Íslendingur - 18.07.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.07.1861, Blaðsíða 3
67 ú íslandi; var kosin 3 mannanefnd: Jón Pjetursson, Páll Melsteð og Asgeir Einarsson. 4. Bœnarskrá Guðmundar Grandssonar um styrk til korn- kaupa handa Iíjósar- og Gullbringusýslu, vísað til nefnd- arinnar í harðærismúlinu. 5. Bœnarskrá úr Suðurmúla- og |>ingeyjarsýslu um lækna- skólann og spítala í Reykjavík; var kosin 5 manna ncfnd: Jón Hjaltalin, Pjetur Pjetursson, Sveinn Skúlason, Páll Sigurðsson, biskup II. G. Thordersen. li. Um bcenarskrá úr mörgum sýslum, viðvíkjandi umbót á latínuskólanum, var kosin 5 manna nefnd: P. Pjet- ursson, H. Kr. Friðriksson, Gísli Brynjólfsson, Benidikt Sveinsson, Stefán Jónsson. 7. Bœnarskrár víðs vegar að um fiskiveiðar Frakka hjer við land; kosin 5 manna nefnd: Guðmundur Brands- son, Arnljótur Ólafsson, Gísli Brynjólfsson, Jón Iljaltalín, Asgeir Einarsson. 7. fundur, 9. d. júlíni. 1. Var tekin til umrœðu bœnarskrá til alþingis frá ísl. stúdentum í Iíaupmannahöfn um stofnun lagaskóla í Reykjavík; kosin 3 manna nefnd: Benidikt Sveinsson, H. Kr. Friðriksson, Jón Pjetursson. 2. Uppástunga þingmanns Borgfirðinga um, að hætt verði danskri þýðingu þingbókarinnar; kosin nefnd: Arn- Ijótur Ólafsson, Magnús Andrjesson, Jón Sigurðsson frá Haugum. 3. Uppástungur þingmanna Austur-Skaptafells-, Mýra- og Rorgarfjarðarsýslu, um að Papafjarðarós, Straumfjörð- ur og Skipaskagi verði löggildir verziunarstaðir; kosin 5 manna nefnd: Stefán Eiríksson, Jón Sigurðsson á Ilaugum, Arnljótur Ulafsson, Björn Pjetursson og II. Kr. Friðriksson. 4. Uppástunga þingmanns Gullbringu- og Kjósarsýslu, um að engin bœnarskrá verði tekin inn á þing, úr því liðinn sje hálfur þingtími, nema svo sje að 3/4 atkvæða sje því meðmæltir, felld eptir nokkrar umroeður. 8. fundur, 11. d. júlím. 1. Uþpástunga þingmanns Ilúnvetninga, um að :i/4 al- þingistollsins verði hjer eptir lagðir á jarðarhundruðin eptir hinni nýju jarðabók; til þess að íhuga það mál var kosin 5 manna nefud: Ólafur Jónsson, Arnljótur Ólafsson, Páll Sigurðsson, Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson. 2. þvínæst komu til umrœðu ellefu bœnarskrár um stjórn- arbót þessa lands, og var kosin 7 manna nefnd til að íhuga það: Arnljótur Ólafsson, Benidikt Sveins- son, Gísli Brynjólfsson, Pjetur Pjetursson, Jón Pjet- ursson, Magnús Andrjesson, Stefán Jónsson. Nefnd þessari var einnig fengin til rannsóknar uppástunga þingmanns Reykvikinga um að stofna landsjóð hjer á landi. 9. fundur, 12. d. júlim. 1. Var rœtt til undirbúnings nefndarálit urn kgl. frum- varp viðvíkjandi löggilding Skeljavíkur í Strandasýslu; hafði Ásgeir Einarsson framsögu málsins á liendi, og urðu um það langar umrœður, mæltu nokkrir í gcgn, en margir studdu. 2. Bœnarskrám úr ísafjarðarsýslu um stjórnarbót og um fiskiveiðar var vísað til þeirra nefnda, erþau mál hafa til rannsóknar. 3. Bœnarskrár úr ísaljarðarsýslu ogMúIasýslum umbreyt- ing á verzlunarlögum rœddar og nefnd 'kosin: Björn Pjetursson, Sveinn Skúlason og II. K. Friðriksson. 4. Uppástunga 7 þingmanna um launaviðbót handa amt- manni í norðausturumdœminu rœdd og nefnd kosin: Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, Sveinn Skúlason, Arnljótur Ólafsson, Stefán Jónsson, Guðmundur Brandsson. 5. Bœnarskrá úr Múlasýslu um breytingu á hjúskaparlög- unum; eptir nokkrar umrœður skoraði forseti á þing- menn, hvort nefnd skyldi kjósa í málið, og við hafði nafnakall; mæltu 13með, en 10 móti nefnd; voru þá kosnir í nefnd: Jón Iljaltalín, Benidikt Sveinsson og Pjetur Pjetursson. 10. fundur, 13. d. júlím. 1. Voru þessar bœnarskrár bornar upp og rœddar: a, úr Ísaíjarðarsýslu um takmörkun eignarrjettarins yfir verstöðum Bolungarvíkur; var því máli vísað frá þingi, sökum þess það væri dómsmál. b, frá Ilofstaða- og Flugumýrarsóknum um brauða- sameiningu þar í sveitum; vísað frá þinginu, af því málefni það væri nú undir aðgjörðum stjórnarinnar. c, úr Snæfellsnessýslu um að af taka hýðingarrefsingu fyrir sum lagabrot, felld með 20 atkvæðum. d, úr ísafjarðarsýshv um breytingu á þeim tíma, er manntalsþing skuli þar haldin ; kosin 3 manna nefnd: II. Kr. Friðriksson, Sveinn Skúlason, Benidikt Þórðarson. e, úr Vestmannaeyjum um, að festugjald til konungs- jarða yrði aftekið; flutningsmaður tók bœnarskrána aptur eptir nokkrar umrœður. f, úr Rangárvallasýslu um að af taka fiskitíund af land- skipum, ergangaí Vestmannaeyjum, felld frá þingi. 2. Iíosin nefnd til að gefa út alþingistíðindin, og urðu fyrir þeirri kosningu Páll Melsteð og Pjetur Pjetursson. {•ing’vallafimdnr var haldinn 27. og 28. f. m. f>ar voru saman komnir úr ýmsum áttum um 50 manns, og þar á meðal nokkrir alþingismenn; þar voru ýms mál- efni rœdd og nefndir settar; hin helztu voru um íiskiveið- ar útlendra manna, kláðamálið, stjórnarbótarmálið, alþing- iskostnaðinn og skólann. í þessum fimm málum voru nefndarálit samin, upp lesin og rœdd, og eptir nokkrar breytingar samþykkti fundurinn að senda þau til alþingis. I nefndarálitinu um alþingiskostnaðinn stóð meðal annars undir tölulið 4, að tveir menn yrðu kosnir úr þinginu til þess að ávísa með forseta þeim peningum, sem þyrfti til að borga kostnað þann, sem leiddi af þinginu. þetta at- riði áleit nefndin að ætti að gjörast að lögum, og erurn vjer á sama máli um það; auðvitað er, að nefndinni hef- ur þótt meiri trygging í því, en þeirri tilhögun, sem nú er höfð, að forseti einn ávísi. Að minnsta kosti væri það reglulegra fyrir þingið, og óneitanleg skylda þings- ins við þjóðina, að hlutast til um, að sem skipulegast fyrirkomulag sje á öllu því, sem snertir útgjöld þingsins, svo þjóðin eigi því liœgra með að sjá og fá að vita, hvernig kostnaðinum í öllum greinum sje varið. (Aílsent). Á næstliðnu hausti sendi fyrrum hreppstjóri herra Jón Ilalldórsson á Búrfelli í Grímsnesi undirskrifaðri fá- tœkrastjórn 50 rdd. til útbýtingar meðal hinna allra-fátœk- ustu búanda í Grímsnesshreppi. Um leið og fátœkra- stjórnin lijer með í nafni sveitarinnar vottar gjafaranum sitt alúðarfyllsta þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf, á hún einnig að flytja sjerstaklegt þakklæti hinna 7 búanda, er urðu gjafarinnar aðnjótandi. (Júní 1861). Iátœkrastjórnin í Grímsnesshreppi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.