Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 6
62
verk manna og eignarrjettur er hjer að engu metinn og
ekki verndaður. |>essi sama reglulausa byggingarvenja
leyíir enn fremur að sneiða jarðirnar í sundur á milli svo
margra leiguliða sem vill og landsdrottni þóknást án allr-
ar takmörkunar. En einmitt af slíkri skiptingu jarðanna
líður öll jarðarrœkt og búnaður stórkostiega, ekki svo af
því, að jarðirnar sjeu eigi flestar nógu Iandmiklar, að á
þeim megi hafa fleirbýli, heldur af hinu, að fólkið er of
fátt, en þeir fáu kraptar sundrast og veikjast við það, þeg-
ar hverjum dreng, sem óskar eptir sjálfræði, er með þessu
móti beindur vegur tii að fá jarðarsneið. Á þennan hátt
komast of margir í bœndatölu af þeim, sem eru án dugn-
aðar og fyrirhyggju eðafullkomlegavinnufœrir; meðþessu
móti verður vinnufólkið loksins ekkert, og bóndinn fær engu
af stað komið sakir fólksleysis. þá er það og mjög svo
óviturlegt og skaðlegt, að með þessari sundurdeilingu jarð-
anna fylgir ekki útílutningur eða aðskilnaður á bœjum og
túnum, heldur hnoðast 2—6 bœndur niður á einn og
sama bœ i einu og sama túni, og það enda þótt næst
bœnum sje óhœfilegt til rœktunar, en í landi jarðarinnar
lengra á burt sje vel fallið, til að byggja bœ og rœkta
tún og landið liggi ónotað. Sumstaðar, og það enda á
hrjóstrugum stöðum, er byggðin of þjett og þyrfti að rým-
ast; aptur eiga sumar jarðir meira iand, en þær fá notað,
og þar mætti byggja þjettar. Sumir geta því eigi haft
nœgan fjenað sjer og sínum til framfœris, en aptur fá
sumir ekki notað sínar jarðir fyrir víðáttus akir. Loks skal
þess og eigi dylja, að lögin um skatta og aðrar tekjur
eru eigi til alllítils linekkis landbúnaðinum; þar við bœt-
ist og óregla í mati jarðanna og ýmsar aðrar óvenjur og
lagaleysi, sem á sjer stað í búnaðarháttum manna og sveita-
stjórn. J>á ber og þess að geta, að furðu gegnir, hve
lítt fulltrúum þjóðarinnar hafa legið á bjarta þær endur-
bœtur, sem svo eru ýtrast nauðsynlegar búnaðinum til
framfara, svo varla má heita, að á þær hafi verið minnzt
með einu orði á alþinginu; þar á móti hafa þingmenn
ekki fyrirorðið sig að eyða tíma og peningum með ó-
skynsamlegum bollaleggingum og uppástungum um verzl-
un, o. ÍL, í þeirri fölsku meiningu, að öllblessun og bag-
sæld eigi að koma erlendis frá, í stað þess að leita lienn-
ar og afla úr skauti fósturjarðar sinnar, sem, þótt hún sje
ein af löndum norðurhjarans, er nógu frjóvsöm til að um-
buna í'íkulega fyrirhöfn þá og eríiði, er til hennar er varið.
Eins og hvívetna annarstaðar, fer kvikfjárfjöldinn á
Islandi eptir fóðurmegninu og meðferðinni, en þetta fer
aptur eptir jarðrœktinni. Kýr ganga lausar úti allt sum-
arið; venjulegast frá því seinast í maí eru þær víðast
hvar hafðar inni á næturnar, án þess þeim sje fóður gefið.
I septembermánaðarlok eru þær gjarnast teknar inn; bera
flestar þeirra frá þeim tíma til nýárs. Fóðrið, sem þeim
er gefið, er hin kjarngóða taða afhinum mykjuðu túnum;
er þeim gelið tvisvarádag, kveld og morgna; sýnistþetta
gjafalag ekki óliagkvæmt, hvar peningur er því vanur og
þess er gætt, að gefa nóg í hvert sinn. Cœndur þeir, er
bezt fóðra, gefa hverri kú fyrst eptir burðinn 16 pund
heys í mál eður liðuga 3 fjórðunga á dag, en aptur gefa
þeir minna, þegar fram á líður veturinn. En allvíðast fá
kýr ekki svona mikið; mega llestar nœgjast með 10—12
pund.í mál eður rúma 2 fjórðunga á dag; af þessu flýt-
ur það nú náltúrlega, að þær bæði mjólka lítið og verða
inagrar. Hið íslenzka nautfjárkyn má fremur lieita stórt
en lítið, og engan veginn er það slæmt til mjólkur, eink-
nm þá þess er gætt, hve lítið er birt um að bœla það,
og hve beendur eru kærulausir um kálfaeldið. J>ær beztu
kýr mjólka 14—16 merkur í mál, fyrst eptir burðinn.
Af öllu er sauðfjárrœktin hin mikilvægasta fyrir land-
ið; því nær alstaðar eru afbragðs-kjarngóðir liagar, eink-
um fyrir sauðfje. Á vorin, þegargras og skógar eru kom-
in í gróður upp til fjalla og afrjetta, er geldfje allt og
lömbin undan ánum rekið þangað; gengur það þar sjálf-
ala, þangað til á haustin nær miðjum september, þá er
því safnað saman, og rekið til byggða; hirðir þá liver
eigandi sittfje eptir eyrnamarki. Ærnar eru hafðar heima,
og ganga þær í þeim svo nefndu búfjárhögum; eru þær
reknar heim eður smalað kve lif og morgna, til þess að
mjalta þær; víða eru þær látnar liggja í fœrikvíum á næt-
urnar. Að geyma ær og kýr í seljum fram í fjalldölum
var siður til forna, en er nú. með öllu aflagður. Að öllu
öðru en því, er nú var sagt, er meðferð sauðfjárins mjög
misjöfn á íslandi. Á Suður- og Vesturlandi er fullorðnu
fje sjaldnast ætlað vetrarfóður, sízt fullkomið, og sum-
staðar er það, að ekki eru til hús nema lianda lömbum,
sem víðast hvar er gefið tíma úr vetrinum. Einungis af
þessu má geta nærri, hve mjög sauðfjárrœktinni er ábóta-
vant; arðurinn fer og eptir þessu, enda er hann mikhi
til minní á Suður- og Vesturlandi, en norðanlands og
austan er hann aptur miklum mun meiri, þvi þar er miklu
betur farið með fjeð. Á þeim binum síðar nefndu stöð-
um eru lömb gjarnast tekin á fóður seinast í nóvember
eður í desember, eptir því hvernig fellur; eru þau liöfð
á gjöf, þangað til seinast í marz, enda opt lengur. J>eg-
ar vetrarfar er mjög gott, er þeim stundum beitt út á
daginn og gefið þó jafnan fóður með. Til lambeldis er
valið hið kjarnbezta liey af hinum órœktuðu útengjum;
eru hverju lambi ætlaðir til vetrarforða bjer um bil 29—
32 fjórðungar. Venjuiega eru ær ekki mjólkaðar lengur,
en þangað til seinast í september, en sumstaðar er því
þó haldið fram þangað til í nóvember. Úr því eru þær
látnar ganga sjálfala, þangað til frjósa fer eður snjóa legg-
ur, og er þá farið að hýsa þær á nóttunni. Framan af
vetri eður á bak jólum er þeim gefið fóður til þriðjunga,
og ailt að helmingi með útbeitinni, en því meir, sem líð-
ur á veturinn og nær dregur sauðburði, er frekaðáfóðr-
inu. Venjulegast bera ærnar seinast í maí og þaðan af
seinna. J>egar liarðindi eður snjóþyngsli banna ánum að
ná til haga, þá er þeim gefið fullkomið fóður. Næst lömb-
unum er ánum geíið hið bezta úthey; er hverri á ætlað
jafnmikið fóður og lambi um vetur, eða vel svo það. Fyrr-
um var það siður, í hvert sinn og ánum var beitt, að láta
smalann fvlgja þeim í hagann og gæta þeirra þar, en nú
tekur þessi nytsama venja víða að leggjast niður sökum
þess, að ekki fæst fólk til þessa. Gehlfje, einkum full-
orðnir sauðir ganga víðast hvar að mestu úti gjafarlausir
á vetrum, og fá eigi fóður utan í harðindavetrum; eins
og eðlilegt er, leggja þeir af meðþessu móti bæði áhold
og mör, en það sýnir, hvað afrjettarhagarnir eru afbragðs-
kjarngóðir, að allt fyrir þetta safna þeir um hinn stutta
sumartíma fullum lioldum og mör á ný, eins og kunnugt
er. Sauðfjárkynið á íslandi er mjög misjafnt, þó mun
eigi sönnu fjærri að greina það i þrjá aðalkynþætti. Hið
lágfœtta jökuldælakyn, með síða og breiða bringu, stuttan
háls, sivölum kropp ogjöfnum hrygg, er án efa hið bezta,
einkum til skurðar; en svo virðist, sem kyn þetta liafi
nokkuð úrkynjazt nú í seinni tíð. Geldsauðir eru, livar
því má við korna, látnir verða 4—5 vetra gamlir; befur
hver meðalsauður af þessu jökuldœlakyni, þá er hann er
skorinn, 5Va fjórðung af kjöti og 16 pund mörs. Ullin
er tekin af fjenu á vorin, og þvegin seinna; er hin yzta
ullin stríð og stórgjörð, en bið innra eðurþelið mjúkt og
smágjort. Ullarmegnið er allmisjafnt, þó má að meðal-
tali gjöra 7 merkur af þveginni ull af hverjum sauð, 4
af hverri á, og 2—3 mcrkur af hverri kind veturgamalli-