Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.07.1861, Blaðsíða 8
64 Aliiingi 1861. Á 2. fundi, 2. dag júlímánaðar, voru kosnar nefndir f þessum málum: 1. Konunglegt frumvarp til op. br., er lögleiðir á íslandi lög 21. jan. 1857, um hegningu fyrir illa meðferð á skepnum. í þá nefnd voru kosnir: yíirdómari B. Sveinsson, Páll Sigurðsson, og yflrdómari J. Pjetursson. 2. Um löggildingu verzlunarstaðar á Skeljavík. Nefnd: Ásgeir Einarsson, Indriði Gíslason, og Páll Melsteð. 3. Um breytingu á tilskip. 18. febrúarm. 1847, um fjár- forráð ómyndugra á íslandi. Nefnd: Benidilct Sveins- son, Jón Pjetursson, og Asgeir Einarsson. 4. Um að gjöra Akureyri að kaupstað, og um stjóm bœjar- málefna þar. Nefnd: Sveinn Skúlason, Stefán Jóns- son, H. Kr. Friðrihsson, Jón Sigurðsson frá Gaut- löndum, Jón Pjetursson. 3. fundur, 4. júlí. Fyrst var rœdd uppástunga frá Amljóti Ólafssyni, um að setja nefnd, til að breyta þingsköpunum; en eptir nokkrar umrœður tók uppástungumaður hana aptur. J>ví næst voru kosnar nefndir í þessum málum: 1. Frumvarp til reglugjörðar um vinnuhjú. Nefnd: Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, P. Pjetursson, Benidikt Sveinsson, Guðmundur Brandsson, Ólafur Jónsson, Páll Sigurðsson, Indriði Gíslason. 2. Frumvarp til reglugjörðar um lausamenn og húsmenn. Nefnd: Páll Melsteð, Guðm. Brandsson, B. Sveinsson, Arnljótur Ólafsson, Ólafur Jónsson. 3. Frumvarp til tilsk. fyrir ísland um sendingar með póstum. Nefnd: ArnJjótur Ólafsson, J. Hjaltalín, Gísli Brynjólfsson, Benid. Sveinsson, Sveinn Skúlason. þá gat forseti þess enn fremur, að á lestrarsalinn væri lagt fram: 1. Uppástunga frá þingmanni Barðstrendinga um að kjósa nefnd, til að yflrvega bœnarskrár og uppástungur, er kœmu til þingsins, áður nefndir sjeu kosnar í þeim. 2. 2 bœnarskrár um styttingu alþingistíðindanna (frá J>ing- vallafundi og Iíollabúðafundi). 3. 2 bœnarskrár um læknaskipunarmálið (frá J>ingeyjar- sýslu og Múlasýslu). 4. 6 bœnarskrár um íjárkláðamálið (frá Austur-Skapta- fellssýslu, Eyjaflrði, Uúnavatnssýslu, Dalasýslu, Sriæfells- nessýslu og Júngvallafundi). 5. 5 bœnarskrár um alþingiskostnaðinn (frá Kollabúðafundi, J>ingvallafundi, Eyjafjarðarsýslu, Dalasýslu, Húnavatns- sýslu). 6. 5 bœnarskrár um latínuskólann (frá Kollabúðafundi, Húnavatnssýslu, Dalasýslu, Snæfellsnessýslu, J>ingvalla- fundi). 7. 1 bœnarskrá úr Skagafjarðarsýslu, um 50,000 rdd. lán úr kollektusjóðnum, til að bœta úr harðæri. 8. Ávarp til alþingis úr Skagafjarðarsýslu. 4. fundur 5. d. júlím. 1. Konungsfulltrúi las upp ágrip af skýrslu stjórnarinnar til konungs um bœnarskrá alþingis á síðasta þingi um fjárkláðamálið; og má einkum á henni sjá, að stjórn- in hefur talið á röngum rökum byggða yfirlýsingu al- þingis 1859 um ábyrgð hennar á aðgjörðum sínum í þessu máli. 2. Var tekin til inngangsumrœðu bœnarskrá frá Skag- firðingum um 50,000 rdd. lán af kollektusjóðnum handa Islendingum sökum harðærisins. Eptir nokkrar um- rœður var kosin nefnd í þetta mál, og í hana kjörnir: Gísli Brynjólfsson, P. Melsteð, Guðm. Brandsson, Arnljótur Ólafsson og ólafur Jónsson. 3. J>á komu til inngangsumrœðu 6 bœnarskrár um fjár- kláðamálið. 1 þeirra (úr Dalasýslu, með 31 nafni) fer fram á algjörðan niðurskurð á sýktu og grunuðu fje nú í haust. Ilinu sama fer fram bœnarskrá úr Skaptafellssýslu (með 41 nafni), og til vara, að kláða- sviðið sje þrengt, og lækningar áfjenu fari framáop- inberan kostnað. Bœnarskrá úr Húnavatnssýslu (með 23 nöfnum) fer því fram, að kláðasviðið verði þrengt, eptir því sem alþingi þyki hentast, og að alþingi semji almennar reglur um útrýming sýkinnar úr landinu. Bœnarskrá frá J>órnesþingi biður alþingi, að taka mál- ið til ýtarlegri meðferðar, og finna ráð til að út rýma sýkinni. Hin 5. var úr Eyjafjarðarsýslu með 34 nöfn- um, um að alþingi hlutist til þess, að reglunum frá 14. septemb. 1859, 9.—10. gr., sje betur hlýtt eptir- leiðis en að undanförnu. 6. bœnarskráin var frá J>ing- vallafundinum, og eru aðalatriði hennar, að þingið snúi sjer til stiptamtmanns vors, og beiðist þess, að allt grunað fje sje skoðað, og baðað, og það, sem veikt sje, læknað undir opinberri umsjón á eiganda kostn- að um mánaðartíma, og það, sem sje þá eigi læknað, sje skorið, og svo framvegis þær kindur, sem veikar kynnu að finnast í haust eða komandi vetur. í þessu máli voru í nefnd kosnir: Benidikt Sveinsson, Gísli Brynjólfsson, Ólafur Jónsson, Arnljótur Ólafsson og landlæknir J. Hjaltalín. 4. J>ví næst voru teknar til inngangsumrœðu 5 bœnar- skrár um alþingiskostnaðinn. Og voru þeir: Sveinn Skúlason, Ólafur Jónsson, og Arnljótur ólafsson, kosnir í nefnd í þessu máli. 5. J>ví næst gat forseti þess, að til sín væru komnar: bœnarskrá fráþingmanni Gullbringusýslu um peninga- styrk til kornkaupa. 2. Uppástunga frá þingmanni Borgfirðinga um tilhögun á prentun alþingistíðindanna. 3. Bœnarskrá frá þingmanni Mýramanna um löggild- ingu Straumfjarðar til verzlunarstaðar. 4. Uppástunga frá þingmanni Borgfirðinga um, að af tekið sje að þýða þingbók alþingis á danska tungu. 5. Bœnarskrá frá stúdentum í Kaupmannahöfn um stofnun lagaskóla hjer á landi. 6. 5 bœnarskrár um fiskiveiðar útlendra manna lijer við landið. Ang-lýsing-. — Iíestur, aljarpur, járnaður, með mark: gagnfjaðrað hœgra og gagnbitað vinstra, i meðallagi stór, tapaðist mjer í Fossvogi við Reykjavík, 30. júní þ. árs, og eru þeir beðnir, sem finna liann, á móti sanngjarnri borgun, að halda lionum til skila að Moldartungu í Holtum í Rang- árvallasýslu, eða þá til Einars prentara J>órðarsonar í Rvík. Staddur í Reykjavík, 30. júní 1861. Porsteinn Gunnarsson frá Moldartungu. Prestakoll. Veitt: 27. f. m. Kolfreyjustaður skólakennara Jens Sigurðssyni. S. d. Ilallormsstaður sjera Sigurði Gunnars- syni. S. d. Berufjörður kandídat Eiríki Magnússyni. Óveitt: Desjarmýri með anexíunni Njarðvík í Norður- Múiasýslu, að fornu mati 18rdd. 88 skk., auglýst 28. f. m. Útgefendur : Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson Iljaltalin, Jón Pjetursson■ ábj-rgWmaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Pi-entalur í prentsmitijiinni í Reykjavík 1861. Einar þárlbaison.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.