Íslendingur - 10.05.1861, Blaðsíða 6
30
spurningum þessum að því leyli, sem jeg get. Jeg hef
nú borið mig saman við gamla menn bjer í sókninni
um hafísinn og verkanir hans, og kemur það að mestu
leyti saman við það, sem jeg hef sjálfur tekið eptir í þau
12 ár, sem jeg þegar hef verið hjer á Ströndunum; að
öðru leyti skal jeg að eins skýra frá því um hafísinn og
verkanir hans, sem jeg veit með vissu, en sleppa þá held-
ur hinu, sem jeg er í nokkrum efa um. Jeg tek þá
spurningarnar í röð, eptir því sem þ;r.r eru prentaðar.
1. Spurningu þessari get jeg ekki svarað með neinni
vissu, en eptir því, sem gamla menn rekur hjer frekast
minni til, þá mun mega fullyrða, að hafís haíi rekið hjer
að landi 42 sinnum á þeim 60 árum, sem liðin eru af
þessari öld, eða að hafis reki hjer inn að jöfnuði 7 ár af
hverjum 10 árum, og síðan jeg kom hingað, vorið 1849,
hefur hafís rekið hjer að landi í 10 árin, stundum meir,
en stundum minna.
2. Áður en hafísrekið byrjar, er veðurátta hjer ætíð
mjög óstöðug og umhleypingasöm; ýmist eru þá útsynn-
ingsbleytur og blotar eða norðankafaldshríðir, en af hverri
átt sem vindurinn er, stendur það sjaldan nema eitt dœg-
ur í senn; slettir þá opt mjög íljótt í logn, en hvessir
aptur eins fljótt af annari átt.
3. Hafísinn rekur jafnaðarlega fljótt hjer inn, með
norðanstormum og miklum kafaldshríðum, en þó ber það
stundum við, að straumar bera ísinn hjer að landi í logni,
þó ekki haíi sjezt til hans áður, og hefur þetta tvisvar
viljað til, síðan jeg kom hingað; annars er enginn efl á
því, að straumar ráða ferð issins, og flýtahenni, en vind-
ar alls ekki, því jeg hef opt sjeð isinn berast með all-
miklum hraða móti vindi, og það þó stormur hafl verið,
sem sýnast hefði mátt seinka ferð hans; eins er því varið,
þegar ísinn fer, að þá eru það straumar, sem flýta ferð
lians í burtu, og fer hann stundum svo fljótt í burtu, að
ótrúlegt þykir; stundum berþað við, að þó ísinn sje orðinn
samfrosta, og nái 4 til 5 vikur sjávar út frá Iandinu, og hver
vík og fjörður fullur af ís, þá sprengja straumar ísinn hast-
arlega allan í sundur, og hverfur svo ísinn með þvílíkum
hraða, að eptir 1 eða mest 2 dœgur sjest ekki jaki, svo
langt sem augað eygir; þetta skeður þá annaðhvort í logni
og þoku, eða þá með sunnanblota; þegar hafísinn hverf-
ur svona fljótt, segja gamlir menn hjer, að hann sökkvi
allur, en reyndar eru það ekki annað en straumar, sem
þannig ílýta ferð hans, enda hef jeg sjeð stóra liafísjaka
berast hjer inn í Húnaflóa í logni, með þvílíkum hr'aða,
sem þá kaupskip sigla í allgóðum byr. (Framh. síðar).
59
Stafni í Svartárdal um veturinn af fje Staðarmanna, og
hundur þeirra ofan að Rugludal vestan Skínanda. f>að
varð og um vorið, er rakað var af lirossum við Staðar-
rjett, að graðhestur grár kom hneggjandi sunnan Lang-
holt, ofan hjá Svarðarhól; var hann úr för Staðarmanna;
gekk Halldór þá heim frá rjettinni, er hann sá hestinn,
og lá í viku, en Ragnheiður barst betur af og harkaði af
sjer. það er í sögnum, að eptirleitarmenn nokkrir, og
þó eigi glögglega getið, iivort heldur va:ru Ilúnvetningar
eður Skagíirðingar, fœru fram allt í Iijalhraun öndverða
jólaföstu, og hafi þá heyrt kall eður ldjóð, og ef nokk-
uð er satt í, hefðu þá einhverjir Staðarmanna orðið þeirra
varir, og þá enn eigi verið allir látnir. Segja þó aðrir,
að þeir Jón og Björn heyrðu það, er þeir riðu suður; en
með öllu þrætti Björn fyrir það, er liann var um það
spurður, og mjög efum vjer sann á því, þó að þeir lifðu
þar nokkrir eigi allstutta hríð, og hyggðu í fyrstu að bíða
mannbjarga með Jóni Austmann, er frá þeim hafði riðið
og ætlað til byggða að komast, að því er síðar vitnaðist.
t
Nóttina milli hins 13. og 14. októbers f. á. andaðist
konan Björg Ásbjarnardóttir áGarðsvík á Svalbarðs-
strönd, rúmra 28 ára gömul, fœdd 29. september 1832,
giptist 11. júní 1858.
BJÖRG ÁSBJARNARDÓTTIR.
1. Liðinn var dagsbjarmi bafs undir heiðir,
hátignin kyrrláta drottnaði þá,
svifaði njóla um sólkerfa leiðir,
sá að eins tindrandi stjörnulog blá;
en skjótfœr sem elding — þá skýbólstra-hringur
skelfandi þrumugný kastar sjer frá —
leið þar fram dauðinn úr launsátri slingur
lífsblóm af sníða og sigur að fá.
2. Hann skar við rœtur frá lífsmeiði ljósum
litskreytta fjólu úr ástanna reit,
blíðörtuð hneig þá, sú bar lof af drósum,
Björg dóttir Ásbjörns og lífdögum sleit;
hreinhjörtuð, siðgóð og hœglunduð var hún,
hjónaband skrýddi með dyggðanna fjöld;
viðkvæmni ástar og blíðlyndi barhún,
bágindum þjakaðri liðsinnti öld.
3. Mótvindur lífsins þó haföldum háum
hjerveru kastaði fram yfir sjó,
glansaði stilling af brá-stjörnum bláum
blíða og sálunnar inndæla ró;
innileg hlutdeild í ektamanns kjörum,
ástin á velsœmi, rjettlæti, dyggð,
hennar var falin í hógværðar-svörum,
hrœsninnar tilgerð hún mat viðurstyggð.
4. Ó, hvað þinn tími varð návista naumur,
nipt gulls ástkæra, í deyjendra reit,
ó, hvað fljótt líður frarn æfinnar straumur,
óðar en varir því lífinu sleit;
og inndælu blómin, sem eiga sjer rœtur
í elskuðu hjarta og lífstunda ró,
hann eins af skyndingu hrifin burt lætur,
harmsöltum tárum og útrennsli bjó.
5. Sakna þín vinir og syrgja þig frændur,
en sárþjáður ekkill hann tregar þó mest,
liann var svo sviplega hrifinn og rændur
því hnossinu, sem að hann unni þó bezt;
hjartað slær dvnjandi hryggðar í barmi,
því hjartað er brostið, sem unun því bjó,
og svipti burt lífstunda svíðandi harmi,
þá sorgmökkva-skýjum á geðshimin sló.
6. En lít þú til stjarnanna, líðandi bróðir!
þær leiptra eins skært og þá hörmunga nótt,,
þá numin var frá þjer um náheima-slóðir
nátengda sálin af dauðlegum þrótt;
þangað er liafin, sú hjarta þitt þráir,
og hvarmstjörnum trúar þú sjer hennar ljós;
hún lýsir þjer, uns hennar líking þú náir,
og lif þitt er umbreytt í vegsemd og hrós.
Jánas Jónsson.
r.o
18. Fundin lik Staðarmanna.
Um vorið, erferðir hófustum Iíjöl, fundu menn tjald-
hrauk Staðarmanna. Tómás Jónsson hjet maður, er bjó
að Flugumýri; sá hann fyrstur tjaldið, og kvaðst hafa
lagt steina á jaðra þess utan, að hrækvikindi riíi þau|íð-
ur, en œrinn óþefur þótti Tómási og lagsmönnuin iftms
inn að líta í tjaldið; við það reið Tómás undan lest sinni
norður að Reynistað og sagði tíðindin; var síðan haft
eptir honum, að lík þeirra brœðra væru í tjaldinu og tveggja
annara. Eyfirðingar fóru síðan um Iíjölinn; er sagt þeir
fyndu tjaldið, og þóttust sjá, að áður væri fundið, en eptir
þeim var haft, að eigi sæju þeir nema 2 líkin. Jón lijet
maður Egilsson, Iiiugasonar, Sigurðarsonar prests á Auð-
kúlu, er dauður fannst með Svínavatni, illa útleikinn og
beinbrotinn (1657), Magnússonar prests á Auðkúlu, Ei-
ríkssonar prests á Kúlu. Bjó Jón Egilsson á Reykjum á
Reykjaströnd; hann kom úr fjárkaupum sunnan um þetta
leyti; var hann klausturlandseti; höfðu þau Ragnheiður á
Stað sent með Jóni Björn Illugason til kaupanna, er suð-