Íslendingur - 10.05.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 10.05.1861, Blaðsíða 8
32 nú kemur að þeirri snurðu á þræði málsins, er mörgum hefur þótt örðugt úraðgreiða. I 13. grein bráðabyrgða- frumvarpsins var þetta sett að niðurlagi: »J>arerrœðir um tekjur og útgjöld frá 1. apríl 1861 til 31. marz 1862, skulu þær ákvarðanir til grundvallar lagðar, er vjer höfum gjört í allrahæstum úrskurði vorum 23. sept. 1859 um það fjártiilag, er Iloltsetalandi ber að greiða til alríkisþarfa frá 1. apríi 1860 til 31. marz 1862». Eptirþví, sem Hall seinna hefur greint frá í skýrslu sinni til konungs, hefur stjórninni þótt hjer til hlítar látið að kröfum sambands- þingsins. En Iloltsetar litu öðruvísi á málið. jþeir sögðu, að slíka innskotagrein gæti enginn kallað skattlagafrum- varp, og skoruðu á konungsfulltrúa, að gjöra hjer greinir og skil af hendi stjórnarinnar. En þá tók eigi betra við, er til hans kasta kom; hann stóð sem forviða, sem hann alls ekki hefði búizt við slíkum efamálum af hálfu þing- manna. Ilann, meðræðismaður í ráðum stjórnarinnar og gjörður út til ferðarinnar með öllum gögnum og áhöldum, Ijezt nú eigi einhlítur til úrlausnar, og þóttist þurfa að spyrja ráðanauta sínaað, hvað hjer lægi til andsvara. Að vörmu spori ritaði Hall fulltrúanum, og hað hann skýra þing- mönnum frá, að stjórnin með niðurlagsgreininni hefði gefið Holtsetum fulla heimild á, að rœða um fjártillagið, breyta þeim þar að lútandi greinum eður neita, að því þing- mönnum þœtti rjettast. þingmenn sátu við sinn keip og kváðu enn sem fyr, að hjer væri ekkert skattlagafrumvarp fram lagt, en stjórnin hafi að cins með þessu ætlað að fara á svig við kröfur sambandsþingsins. Nú var komið að páskum og fór Raaslöff heim til Kaupmannahafnar. Á ráðgjafafundi, er haldinn var eptir hátíðina, gekk hann úr ráðaneytinu, og tók Hall við embætti hans, en Schulze etazráð (aðstoðarmaður Raaslöffs á þinginu) varð konungs- fulltrúi. Blaðamenn Dana kváðu Raaslöff illa hafa staðið í stöðu sinni, einkum eptir að skýrsla Ilalls var komin alþýðu manna fyrir sjónir. þó hefur óvilhöllum mönnum erlendis (Russd lávarði og fl.) þótt svo, sem danska stjórn- in hafi eigi farið svo hreint og beint í málið, sem sendi- boðar stórveldanna og Svía höfðu liúizt við, og þó hún í rauninni hafi látið það í tje, sem krafizt var, þá hafi henni eigi að síður, að því formið snertir, orðið mislagðar hend- ur. það liggur í augum uppi, að stjórninni hefði mátt takast hcppilegar í þessari grein, en þó svo hefði verið, er enginn efi á, að það hefði komið fyrir ekki, og lykt- irnar á þinginu hefðu orðið þær sömu, en þær voru þess- ar, að þingmenn gengu að engum hoðum, og neituðu báðum frumvörpunum með viðkvæðinu gamla, að alls væri vanP; uns Danir Ijetu Holtsetaland Isomast að nýju í hið gamla samhand við Sljesvík. það væri grundvöll- urinn, sem leggja yrði á ný, og er það væri gjört, þá mætti takast að koma fastri skipun á alríkið, og þá mætti skipa til landslaga á lloltsetalandi, en fyr eigi. Danirmunu nú þykjast hafa reynt til hlítar, hvað þeim tekst að sœkja í hendur þjóðverja með friðmálum, brjefaþrefi og þing- rœðum, en sjá þann einn kostinn eptir, að verja eður sœkja mál sitt á vopnaþingi. Verið getur, að stórveldin enn fái miðlað málum og af stýrt styrjöldinni. Núertals- vert lið sent til Sljesvíkur og tekið til að bœta vígi og varnir á suðurtakmörkunum (við Danavirki og Œgisdyr). þó að svo fari, að Danir eigi gefi sig að um atfarirnar á Iloltsetalandi, en láti lið sitt halda kyrru l'yrir við Dana- virki, þá eru takmörkin miilum Holtsetalands og Sljesvíkur svo óviss, að hœgt verður að finna efni til, að víg vekist af, er atfaraliðið kemur norður að takmörkunum. 2. dag aprílmánaðar dó forsetinn i œðsta dómi ríkisins, P. G. Bang. ‘ Hann hefur gegnt ýmsum ráðherrastörfum og var um liríð forseti í ráðaneyti konungs, lagamaður allmikill og eljunarmaður. (Framh. síðar.). Verðlag á vöru í Reykjavík 8, d. maímán. 1861. Kúgur, tiinnan á 9 rdd.: grjón, tnnnan á 12 —13 rdd.i mjúl, Ipd. 72—80 skk.; kaffi, vel varidal), pundib 32 skk.; kandis, 22 — 24 skk.; kaudís, dnkkleitiir 20 skk.; hvítasykur, 22—24skk.; púfcursykur, 17—20 skk.; skonrok, 10 — 12skk.; svartabrauí), 8 skk.; keks, lakara 12skk.; keks, betra 24 skk.; tvíbtikur, 24skk.; kryddbrauí), 28skk.; brennivín, pott. 18—20 skk.; edik, 16 skk.; Kivetand, pundií) 10 — 24 skk.; rjól, 48 —úliskk.; rulla, 64—72 skk.; ,tougværk“, 24—28 skk.; miltajárn, svenskt 9 skk.; miltajárn, enskt 8skk.; miltajárn, fínt 12 skk.; steinkol og sait, tunnan 2 rdd.; rúsínur, 28 skk.; sveskjur, 12 skk.; hrísgrjóri, 8 — 18skk.; siikkulaíli, 36 —56 skk.; brúnspónsoxtragt, 32—36 skk.; sagógrjón, 12— 20 skk,; perlugrjón, 16skk.; trje, 10 —12 álna, á 24—26 skk. al.; trje, 3 —9 álna, á 18— 20 skk. al.; trje, 5 — 7 álna, á 16-18skk. al.; val- borí), 6 álua Inng, 12 þnml. breií), 1 '/« þykkt, 14rdd. tylft.; norsk bori), 6 áina ióng, 8 þuml. breiíi, 1'/« þykk, 6 rdd. tyjft.; flnnsk borh, 7 álna löng, 8 þuinl. broií), l1/, þykk, 8 rdd. tylft.; finnsk borí), 6álna löng, 6 þuml. breií), 1 þykk, 2 rdd. 48 skk. Útgefendur: Benidíkt Bveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson. ábyrgþarmaþur. Pátt Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmiíljuniii í Reykjavík 1861. Einar pórþarson. 63 svo búið. Maður hjet Jón Ólafsson frá Dúki í Sæmund- arhlíð; hann fann hest Jóns Austmanns í kvísl þeirri, er Beljandi heitir, eður í feni við hana, eu aðrir telja það við kvísl þá, er þegjandi er kölluð; falla þær báðar ofan í Blöndu; ætluðu menn, að þar hefði Jón hleypt í hest- inum, því skorið var á gjarðirnar, og reiðtygin þar á þúfu skammt frá, en skorið á háls hestinum og höfði hans stung- ið inn undir bóg honurn; var hann þá svo langt kominn norður á fjöllin, að líkindi voru á, að liann fcngi náð til byggða, ef honum yrði eigi annað að meini; hafa menn því til getið, að annað tveggja drukknaði hann í Beljanda eða þegjanda, nema hann týndist í Blöndu, en skemmst var þaðan ofan á Bug í Ilúnaþingi. Varð það og síðar, að grasakona sú, er Ingibjörg hjet Bjarnadóttir frá Gróf- argili í Skagafirði, fann mannshönd í bláum vetling við Blöndu; ætluðu menn liana af Jóni Austmann; væri og fangamark hans í þumlunum, að því er sagt hefur verið. 20. Hcfst líkamálið. þeim Ilalldóri og Ragnheiði var það mestur harmur, 64 að ekki fundust lík þeirra brœðra, og ætluðu, að illgjarnir menn mundu hafa stolið þeim til skapraunar, að eigi fengu þeir kirkjuleg, og svo ætluðu margir aðrir, að það hefði til gengið að stela líkunum, en sumir hjeldu, að því væru líkin falin ella brott tekin, að síður yrði eptir grennslazt fjc því þeir höfðu með höndum haft, því full þóttu lik- indi, að þar liefðu þeir dáið sem hinir tveir í tjaldinu, því œrin voru þar sauðahein og beinagrindur við tjald- staðiun, svo sjá var, að neyðzt hefðu þeir til að eta hrátt, að því er leitarmenn hafa frá sagt og til getið, að þá og þá væntu þeir mannbjargar, ef Austmann kœmist til byggða. Ilófðu þau Ragnheiður Jón Egilsson á Reykjum fyrir sök- um þessum, Sigurð son hans og Björn Illugason húskarl sinn, og var liöfðað mál á þá; hafði þá Vigfús Scheving Hegranessþing og bjó að Víðivöllum; var þeim Jóni, Sig- urði og Birni með mörgum öðrum stefnt til Stóru-Seilu- þings hinn 21. september um sumarið. (Framh. sfðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.