Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 5
61 raunir þessar eru ennþá ofungar og skammt áveg komn- ar til þess, að hafa getað sýnt fullkominn árangur og viss- an. Áþeim fáu stöðum, þarsemmenn með þessum hætti hafa unnið eptir rjettum og föstum reglum, þar hefur jörð- in, eptir það hún var plœgð, verið yrkt, eins og tíðkan- legt er með albrota (Fuldbrak) í útlöndum, en þó naum- ast hvergi, eins og þurft hefði1. I þessa plœgðu reiti hefnr verið sáð hafri eða byggi, eitt eður tvö ár; þar eptir hefur verið sáð grísfrœjum, og jörð svo iátin vall- gróa eður verða sem náttúrlegt tún. Hvergi hefttr bygg nje hafur náð fulliim vexti með þessu móti; en grasið af hvorutveggja hefur þar á mpti geftð svo mikið fóður, að kostnaðurinn hefur borgazt þar með. Loksins hafamenn snmstaðar bœtt grasrœktina með vatnaveitingum, sumpart með því að láta grasgróið land iiggja undir vatni, og er það forn siður, eður og með því, að láta vatnið smástreyma eður seitlast yfir grasrótina. Með þessu móti, er síðar var talið, hafa bœndurnir í einni sókn i Austfjörðum bœtt töluvert áður óyrktar engjar, enda haft gott gagn af. Næst grasrœktinni er matjurtarœktin sú mest verða fyrir ísland; tel jeg þar til einkum jarðepli og róur og ýmsar fóðurjurtir. Að eins í einni sveit á Norðurlandinu, nfl. á Akureyri við Eyjafjörð, liafa menn lagt stund á jarðeplarœkt í nokkuð mörg ár samfleytt. Mildari veður- átta en víða annarstaðar, hentugur jarðvegur, og einkum nœgur áburður frá kauðstaðnum Akureyri, hefur valdið því, að jarðeplauppskeran hefur jafnaðarlega orðið í góðu lagi, en þetta hefur aptur hvatt aðra tii að stunda jarð- eplarœktina með eljun og umhyggju. Á seinni árum hafa menn margstaðar á Norður - og Austurlandi tekið að leggja stundun á þennan afla, en að eins í einstöku góð- um árum hefur fengizt viðunanlegur afgróður; mun þetta helzt vera að kenna kunnáttuleysi manna í rœktuninni og áburðarskorti. þær einföldustu matjurtir hafa aðvísuverið um langan tíma rœktaðar hjer og hvar á Isiandi, en naumast livergi eður sjaldnast með nœgri alúð og umhirðingu. þessu veldur, að Islendingum veitir mjög tregt að venja sig á matjurtanautn í búnaði sínum; eru þeir í þessu falli eins og í svo mörgu öðru, er snertir lifnaðarháttu þeirra, bundnir mjög við gamlar venjur og framferðir, er þeir hafa erft hjá feðrum sinum. Af því, sem hjer að framan er drepið á, sjest það glöggt, að öll jarðarrœkt er enn þá mjög skammt á veg komin á íslandi, og að hún getur bæði sökum jarðvegs og veðuráttu tekið miklum og mörgum umbótum. Helztu gallar á búskap og jarðyrkju íslendinga, eru í stuttu máli þessir: 1. Að Iand það, sem ætlað er til rœktunar, er ekki nœgilega friðað með girðingum fyrir peningságangi. 2. Að móskurður ekki ernotaður, hvar því má við koma, 3. og að þess vegna meir en helmingnum af mykj- unni er brennt. 4. Að áburðurinn ekki er drýgður með nœgri alúð, enda þótt margt sje til að auka hann með, svo sem þang og þari, bleyta, aska, gamlir moldarveggir, hland alls kon- ar, o. m. fl. 5. Að mold ekki er borin saman við þá fjármyki, sem liöfð er til áburðar. 6. Að fœrikvíar vantar of víða til að geyma sauðfje i á nóttum að sumrinu. Einnig að hross eru eigi höfð inni á næturnar á sumrin; þetta ætti og að vera fortaks- laus venja með kýr. 1) „ISrak" er þaí) nefnt met) pj«5?)v-eiium og Dönum, er menn gofa sáíihlje, til þess aí) fá tíma til, at) brjóta jörbina, þá er þeim þykir hún orbin um of ómyldín og föst ebur illgresi kafln, til at) gefa ríft saÆi. frýtandiim. 7. Að áburðurinn safnast og geymist á slæmum stað, þar sem allur vessi rennur frá honum, og sól og regn skræla hann upp og þvætta. 8. Að áburðurinn ekki er unninn ofan í túnin þegar á haustin, þar sem því má við koma. 9. Að áburðurinn er opt borinn þar á, hvar kraptur- inn úr honum rennur í burt á vetrum í leysingum. 10. þegar áburðurinn er unninn á að vorinu, þá er þetta gjört opt á órjettum tíma og ekki gefinn nœgur gaumur að því, að liann sje svo undirbúinn, að hann getigengið vel ofan í rótina. 11. líóndinn eyðir langt of miklum tíma og vinnu- kröptum til heyskapar á órœktuðum engjum og útjörð. 12. Að skepnurnar, sem bóndinn hefur, verða þar fyrir gagnslausar og opt magrar af þessum heyfeng, enda peningshöld hans of mjög komin undir þessu ónýtafóðri. 13. þar á móti leggur bóndinn of litla stund á að auka og bœta túnin, sem eru aðalgrundvöllurinn undir öllum hans búskap, og þar fyrir 14. liggja margar og miklar lendur, er vel mættirœkta, óyrktar og til engra nota. 15. Að vatnaveitingar ekki eru stundaðar utan ásár- fáum stöðum, enda þótt þeim megi við koma nær því alstaðar. 16. Að menn ekki kunna að nota plóginn og önnur jarðyrkjuverkfœri til að ryðja með órœktaða jörð til túna og akra. 17. Að plógurinn ekki er notaður nje önnur akur- yrkjutól, til þess að sljetta með þær hinar skaðlegu þúf- ur, semnærfellt hvert tún er fullt af, og 18. að matjurtarœktin ekki er stunduð með þeirri kunnáttu og alúð, er sambýður landsins ásigkomulagi, sem ástœðurnar þó leyfa og benda til. Sumir af þeim hinum betri bœndum hafa að vísu nú á seinni tíð tekið sjer meira eða minna fram um að ráða bót á göllum þessum, en því miður er slíkan hrós- verðan áhuga að álíta sem öldungis sjerlega undantekn- ing í samanburði við hið mikla hirðu- og skeytingarleysi, er drottnar með almenningi, og þar þarf í sannleika meiri en venjulega alúð og umhyggju frá hálfu stjórnarinnar, sem og kröptuglegar upphvatningar frá hinu konunglega danska landbúnaðarfjelagi, ef hin íslenzka jarðyrkja og búnaður skal bráðum komast úr þeim vesaldar-læðingi, sem þau nú eru í, og náð þeim viðgangi, er hvorttveggja sannarlega getur náð. Auk þess, að Islendingar, sem flestir eru sveitamenn, hafa mjög litlar mætur á alls kyns jarðrœkt og unna lítt bú- skap, enda vantar efni til allra fyrirtœkja, er nokkuð kveður að, þá eru enn fremur fleiri meinbugir, sem liggja þar í landi og hindra allar framfarir landyrkjunnar. Eitt með fleiru, er vjer fyrst viljum drepa á, er bygging jarðanna áleigu. Mjög fáir eru þeir, er sitja á sjálfs sín eign; eru flestar jarðir opinber eign eður og einstakra manna eign, sem byggðar eru á leigu og setnar af leiguliðum. Bygging þessi skal, ef lögum er fylgt, gilda fyrir leiguliða og ekkju hans æfilangt, en lögum þessum er nú venjulega ekki lengur gaumur gefinn nje hlýtt manna á millum, ekkisvo mikið að leiguliðar fái brjeflega byggingar-skilmála. {>ví óljósari og regluminni sem þessi leigubygging verður, því óvissari og valtari verður rjettur leiglendings. En hjer af leiðir það aptur, eins og geta má nærri, að leigu- liðarnir vilja engu verja til endurbóta ábýla sinna, er þeir hafa fengið með svo óvissum skilmálum, og það því síð- ur, sem þeir ekki hafa neina von um, að fákostnað sinn endurgoldinn A nokkurn hátt, enda þótt þeir hefðu aldrei svo rjettvísa kiöfu þartil. Á meðan löggjöfin ekki kippir þessu í lag, er engin von á, að jarðabótum fari fram, því

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.