vilji, að allt fari eins
og fer, en honum þyki ítalir vel bráðir á sjer, og þeim
muni það hollara, að þeim sje aptur haldið, en att frekar
fram. — 24. dag nóv. kom öllum óvart boðunarbrjef um
breyting á stjórnarháttum á Frakklandi. Iíeisarinn leyflr
löggjafaþinginu umrœður og atkvæðagreiðslu um ávarps-
andsvör, ergreidd skulu nióti þingsetningarrœðum. Ráð-
herrarnir skulu taka þátt í umrœðunum og gjöra þar skil,
er skila sje kvatt, um atferli stjórnarinnar bæði í innan-
og utanríkis-málefnum. J>á tók hann að nýju í ráðaneyti sitt
Persigny (innanríkisráðgjafa), er fastast heldur á samband-
inu við Breta. Hann var sendiboði Frakka á Englandi, og
þar afarvel þokkaður. Um sömu mundir var rýmkað um
prentfrelsi. Iíeisarinn segir sjálfur, að það gangi sjer helzt
til, að hann vilji hafa vissa vitund um vilja þjóðarinnar,
en hann vilji hann láta vera stoð og leiðbeining stjórnar
sinnar. Sumir segja, að Napóleon haíl sjeð, að aðferð
hans við páfann var misjafnt og tortryggilega metin á
Frakklandi, en hafi vel vitað, að þá er málið kœmi til
umrœðu á þingi, þá inundu flestir lofa gjörðir hans og
jákvæða þeim, en viðþaðyrði þjóstur og mótspyrna klerk-
dómssins árangurslaus og einkis metin. En hvað sem
honum hefur gengið til, þá varð hann mjög vinsæll af
þessu á Frakklandi, og það mæltist vel fyrir erlendis, sjer
í lagi á Englandi. J>ing Frakka var sett 4. d. febr.mán.
I þingsetningarrœðunni sagði keisarinn, að það væri sjer
hugfast, að tryggja friðinn í norðurálfunni. Frakkland
mætti una við heiður þann, frama og veldi, er það hefði
fengið; það þyrfti á engan að leita. En vildu aðrir leita
á Frakkland, mundu þeirhitta liann og þjóðina albúna til
varnar. Ilann sagðist hafa ásett sjer, hvervetna þar að
halda upp hlífiskildi, er þeir kveddu hann til liðveizlu, er
rjett mál hefðu að verja, en láta hlutlaust ella. 40 milí-
ónir manna þyrftu engan kvíða að bera fyrir því, að þeir
fíœktust í styrjöld, þar er ekkert það lægi við borð, er
þeim þœtti máli skipta, eður að þeir ljetu eggjast af hótun-
arorðum einum. Á ftalíu kvað liann það bezt mundu gegna,
að enginn skærist í leikinn, og bandamönnum sínum lit-
ist hið sama. Páfann mundi hann eigi svipta þeirri vernd,
er hann hcfði veitt honum að undanförnu, þótt eigi væri
þakkað sem skyldi. Senn ær komið að því, að setulið
u
gamalmennið, og biðu með þolinmœði þess hins heilla-
vænlega tíma, er þau skyldu treysta bönd ástar sinnar
með hjónabandinu. En áður en þessi hinn þráði dagur
rann, hvarf stúlkan á burt og föðurbróðir hennar með,
og faðir minn gat aldrei síðan fengið vitneskju um, hvar
þau væru niður komin, eöa hvert þau hefðu haldið. Hann
tókst sjálfur ýmsar ferðir á hendur, og Ijet skiptavini sína,
sem margir voru, halda spurnum fyrir þeim, en það kom
fyrir alls ekki; hann gat engar fregnir um þau fengið.
Skömmu áður en þau struku, hafði faðir minn tekið til
sín lil fósturs mey eina mjög unga; liún bjet Eliza; ólst
luin upp með mjer, og var jeg vanur að kalla liana »litlu
systur mínao. J>egar við sfálpuðumst, var eigi annað að
sjá, en faðir minn hefði jafnmiklar mætur á okkur báðum.
J>egar jeg var fímmtán vctra, kom hann mjer fyrir hjá
kaupmanni einiun í næstu sjóborg, og átti jeg að verða
skrifari hjá honum. J>egar jeg hafði dvalið þar nokkur
ár, kom skyndiboði til mín, og bar mjer þær fregnir, að
faðir minn hefði snögglega tekið liættulega sótt, og beiddi
mig að koma til sín sem skjótast jcg mætti; því að hann